Morgunblaðið - 21.03.1982, Síða 10

Morgunblaðið - 21.03.1982, Síða 10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MARZ 1982 58 Pottarím | Umsjón: SIGRUN DAVÍÐSDÓTTIR Kf að líkum lætur hugsa ýmsir sér að spreyta sig á bökunarlist- inni nú á næstunni. Hækkandi sól, páskar, fermingar, það eru vissu- lega ærnar ástæður til að bregða upp góðri köku. Hér á eftir fylgir kökuuppskrift í tveimur útgáfum. Auk þess að vera bragðgóð, er hún ekki af allra venjulegustu tegund og því e.t.v. kærkomin tilbreyting. Já, er ættuð af l>ýzkalandi... Tertan sómir sér vel í staðinn fyrir hefðbundna rjómatertu, og er auk þess frískleg og hressandi á bragðið, nokkuð sem er ekki mjög algengt með tertur. Skyrtertan, þurr kaka, t.d. sandkaka eða ávaxtakaka, volg gerkaka og gott heimabakað brauð, ostur og kex. I*ar hafið þið svignandi kaffiborð fyrir 10—20 manns, allt eftir því hve þetta er vel úti látið. Fáar teg- undir, en e.t.v. varabirgðir í eld- húsinu af þvi sama og er á borð- inu, svo þið getið bætt við það sem gengur á. l»etta er ágæt regla þeg- ar boðið er upp á kaffi og með því, og mikið á að hafa við. Góða skemmtun! Skyrterta Þetta er stór uppskrift, dugir ein saman handa um átta manns, en handa um 15, ef boðið er upp á fleiri tegundir. Auk þess sem hún er góð með bolla af kaffi eða te, er hún glæsilegur eftirréttur, t.d. með berjum eða góðri sultu með. Sem eftirréttur dugir hún handa um 10, á eftir venjulegri máltíð. Hér er tertan höfð á pæa- botni, en botn úr brauð- eða kexmylsnu er einnig góður. Reyndar þarf engan botn, og þá má segja að tertan breytist í skyrbúðing og hann ekki af lak- ari gerðinni. Botn: 3 dl hveiti 150 gr smjör 1 msk sykur 1 eggjarauða 1. Blandið hveiti og sykri á borð. Skerið smjörið í litla bita saman við hveitið og blandið þessu síðan vel með fingrunum, þannig að smjörið og hveitið verði eins og sandur. Blandið rauðunni saman við. Þar með ættuð þið að hafa samhangandi deig. Ef ykkur finnst það ekki samlagast nógu vel, bætið þá 1—2 msk af vatni í, en gætið þess þó að deigið verði alls ekki klístrað og blautt. Ef þið hafið tíma til, er gott að deigið fái að standa í kæliskáp eða á köldum stað í um 15 mín. Deigið geymist í kæliskáp í 1—2 sólarhringa og í frysti í 2—3 vikur. 2. Fletjið deigið út milli tveggja smjörpappírsarka, þá er ekkert vandamál að ná því upp. Annars vill deigið festast við borðið og keflið. Setjið það svo í kæli og þá er auðvelt að ná harðri deigplötunni af pappírn- um. í stað þess að fletja deigið út getið þið þrýst því út í köku- formið með hnúum og fingrum. Hvora aðferðina sem þið veljið, notið þið form með lausum botni (springform). Deigið á að þekja botninn og ná um 1 cm upp á kantinn. Og enn ef þið hafið tíma til, bregðið forminu með deiginu í kæliskáp eða frysti og látið deigið kólna í gegn. Það tekur aðeins um 15—20 mín. 3. Setjið ofninn á 200° 4. Setjið formið inn í heitan ofninn og bakið botninn í um 15—20 mín, eða þar til hann er fallega brúnn og bakaður í gegn. Hann verður harður þegar hann kólnar. Skyrkremið: 5 blöð matarlím safi úr 2 sítrónum 125 gr smjör 175 gr sykur 3 eggjarauður 500 gr sykur 2 'k dl rjómi 3—4 stífþeyttar eggjahvítur Fjórar hvítur gera kremið létt- ara og loftmeira. Blandið þeim saman við kremið líkt og rjóm- anum áður. Hellið kreminu yfir kældan botninn. Nú þarf kakan að standa í kæli í um 3—4 klst. svo hún stífni vel. Berið ljökuna fram kalda. Ef ykkur sýnist svo getið þið smurt góðri sultu á botninn, áð- ur en kreminu er hellt yfir. Ef þið eruð ekki svo heppin að eiga góða heimatilbúna sultu, kaupið þá sultu sem er búin til úr berj- um og sykri eingöngu, en ekki með alls kyns aukaefnum í við- bót, t.d. litar- og geymsluefnum, þykkingarefnum, o.s.frv. Aust- ur-evrópskar sultur eru flestar án þessara aukaefna. Einnig fast franskar sultur, búnar til eins og sultur eiga að vera búnar til, en lesið á glösin. Hindberja- og sólberjasulta fara vel með skyrkreminu, ef þið kaupið sultu. Skyrterta II í stað þess að setja kremið á botn, eða nota það sem skyrbúð- ing, getið þið sett kremið á svampbotn. Þið getið þá bakað góðan svampbotn, skipt honum í Skyrterta 5. Stingið matarlímsblöðunum í bleyti í kalt vatn. Látið þau liggja þar í um 10 mín. Velgið sítrónusafann. Kreistið vatnið úr mjúkum matarlímsblöðun- um, setjið þau í sítrónusafann og látið þau leysast þar upp. Ef þau gera það ekki, þarf að hita saf- ann aðeins meir. 6. Þeytið saman smjör og syk- ur þar til þetta er létt og ljóst. Bætið rauðunum við, einni í einu, og þeytið vel. Þeytið skyr- inu saman við. Þeytið rjómann og blandið í. Það er bezt að nota sleikju eða stóra skeið til að blanda rjómanum varlega sam- an við. Ef þið notið sítrónubörk- inn, blandið honum þá í um leið. 7. Hellið nú matarlímssafan- um í mjórri bunu og hrærið vel í, svo matarlímið blandist vel sam- an við kremið en fari ekki í kekki. Mesti hitinn á að vera rokinn úr matarlímsblöndunni, þegar henni er hellt í. Látið nú kremið í kæliskáp og látið það standa í um 30 mín., eða þar til það fer að þykkna. Hrærið í öðru hverju svo ekkert skilji sig frá. Þegar kremið fer að kólna og þykkna, bragðið þá á því. Sætið eða sýrið með sykri eða sítrónu- safa ef ykkur finnst þess þurfa með. Stífþeytið nú hvíturnar. tvö eða þrjú lög, sett hann aftur í formið og hellt kreminu á, rétt eins og krem er sett í venjulega tertu. Hafið ekkert krem efst, en sigtið flórsykur á kökuna. Ef ykkur sýnist svo, getið þið smurt sultu á botnana, sbr. um sultu hér að ofan. , En þið getið einnig holað svampbotn út og sett kremið þar í, sbr. útskýringuna hér á eftir. (Þið getið auðvitað notað hvaða svampbotn sem er, en uppskrift fylgir til þæginda ...) 4 egg 1 xk dl sykur 1 dl hveiti 1 dl kartöflumjöl 2 tsk lyftiduft 1. Setjið ofninn á 200° og smyrjið form með lausum botni, sem tekur um 2 lítra. 2. Blandið saman hveiti, kart- öflumjöli og lyftidufti. Þeytið saman eggin og sykurinn, þang- að til þetta er orðið létt og ljóst. 3. Til þess að kakan verði sem léttust, skuluð þið sigta mjölið út í eggjahræruna, hræra í svo allt samlagist, en ekki meir. Hellið deiginu í smurt formið og bakið á neðstu rim í 30—35 mín. Athugið hvort kakan er bökuð með því að stinga fínum prjóni eða viðlíka áhaldi í hana. Hreinn og þurr prjónn úr kök- unni þýðir að hún er bökuð. Lát- ið kökuna standa í forminu í nokkrar mínútur, áður en þið losið hana úr. Það er ágætt að láta hana þorna undjr forminu eða einhverju öðru, svo hún þorni ekki um of þegar hún kólnar. 4. Þegar kakan er orðin köld, þá hefst útskurðurinn. Nú stend- ur til að hola botninn út, hella kreminu þar í, setja kökulokið á sinn stað og láta kremið kólna og stífna. Síðan berið þið kökuna fram eins og hverja aðra köku. Hún er svo skorin í sneiðar og þá kemur glæsilegur innmaturinn í Ijós. En aðferðin er þessi: Skerið þunnt lok af kökunni. Skerið svo niður í kökuna, þó ekki í gegnum hana, í um 1 cm fjarlægð frá hliðunum og fjarlægið sem mest af innmatnum. Hann er ekki notaður frekar í þessa tertu. Þannig búið þið ykkur til nokk- urs konar form úr svampbotnin- um. Til að hreyfa botninn sem minnst, er bezt að stunda skurð- inn á því fati, sem þið berið kök- una fram á. Þegar þið eruð búin að taka innan úr botninum, þannig að hæfilegt er, getið þið smurt sultu í botninn, ef ykkur lízt svo. Setjið nú botnlaust formið, sem þið bökuðuð kökuna í, utan um kökuna til að styðja við hana, þegar kreminu er hellt í hana. Hellið skyrkreminu hér að ofan í tertubotninn, setjið lokið ofan á kökuna og látið nú kremið kólna og stífna í kæli- skáp. Berið kökuna fram kalda eins og þá fyrri. Sigtið flórsykur á kökuna um leið og hún er borin fram. Þarna hafið þið köku sem lítur óvenjulega út og er óvenju- leg á bragðið ... Innmatinn úr kökunni getið þið notað í búðing, t.d. með því að þeyta rjóma og setja í glös eða skál ásamt innmatnum úr kökunni. Avextir og/eða ber með eru ágætt meðlæti. Það bragðast afbragðsvel að bleyta innmatinn úr kökunni með víni... Og kannski standa svo einhverjir við hliðina á ykkur meðan þið eruð að hola kökuna út og telja það ekkert eftir sér að koma honum í lóg ... Það sparar heilabrotin um það hvernig sé hægt að nota hann. Aths. við síðasta þátt Þegar áhugasöm brauðgerð- arkona ætlaði að fara að baka smábrauðin í síðasta þætti, tók hún eftir því að þar stóð 'k vatn. Ekki er það mjög nákvæmt til- tekið. Þarna hafði fallið niður orðið lítri. Af vatni á að nota xh lítra í þessa uppskrift. Við höf- um það bak við eyrað, þegar við spreytum okkur á uppskrift-.on,... ((Cý Málmar Kaupi allan brotamálm, svo sem: Al Blý Brons Cadmium Computer Eir Element (alls konar) Gull Hvítagull (platína) Króm Monel Króm/Nikkel (18/8) Nikkel Kopar Koparspæni Kvikasilfur Messeng Menmseng Mangan Zink (allskonar) Rafgeyma Rafgeymaplötur Silfur (silfurplett) Stanley Tin Vatnskassa X-ray films (Röntgenfilmur) Langhæsta verö. Staðgreiðsla „Málmar" skrásett einkafyrirtæki Export-lnport Stofnaö 1966. Sími 7-53-03. Kvöld- og helgarsími 7-53-03. I i I Westinghouse hitavatnsdunkar Höfum fyrirliggjandi Westinghouse hitavatnsdunka í 4 stæróum: TR 221 20 gallon - 80 lítrar TL 522 52 gallon - 200 lítrar TL 622 66 gallon - 250 lítrar TL 822 82 gallon - 300 lítrar Vandlátir velja Westinghouse KOMIÐ-HRINGIÐ-SKRIFIÐ vió veitum allar nánari upplýsingar. Kaupfélögin um allt land Véladeild Sambandsins Ármúla 3 Reyk/avik Simi 38900

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.