Morgunblaðið - 21.03.1982, Page 12

Morgunblaðið - 21.03.1982, Page 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MARZ 1982 Pólska lexían Við erum hér saman komin í kvöld til þess að lýsa yfir samstöðu okkar með pólsku þjóð- inni, sem eins og stendur verður að búa við stjórnarhætti, sem hljóta að kallast fasí.skir, eigi það orð yf- irleitt að hafa ennþá nokkra merkingu. Það að mótmæla svívirðu Jar- uzelski-herforingjaklíkunnar er afstaða, sem ekki veitist erfitt að taka: engin kennd brýtur síður í bága við strauma líðandi stundar. Samstaða með Pólverjum, sam- staða með Solidarnosc — það er slagorð, sem tylftir ríkisstjórna í hinum auðugari hlutum heims hafa haft á takteinum, slagorð, sem síðan um miðjan desember hefur heyrst hvað eftir annað á opinberum fjöldafundum í sér- hverri meðalstórri borg í Vestur- Rvrópu og í nokkrum borgum Norður-Ameríku. Hvaða tilgangi þjónar svo þessi fjöldafundur hér? Sú spurning er réttmæt: erum við að taka undir með kór vandlætingarinnar? Ég ■ legg þessa tilgátu hér fram, án nokkurs snefils af kaldhæðni. Ef til vill er það einmitt þetta, sem við erum að gera — og með fullum rétti. Kn samkvæmt mínum skiln- ingi hafa þeir, sem skipulagt hafa þennan fund hér í dag annað markmið í huga með þessum fundi, og svo er einnig með flesta þeirra, sem hér taka til máls. Auðvitað fordæmum við upp- rætingu hinnar lýðræðislegu hreyfingar í Póllandi. En við vilj- um þó líka skera okkur um leið úr öðrum í kór hinnar siðprúðu vand- lætingar: við viljum tefla fram annars konar stuðningi við Pól- land heldur en þann, sem til dæmis Reagan, Haig og Margaret Thatch- er létu í té. Þessu markmiði er ég algjörlega samþykk, annars væri ég alls ekki að tala hér. Ein af mörgum fram- úrskarandi ástæðum fyrir því að fyllast viðbjóði á ríkisstjórn Reag- ans, er sú, að stuðningur hennar við lýðræðishreyfingu Pólverja er ekkert nema hræsnin tóm. Sem þegn þessa lands get ég ekki hjá því komist að benda hér alveg sér- staklega á Reagan — á Reagan, sem brýtur niður verkalýðssam- tökin, á Reagan, sem notar hand- bendi sín sem slátrara í EI Salv- ador. Samt skyldi því heldur ekki gleymt, að forystuliðið á sviði efnahags- og stjórnmála í hinni kapitalísku Evrópu og Norður- Ameríku ber í heild í verulegum mæli sök á því, sem gerðist í Pól- landi. Það var ekki eingöngu hið fasíska valdarán undir beinni leik- stjórn Sovétríkjanna, sem kom Póllandi á kné — þetta valdarán með rússneskum skriðdrekum að- eins lauslega merktum pólskum einkennisstöfum. Bankar og skriðdrekar hafa eyðilagt Pólland, banks and tanks, svo að notað sé orðalag vinar míns, Jossifs Brodskijs. Skuldir Póllands eru áfram fjármagnaðar af vestræn- um ríkisstjórnum, korn er áfram selt til Sovétríkjanna, franska rík- isstjórnin — sú blaðurgjarnasta af öllum þessum hræsnisfullu vest- rænu ríkisstjórnum — undirritaði einmitt þýðingarmikinn viðskipta- samning við Sovétríkin fáum vik- um eftir atburðina í Póllandi. Sem sagt viðskiptin halda áfram nú eins og hingað til. Lendingar- leyfi sovéska flugfélagsins Aero- flot og pólska flugfélagsins LOT á Kennedyflugvelli hafa verið numin úr gildi, ferðatakmörkunum verið komið á fyrir austurevrópska diplómata í Bandaríkjunum, dreg- ið hefur verið úr menningarsam- skiptum ... ... Þetta eru refsiaðgerðirnar, sem vestræn lýðræðisríki grípa til sem svar við þrælkun og kúgun pólsku þjóðarinnar. Þetta ... og svo einhver ósköp af mælsku í kaupbæti. Og við bætum hérna orðsnilld okkar við allan þennan flaum af viturlegum orðum um Pólland — en sem sagt í þeirri von þó, að sjálf afstaða okkar skeri sig úr hinni opinberu hræsni. Sömu- leiðis vildi ég svo mega vona, að andstaða okkar gegn vissum mál- efnum hérna megin við þá marka- línu, sem skilur að kapítalisma og kommúnisma, leiði ekki í sjálfu sér til vissrar hræsni og ósanninda af okkar hálfu. Mér kemur það svo fyrir sjónir, að mikið af því, sem hinir svokölluðu lýðræðissinnuðu vinstri menn — en til þeirra telj- ast margir þeirra, sem hér eru samankomnir — að mikið af því, sem þeir hafa haft til stjórn- málaumræðnanna að leggja, hafi þó stjórnast af þeirri ósk að greiða á engan hátt götu hinna „aftur- haldssömu" afla í þjóðfélaginu, sama hvað það kostaði. Þessi hugs- unarháttur hefur því orðið þess valdandi, að margir vinstri sinn- aðir menn hafa, vitandi eða óafvit- andi, gengið á mála hjá lyginni. Við vorum ekki fús að koma fram í dagsljósið sem andkommúnistar, af því að einmitt það var kjörorð hægri manna, af því að það var sjálf hugmyndafræði kalda stríðs- ins, og alveg sérstaklega af því að það var notað sem réttlæting Bandaríkjanna á stuðningnum við hina fasísku einræðisherra Suð- ur-Ameríku og notað til þess að réttlæta styrjöldina við Víetnama. (Sagan hefst auðvitað löngu fyrr, í Evrópu á árunum í kringum 1930, þegar fasisminn hófst þar til valda og notaði andkommúnisma sem sitt helsta stríðsöskur.) Þeir, sem reyndar eru pólitiskir andstæð- ingar okkar hér heima fyrir, virt- ust þá þegar hafa helgað sér einum andkommúníska afstöðu. Þetta álit vil ég draga í efa. Af atburðunum í Póllandi má draga margs konar lærdóm. En að mínu áliti er aðallexían þó sú, að kommúnisminn hefur brugðist, að hið kommúníska kerfi sé í sjálfu sér af illum rótum sprottið. Það var erfitt að læra þessa lexíu. Og það kemur illa við mig, að við skyidum þurfa svo langan tíma til þess að læra þessa lexíu. Ég segi „við“ og tel þá sjálfa mig með. Eg man þegar ég las einu sinni kafla úr bókinni „Hugsun á glapstigum" eftir Czesfaw Mifosz í „Partisan Review", og keypti svo líka bókina, þegar hún kom út árið 1953 — Eftir Susan Sontag Bandaríski rithöfundurinn Susan Sontag hélt nýlega þessa ræðu, sem hér birtist, á fjölmennum fundi í New York, og voru það bandarísk- ir verkamenn og listamenn, sem efndu til þessa fundar til þess að sýna samstöðu sína með hinni pólsku „Solidarn- osc“. Meðal þeirra, sem þátt tóku í fundinum voru rithöf- undarnir Gore Vidal, Jossif Brodskij, Allen Ginsberg, E. L. Doctorow og Kurt Vonne- gut. mögnuð lýsing á öllu undirferlinu og ófrelsinu í andlegu lífi og í menningarmálum í Póllandi á fyrstu árunum undir stjórn komm- únista. Bókin gerði mig að vísu órólega, en ég leit einnig á hana sem áróðurstæki kalda stríðsins, sem styðja ætti við bakið á McCarthy- ismanum og styrkja hann. Ég setti því bókina upp í hillu hjá öðrum þeim verkum, sem ég las á stúd- entsárunum. 27 árum síðar tók ég mér ferð á hendur til Póllands — var þá ennþá háskólanemi, þótt væri ekki lengur opinberlega við- urkennd sem slík — og ég tók gamla eintakið mitt af „Hugsun á glapstigum" aftur niður úr hill- unni, las bókin aftur, skömmu fyrir brottför mína til Póllands, og aðeins ein hugsun komst að hjá mér við lesturinn: Þetta er þá allt saman satt. I Póllandi átti ég svo síðar eftir að komast að raun um, að Mifosz hafði í lýsingum sínum fremur en hitt gert of lítið úr allri svívirðu hins kommúníska stjórnarfars, sem með ofbeldi hafði á sínum tíma verið þröngvað upp á land hans. A síðustu sex árum hef ég marg- sinnis lagt þá spurningu fyrir sjálfa mig, hvernig á því stóð, að frásagnir Mifosz sem og frásagnir margra annarra útflytjenda frá hinum kommúnísku löndum — auk svo hinna „framhleypnu and- kommúnista" — eins og þeir voru með biturleika kallaðir á Vestur- löndum — af hverju mér fundust frásagnir þessa fólks svo grun- samlega ólíkindalegar. Af hverju höfðum við ekkert rúm fyrir þann sannleika, sem þeir sögðu, af hverju lögðum við ekki hlustirnar við þeim sannindum? Svörin við þessu eru vel þekkt. í fasismanum sáum við óvininn. Við heyrðum hina djöfullegu rödd fas- ismans. Við trúðum hinni engil- blíðu rödd kommúnismans eða við beittum þá fyrir okkur tvöföldu siðferði í sambandi við hana. Núna gerum við það ekki lengur. Núna virðist það vera auðvelt að gera það ekki framar. En áratugum saman, og það þótt við stæðum andspænis hryllingi af nákvæm- lega sama tagi, nei raunar langt- um voðalegri óhæfu, komum við samt ekki saman til fundar út af því eins og við gerum hér í dag til þess að láta í ljósi reiðiþrungna vandlætingu okkar. Því við vissum svo ósköp vel hverjir væru hinir raunverulegu óvinir okkar (meðal annars þeir, sem hafa atvinnu af að vera and- kommúnistar), vissum hverjir væru hinir dyggðum prýddu og hverjir væru úr röðum skugga- höfðingjans. að veldur mér miklum sárs- auka að hugsa til þeirrar stað- reyndar, að sjálfur ásetningur okkar var réttur, að margar af skoðunum okkar voru réttar, — einkum þó viðbjóður okkar á því brjálæði sem kjarnorkustríð milli risaveldanna hlyti að vera, svo og vonir okkar um úrbætur sem binda ættu enda á margs konar óréttlæti í okkar eigin þjóðfélagskerfi, en að við samt sem áður skyldum skella skollaeyrum við mikilsverðum sannleika. Og einnig það veldur mér sárs- auka, að við stuðluðum að fram- gangi stórkostlegra lyga. Útflytjendurnir frá kommún- istaríkjunum, sem við léðum ekki eyra, þessir menn, sem áttu frem- ur möguleika á að birta greinar sínar í „Reader’s Digest" heldur en í „The Nation" eða í „The New Statesman“ — þeir voru að segja sannleikann. Núna heyrum við hann. Af hverju heyrðum við hann ekki áður, enda þótt þeir segðu þá nákvæmlega hið sama og þeir segja núna. Við álitum, að við elskuðum réttlætið, mörg okkar álitu það. En það var sjálfur sannleikurinn, sem við elskuðum ekki nægilega. Það er að segja, að það sem við lögðum höfuðáherslu á, það vildi ekki ganga upp. Niðurstaðan var því sú, að mörg okkar — og ég tel sjálfa mig þar með í flokki — við skildum ekki eðli hinnar kommúnísku harðstjórnar. Við reyndum að gera greinarmun á hinum ýmsu útgáf- um kommúnismans — með því að líta til dæmis á „stalínismann", sem við höfðum jú óbeit á, sem hvert annað villuráf, og við létum í Ijósi samúð okkar og velþóknun á öðrum kommúnískum stjórnvöld- um — utan Evrópu — sem voru þó í eðli sínu lík hinum. r Iupphafi máls míns kallaði ég þá hrottalegu kúgun, sem íbú- ar Póllands þjást núna undir, „fas- íska“. Þetta er líka réttnefni í þeim skilningi, að í hinu pólska dæmi var öllum venjulegum afsökunum hinnar kommúnísku hugmynda- fræði sleppt; aðferðirnar og jafn- vel sjálft tal ráðamanna eru að- ferðir og tungutak fasismans: krafan um „eðlilegt ástand" og „röð og reglu“, enduruppvakning gyðingahatursins, yfirdrottnun hersins undir yfirvarpinu „Stjórn- unarráð til bjargar þjóðarheill". Það sker beinlínis í augu, hve pólska herforingjaklíkan er nauða- lík hægri öfgasinnuðum einræð- isherrum í Chile, í Argentínu og í öðrum suður-amerískum löndum. Önnur fasísk valdarán í framtíð- inni verða örugglega gerð með

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.