Morgunblaðið - 21.03.1982, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 21.03.1982, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MARZ 1982 79 AFORNUM VEGI Samantekt J.F.Á. Gunnar, knattspyrnudcildarformaður, flytur tölu sína í teitinni og þakk- ar félögum sínum góða frammistöðu. Heiðursgestirnir, starfsstúlkur Getrauna, sitja til vinstri og hlýða á formanninn. Morgunblaftið/(«uAm. Jóh. í tipparateiti hjá KR-ingum Veturinn er oft daufur tími hjá knattspyrnumönnum hérlendis. Leiktímabilið er stutt og æfingar liggja víðast niðri frá því í miðj- um september til áramóta. Við þetta langa hlé kemur, eins og gefur að skilja, oftlega deyfð í félagsstarfið. Athygli stuðningsmanna og margra leikmanna beinist að öðrum íþróttagreinum og þau gefast fá tækifærin til að halda hópinn. En hin seinni ár hafa getraunir orðið mörgum félögum sú lyftistöng sem vantaði í félagslífinu, auk þess að verða íþróttahreyfingunni drjúg tekjulind. Það íþróttafélag sem hefur haft afgerandi forustu í getraunastarfinu er Knatt- spyrnufélag Reykjavíkur. Knattspyrnudeild KR hefur um árabil verið stærsti söluaðiii Islenskra getrauna — og leggja þar jafnt leikmenn sem stuðningsmenn félagsins hönd á plóginn. A hverjum vetri koma KR-ingar jafnan saman í svonefndum „Tippara-partýum" og gera sér glaðan dag þegar efni standa til. Eitt slíkt var haldið í fyrri viku. Voru þá starfsmenn Getrauna heiðursgestir. Gunnar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeild- ar sagði aðaltilefni þessarar teiti að fagna því langþráða takmarki félagsins, að selja fleiri en milljón getraunaraðir á einum vetri. Er það í fyrsta sinn sem nokkur selur svo margar raðir hérlendis á einu keppnistímabili. En annað og ekki síðra tilefni var að heiðra þá tvo menn, sem að öðrum ólöstuðum, hafa stuðlað mest að þess- um góða árangri þeirra KR-inga. Þessir menn heita Birgir Guð- jónsson og Þorsteinn Kristjánsson. Báðir hafa selt getraunaseðla frá því Getraunir voru endurreistar og til marks um elju þeirra nefndi Gunnar í tölu sinni, að ef þeir kappar tækju sig til og mynduðu félag saman, þá yrðu þeir tvímenningar fjórði stærsti söluaðilinn hjá Getraunum. Þeir Birgir og Þorsteinn hafa nefnilega selt hvorki meira né minna en 220 þúsund getraunaraðir frá því í haust og röðin er seld á 1 krónu, svo söluverðmætið er 22 milljónir gamlar. Af því fær KR 25% í sölulaun, svo þeir tveir hafa fært félaginu 5,5 milljónir gamlar frá því í haust. Og munar um minna. En teiti þeirra KR-inga var hin fjörlegasta og að sjálfsögðu töluðu allir um knattspyrnu. Voru flestir mjög spenntir vegna hinnar beinu útsendingar frá Wembley af úrslitaleik deildarbikars- ins milli Liverpool og Tottenham Hotspur, sem átti að verða daginn eftir. Þá mátti vart sjá hvort vekti meiri hrifningu með mönnum nýi KR-búningurinn með „ofurkraftinum", eða hinn fríði kvenpen- ingur, sem starfar hjá Getraunum — en þær konur voru sem fyrr segir heiðursgestir í teitinni ... Tipparatröllin, ' Þor- steinn „klaki" Krist- jánsson og Birgir Guójónsson. Þeir voru heiðraóir fyrir frábær störf fyrir KK — en frá því í haust hafa þeir selt 220 þúsund getrauna- raóir fyrir félagió aó söluvcrðmæti 22 millj- ónir gamlar. Siguróur Indrióason, meistaraflokksmaóur KR, kynnir nýja KR-svipinn, en KR-ingar hafa nú tckió upp auglýsingar á bún- ingum sínum fyrir Varta-rafhlöóur og raf- geyma. Egill rakari brosir útundir eyru. Þar hittust tveir seigir Ólafur Jóhannesson hefur staðið í ströngu síðustu dægur — en það er eins og máltækið segir: Það þarf meira en mann úr Hallormsstaðaskógi til að stöðva Fljótabónda! Ólafur gaf sér tíma í önnum síðustu viku að rabba stuttlega við tíðindamann Mbl. í tilefni af mynd sem blaðinu hafði borist frá Lundúnum. Myndin sú sýnir Ólaf heilsa uppá Carrington lávarð, utanríkisráðherra í Bretaveldi, — en þeir hittust að máli í Englandsheimsókn forseta vors fyrr í mánuðinum. Hvað fór ykkur Carrington á milli, Ólafur? Fundur okkar stóð nú stutt, aðeins í hálfa klukkustund, en við töluðum almennt um heimsmálin, einkanlega um Pólland og Madríd-ráðstefnuna en einnig komum við inná svokallaðan Rockall-klett og afmarkað land- grunn milli íslands og Bretlands. Carrington var alúðlegur mjög í allri samræðu og virtist hinn vænsti maður, enda er hann virtur um allan heim fyrir framgöngu sína í utanrík- ismálum. Þér hittuð einnig járnfrúna? Já, og hún kom mér nú ekki fyrir sjónir sem „járnfrú“! Mjög aðlaðandi kona, frú Thatcher, fluggáfuð og skemmtileg. En ég hitti hana aðeins í einum löns. Jú, forsetaheimsóknir eru hinar gagn- legustu og ágæt kynning fyrir land og þjóð, sagði Ólafur Jóhann- esson. Pétur vekur athygli Pétur Jónasson, gítarleikarinn ungi, er nú á ferð um Norðurlönd og leikur á gítar sinn í hinum ýmsu borgum á vegum Menning- armálasjóðs Norðurlanda. Hann hefur meðal annars komið við í Lundi í Sviþjóð og af sænskum blöðum að dæma fékk hann þar hinar vinsamlegustu viðtökur. Tónlistargagnrýnir einn, Bengt Edlund að nafni, skrifaði stutta umsögn um tónleika Pét- urs í I.undi, undir fyrirsögninni „Hög klass pá gitarrspel av ung islánning". Þar segir meðal ann- ars: „Leikur Jónassons vakti hrifningu áheyrenda og ekki að ástæðulausu. Tækni hans er mikil og jafnvægi og nákvæmni einkennir leik hans, sem er mjög lifandi og í alla staði hinn fágað- asti. Best naut hann sín í tón- verkum Eyþórs Þorlákssonar og William Walton — en í spænsk/ latnesku verkunum fannst mér hálft í hvoru sem hann hefði mátt vera eilítið frjálsari í leik sínum og meira tælandi." Þórður í Svörtu pönnunni Á HORNI Tryggvagötu og Póst- hússtrætis er „Svarta pannan". Það er veitingastaður og þar ræð- ur Þórður Sigurðsson ríkjum. Þórður er vel þekktur í veitinga- bransanum; hann var yfirmat- reiðslumaður á Aski í ellefu ár. Og nú hefur hann opnað eigin veit- ingastofu. — Ég hef lengi gengið með það í maganum að opna veitingastað, segir Þórður, en farið hægt í sak- irnar. Það skal vanda sem lengi á að standa, eins og málshátturinn segir. En af hverju „Svarta pannan"? Ja, það er langt síðan ég ákvað það með sjálfum mér, að ef mér auðnaðist einhvern tímann að opna veitingastað, þá skyldi hann heita „Svarta pannan". Ég á nefni- lega fyrirmyndar pönnu og hún er svört. Ég hef átt hana lengi og hún hefur þjónað mér svo vel að mér er farið að þykja vænt um þessa svörtu pönnu. Én svo við víkjum nú aftur að veitingastaðnum, þá er ætlunin að bjóða þar uppá af- bragðs góðan mat á skaplegu verði, veita fljóta afgreiðslu og í alla staði góða þjónustu. Ef ég má nefna til dæmis, þá seljum við fiskrétti á 35 krónur og kjúkl- ingarétt á 50 krónur. Mér finnst upplagt fyrir húsmæður að koma hér við og taka með sér mat heim. Það sparar tíma, fyrirhöfn og jafnvel peninga. Þá munum við leggja áherslu á heimsendingar- þjónustu, segir Þórður Sigurðsson í „Svörtu pönnunni". si,\T7r\\ f SVAKIA pannan

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.