Morgunblaðið - 24.03.1982, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1982
3
Búið að veiða 1100 tonn af
iaxi á miðunum víð Færeyjar
Greiddar eru 22—25 krónur fyrir kílóið
st
Ljósm.: I»J.
Flugfélag Austurlands fær nýja flugvél
LAXINN er í stórum torfum og það er
meiri lax en þorskur á hafsvjeðinu í
kringum Frreyjar, segir norska blað-
ið Fiskaren þann 16. mars síðastlið-
inn. Segir blaðið að nokkrum dögura
áður hafi báturinn Skálavík frá Nois-
ej komið til hafnar eftir viku útivist
með 1100 laxa. Lax úr norskum
vatnsfollum hafni að lokum í Faereyj-
um. Þriðji hver lax sem þarna veiðist
sé úr norskum ám, tveir þriðju hlutar
komi svo frá ám á Islandi, Skotlandi
og Irlandi.
„Það skiptir mig engu máli hvað-
an laxinn kemur. Við erum að veið-
um í okkar eigin lögsögu og á því
eigum við rétt, hefur Fiskaren eftir
Ove Joensen skipstjóra á Skálavík.
— Það er ekkert ólöglegt við okkar
veiðar. I,axveiðarnar eru mikilvæg-
ar fyrir Færeyjar. Eftir viku úti-
vist var hlutur Joensens 27.000
krónur og aðrir í áhöfn fengu
22.000 krónur hver.
— Þetta er ekkert sérstök veiði.
Aðrir hafa ugglaust veitt mikið
betur. Það er svo mikill lax á þessu
svæði, að það er næstum því hægt
að háfa hann um borð. Við urðum
því miður að halda til hafnar vegna
bilunar um borð, en förum strax út
Aðalfundur VSÍ í dag:
Rætt um stjórn-
málin og vinnu-
markaðinn
AÐALFUNDUR Vinnuveitendasam-
bands íslands verður haldinn að Ilót-
el Loftleiðum í dag og verður fundur-
inn settur klukkan 10.
Að lokinni ræðu Páls Sigurjóns-
sonar, formanns VSÍ, fara fram
pallborðsumræður um stjórnmálin
og vinnumarkaðinn og taka for-
menn stjórnmálaflokkanna þátt í
þeim, þeir Geir Hallgrímsson,
Kjartan Jóhannsson, Steingrímur
Ilermannsson og Svavar Gestsson.
Jón Baldvin Hannibalsson, rit-
stjóri, stjórnar umræðunum.
Að loknum hádegisverði er
skýrsla framkvæmdastjóra á
dagskrá og reikningar verða lagðir
fram. Síðan verður stefnan mörkuð
fyrir komandi kjarasamninga.
að viðgerð lokinni. Laxveiðin þýðir
peningar og við munum stunda
þessar veiðar eins lengi og mögu-
legt er, segir Joensen í samtalinu
við Fiskaren.
Fiskaren segir, að meðalþyngdin
á laxinum, sem iandað er í Færeyj-
um sé um 5 kíló. Greiddar eru
22—25 krónur fyrir kílóið og skip-
stjórinn á Skálavík reiknar með að
hafa 300 þúsund krónur í hlut yfir
veiðitímabilið. Laxaveiðitimabilið í
Færeyjum cr frá 1. nóvember til 31.
maí. Þessar veiðar hófust ekki fyrir
alvöru fyrr en á árinu 1980 og juk-
ust þær mikið á árinu 1981. Síðan
þessar veiðar hófust hafa færeysk-
ir og danskir fiskimenn veitt 1.100
tonn af laxi á Færeyjamiðum sam-
kvæmt norskum heimildum, en
Færeyingar segja að þeir hafi veitt
660 tonn.
Fiskaren hefur eftir Óla Breck-
mann lögþingsmanni í Færeyjum
að Færeyingar sjái ekkert athuga-
vert við þessar veiðar. Ef lax kem-
ur frá öðrum iöndum til Færeyja
til að ná sér í æti, þá er það ljóst að
okkur ber að fá eitthvað af laxinum
fyrir okkur. — Færeyingar hafa
sýnt fullan skilning á þessu máli. Á
yfirstandandi veiðitímabili var
kvótinn minnkaður úr 1.100 tonn-
um í 750 tonn og á næsta ári verður
hann minnkaður í 625 tonn, en neð-
ar getum við ekki farið, það er
gjörsamlega útilokað, segir
Breckmann.
FLIJGFÉLAG Austurlands hefur
fest kaup á átta sæta Piper Nav-
ajo-flugvél, en félagið á aðra slika
vél fyrir. Nýja vélin er keypt af
fyrirtæki i Svíþjóð, en það seldi
Flugfélagi Austurlands einnig fyrri
Navaj»>-vélina.
Nýja Navajo-flugvélin er
væntanleg til Egilsstaða á næst-
unni og verður hún notuð í al-
mennar flugsamgöngur á Ausb-
urlandi, en einnig til sjúkra-og
vöruflutninga.
Það nefúr varLafaríðframhjá nánum
áð það ern að koma páskar.
Að minnsta kosú höjum við
hjáNóaopSvrius
ekkiaídáhs gíeymtþvi.
i Irulanfama daga íuifurn við Æj,
unuið dag og nott M* ;í \
\'u5 oð hua til paskaegg.
Nóapáskaeggin ern auðvitað
(andsþekkt fyrvr (öngu, afþví
að þau em svo góð,
en okkurfvnnst rétt að
minna sérstaklega á þau núna
ekki síst vegna þess aðjramhoð
m á eríendu sœígæd fiefur aídrá
& veríð mexra há á (andi.
En eggin hans Nóa eru ekki
Sara ísíensk, - þau eru (ika
ánstakíega gómsæt.
Viðræður við
EBE í maí nk.
Viðraður Islendinga og Kfnahags-
bandalags Kvrópu um fískveiðimál og
fleiri mál munu væntanlega hefjast í
Bríissel i hyrjun maímánaðar næst-
komandi að því er llörður llelgason
ráðuneytisstjóri i utanríkisráðuneytinu
tjáði blaðamanni Morgunblaðsins síð-
degis í gær.
Að sögn Harðar mun þar meðal
annars verða rætt um fiskveiðirétt-
indi við Grænland. Að öðru leyti
kvað Hörður ekki unnt að segja
mikið um væntanlegar viðræður að
svo stöddu, en framvinda þeirra og
hugsanlegur árangur af þeim réðist
meðal annars af því hvaða afstöðu
Norðmenn og EBE tækju.
Haröur árekst-
ur í Hafnarfirði
IIAKDUK árekstur varð á Strandgötu
í llafnarfírði gengt skipasmiðas-
töðinni Dröfn klukkan 8.45 i gærmor-
gun. Vörubifreið sem flutti stálbita,
sem stóðu um þrjá metra fram af bíl-
num, var ekið út frá slipp stöðvarin-
nar. Vörubifreið, sem ekið var eftir
Strandgötu, lenti á bitunum og urðu
miklar skemmdir á toppi bílsins.
í kjölfar vörubifreiðarinnar kom
strætisvagn. Til þess að forða
árekstri við vörubifreiðina, sveigði
bílstjórinn yfir á vinstri vegar-
helming og lenti á fólksbifreið. En-
ginn slasaðist en fólksbifreiðin og
vörubifreiðin eru mikið skemmdar
og strætisvagninn nokkuð.