Morgunblaðið - 24.03.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MARZ 1982
19
Leynisjóðniim var stolirt úr þessu húsi danska kommúnistaleiðtogans Ingmars Wagners við Præsto.
Kommúnistar í bobba
vegna sjóðs Wagners
Krá Ib Kjffrnhak í Kaupmannahofn í gær. þriéjudag.
DANSKIR kommúnistar hafa komizt í mikinn vanda
vegna peninga þeirra, sem stolið var úr rammefldum pen-
ingaskáp bak við svefnherbergi eins kunnasta leiðtoga
þeirra, Ingmar Wagner flokksritara, miðstjórnarfulltrúa
og fyrrverandi þingmanns, og konu hans.
Málið kemur sér sérstaklega
illa fyrir kommúnista vegna þess
að aðeins eru nokkrir mánuðir
liðnir síðan lögreglan gerði hús-
leit heima hjá rithöfundinum
Arne Herlov Petersen, sem var
grunaður um að standa í sam-
bandi við austantjaldsríki
Ingmar Wagner lá í sjúkra-
húsi í Kiev, þar sem hann veikt-
ist af heiftarlegri inflúenzu, þeg-
ar upp komst um þjófnaðinn úr
peningaskápnum á heimili hans.
Hann var þegar í stað fluttur
heim til Danmerkur, þar sem
hann gaf þá skýringu að þessu
mikla fé hefði verið safnað í
Vestur-Evrópu til að nota það í
þágu „alþjóðlegra einingarhreyf-
inga“.
Wagner segir að hann viti ekki
hver það var sem kom með pen-
ingana og muni illa hvað upp-
hæðin hafi verið há. Sá sem hafi
afhent peningana hefi haft þá í
tösku og Wagner kveðst hafa
tekið við fénu tveimur dögum
áður en hann fór til Moskvu.
Hann neitar því að peningarn-
ir hafi komið að austan og þá
hafi átt að nota til að ná undir-
tökunum í friðarhreyfingum í
Danmörku. Wagner neitar því að
hann viti hver eigi að sækja pen-
ingana.
Ingmar Wagner segir að hann
hafi um árabil annazt „alþjóð-
legt einingarstarf" kommúnista-
flokksins. Aðrir flokksleiðtogar
neita því að þeir hafi vitað að
Wagner geymdi svo mikið fé og
segjast ekki vita til þess að féð
sé eign kommúnistaflokksins.
Bæði Wagner og aðrir kunnir
danskir kommúnistar segja að
danska leyniþjónustan og lög-
reglan hafi sett þjófnaðinn á
svið. Bannað er í Danmörku að
geyma svo mikið fé í erlendum
gjaldeyri. En ef Wagner getur
sannað að peningarnir hafi kom-
izt í hans vörzlu á síðustu fjórum
vikum sleppur hann sennilega
við ákæru um brot á gjaldeyris-
lögum.
Eins og fram hefur komið í
Mbl. var stolið erlendum gjald-
eyri að verðmæti 500 til 700.000
d.kr. úr peningaskápnum í húsi
Wagners við Præsto þegar hann
var ásamt öðrum flokksbroddum
í Sovétríkjunum. Tveir 16—17
ára unglingar hafa verið hand-
teknir og hjá öðrum fannst lykill
sem gekk að hólfi á aðaljárn-
brautastöðinni í Kaupmanna-
höfn. Féð er aðallega í vestur-
þýzkum mörkum — trúlega um
150.000. í hólfinu fundust 36.000
mörk.
Öðru virðist ekki hafa verið
stolið á heimili Wagners.
Hafréttarmál
í sjálfheldu
New Vork, 23. marz. Al\
FIILLTRÍJAR Bandaríkjanna á hafréttarráðsternunni fundu í
gær að breytingartillögum, sem svokölluð 11 ríkja-nefnd bar
fram til að binda endi á sjálfhelduna í deilum Bandaríkjanna
ogjjriðja heimsins um nýjan sáttmála.
Island á aðild að nefndinni auk Ástralíu, Nýja Sjálands,
Kanada, írlands, Hollands, Austurríkis, Noregs, Svíþjóðar,
Finnlands og Danmerkur. I»essi ríki eru einnig kölluð „Vinir
ráðstefnunnar“, þar sem þau reyna að tryggja að árangur
náist á yfirstandandi fundi hennar.
Ríkin 11 báru fram 30 breyt-
ingartillögur í síðustu viku þegar
123 þróunarríki neituðu að semja
á grundvelii um 230 breytingar-
tillagna, sem Bandaríkin lögðu
fram einni viku áður.
Leigh S. Ratiner, varaforseti
bandarísku samninganefndarinn-
ar, sagði i samtali að tillögurnar
væru óaðgengilegar, þar sem þar
væri sleppt nokkrum atriðum, sem
Ronald Reagan forseti nefndi í yf-
irlýsingu.
Reagan forseti sagði 29. janúar
að breyta yrði sáttmálanum þann-
ig, að hann efldi frekar en hindr-
aði nýtingu málma á hafsbotni,
trygKÖi aðgang Bandaríkjanna að
slíkum auðlindum, verndaði póli-
tíska og efnahagslega hagsmuni
Bandaríkjanna í þessu tilliti,
tryggði að sáttmálanum yrði ekki
breytt án samþykkis öldunga-
deildar Bandaríkjaþings, að í
sáttmálanum væri forðazt að setja
óæskileg fordæmi fyrir aðrar al-
þjóðlegar stofnanir og að sleppt
yrði öllu sem mundi styggja öld-
ungadeildina, svo sem „fjárstyrkj-
um til þjóðfrelsishreyfinga".
A Ratiner var að skilja að enn
væri nokkur von um málamiðlun-
arlausn. Hann sagði að Banda-
ríkjamenn væru „á kafi“ í samn-
ingaviðræðum við 11 ríkja-nefnd-
ina til að kanna hvort unnt yrði að
finna viðunandi samkomulags-
grundvöll.
Andstæðir hópar
Afghana berjast
Islamabad, 23. marz. AP.
TVEIK hópar afghan.skra skærulióa
hafa harizt sín í milli og 300 hafa fallið
aö sögn vestrænna stjórnarfulltrúa í
dag, þriöjudag.
I hlut áttu „Hizbe Islami" (Isl-
amski flokkurinn), undir forystu
Gulbadin Hikmatyar, og „Harakate
Inqilabi" (Byltingarhreyfingin) og
barizt var í Musa Qala, skammt frá
Kandahar, í suðaustanverðu Afgh-
anistan í marzbyrjun.
Átökin fylgdu í kjölfar frétta um
að útsendarar Karmal-stjórnarinnar
hefðu laumað sér í nokkur samtök
skæruliða.
Vestrænir fulltrúar hafa einnig
lýst mótmælaaðgerðunum á vegum
ríkisstjórnarinnar við bandaríska
sendiráðið í Kabul á laugardaginn.
Milli 15.000 og 20.000 mótmælend-
ur gengu fylktu liði fram hjá sendi-
ráðinu og hrópuðu: „Dauði, dauði,
dauði yfir Bandaríkjunum, Kína og
Pakistan."
Ríkisútvarpið í Kabul sagði að
200.000 manns hefðu tekið þátt í að-
gerðunum, sem efnt var til í því
skyni að mótmæla þeirri áskorun
Ronald Reagans forseta að 21. marz
yrði minnzt sem dags Afghanistans.
Þátttakendur í mótmælaaðgerð-
unum voru fluttir til sendiráðsins í
flutningabílum frá ýmsum stöðum.
Útvarpið segir að flestum verksmiðj-
um og opinberum stofnunum hafi
verið lokað til að fólk gæti tekið þátt
í aðgerðunum.
Nokkur hundruð óvopnaðir stjórn-
arhermenn voru látnir standa vörð
við sendiráðið til að halda mótmæla-
fólkinu í skefjum. Þegar mótmæl-
endur höfðu safnazt saman fyrir aft-
an sendiráðsbygginguna æfðu þeir
sig í að syngja slagorð í einn tíma
áður en sjálf mótmælin hófust. Al-
gengasta slagorðið var: „Bandarísk-
ur imperíalismi og pakistönsk og
kínversk yfirráðastefna“.
Land 300 morða
í hverjum mánuði
ÞKJl'l hundruö pólitísk morö eru fram-
in í hverjum mánuöi í Guatemala. Kæt-
ur ofheldi.sin.s liggja sumpart í gömlum
væringum ólíkra hópa indíána. En
skálmöldin nú stafar aöallega af því aö
herinn hefur lengi verið allsráöandi og
fulltrúar ólíkra stjórnmálaskoöana
berast á banaspjót — annars vegar
vinslrisinnaðir skæruliðar, hins vegar
hægrisinnuð ríkisstjórn.
Umrótið í landinu má rekja til
vinstristjórnar, sem kom til valda
eftir siðari heimsstyrjöldina, og
byltingar hægrimanna 1954. Hægri-
menn hafa verið við völd síðan og
flokkar vinstriöfgamanna hafa verið
bannaðir samkvæmt stjórnar-
skránni. Síðastliðin 12 ár hafa for-
setar Guatemala verið úr „Lýðræð-
islega stofnanaflokknum", IDP.
Angel Anibal Guevara hershöfð-
ingi verður fjórði forsetinn úr þess-
um hópi er hann tekur við embætti
1. júlí eftir sigurinn í forsetakosn-
ingunum á dögunum. Kosningarnar
ejnkenndust af ásökunum þriggja
borgaralegra andstæðinga hans um
kosningasvik. Ásakanir þeirra verða
ekki sannaðar, en byggjast á því að
símasamband við dreifbýlið hafi ver-
ið rofið og tölum hafi verið hagrætt
þá fjóra daga sem talning fór fram.
Straumhvörf urðu í Guatemala
1960 með byltingartilraun ungra for-
ingja úr hernum, sem börðust fyrir
umbótum í þjóðfélags- og efna-
hagsmálum. Liðsforingjarnir flúðu
til fjalla Austur-Guatemala, þar
sem þeir skipulögðu andspyrnusam-
tökin „13. nóvember-hreyfingin".
Andspyrnan var að lokum brotin á
bak aftur, en síðan hefur herinn
stöðugt orðið fráhverfari utanað-
komandi áhrifum og æ staðráðnari
að standa saman.
Skæruliðastarfsemi hófst í Guate-
mala í kjölfar þessara atburða, þótt
marxistar kæmu ekki strax við sögu.
En ný kynslóð skæruliða hefur kom-
ið til skjalanna á síöustu þremur ár-
um. Fern helztu samtök skæruliða
mynduðu nýlega bandalag til að
kollvarpa ríkisstjórninni. Bandalag-
ið mun vera skipað 4.000 mönnum,
en herinn 17.000 mönnum.
Skæruliðarnir virðast vera „camp-
esinos“, þ.e. sveitamenn eða smá-
bændur, þótt talsvert beri einnig á
miðstéttafólki í röðum þeirra.
Stjórnin segir að skæruliðar njóti
stuðnings frá Kúbu og Sovétríkjun-
um.
Menn óháðir ríkisstjórninni segja
að skæruliðarnir þrífist á efnahags-
legum og þjóðfélagslegum ágreiningi
landsmanna, þar sem stjórnmála-
kerfið sé lokað vinstrisinnum. Há-
skólamaðurinn Mario Solorzano
Martinez sagði áður en hann fór í
útlegð fyrir þremur árum að síðan
1954 hefði pólitísk kúgun viðgengizt
í landinu og öfgafullur andkommún-
ismi ráðið ríkjum — allir sem hugs-
uðu ekki eins og þeir sem valdið
hefðu væru taldir „kommúnistar".
„Dauðasveitir" hægrimanna, sem
leita uppi vinstrisinna og grunaða
vinstrisinna og myrða þá, skutu
fyrst upp kollinum um 1965. Sumar
þeirra kallast nöfnum eins og
„Leyniher andkommúnista", en svo
lítið fer fyrir öðrum að þær bera
engin nöfn.
Stundum hefur verið tiltölulega
kyrrt í Guatemala, en stundum mjög
óróasamt og sjaldan eins óróasamt
og síðan á síðasta ári þegar 300 hafa
fallið að meðaltali í hverjum mánuði
í stríði hægri og vinstri. í skýrslu
bandaríska utanríkisráðuneytisins
um mannréttindi í Guatemala segir
að pólitísk morð séu sennilega frem-
ur verk hópa, sem standa í tengslum
við hægriöfgamenn eða öfl í ríkis-
stjórninni, en vinstriöfgamanna.
Erlendir gagnrýnendur segja að
stjórnin umberi dauðasveitir hægri-
manna, þar sem þær berjist gegn
vinstrisinnuðum upppreisnar-
mönnum.
Bandarikin hafa ekki veitt Guate-
mala hernaðaraðstoð síðan 1977, þar
sem stjórn landsins hefur ekki viljað
samþykkja skilyrði um mannrétt-
indi sem fylgja boði um slíka aðstoð.
Nú vill Guatemala fá víðtæka aðstoð
frá Bandaríkjunum, en ekki er ljóst
hvaða skilyrði ráðamenn landsins
geta sætt sig við.
Guevara hershöfðingi hefur lofað
„þróttmikilli utanríkisstefnu" til að
auka álit landsins út á við og „virð-
ingu fyrir réttindum einstaklings-
ins“.
Mikið djúp er staðfest milli ríkra
manna og fátækra í Guatemala eins
og í E1 Salvador og Nicaragua. Þar
við bætist kynþáttaágreiningur, sem
er ekki til staðar í E1 Salvador. Um
60% landsmanna eru indiánar og
tala 23 ólík tungumál. Margir eru
utanveltu við nútíma efnahagskerfi.
Aðrir eru „ladinos“, afkomendur
Spánverja og indíána.
Margir landsmenn eru saklaus
fórnarlömb blóðugrar skálmaldar.
Fimmtíu og þrír Quiche-indíánar —
afkomendur hinna fornu Maya —
voru myrtir í þorpi sínu nálægt Usp-
antan í febrúar. Ríkisstjórnin segir
að vinstrisinnaðir skæruliðar hafi
staðið fyrir morðunum, þar sem
þorpsbúar neituðu að greiða þeim
„stríðsskatt.“
En sjaldgæft er að fullkomnar
skýringar fáist á þeim gífurlegu
pólitísku ofbeldisverkum, sem fram-
in eru í Guatemala. Þeir, sem drápu
ritstjóra þegar hann ók til vinnu
sinnar, myrtu yfirmann í öryggis-
þjónustunni með sprengju og brytj-
uöu niður heila indíánafjölskyldu,
kallast aðeins „óþekktir menn“ í
opinberum skýrslum.