Tíminn - 22.07.1965, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 22. jiilí 1965
TÍMiNN
n
26
húsnæði. En til var útskýring, sem réttlætti það, að áæltun-
inni var skyndilega breytt: fyrsta kvikmyndasýningarvélin
hafði rétt í þessu komið til landsins, og þessi nýi skáli
var sá eini, sem til var, þar sem hægt var að sýna kvik-
myndir. Þar við bættist, að hann lá mjög vel við, svo menn
úr fjölmörgum búðum gátu komið og séð myndirnar með
hægu móti. Þar af leiðandi átti að nota skálann til bráða-
birgða sem kvikmyndahús, eða þangað til hægt yrði að
byggja annan skála í þessum tilgangi. En í hernum gat orðið
„bráðabirgða" þýtt mánuði eða það gat jafnvel þýtt um alla
eilífð.
Aðeins var um eitt að ræða: við áttum að fá að hafa
skálann fyrir okkur einn dag í viku, og hafa þar þá ein-
hvers konar skemmtisýningar. Sjúkraliðarnir voru jafnæstir
í að hafa einhverja skemmtisýningu þarna eins og þeir voru
í að fá að halda dansleik, og ég hélt að minnsta kosti,
að svo lítið væri hægt að gera fyrir þá. Allmargir menn
bjuggu yfir ýmiss konar hæfileikum, og það var skoðun
okkar, að með aðstoð þeirra mætti koma upp allgóðri
skemmtun. Skemmtiþættina varð að velja í samræmi við
hæfileika hvers og eins, og lána varð skemmtikröftunum
bæði hljóðfæri og nótur, áður en þeir gætu byrjað að
æfa sig. Þá risu upp vandræði: mennirnir gátu hvergi æft
sig sjálfir, og þegar tími var til kominn að hafa sameigin-
lega æfingu var enginn staður til þess að halda hana. Kvik-
myndahúsið var í notkun frá því klukkan eitt á daginn
fram til klukkan ellefu á kvöldin, alla daga vikunnar nema
einn — og því miður var ekki hægt að hafa æfinguna
að morgni dag, því þá þurftu mennirnir að vera á vakt
á sjúkr'ádeildunum, á verði eða í eldhúsinu. Þégar skemmti-
kraftarnir komust að raun um, að þeir myndu ekki losna
alveg við skyldustörf sín, neyddumst við til þess að fresta
sýningunni í annan mánuð. Allt benti til þess, að ég ætti
eftir að eyða þessu ári í eintóman eltingaleik, í staðinn fyrir
að vinna að því að skipuleggja tómstundir mannanna.
Betsy Lane Quinlan, sem hafði svipuðum störfum að
gegna og ég við sjúkrahús, sem var alllangt í burtu, átti
líka við erfiðleika að etja. Þrátt fyrir það, að við ættum
báðar að vera að vinna svipuð störf, og þörfin væri nokk-
urn veginn sú sama á báðum stöðunum, þá voru vandræðin
við að leysa úr þörfinni engan vegirin þau sömu hjá okkur.
Vegna staðsetningar voru erfiðleikar hennar aðallega efnis-
legir — þar þurfti að komast af án leikbúninga farða og
hljóðfæra. Þegar tímar liðu fram kom þetta þó allt saman,
og með fyrirmyndaraðstoð hjúkrunarsveitanna tókst Betsy
að setja á svið ágæta skemmtun. Hún vann einnig í sjúkra-
húsinu frá því klukkan 8.30 til klukkan fimm á daginn,
og á kvöldin bauð hún sig fram til þess að starfa í her-
búðunum.
Doris Thain og Ethel Rea höfðu fengið að vinna í skála
herprestsins í fiskiþorpi skammt frá. Þetta var ekki í alla
staði sem bezt fyrirkomulag, því skálinn tilheyrði ekk'i
Rauða krossinum, og það sem við vildum fá, voru tóm-
stundaheimili fyrir okkur, þar sem við gátum sett á svið
hvers konar dagskrár, sem við töldum heppilegastar. Þá
voru þær einnig í vandræðum með að komast til og frá
þorpinu og urðu að neyðast til þess að ferðast á puttanum
í allflest skiptin. Þetta, og einnig sú staðreynd, að mikill
skortur var á starfsliði, sem haldið gat uppi félagslífi í
búðunum, varð til þess, að þær voru látnar ferðast á milli
búðanna og skipuleggja þessa starfsemi. Bæði Mary Dolliver
og Betty Clark urðu að ferðast langar leiðir á degi hverjum.
Búðir þeirra voru allmarga kílómetra frá sjúkrahúsinu og
þegar vegurinn var ekki eitt rykhaf og allur í holum var
hann eitt forarsvað og erfiður yfirferðar. Stundum stöðv-
ist öll umferð vegna stormspár og tafði það mjög fyrir þeim.
Samt held ég, að þær hafi verið öfundsverðar af starfi sínu.
Þeim hafði verið fenginn í hendur skáli til eigin afnota,
og þar máttu þær gera hvað sem þær vildu helzt. Það
eina var, að þetta var ekki beinlínis skáli. Þetta var fer-
hyrnd bygging, fremur léleg, og gekk venjulegast undir
nafninu „Missourisvínastían."
; Mary og Betty neyddust til að .vinna baki brotnu til þess
að lagfáera þennan skála, því hann hafði áður og fyrr yerið
geymsluhúsnæði. Skrúbba varð gólfin, veggir og loft voru
máluð og lagfæra þurfti þakið. Svo varð að útvega gluga-
tjöld (sem ekki reyndist auðvelt), mæla efnið, klippa niður
og sauma, og við þetta unnu þær löngu eftir að allir áttu
að vera komnir í rúmið. Einhvern veginn varð líka að útvega
húsgögn. Það var gert. Margir stólanna voru gerðir úr köss-
um, sem síðar voru sviðnir með gaslampa, til þess að þeir
litu betur út. Á sama hátt voru útbúnar blaðagrindur og
bókahillur. Spil, bækur og blöð handa þeim tæmdu næst-
um birgðaskemmu okkar, en það var þess virði. Einhvers
Resl best koddar
Endurnýjum gömlu sængurnar.
E'igum dún- og fiðurheld ver,
æðardúns- og gæsadúnssængur
og kodda af ýmsum stærðum.
— PÓSTSENDUM —
Dún- og
fiðurhreinsun
Vatnsstig 3 — Sími 18740
(Örfá skref frá Laugavegi)
þig, elskan mín, sagði hann.
Hún hló létt og glaðlega, en
augun voru orðin dökk af kvíða.
Á næsta augnabliki hafði hún
kippt að sér hendinni og var kom-
in hálfa leið út á dansgólfið.
Píanistinn í hljómsveitinni brosti
til hennar af því að hann kann-
aðist við hana. Hún hafði vanið
komur sínar þangað með Monty.
Hún stanzaði og talaði nokkur orð
við hann til þess að tefja tím-
ann eins og hægt væri. . .
— Við söknum yðar og dans-
herrans yðar, sagði hann. — Það
var alltaf gaman að spila, þegar
þið voruð á dansgólfinu.
— Nú hef ég eignazt annan
mann, sagði hún hlæjandi.
— Eins góðan og þann fyrri?
Hún svaraði ekki strax. Svo
kom hörkusvipur á andlitið og
hún sagði: — Þessi nýi er ráð-
inn ævilangt.
Hún þrýsti á hnappinn við lyft-
una og fór tvær hæðir upp. Að
brúðhjónaíbúðinni. Tvö svefnher-
bergi, bað og dagstofa.
Hún kveikti sér í vindlingi, þeg-
ar hún var komin upp. Svo fór
hún út á svalirnar, en þaðan sást
vel yfir Boston. En þetta var ein-
hvernveginn allt önnur Boston en
sú, sem hún hafði kynnzt með
Monty. Þá hafði þetta verið borg
áhyggjuleysis og glaðværðar. ITú
var hún borg ábyrgðar og skyldu.
Það fór hrollur um hana þarna
úti í kvöldsvalanum, en samt fór
hún ekki inn. Enn var fólk á göt-
unum. Hún hafði gaman af að
horfa á það. Það sefaði taugarn-
ar hennar.
Hún beygði sig fram á hand-
riðið og horfði niður. Henni fannst
hún vera eins og fangi, sem mændi
til þeirra sem frelsisins nutu. Að
fá að ganga um þarna niðri . . .
kannski vera að fara á stefnumót!
. . . ESa vera að laumast heim
eftir langa kvöldstund með elsk-
huganum . . .
En nú var öllum leynifundum
lokið hvað hana snerti. Nú var
hún gift. Tveimur hæðum fyrir
neðan hana sat maður, sem hún
átti að kalla sinn. Og samt fannst
henni hann vera ókunnugur.
Jafn ókunnugur og lyftudrengur-
inn. Og nú gat hann komið upp
til hennar þá og þegar . ..
Hún skalf, þegar hún kom inn
aftur og lokaði dyrunum eftir sér
Það var drepið varlega á dyrnar
— Kom inn! sagði hún lágt og
með titrandi rödd. Það var Druce.
Þó að hún hefði átt von á hon-
um, starði hún á hann undrandi
Henni fannst hann fylla út alla
stofuna Hann var svo stór, svo
f y rirf er ð armikill
— Þú ert ekki búin, sé ég
— Jú, undireins Ég fékk mér
bara sígarettu fyrstu fyrst Við —
við höfum nógan tíma
Hann hló, en svaraði ekki
Þau höfðu nóttina fyrir sér
hugsaði Ray með sér Þau höfðu
! allt lífið fyrir sér Loftið var magn
! að eins og óveður væri í asigi
Druce hió aftur framan i hana
Gráu augun voru dimm af þrá
Augnaráðið var svo sterkt, að
henni fannst það snerta sig eins
og broddur Það læsti sig um
hana, hélt henni fastri, ætlaði að
kyrkja hana En hann er svo nær-
gætinn, hugsaði hún með sér upp-
væg Hvað sem fyrir kann að koma
má ég ekki valda honum von-
brigðum það væri svik.
Hann gekk að henni Hendur
hans teygðu sig fram og lögðust
á axlir hennar. Hún titraði, hörfaði
aði ósjálfrátt undan. Hann var svo
stór, svo ókunnur, svo hræðilegur.
En hún kvaldi sjg til að hjúfra
sig að honum. Hann kyssti hana
ákaft og hún tók hlýðin við öll-
um kossum hans. Hún sneri
fölu. óttaslegnu andlitinu að hon-
um. Það skein á rauðan munn
hennar á fölu andlitinu.
Allt í einu hætti hann að kyssa
hana. Hún opnaði augun og sá
furðu og sársauka skína úr aug-
um hans. Hún varð hrædd og hop-
aði frá honum.
— Þú hefur ekki kysst mjg
sjálfviljug í eitt einasta skipti,
svo að ég muni, sagði hann dræmt.
— Ég vona að ástin sé ekki ein-
göngu mín megin, Ray. Það er
gott og blessað að vera fíngerð
og vel siðuð, en of mikið af öllu
má þó gera . . . Kysstu mig eins
og þú þráir mig jafn mikið og
ég þrái þig!
Ray reyndi. Hún steig eitt skref
áfram. En ;svo nam hún staðar og
horfði á hánn. Hún fann, að hún
gat þetta ekki. Hann krafðist meira
en hún gat gefið.
— Jæja? Drættirnir kringum
munn hans urðu skelfandi alvar-
legir.
— Ég get það ekki, Druce,
hvíslaði hún í öngum sínum. —
Skilurðu það ekki? Ég get það
ekld!
Þögnin færðist yfir þau, þung
og kæfandi. Ray átti erfitt með
að anda. — Bara, að hann vildi
segja eitthvað, hugsaði hún með
sér, angistarfull.
Druce horfði á hana. Hann hafði
hnyklað augnabrúnirnar. Hún
fann hvasst áugnaráð hans frem-
ur en að hún sæi það. Það smaug
gegnum hana og gerði hana óvíga.
Mig grunaði þetta, sagði hann
og röddin var undarlega róleg. —
Mér fannst hún vera einkennileg
brúður, hún unnusta mín. En það
stafar kannski af uppeldinu, sem'
hún hefur fengið. Eða það er
kannski fínt að látast vera ósnort-
inn og kaldur sjálfa hveitibrauðs-
dagana, hvað veit ég? Þú hefur
hagað þér eins og það, að halda
upp á brúðkaup væri eitthvað
ámóta við að borða miðdegisverð.
Og nú fer ég að skilja hversvegna
, . . Hann baðaði út stórum og
sterklegum höndunum. — Þú
elskar mig ekki!
— Ég . . . mér þykir vænt um
þig, stamaði hún. — Og ég ber
virðingu fyrir þér, Druce . . .
En hann tók fram í fyrir henni
og reyndi að leyna tilfinningum
sínum með því að gera röddina
sem grófasta. — Ég finn, að þú
getur ekki einu sinni verið ærleg
gagnvart sjálfri þér.
Hún kipptist við og leit upp.
Það var helzt að sjá, að hún ætl-
aði að reyna að verja sig. En í
staðinn sagði hún: — Nei, ég
elska þig ekki . . . og þegar hún
hafði komið upp þessum orðum
varð henni allt í einu léttara. Það
var eins og létt væri af henni
fargi er hún gat hætt að hræsna.
— Þetta er betra, sagði hann.
— Ég mun ekki þurfa að spyrja
þig um hversvegna þú giftist mér.
Finnst þér það eiginlega hafa ver-
ið rétt gert af þér?
— Ég hélt, að þú skildir það,
sagði hún. — Þú vissir, að ég