Morgunblaðið - 07.05.1982, Page 8

Morgunblaðið - 07.05.1982, Page 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1982 HÖFUNDAR Nýfundnar sögur eftir Robert Louis Stevenson Fræðimaöur við Yale- háskóla í Bandaríkjunum fann nýlega fyrir hreina hendingu tvær smásögur eftir skozka nítjándu aldar rithöfundinn Robert Louis Stevenson og þær veröa gefnar út í fyrsta skipti í júní hjá forlaginu Wilfion Books í Paisley í Skot- landi. Smásögurnar heita „An Old Song“ og „The Edifying Letters of the Rutherford Family". Þær fundust nýlega þegar Rog- er Swearingen, sérfræö- ingur í bókunum „Kid- napped" og „Gulleyjan“ eftir Stevenson, var aó grúska í bókasafninu í Yale. Stevenson var um 27 ára gamall þegar hann skrif- aöi „An Old Song" og sennilega er þaö fyrsta skáld- verkið, sem hann samdi, fyrir utan nokkur æskuverk er lágu eftir hann. Swearingen fann smásöguna í tímaritinu „Lond- on", þar sem hún birtist ómerkt áriö 1877. Sagan er 16.000 orö. Swearingen sá að smásagan var eftir Stevenson af því aö hann haföi áöur fundiö brot úr handriti sögunnar meö rithönd Stevensons. Sagan er nokkurs konar fyrir- rennari hinnar kunnu sögu Stevenson um „dr. Jekyll og hr. Hyde", þar sem aöalsöguhetj- urnar eru tveir gerólíkir frænd- ur, sem veröa ástfangnir af sömu konunni. Konrad Hopkins, bandarískur stofnandi Wilfion-forlagsins, sagöi í viötali viö BBC: „Annar þeirra hefur heldur upphafnar hugmyndir um hetjulund og tek- ur sér fyrir hendur aö fórna sér fyrir hin tvö meö hræðilegum af- leiöingum fyrir alla hlutaöeig- andi.“ „Rutherford“-sagan er ófull- gerö og hefur hvergi birzt áöur. Stevenson byggir hana á eigin reynslu og hún varpar Ijósi á líf hans í Edinborg á yngri árum hans. j einum kaflanum skrifaöi hann: „Ég er eins og fugl í búri, eins og fangi í klefa sínum — sýniö mér aðeins opna rifu á veggnum og ég mun snúa baki viö þessum ömurlega staö í einu vetfangi og ganga á land þar sem sólin skín og nágrannarnir skipta sér ekki af því sem þeim kemur ekki viö.“ Stevenson varð aö ósk sinni síöar á ævinni, því að hann sett- ist aö lokum aö á Kyrrahafseyj- unni Samoa þar sem hann lézt 1894. Hopkins gaf eftirfarandi skýr- ingu á því hvers vegna forlag hans fékk réttinn til aö birta hin- ar tvær nýfundnu sögur Stev- ensons: „Ég heyrði hjá kunningjum mínum úr rööum háskólamanna beggja vegna Atlantshafs aö sögurnar heföu fundizt og ég skrifaði dr. Swearingen og spurði hvort þaö yrði ekki skemmtilegt ef þessar smásög- ur eftir Robert Louis Stevenson kæmu út hjá skozku forlagi i landi hans sjálfs og hann varö stórhrifinn af hugmyndinni. Svona einfalt var það.“ Otrúlega góð hljómgæði í þessum lltlu krflum Um daginn vorum viö á gangi í miöbænum og tókum þá eftir krökkum meö lítil tæki, sem héngu eins og festi um hálsinn og heyrnartæki á höfðinu. Þau gengu áfram meö sviplaus and- lit og virtust litiö taka eftir því sem geröist í kringum þau, en allt í einu tók eitt þeirra sveiflu svo líkaminn iðaði og andlitiö varö eins og uppnumið af engri sjáanlegri ástæöu. Þaö sem olli þessu stuöi var svokallaö vasadiskó, sem flutti hressilega rokkmúsík. En hvað er vasadiskó, spyrja ef til vill ein- hverjir? Jú, það er örlítiö kassettutæki, þar sem allar tæknilegar einingar eru mjög litlar og haganlega fyrirkomiö. Flest þessara tækja eru þannlg gerö að eingöngu er hægt aö nota þau til afspilunar en ekki til upptöku og eru flest eingöngu fyrir heyrnartæki. Þessi litlu tæki bjóöa upp á ótrúleg hljómgæði og eins og einn sölumaður þessara tækja oröaöi þaö, þá er hljómur- inn í þessum litlu krílum svo góður að mörg fjölskyldan yröi stolt af aö hafa slík hljóm- gæöi heima í stofunni hjá sér. Sökum þess hve tækin eru nett og létt er hægt aö bera þau á sér viö ýmsar at- hafnir, sem krefjast mikillar hreyfingar, eins og þegar farið er á hjólaskautum, skíöum, hjólaö á reiöhjóli, skokkað eöa geröar leikfimisæfingar, svo eitthvað sé nefnt. Þaö var japanska hljómtækjafyrirtækiö Sony, sem fyrst kom meö þessi tæki á markaðinn fyrir 5—6 árum, og kölluðu þeir tækiö Walkman. Tækiö var þannig hannað aö bæöi var hægt aö taka upp á þaö hljómlist og mælt mál og svo var þaö til afspilunar. Fyrir einu ári setti Sony svo á markaöinn annað tæki, sem þeir kalla Walkman II. Þetta tæki er nokkuö minna en Walkman I eöa á stærö viö kassettu- hylki og er úr álblöndu, en þetta tæki er eingöngu til afspilunar. Ganga þessi tæki fyrir rafhlööum, en Sony-tækjunum fylgir auka rafkerfi fyrir langferöir. Einnig fylgir því straumbreytir svo hægt er aö tengja þaö viö bílgeymi og rafmagn. Þaö má geta þess, aö körfuboltaiiöiö Harlem Globetrotters, sem hér var á ferð nýlega, haföi Walkman II meö sér á ferða- laginu. Tengdu þeir tækiö við lítinn magn- ara og frá honum barst svo öll sú tónllst, sem áhorfendur heyrðu í Laugardalshöll- inni, er Harlem Globetrotters sýndu þar listir sínar. Segja má aö vasadiskóið sé bandarískt fyrirbrigöi, þótt þaö sé upphaflega hannaö og framleitt í Japan og eru tæki af þessari gerö afar vinsæl í því landi, og nú er svo komiö aö flest hljómtækjafyrirtæki í heim- inum framleiða vasadiskó. Ýmsar útfærslur eru á þeim, til dæmis er vasadiskó frá Audiosonic þannig gert aö hægt er aö kaupa útvarp í kassettulíki frá fyrirtækinu og setja í tækiö og er þá líka hægt aö hlusta á útvarp í tækinu. Sum eru þannig hönnuö, aö ef tveir nota sama tækiö, þá geta þeir talaö saman í gegnum tækin. Eftir aö vasadiskóið náöi vinsældum víöa um heim, fór aö gæta alls kyns eftirlík- inga, sem ekki þykja miklar aö gæöum og hafa helstu framleiöendur vasadiskóanna varað viö þessum eftirlíkingum. En því er ekki aö neita, aö þeir, sem hlusta á þessi tæki, viröast detta inn í eigin heim og þeir heyra ekki né skynja sem skyldi utanaökomandi áreiti. Því vaknaði sú spurning, hvort ekki sé meiri hætta á því aö fólk, sem er aö hlusta á vasadiskó, gæti sín ekki í umferðinni. Viö höfum spurnir af því aö einhvers staöar í útlandinu hafi einmitt oröið stór- slys á fólki, þvi þaö tók ekki eins vel eftir bílaumferöinni. Viö slógum á þráöinn til lögreglunnar í Reykjavík og spuröum hana aö því, hvort hún vissi til þess aö einhver slys heföu oröið hér á landi, sem rekja mætti til vasadiskósins. Kannaöist hún ekki viö neitt slíkt. En hér á landi er út- breiösla þessara tækja ekki mjög mikil, en viröist þó vera aö færast í aukana, því okkur var tjáö í hljómtækjaverslunum aö vasadiskó væri nú vinsæl fermingargjöf. Veröiö á þessum tækjum í verslunum hér er nokkuö misjafnt eða frá 1.200—3.300 króna, svo ef til vill má segja. aö vasadiskóiö sé minnsta en jafnframt dýrasta hljómtæki í heimi! Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir Ágætis höfuðfat Þaö er ekki langur tími á árinu sem hægt er aö valsa um ber- höfðaöur hérlendis, veöráttan sér fyrir því eins og allir vita. Alls- konar vetrarhúfur prýöa nær hvern mann á kaldasta tíma árs- ins og er þaö vel. En þaö getur líka veriö þörf á höfuöfati vor og haust og þá úr þynnra efni. Húfu nokkurskonar er víst hægt aö nefna það höfuöfat sem hér er mynd af og eftir því sem leiöbeiningar segja er allsendis vandalaust aö sauma sér slíkt. Klipptur er hringur 20 cm í þvermál og lengja 65 cm löng og 14 cm breiö. Málin eru án sauma, svo gera þarf ráö fyrir þeirri viöbót. Þetta er siöan saumaö saman úr einhverju mjúku efni, t.d. flau- eli eöa lérefti ef notast á aö sumarlagi. Hægt er aö strjúka flíselm á húfuna ef hún á aö vera stíf og er úr þunnu efni, en ef hún á aö falla niður er því sleppt. Á myndunum má sjá þrjá vegu, sem hægt er aö ganga frá húfusniöinu, kollurinn rykktur ör- lítiö viö og húfan höfö stíf, kollur- inn saumaður beint viö og stíft innan í, saumað saman og húfan höfö einföld og lin. Eins og sjá má er lengjan aö- eins mjórri til beggja enda, en þaö er einmitt bakhluti húfunnar og vefst áreiöanlega ekki fyrir neinum aö sjá þetta út. Tölvuvædd matseld Líklega er þess langt aö bíöa, aö venjuleg heimili matreiöi „með tölvu“. Viö munum aö öllum líkindum hafa gömlu aöferöina viö þetta eitthvað áfram. En slík matreiðsla fyrirfinnst, nán- ar tiltekiö við háskóla-sjúkrahúsiö i Munster í V-Þýskalandi. Sem sagt engir óhreinir pottar eða pönnur eftir matlagningu, um allt sjá tveir matreiöslumenn og geta valiö um sex fasta matseöla meö þvi að ýta á hnappa Á lager eru til 200.000 frystar máltíöir og þvi engin hætta á að menn verði uppiskroppa meö mat á þeirri stofnun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.