Morgunblaðið - 07.05.1982, Síða 18

Morgunblaðið - 07.05.1982, Síða 18
50 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1982 „Fólk gleypir í sig róandi pillur eins og þær væru brjóstsykur.“ En aö sögn greinarhöfundar gerir svolítíll göngutúr meira gagn t baráttunni viö streituna. Þessi mynd var tekin viö Ægisíöuna á dögunum. Dálítill hryssingur í honum aö vísu í þetta skiptiö, en hressingin ekki minni fyrir þaö. (KÖE). LISTIN AÐ VERA UNGUR TIL ELLIÁRANNA Spegill, spegill herm þú hver ... „Hvernig hefurðu þaö?“ spurði miðaldra maður jafnaldra sinn. „Oh, mér fer aftur samkvæmt áætlun," svaraði vinurinn. Á hinum enda viöhorfastikunnar er hin frábæra saga sem er höfð eftir Alex Comfort lækni um 104 ára gamlan mann sem kvartaöi um stirðleika í hné. Er honum var sagt að hann gæti ekki vænst þess aö vera lipur eöa án einhverra kvilla á hans aldri, svaraöi maðurinn: „Ég hef líka veriö með hitt hnéö í 104 ár og það er hjólliðugt." Hverju maður býst viö hefur mikil áhrif á hvernig maður eldist og hvenær maður eldist. Þaö er ekki til nein föst viömiðun. Dr. Edward Schneider hjá hinni bandarísku öldrunarstofnun er frumulíffræöingur, öldrunarfræð- ingur og erfðafræðingur. Hann þekkir allar öldrunarkenningarnar: erfðakenningarnar, frumukenning- arnar, sálfræöikenningarnar. „í öll- um fræöum þar sem lítið er um upplýsingar veröa til margar kenn- ingar,“ segir Schneider. „Öldrun er þar engin undantekning." „Mat fólks á því hversu gamalt það er stendur í beinum tengslum viö það sem spegillinn sýnir manni á morgnana. Sú mynd sem við höf- um af okkur sjálfum í huganum er einstaklega mikilvæg. Ef maöur hugsar um sjálfan sig sem gamlan, verður maður gamall,” segir Schneider. Hann beinir athyglinni að rannsóknum á húöinni, „ekki vegna þess að húöin skapi nein heilsufarsleg vandamál — þaö gerist sjaldan — heldur af því að hún hefur mikiö aö segja um það hvort okkur líöur vel.” Er öldrun okkar stýrt meö ein- hverjum hætti? Augljósasta úr- verkið er þaö sem stjórnar byrjun og endi tíöa hjá konum. Þaö er mjög svo nákvæm klukka sem fer í gang milli tíu og fjórtán ára aldurs og stöövast á árunum milli 45 og 55 til marks um tíöahvörf. „Þessi nákvæmlega skilgreindu atvik eiga rætur sínar í heilanum," segir dr. Schneider. „En það kann að vera aö frumuflokkur inni í heilanum sé gangráður fyrir heilann sem svo aftur ræöur gangi þessara atvika.“ Margir vísindamenn telja að heilinn búi yfir lyklinum aö öldrun- arferlinum. Þeir sem starfa á sviöi frumusameinda telja aö frumurnar séu lykillinn. Sumir hallast aö miö- taugakerfinu. En hvort tveggja er hluti af kerfum líkamans og kannski er þeim öllum stjórnaö af einum allsherjarlykli. Þaö eru til kenningar og það eru til staö- reyndir. Viö veröum að snúa okkur aö því sem nú er vitaö meö vissu. Þaö er staöreynd aö mestöll starfsemi líkamans hægist eöa tekur aö hnigna meö aldrinum. Þaö er einnig staöreynd aö viö höfum hægar um okkur eftir því sem viö eldumst. Af þessum sök- um spuröi dr. Herbert deVries sjálfan sig hvort þessi minnkaða starfsemi væri í raun og veru aldr- inum aö kenna. Síöan fór dr. deVries aö fást viö rannsóknir á rúmlegu og komst aö því aö viö þurfum ekki aö veröa óvirkari með auknum aldri og aö reyndar eld- umst viö af völdum aögeröarleysis. „Þaö sem skrifaö hefur veriö um rúmlegu sýnir aö hægt er aö fá fram um þaö bil sams konar sam- drátt í líkamsstarfsemi og svarar til 30 ára öldrunar meö því einu aö láta unga, heilbrigöa manneskju í rúmiö og halda henni þar í þrjár vikur,“ segir deVries. Gæti maöur stöövaö ferlið í 30 ár meö því að komast í gott lík- amsástand og halda sér þannig? „Kannski ekki 30 ár, en þaö er hægt aö bæta ástand sitt á hvaöa aldri sem er,“ er svar deVries. Þeg- ar hann lét fyrst hrífast af sam- bandinu milli atferlis og öldrunar komst deVries aö því aö sumir þekktir lifeölisfræöingar héldu því fram aö ef maður heföi ekki lagt stund á likamsrækt innan 40 ára aldurs, heföi þaö ekkert upp á sig. „Þessu gat ég ekki kyngt. Ég var þá um fertugt!" Er hægt aö þjálfa eldri einstakl- inga og aö hvaöa marki? Rann- sóknir hafa sýnt aö þaö er mögu- legt aö bæta þjálfunargetu sína svo mikiö aö maöur geti raunveru- iega stillt klukkuna 15 til 25 ár aft- ur á bak. Þetta útskýrir deVries svo: „Enda þótt sá sem er eldri byrji á lægra stigi, er prósentu- aukning jafnt ungra sem gamalla svipuö viö sömu þjálfunaraöferö. Ég er ekki aö segja aö maöur geti látiö skeika aö sköpuöu fram undir sjötugt og fariö svo aö þjálfa sig. En viö greindum miklar framfarir hjá sjötugu fólki og jafnvel komnu yfir áttrætt." Dr. deVries á hér viö könnun sem hann geröi á hópi eftirlauna- fólks á aldrinum 57 til 87 ára í Lag- una Hills í Kaliforníu. „Viö greind- um stórkostlegar breytingar á þessu fólki á tiltölulega skömmum tíma,“ segir hann. „Vöövastyrkur jókst, starfsemi hjarta og lungna batnaði og blóðþrýstingur varö betri — atriði sem ekki eru endi- lega öll athuguö og mæld í árlegri læknisskoöun. Reyndar veit heim- ilislæknirinn oft á tíðum ekki í hvaöa ásigkomulagi maður er.“ Geta eldra fólks til aö ná betri heilsu varð dr. deVries hvatning til aö skrifa bók sína „í fínu formi eftir fimmtugt", en hún á að koma út í byrjun þessa árs. Þar setur hann þaö fram aö „flest þau einkenni sem viö eignum öldrunarbreyting- um gætu stafaö af líkamlegu aö- gerðarleysi". Enda þótt hann vari eldra fólk viö aö fara of geyst úr kyrrsetulifnaðarháttum yfir í kröft- uga líkamsþjálfun, segir deVries aö sýnt hafi veriö fram á að lík- amsrækt sé þaö sem næst kemst kraftaverkalyfi gegn ellinnl. Fyrir þaö fyrsta eykur hún hámettaö lipoprótín, en magn þess í blóöinu ÖNNUR grein af fimm ÖNNUR grein af fimm „Sýnt hefur verið fram á að líkamsrækt sé það sem næst kemst kraftaverka- lyfi gegn ellinni. “ stendur í öfugu hlutfalli viö hætt- una á hjartaáfalli. I annan staö get- ur reglubundin líkamsþjálfun raunverulega aukiö málminnihald beinanna og þannig dregiö úr hættunni á úrkölkun hjá eldra fólki. En kannski kemur aöalávinningur- inn mest á óvart: þaö er ekkert sem jafnast á viö líkamsþjálfun til aö draga úr streitu. „Allt sem ég hef í höndum viröist benda til aö viö eyöum einum millj- aröi dollara á ári í róandi lyf í Bandaríkjunum. Fólk gleypir í sig róandi pillur eins og þær væru brjóstsykur. En þaö er ekki meö neinu móti hægt aö ná fram betri róandi áhrifum en meö því sem jafngildir 15 til 20 mínútna göngu- túr. Og þaö eru engar slæmar aukaverkanir,“ segir deVries ennfremur. Streita og spenna eru ef til vill hinir raunverulegu orsakavaldar öldrunar, hin eiginlegu banamein. Félagsöldrunarfræöingar sjá sam- bandiö greinilega. Banamein manna eru þannig hvorki erfða- bundin né tengd aldursstigi, heldur kannski lífsstíllinn sjálfur. Hversu langt sem lífsklukkan í okkur er gengin eigum viö kost á því aö breyta lífsmöguleikum okkar. Þaö segir ekki alla sögu hversu mikla eða hversu litla streitu maöur býr viö. Fólk sem býr viö streitu allt lífið vegna „skorts“ á einhvers konar félagslegum stuöningi á erf- iðast uppdráttar, ekki þeir sem njóta hjálpar þegar á móti blæs. „Ef maöur á ekki nein varanleg tengsl viö aöra hættir manni til aö þjást af streitu," segir dr. Birren um þetta. „Þá finnur maöur kannski til skiptis til kvíöa eöa reiöi. Hvort tveggja er spennu- ástand sem gerir mann viökvæm- ari fyrir sjúkdómum." Persónu- tengsl þurfa ekki endilega aö þýöa hjónaband. Góöir vinir geta upp- fyllt þaö hlutverk. Nýjar vísinda- uppgötvanir benda til þess aö hamingjan sé í raun og veru mjúk- ur hvolpur! Gæludýr geta minnkað blóöþrýstinginn; aö tala eöa gæla viö hundinn sinn eða köttinn hefur mjög róandi áhrif á líkamann. Hin kunna manngerö sem vinn- ur sífellt aö vissu markmiði meö hugann vö tímann og þýtur frá einu verkefni tl annars næstum án þess aö draga aö sér andann lifir viö hegðunarmynstur sem tengt hefur veriö hjartasjúkdómum. Dr. Birren hefur þetta aö segja: „Þessi manngerö staldrar ekki viö til aö njóta þess sem hún hefur afrekaö. Og kannski hefur þetta fólk engan sem hægt er aö deila jafnt sigrum sem ósigrum meö. Kannski er þaö stærsta atriöiö. Maöur veröur ein- hvers staöar að hafa akkeri sitt. Þaö er ekki alltaf hægt aö foröa sér inn í eigiö hugskot.“ Varanleg persónutengsl geta veriö mótvægi viö streituöflin, veitt öryggiskennd og afslöppun. „Viö erum enn ávöxtur eigin erföa,” heldur dr. Birren áfram. „En þeim má líkja viö innstæöu i banka. Viö getum ávaxtaö hana á hæstu vöxtum eöa rýrt andviröi hennar. Ef litningar manns gefa honum líkur á aö geta oröiö 105 ára, en hann reykir mikiö og drekkur, er í streitumyndandi starfi og skortir tengsl viö aðra, þá getur hann eyöilagt allt saman." JMG Hjónafólk Suóurnesjum Nýi hjónaklúbburinn heldur dansleik nk. laugardag kl. 21.00. Lausir miöar seldir í Stapa laugardag kl. 13—15. Stjórnin. SGT TEMPLARAHOLLIN Sími 20010 SGT Fétagsvistin kl. 9 Gömlu dansarnir kl. 10.30 Miöasala opnar kl. 8.30. Tríó Þorvaldar mup halda uppi fjörinu á okkar góða gólfi tilkl. 1.30. Stuö og stemmning Gúttó gleöi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.