Morgunblaðið - 23.07.1982, Blaðsíða 6
38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGITR 23. JÚLÍ 1982
Önnur kistan á myndinni er frá því um átjánhundruö, en hin er frá seinni helmingi 19. aldar. Klukkan á
kistunni er rúmlega 100 ára. Fyrir endanum á sófanum má sjá lágfætta stólinn sem notaöur var þegar
börnum var gefið brjóst.
Eitt af því sem setur svip sinn á flestar stórborgir í
Evrópu eru verslanir sem versla með gömul húsgögn
og muni af ýmsu tagi. Þessar verslanir geyma eitt og
annaó sem tilheyrir ýmsum tímabilum sögunnar. Þeg-
ar þessar veraldlegu leifar undan.genginna
kynslóða eru augum litnar, komumst við ís-
lendingar vart hjá því að rifja það upp með
sjálfum okkur hvað saga okkar nútíma htoýla
og húsgagna er í rauninni stutt. Meðan Evr-
ópuþjóðirnar bjuggu flestar í veglegum hús-
um og höfðu í kringum sig fjölda fallegra húsgagna og
muna, vorum við hér í moldarkofunum okkar og hús-
gögnin, ef einhver voru, smíðuð úr rekaviði. Eitthvaö
slæddist þó hingað af erlendum húsmunum og þótti
fólki mikiö til þeirra koma. Geir kaupmaóur
Zoega flutti inn talsvert af gömlum húsgögn-
um á stríósárunum og eru þau húsgögn enn
til víða á heimilum. Nú á seinni árum hefur
áhugi aukist á gömlum húsgögnum, sérstak-
lega meðal ungs fólks.
{MMU
í dag eru tvær verslanir í
Reykjavík sem flytja inn gömul er-
lend húsgögn og viö ákváöum aö
kynna okkur þaö helsta sem á
boðstólum er.
í Listaskemmunni viö Hverfis-
götuna eru aöallega flutt inn hús-
gögn frá Englandi. Viö hittum þar
fyrir Gyöu Gísladóttur Keyser, en
hún er annar eigandi verslunarinn-
ar ásamt Mörtu Pétursdóttur.
„Við höfum veriö með þessa
verslun í tæþ 10 ár, fluttum hingað
á Hverfisgötuna fyrir 5—6 árum,
en áður vorum viö í Bankastræt-
inu. Aöallegá höfum viö flutt inn frá
Englandi, en þaö veröur þó sífellt
verra að ná í góöa hluti. Flestir
hlutirnir hérna eru frá því um síö-
ustu aldamót, en við höfum fengiö
eldri hluti, töluvert frá byrjun 19.
aldar og einstaka hluti frá 18. öld-
inni. Húsgögnin eru ekki endilega
verömeiri eftir því sem þau eru
eldri, þaö kom t.d. fram stefna í-
húsgagnagerð milli 1920—1930
þetta tímabil hefur veriö vel þekkt,
stíllinn hefur veriö nefndur Art
Deco og hlutir hannaöir á þvi tíma-
bili eru yfirleitt mjög dýrir."
— Hverjir versla helst við ykk-
ur?
„Viðskiþtavinirnir eru á öllum
aldri, en flestir eru þó líklega á
aldrinum 20—40 ára. Eldra fólk
kemur hingaö fremur til að kaupa
einhverja smáhluti en húsgögn, því
Þessi skópur er meðal elstu húsgagna sem seld hafa variö í Lista-
skemmunni, en hann er frá 17. öldinni.
þaö er yfirleitt búiö aö koma sér
upp öllum meiriháttar húsgögn-
um.“
— Hvaö er mest spurt um hjá
ykkur?
„Furuhúsgögn hafa veriö mjög
vinsæl hjá unga fólkinu og mikiö
um þau spurt. Annars erum viö
meö mikiö úr dökkbæsaóri eik, en
áhugi á þeim húsgögnum viröist
fara vaxandi. Kistur eins og þessar
hérna t.d., eru mjög vinsælar er-
lendis, önnur af þessum er frá því
um 18 hundruö, hin frá seinni hluta
19. aldar.“
j einu horninu er sérkennilegur
stóll, óvenju lágfættur. Viö spyrj-
um Gyöu hvort stóllinn hafi veriö
svona upphaflega.
„Já, já, en þessi stóll hefur
reyndar vakiö furöu margra. Sumir
hafa jafnvel spurt hvort þetta sé
dvergastóll! En stólar eins og þessi
voru þó nokkuö algengir um tíma,
þessi er frá því um aldamótin en
stólarnir voru notaöir þegar börn-
um var gefið brjóst, kallaðir nurs-
ing chairs. Stundum var sagaö
neöan af venjulegum eldhússtólum
í sama tilgangi. Hringlaga boröið
hérna úti á miöju gólfi er spónlagt
og innlagt, en þaö viröist algengur
misskilningur hjá fólki aö öll gömul
húsgögn séu gerö úr massívum
viöi. Húsgögn hafa verið spónlögö
í hundruðir ára, jafnvel Forn-
Egyptar kunnu þá list.“
Viö spyrjum Gyöu hvort hún
þekki eitthvaö til sögu þessara
húsgagna, hver hafi átt þau o.s.frv.
„Nei, ef þau hafa einhverja
heimsfræga sögu á bak viö sig, eru
þau venjulega oröin of dýr fyrir
okkar markaö. Viö höfum þó stöku