Morgunblaðið - 23.07.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.07.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ1982 47 ÚR ÝMSUM Á TTUM Sveinn Guöjónsson Heimur versnandi fer Bítillinn Paul McCartney, einn vinsælasti og ríkasti tónlistarmaður poppsögunn- ar, er nú kominn á fimmtugs- aldurinn og um þær bláköldu staðreyndir lét hann nýlega falla eftirfarandi orö: — „Mér fannst ég fyrst vera orðinn miðaldra þegar dóttir mín Heather kom heim með kær- astann sinn. Hún var búin að láta lita hárið á sér appelsínu- guit og Ijósgrænt og hann var með nælu í nefinu, það er vist þetta sem menn kalla pönk. Svona slæmt var það ekki, þrátt fyrir allt, fyrir tuttugu ár- um þegar Bítlarnir voru út- hrópaðir sem einhverjir ræflar fyrir sitt „síða“ hár.“ Eins og táningur Talandi um eldri menn í poppbransanum má geta þess að þeir félagar í Rolling Stones eru í svipaöri stöðu og Paul hvaö þetta varðar. Söngvari þeirra, Mick Jagger, fékk líka heldur betur á bauk- inn í lesendabréfi í breska blaðinu „Sunday Mirror" nú nýverið. Bréfritai sagði meðal annars: — „Alveg er þaö átak- anlegt að sjá hinn miðaldra Mick Jagger hoppa um eins og táningur. Hvað er hann eig- inlega aö reyna að sanna. The Stones hafa ekkert breyst í tuttugu ár og mér finnst tími til kominn að þeir hætti þess- um fíflagangi og fari aö haga sér eins og fullorðnír menn ..“ „íslendingar eru léttir og skemmtilegir“ — Þetta hefur gengið framar öllum vonum og ég er auðvitað hinn ánægðasti,“ — sagði Guðmundur Rúnar Lúövíksson er við hittum hann að méli nú nýverið, en hann er einmitt maðurinn sem er ábyrgur fyrir því að lögin „Háseta vantar á bát“ og „Súrmjólk og Serios“ hafa glum- ið í eyrum landsmanna að undanförnu. Guömundur var hinn hressasti enda með nýja plötu undir hendinni, sem hann var að senda frá sér nú í vikunni. Það er „stór“ fjögurra laga plata, sem ber heitið „Ég lifi — og þér munuð lifa“, en á henni nýtur hann aðstoðar hljóðfæra- leikara sem gerðu garðinn frægan með gömlu Mánunum hér i eina tið. „Það er töluverð breyting frá fyrri plötunni,“ sagði Guðmundur Rúnar enn- fremur. — „Þetta er nýr stíll og vandaðri vinna. Platan er sú fyrsta sem kemur út úr Stúdíói NEMA, sem Labbi og þeir eiga, en það er staö- sett á sveitasetrinu Glóru í Gaulverjabæ. Þetta er þrælgott stúdíó og umhverf- iö er mjög afslappaö og þægilegt. Viö víkjum nú talinu aftur að fyrri plötunni en um hana segir Guðmundur Rúnar meðal annars: „Það gekk ekki átakalaust aö koma þessu út og ég fór á milli útgefenda en án árangurs svo að ég ákvað aö gefa þetta út sjálfur. Ég stofnaði útgáfufyrirtækið „Hljóm- teitl*, sem er gott íslenskt orð, dregið af hljómlist og ölteiti, en þetta tvennt fer oft saman. Þetta var mikiö ævintýri og dýrt og það má segja, að ég hafi selt nær- buxurnar minar til aö eiga fyrir þessu, en þó vann ég þetta eins ódýrt og kostur var, — spllaði t.d. mest sjálfur Inn á plötuna. En út úr þessu kom platan „Vinna og ráöningar“ og ég sé ekki eftir að hafa hellt mér út í þetta — enda var ég buinn að ganga með þetta í mag- anum i mörg ár.“ „Annars hef ég heyrt aö þaö sé mál i uppsiglingu út af textanum í „súrmjólk- inni“. Þetta hefur líklega far- íð í taugarnar á einhverjum, sem kannski er von, og ég hef heyrt að það liggi fyrir kæra hjá jafnréttisráði. En ég held að þaö sé best aö vera ekkert að ræða þetta á þessu stigi.“ Hefur þú einhverjar skýringar á vinsældum laganna? Þesai mynd var tekin ( vor þegar Guðmundur Rúnar kom til höfuðborgarinnar til að kynna plötu efna „Vinna og ráðningar“. Spjallaö vid Gudmund Rúnar Lúdvíksson um plötuútgáfu og fleira „Eg veit satt aö segja ekki, en ég held að þetta llggi í því aö íslendingar eru að eðlisfari léttir og skemmtilegir í sér og þegar veturinn er liöinn og voriö komiö þá springur út þessi iífsgleöi. Platan kom út á réttum tíma og var mátu- lega létt og kæruleysisleg til að grípa menn.“ En hvaö um miajafna gagnrýni? „Já, platan fékk bæöi góða dóma og slæma. En um gagnrýni vil ég aðeins segja, aö aðalatriðið er aö menn gangi aö svona lög- uöu meö réttu hugarfari. Þaö þýöir til dæmis ekki fyrir hálærða tónlistarmenn að dæma pönk eða pönk- ara að dæma um sinfóníur. Eins er meö svona léttleika, menn veröa aö skilja aö til- gangurlnn er ekki aö skapa háþróað tónlistarverk. Einn gagnrýnendanna sagöi að þetta væri „tilgangslaus plata“ vegna þess að það væru fjölmargir aðrir aö semja svona heima hjá sér. En það er ekki nóg að menn séu að gera þetta heima hjá sér, á sama hátt og þaö er ekki nóg aö framleiöa mal- bik ef það er ekki sett á göt- urnar.” En hver er Guðmundur Rúnar Lúðvíksson? Af íög- unum fær maður á tilfinn- inguna að hér sé Eyjamaö- ur á ferð? „Ég er fæddur Akurnes- ingur, en þó ég hafi aöeins verið búsettur f Eyjum f eitt ár er ég hreinræktaður Vestmanneyingur. Annars hef óg komið víða við og starfa nú sem bryti á sjúkra- húsinu i Eyjum. Ég geri ráö fyrir aö halda því áfram. Þessi plötuútgáfa og iaga- smíð er bara „hobbý“. Sum- ir fara á hestbak, aðrir safna frfmerkjum og nokkrir gefa út plötur. Annars hef ég áhuga á að fara út í hljómplötuútgáfu og er meö ákveöna hugmynd á prjón- unum sem er þegar komin af stað. Hugmyndin er aö efna tit hljómsveltakeppni á fjórum stöðum á landlnu og siðan yrði 16 hljómsveita- úrslit hér i Reykjavik. Mein- ingin er síöan að gefa út stórar plötur með þelm tveimur hljómsveitum sem bera sigur úr býtum. Svo má það vel koma fram, aö óg er þegar byrjað- ur aö vinna aö þriöju plöt- unni minni og hún á aö heita „Verslun og viðskipti". Hún mun fjalla um viðskiptaiífið og allt stressiö sem því fylg- ir,“ sagöi Guðmundur Rúnar og meö það var hann rok- inn til að dreifa nýju plöt- unni. Jassað á Þingvöllum „Það má segja að þetta sé bæði hugsjón hjá mór og svo hitt, að mig langar til aö gera eitthvað aöeins meira fyrir gestina en þetta venjulega,“ — sagði Ómar Hallsson, hótel- stjóri á Hótel Valhöll á Þingvöllum, er við slógum á þráðinn til hans nú í vikunni. Ómar hefur tekið upp þá skemmtilegu nýbreytni aö bjóöa gestum sínum upp á Ijúfa jassiónlist um helgar, í kaffitímanum og á kvöldin. Um síðustu heigi komu þar fram Kristján Magnússon, Árni Scheving og Alfreð Alfreðsson og var geröur góöur rómur aö leik þeirra félaga. Þeir munu væntanlega mæta aftur til leiks í Valhöll seinni partinn í ágúst. Nú um helgina veröa hins vegar þeir Pálmi Gunnarsson, Guömundur Steingrímsson og Guð- mundur Ingólfsson og er ekki aö efa, aö gestir Valhallar munu njóta góös og ánægju af liprum leik þeirra félaga. Pálmi Gunnarsson og Guðmundur Steingrímsson, ásamt Guðmundi Ingólfssyni píanóleikara Jerry Lewis i dag. Dean Martin fjórum árum síð- ar, árið 1946. Þeir voru þá með sinn hvorn skemmtiþátt- inn i klúbbi í Atlantic City en urðu brátt mestu mátar og ákváöu að koma fram saman. Þetta var skynsamleg ákvörö- un og innan átta mánaöa höföu launin hækkaö úr 350 dölum t 5000 dali á viku. Þá var það kvöld eitt aö kvik- myndaframleiðandinn Hal Wallis rakst inn í klúbbinn og hann varö svo hrifinn að hann bauð þeim samning um að leika i kvikmynd hjá sér. Fyrsta myndin var „My Friend Irma", sem var frumsýnd árið 1949 og á nóttu urðu þeir fé- lagar stórstjörnur. Þeir slitu samstarfinu áriö 1956, en héldu áfram hvor í sínu lagi við góöan orðstír. Jerry byrjadi sem dyravörður Það lifnaöi heldur betur yfir aödáendum gamanleik- arans Jerry Lewis þegar eitt af kvikmyndahúsunum ( Reykjavfk tók til sýningar nýja mynd með gömlu kempunni í aðalhlutverki. í blaöaummælum um mynd- ina segir m.a.: „Þegar Jerry kemst í ham vöknar manni snarlega um augun af hlátri. Dásamlegt að slíkir menn skuli enn þrífast á vorri plánetu." En Jerry Lewis varð að berjast fyrir frama sínum á hvíta tjaldinu eins og svo margir aðrir. Hann fékk sitt fyrsta tæki- fsBri í skemmtibransanum þegar hann var 15 ára gamall, en sú uppákoma var eins mis- heppnuö og hugsast gat. Áhorfendur hrópuöu hann niður af sviðinu og hann var svo niöurbrotinn á eftir aö hann ákvaö aö koma aldrei framar nálægt skemmtiiðnað- inum. En þessi spaugsami unglingur gafst þó ekki upp og með tímanum varö hann ein skærasta stjarnan í bandarískum skemmtiiönaöi. Jerry Lewis, sem réttu nafni heitir Joseph Levitch, fæddist árið 1926 og foreldrar hans voru báðir starfandi skemmtikraftar. Faðirinn söng á næturklúbbi og móðir hans lék á píanó í útvarps- þætti. Jerry hætti í skóla 14 ára gamall og fór aö afgreiöa á matsölustaö. Siöan varö hann skipaafgreiöslumaöur hjá hattaverksmiöju og því næst dyravöröur hjá „Loew's State Theater“ í New York. I frítímanum æföi hann sig á aö fara með grínþætti og fékk sitt fyrsta tækifæri 15 ára eins og áöur segir. Þaö var í fjölieikahúsi i Buffalo þar sem hann var hrópaöur niöur. Hann var aö því kominn að gefa allt upp á bátinn, en grínisti viö fjölleikahúsiö, Max Coleman, stappaði í hann stálinu og ráölagöi honum aö gefast ekki upp. Næsta sumar var Jerry ráöinn á hótel eitt í New York og þar sló hann í gegn. En hann náði sér þó ekki á strik fyrr en hann hitti söngvarann Jerry Lewis á sínum yngri árum, — óþskkt- ur sviðslsikari á næturklúbbi. Það var skynsamlsg ákvörðun þsgar þsir Dean Martin og Jsrry Lswis ákváðu að koma fram saman árið 1946. Tími til kominn Breski söngvarinn Cliff Richard, sem nú er 41 árs gamall, hefur undanfarin tuttugu ár verið einn um- talaöasti piparsveinn skemmtanaiönaöarins og þá einkum fyrir þaö, aö hann hefur þótt óvenju daufur í kvennamálum, þrátt fyrir yfirburöastööu sem vinsæll skemmtikraft- ur. Gekk umtalið jafnvel svo langt, að menn voru farnir aö hafa þetta í flimt- ingum á hinn ósmekkleg- asta hátt. En nú hefur Cliff slegið vopnin úr höndum „slefberanna" og komið fram í dagsljósið með konu upp á arminn og hafa þau tilkynnt heimspressunni aö þau sáu opinberlega trúlofuð. Hún heitir Sue Barker og er þekkt tenn- isstjarna, 25 ára gömul. Um giftingaráform hefur Cliff m.a. látiö hafa eftir sér: „Hver veit? — Sue er ( öllu falli indælasta stúlka sem ág hef kynnst.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.