Morgunblaðið - 23.07.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ1982
51
fclk í
fréttum
Nicole borðar ís i stað matar þegar hún hefur sem
mest að gera.
Nicole hefur
engan frið
+ Nicole Honloch, hin 17 ára gamla þýska
menntaskólastúlka sem að var í efsta sæti í
Evrópusöngvakeppninni fyrir lagið sitt „Ein
bisschen Frieden", verður æ uppgefnari og æ rík-
ari þessa dagana. Lagið hennar er ennþá efst á
vinsældalistanum í mörgum löndum og hún hef-
ur ekki frið til að vera til fyrir útvarpsstöðvum
og sjónvarpsstöðvum sem endilega vilja láta
hana koma fram og syngja eða hafa viðtal við
hana. Hún ætlar líka að taka stúdentspróf næsta
vor og hún segist alls ekki geta komið stærðfræði
inn í hausinn á sér, svo að hún hefur nóg að gera.
Robert Jungk, umboðsmaður hennar og sá sem
átti heiðurinn af því að „uppgötva" hæfileika
hennar og gera hana fræga, segir að nú sé að
koma út ný plata með 12 söngvum, sem örugglega
eigi eftir að verða álíka vinsæl og „Ein bisschen
Frieden". Sjálf segir Nicole að hún hafi engan
tíma til að taka sér sumarfrí fyrr en í september.
Margrét og Roddy
hittast aftur
+ Konunglega blómasýningin í
Chelsea í London þykir merki-
legur atburður þar um slóðir.
Konungsfjölskyldan mætir
venjulega og fleira þvílíkt fólk.
Margrét prinsessa mætti á sýn-
inguna á þessu ári í fylgd með
móður sinni. Þar var einnig
mættur fyrrverandi hjartans
vinur Margrétar prinsessu,
Roddy Llewellyn. Hann yfirgaf
Margréti prinsessu á sínum
tíma til að giftast tískuteiknar-
anum Töniu Seskin. Allir við-
staddir glenntu upp augun og
sperrtu eyrun þegar að Margrét
prinsessa og Roddy Llewellyn
fóru að tala saman, að því er
virtist af mestu ánægju. Ekkert
heyrðist á mál þeirra, en Mar-
grét prinsessa sagði við móður
sína á eftir, nógu hátt til að
margir heyrðu: „Það er svo
langt síðan að ég fjarlægðist
hann.“
Hjarta-
skurðlæknir
sem hjarta-
knúsari
+ Christian Barnard, hjartaskurð-
læknirinn heimsfrægi frá Suður-
Afríku, er nýlega skilinn við Barb-
öru, konu sína númer tvö. Þau
áttu saman tvo syni en þar sem að
hjartaskurðlæknirinn gat ekki
hætt að stunda diskóin gafst
Barbara upp á honum og einn dag-
inn, þegar hann kom heim til sín
úr einhverri skemmtireisu, var
Barbara farin.
Upp á síðkastið hefur svo
hjartaskurðlæknirinn sést mikið á
skemmtistöðum í Rómaborg sem
að kunnugir segja að sé uppá-
haldsborgin hans. Sérstaklega
virðist hann kunna vel við sig á
næturklúbbnum „Jackie 0“, sem
er aðalstaðurinn fyrir frægt og
ríkt fólk í Rómaborg. Og ýmislegt
bendir til að hjarta Christian
Barnards slái hraðar en honum sé
hollt í nærveru ungrar stúlku að
nafni Moana Bozzi. Moana þessi er
leikkona að atvinnu, þó ekki fræg,
og segist hún vera mjög
hamingjusöm í návist Christians.
Hjartaskurðlæknirinn Christian Barnard og Moana Bozzi.
í næturklúbbnum „Jackie 0“.
Jane Birkin Ijósmyndar
+ Jane Birkin á „salon du prét a
porter", ómáluð, á gallabuxum eins
og tímaritið Feminin tók fram í
blaði sínu í vikunni sem leið, innan
um allt tískudótið frá Guy Laroche
... Þarna var hún með litla mynda-
vél og tók ljósmyndir í gríð og erg
fyrir blaðið Bezt.
Frægust er hún sjálfsagt fyrir
lagið „Je t’aime, moi non plus“, en
það söng hún, eða hvað á maður að
kalla það, með eiginmanni sínum
Gainsbourg, en þau eru víst nýskilin
og Serge Gainsbourg sést æ oftar
með tískusýningardömunni
Bambou. Honum er margt til lista
lagt, gefur út hljómplötur, semur
tónlist fyrir kvikmyndir og leikstýr-
ir og hefur getið sér gott orð fyrir
ljósmyndir. Hann er venjulega illa
rakaður í gallabuxum, og reykir víst
eins og skorsteinn.
SÝNISHORN ÚR
MATSEÐLI
Rjómalöguð bleikjusúpa
Salat
Pönnusteiktur fjallasilungur
með valhnetu-youghurtsósu
Verð kr. 95,-
GOÐUR
ODYR
LIPUR
SÆLL
AFBRAGÐ
AKriARHÓLL
Hvíldarstaður
í hádegi
höll að kveldi
Velkomin