Morgunblaðið - 16.09.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.09.1982, Blaðsíða 3
Barðaströnd: Unnið að lagn- ingu sjálf- virks síma MiAhúsum á BarAiströnd, 14. september. NÚ ER verið að leggja sjálfvirkan síma í Geiradals- og Reykólahreppi, og verður síminn tengdur, ef allt gengur að óskum, um minaðamótin nóv- ember-desember. Þeir sem vinna að lagningu jarð- simans vinna verk sitt af sérstakri vandvirkni, sem mætti hafa til fyrirmyndar hvar sem er. Stöðin verður fyrir 200 númer, og verða 100 númer tengd í haust, en síðan bætist Gufudalshreppur við. Svæðisnúmer stöðvarinnar verður 93, og verðum við því á svæði með Vesturlandi, en ekki Vestfjörðum. Við, sem orðin erum langþreytt á sveitasímanum gamla, þar sem meira en tíu símtæki eru tengd við sömu línu, og símasamband því oft lélegt, fögnum þessari framkvæmd. Stöðvarstjóri símstöðvarinnar í Króksfjarðarnesi er Hrafnhildur Gísladóttir. — Sveinn. Ummæli Stein- gríms brosleg — segir Kristján Ragnars- son, formaður LIU „ÞAÐ ER alveg rétt hjá honum,“ sagði Kristján Ragnarsson, formaður LIU, þegar leitað var álits hans á þeim ummælum Steingríms Hermannsson- ar, sjávarútvegsráðherra, í Morgun- blaðinu, að Kristján væri enginn út- gerðarmaður. „Það sem þarna var um að ræða er það að þegar tillögurnar voru kynntar fyrir okkur á miðviku- daginn — nú segir hann að það sé ekki búið að kynna þær endanlega fyrir okkur — þá var þaö viðræðu- nefndin sem hafnaði þeim sem lausn. En í viðræðunefndinni eru auk min þeir Vilhelm Þorsteinsson, Tómas l'orvaldsson og Kristinn Pálsson. Ilann er að gera mig einan að ein- hverjum persónugervingi í þessu efni á þeirri forsendu að ég sé ekki útgerðar- maður og þar fram eftir götunum. Mér finnst þetta bara vera broslegt. Okkar menn vita þetta og ég sé þvi ekki ástæðu til að svara þessu frekar." Þöru ngavinnslan: Kristján Þór Kristjánsson ráðinn fram- kvæmdastjóri Miöhúsum á Baröaströnd, 14. september. SAMKVÆMT upplýsingum frá Inge Garðari Sigurðssyni stjórnarmanni i Þörungavinnslunni hf. á Reykhólum, hefur verið ráðinn nýr framkvæmda- stjóri fyrirtækisins. Hann er Kristján Þór Kristjánsson deildarstjóri fram- haldsdeildar Vélskólans í Vestmanna- eyjum, og mun hann taka við störfum um næstu mánaðamót. Alls sóttu 13 manns um stöðuna. Ómar Haraldsson núverandi for- stjóri lætur af störfum að eigin ósk frá sama tíma. Ómar kom til starfa hjá Þörungavinnslunni árið 1975 og varð forstjóri 1977. Hann hefur því verið hér starfandi á meðan fyrir- tækið var að mótast og komast yfir erfiðasta hjallann. Fréttaritari hef- ur haft þær spurnir af rekstri Þör- ungavinnslunnar í sumar, að starfið hafi gengið vel og nú mun það vera í fyrsta skipti að eftirsókn eftir þara- vörum og þangi er meiri en fyrirtæk- ið getur annað. — Sveinn. JNNLENT MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1982 3 Hinn geysivinsæli „stonewashed denim-fatnaöur kominn Barna og fulloröinsstæröir Einnig nýkomiö mikiö af ýmsum öörum V og umboðsmenn um land allt CESAR AKUREYRI — EPLIO ÍSAFIRÐI — EYJABÆR VESTMANNAEYJUM — RAM HUSAVlK — BAKHÚSIÐ HAFNARFIRÐI — SPARTA SAUÐÁRKRÓKI — SKÓGAR EGILSSTÖÐUM — ISBJÖRNINN BORGARNESI — PATRÓNA PATREKSFIRDI — BÁRAN GRINDAVÍK — BJÓLSBÆR SEYÐISFIRÐI — FATAVAL KEFLAVÍK — HORNABÆR HORNAFIRÐI — ÁLFHÓLL SIGLUFIROI — AUSTURBÆR REYÐARFIROI — KAUPFÉLAG RANGÆINGA HVOLSVELLI — LEA ÓLAFSVÍK — LINDIN SELFOSSI — PALOMA VOPNAFIROI — NÍNA AKRANESl — AÞENA BLÖNDUÓSI.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.