Morgunblaðið - 16.09.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.09.1982, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1982 12 Það sem hjartað sér ekki Jörgen Murer Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Jörgen Murer (Jörgen Bruun Hansen) er meðal þeirra dönsku skálda sem dvalist hafa á Islandi og eignast vini hér. Islendingar kalla hann Jörgen múrara. Auk skáldskaparins hefur Jörgen Mur- er verið kennari við Listaakademí- una í Kaupmannahöfn. Fyrsta ljóðabók Jörgen Murers kom út 1959 og nefndist Knkle ord. Titillinn segir þó nokkuð um skáldskap hans. Jörgen Murer notar einföld orð í ljóðum sínum og er ekki tormeltur höfundur. Hann fjallar yfirleitt um hvers- dagslega hluti, næsta umhverfi, ferðir erlendis, en ljóðræn skynj- un hans gæðir hlutina lífi. Nýlega sendi Jörgen Murer frá sér níundu bók sína: For lang tid er gáet, útg. Vindrose. Að mínu mati er hér um mjög geðþekka ljóðabók að ræða. Upphafsljóð bókarinnar gæti verið um ísland, landið í norðri, en hér skal því ekki slegið föstu: Kor lang tid er gáet siden raNtlösheden gjorde holdt og lod mig sti sammen med fuglene pá skrænterne foran det lave steppeland uden höjsangens kornmod. Aldrig var lyset dog sá smukt som nár mágerne bar det blánende opefter og aldrig glemte jeg havets dönninger nár de glidende tegnede diagonalernes symmetri over bölgerne. Ihi land i nord med de ensomme dale jeg hviler mine öjne ved dine strande og mine hænders langmodighed kærtegner dine unge fjorde. En það er ekki aðeins norrænt landslag sem heillar Jörgen Mur- er: Syg efter landskabet í Pro- vence/ hvor tiden uforander- ligt/ sár og höster markerne. Eftir stríðið segist Jörgen Mur- er hafa orðið mjög tillitssamur: steig síðastur inn í strætisvagn- inn, kirkjuna, steig síðastur inn í hugmyndafræðina og einkum trú- arbrögðin. Að eðlisfari bjartsýnn, skáld lífsgleði, yrkir hann nú: Ég held að framundan séu myrkir tímar/ orðin vega ekki lengur jafn þungt. Hann óttast að lygin hafi sest í öndvegi í daglegu lífi fólks og nýtt stríð geti brotist út. Mælskur ljóðaflokkur er í bók- inni með efni frá New York, eink- um knæpulíferni þar í borg. Þetta eru skemmtileg ljóð í blaða- mennskustíl. Athyglisverðari þykja mér ást- arljóðin í For lang tid er gáet. Jörgen Murer yrkir mikið um ást- ina og nær stundum góðum ár- angri í slíkum ljóðum þótt sum þeirra séu ekki beinlínis leiftrandi skáldskapur. Það sem hendurn- ar/ finna ekki/ sér hjartað ekki, stendur á einum stað og gæti verið mottó ástarljóða Jörgen Murers. Hann getur verið dálítið ósvífinn í ljóðum af erótískum toga, en inni- leiki setur svip sinn á bestu ástar- ljóðin: Kunni' du lænke dig vi vagnede cn morgen om hundrede ár og sagde god morgen vi ville smile og Lale om livels mening som i gar aftes för vi faldt i sövn holdende hinandens hænder. Jóhann Hjálmarsson Bertrand með landakort af Islandi. Taldi hann þau fremur ónákvæm og vegir oftlega ranglega merktir. „ísland hefur skemmtilega vegi fyrir rallkeppni af þessu tagi,“ segir Bertr- and. Þessi mynd er tekin í Ljómarallinu, sem er nú nýlokið. „Misskilningur að rallið verði utan vegakerfís“ Spjallað við Jean Claude Bertrand, sem hefur áhuga á að halda stórt alþjóðarall hérlendis er besta landið fyrir stóra keppni. Ástralía er kjörið og Ameríka, en ísland er nær Evr- ópu. Er ég skoðaði heimskort kvöld eitt sá ég litla ísland og hugsaði, af hverju ekki? Kom ég síðan fljúgandi hingað og flaug með Ómari Ragnarssyni um landið og hreifst af aðstæðum. Síðan kom ég aftur og er hér nú. Ég kom ásamt konu minni, tveimur kvikmyndamönnum og Ijósmyndara. Uppihaldi og ferðakostnaður hefur verið gíf- urlegur. Island er mjög dýrt fyrir ferðamenn, sérstaklega bensínið. Fyrir keppendur í rall- inu, sem að utan koma mun þátttaka og allur kostnaður vera um 120.000 krónur. — Átt þú von á mörgum er- lendum þátttakendum í rall það sem þú munt skipuleggja? „Já, að vísu er erfitt að segja hve margir koma í fyrsta rallið, en a.m.k. 40—50 keppnisbílar koma að utan. Kannski mun loftslagið hér fæla frá. Blaða- mannaheimurinn er fullur áhuga á íslandi og þessu ralli. Ef rallið tekst vel og vandræðalaust má búast við mikilli aukningu keppenda, allt að 150 keppnisbíl- um er fram líða stundir. Slíkur fjöldi hefur verið í þeim röllum er ég hef skipulagt hingað til. Það þarf að ná góðu samstarfi við yfirvöld hérlendis og mun ég halda fund í janúar með öllum sem tengjast munu rallinu á einn eða annan hátt.“ — Hefur rallið mikið gildir fyrir ferðamannatímabilið hér- lendis? „Já, ef rallið verður haldið í lok ágúst mun það lengja tíma- bilið töluvert. Þetta gæti þýtt 2—3 fullar flugvélar af keppend- um, fréttamönnum og áhorfend- um. Eina vandamálið er hve lítið Hér á landi hefur dvalið þekktur franskur skipulaggjandi rallakst- ursmóta, Jean Claude Bertrand. Ilann hefur mikinn áhuga á að halda stóra rallkeppni hérlendis nk. sumar. Er hann búinn að leggja gífurlegan kostnaö í að skoða og velja leiðir, en jafnframt því hefur hann, ásamt aðstoðar- fólki er með honum var, kvik- myndað landið í bak og fyrir. Kvikmynd þessi verður sýnd i fundum rallökumanna og frétta- manna viðsvegar í Evrópu. Jean ('laude Bertrand er viðurkenndur skipuleggjandi af Alþjóðlega akst- ursíþróttasambandinu, en hann hefur m.a. annars skipulagt Mar- akkó-rallið, Monte Carlo, Rall Al- sír og í sex ár sá hann um Band- ama-ralliö (Ivory Coast), sem gefur stig í heimsmeistarakeppninni í rallakstri. Á þessu má sjá að Ber- trand er enginn aukvisi í þessum málum og ra ddi Morgunblaöið við hann fyrir stuttu, um hvað hann hafi í huga í sambandi við ísland. „Ég valdi ísland af því að það Jean Claude Bertrand ásamt konu sinni (t.h.) og kvikmyndamönnunum, þeim hjónum Jaques Hubinet og Serge Delamico.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.