Morgunblaðið - 16.09.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.09.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1982 29 grímssonar. Það var Jón, hrepp- stjóri á Bjarnastöðum í Kol- beinsdal, síðast í Hofsstaðaseli í Blönduhlíð, mikilsvirtur dugnað- armaður, sem á marga fræga og þekkta afkomendur, skáld, lög- fræðinga og stórbændur. Iilt væri að greina ætt Jóns hreppstjóra, væru ekki upplýsingar Espólíns fyrir hendi í ættarbókum hans. Hitt dæmið er sunnan úr Flóa. Það er um afkomendur Jóns bónda Þorvaldssonar í Sviðugörðum í Gaulverjabæjarhreppi. Að vísu eru þær líka fyrir hendi í Ættar- tölubókum Snóksdalíns, en öllu betri hjá Espólín. Frá Jóni er margt merkisfólk komið, listafólk, skipstjórar, fiskimenn og góðir bændur. Framætt hans er líka kunn af skjölum með samanburði við fræði Jóns sýslumanns. Þessi dæmi læt ég nægja að þessu sinni. Eitt höfuðeinkenni á Ættartölu- bókum Espólíns er hve hann er glöggur á að einkenna fólk eftir bústöðum og ferli þess milli sveita og héraða. Skilgreining hans í þessu er mjög þýðingarmikil fyrir nútímafólk sem rekur ættir. í þessum greinum hefur hann notað margskonar upplýsingar, en sér- staklega frá vertíðarfólki, ferða- fólki, verzlunarmönnum og lausa- kaupmönnum. Einnig hefur hann fengið upplýsingar hjá prestum sem fluttust til Norðurlands, og jafnvel með bréfaskriftum til presta. En natni hans er alveg ótrúleg í því að skilgreina þetta í fræði sinni af nákvæmni og leikni. Af Vesturlandi og Vestfjörðum hefur Jón sýslumaður ótrúlega mikið af ættafróðleik, og er öruggt, að hann jók þar talsverðu við frá því sem er hjá Ölafi Snóksdalín. í þessu hefur Jón Espólín fengið til liðs við sig vini sína og kunningja, sérstaklega þá, sem bjuggu í þjóðbraut eða í nánd verstöðvanna. Ættartölubækur Espólíns eru sérstaklega merkilegar fyrir Norðlendinga, Húnvetninga, Skagfirðinga og Eyfirðinga, sök- um þess að svo mikið vantar þar í kirkjuleg gögn úr samtíð Espólíns. Fræðimenn úr þessum héruðum eiga í þeim mikinn fjársjóð, sem þeir geta lengi gengið í til mikils arðs. Þetta er því fremur, að ætt- afróðleikur Jóns sýslumanns er mjög traustur og öruggur. Eg hef gert nokkrar tilraunir til þess að tengja rakningu Espólíns við manntölin 1703, 1729, 1762, 1801 og 1816, en þau tvö síðast- nefndu eru prentuð af Ættfræði- félaginu. Þessar athuganir gefa mjðg góða raun. Sama er uppi á teningnum, sé borið saman við bændatölin sem til eru frá 18. öld. En þessar heimildir hefur Espólín ekki haft, og líklega hefur hann lítið notað kirkjubækur, jafnvel ekki úr næstu grennd. Eg vil benda fróðleiksfúsu fólki í ættfræði á þessa merku útgáfu Samskipta á Ættartölubókum Jóns Espólíns sýslumanns. Þær eru sérstaklega góð handbók í ættfræði, og fátt hefði ég kosið fremur þegar ég var að byrja í ættfræði en hafa slíkt rit heima hjá mér til fróðleiks og annarra nota. í ráði er að ljósrita fleiri ætt- bækur frá fyrri öldum, verði und- irtektir almennings góðar. Um þær verður síðar rætt. Ljón. Mbl. RAX. Byrgjum brunninn áður en barnið fellur í hann VIÐ Snælandsskóla í Kópavogi er búið að taka grunn að viðbyggingu við skólann. í vikunni festist dreng- ur í drullupytti í grunninum og sökk upp að mitti. Smiðir sem voru að verki komu drengnum til hjálpar. Grunnurinn var óvarinn þegar drengurinn festist í drullupyttinum. Þegar var hafist handa um að girða grunninn og var því verki lokið á miðvikudag. Lögregla vaktaði svæð- ið á þriðjudag meðan grunnurinn var enn óvarinn. Mildi er að ekki varð slys þarna og minnir atvik þetta okkur á nauðsyn þess að fyllsta öryggis sé gætt og nauðsyn þess, að brunnur- inn sé byrgður áður en barnið fell- ur í hann. Fiskiræktarstöð í Borgarfirði SfÐASTLIÐIÐ vor var stofnað fyrir- tækið Fiskiræktarstöð Vesturlands hf., sem reka á stóra fiskeldisstöð að Stóra-Ási í Borgarfirði. Sambandið er aðili að þessu fyrirtæki ásamt Kaupfé- lagi Borgfirðinga, og á hvort um sig 20% hlutafjár, en afgangurinn er i eigu veiðifélaga á Vesturlandi frá Hvalfirði vestur í Dali. Auk þess eru nokkrir einstaklingar hluthafar, segir í Sam- bandsfréttum frá 8. þessa mánaðar. Markús Stefánsson verzlunar- stjóri er fulltrúi Sambandsins í stjórn fyrirtækisins og samkvæmt upplýsingum hans var fyrirtækinu meðal annars valinn staöur að Stóra-Ási vegna þess, að þar var hægt að fá sjálfrennandi heitt vatn og væri nú raunar verið að leggja hitaveitu á svæðið. í haust er síðan ætlunin að leggja kaldavatnsleiðslu að staðnum úr Hrauná í landi Gils- bakka, og einnig að byggja grunninn undir stöðina. Þarna er svo fyrirhug- að að hafa stóra og fullkomna seiða- eldisstöð, sem þjónað gæti öllu Vest- urlandssvæðinu. Stöðin á að geta al- ið allt að 200.000 gönguseiði á ári, en stefnt er að því að hún byrji að taka á móti hrognum haustið 1983. Hlutfé fyrirtækisins er ein milljón króna. Hver er imdirbúningur- inn fyrir ævikvöldið? Eftir Guðjón B. Baldvinsson „Gæðum ellina lífi“ Þetta er kjörorð í dag, en kemur mönnum misjafnlega fyrir sjónir. Sleppum því. Við vitum að hugs- unin á bak við er: Að búa gamla fólkinu bjart og friðsælt ævikvöld. Sumir hafa á orði: Þriðja ævi- skeið mannsins á að vera há- punktur lífsins. Hversu sem til tekst um það, þá er víst að við óskum þess öll og viljum að sú ósk rætist. Ár aldinna á að vekja okkur öll til umhugsunar um þá aðstöðu og þann aðbúnað, sem gamla fólkið býr við, og um leið, sem við kjós- um að það eigi við að búa. Við skulum því ekki telja eftir þann tíma og þau orð, sem notuð eru til að rifja upp þau verkefni, sem bíða úrlausnar og eru nær- tæk. Við ræðum þau ekki öll í senn, en hvaða ráð eru tiltækust til að ræða þau við þá, sem ann- aðhvort eða hvorttveggja, eiga að leysa þau og njóta þeirra. Heilsuvernd er heilladrýgri en hælisvist vegna hirðuleysis um líkamann. Heilsugæsla er hag- kvæmari öllum en holskurður þeg- ar í óefni er komið. Okkur hættir öllum til að huga ekki að þessum sannindum. Vinnuáhuginn og tekjuöflunin taka allan hugann. Er ekki undarlegt að við hugsum ekki sjálf um hvað bíður okkar á síðasta æviskeiðinu? Vinnulauna- tíma lýkur fyrr en við er litið. Og hvað tekur þá við? Hefur þú les- andi góður leitt hugann að því? Sértu kominn yfir fertugt ætt- irðu að gefa því gætur hvort þú átl hugðarefni, tómstundagaman, sem fullnægir þér þegar ellilaunin eru orðin endurgjald þíns daglega brauðs. Við hljótum flest að þekkja dæmi þess að einstaklingurinn standi ráðþrota frammi fyrir því vandamáli, hvað hann skuli nú taka sér fyrir, þegar vinnustaður- inn hefur lokast að baki honum í síðasta sinn. Kannist þið ekki við einhvern, sem hefur „hrunið niður" andlega og líkamlega, þeg- ar síðasti útborgunardagurinn var um garð genginn? Er ekki van- virða á „ári aldraðra" að leiða ekki huga að þessu vandamáli, sem blasir við vinnandi manni eftir langa starfsævi? Hverjum ber að huga að þessu? Vitanlega okkur öllum. En það þarf að hafa aðgát fyrr en yfir lýkur starfsævinni, sem svo er nefnd. Heilsugæsla þarf að vera í góðu horfi, a.m.k. þegar náð er fimmta áratug ævinnar. Starfs- hæfi er einstaklingsbundin eins og allir þættir mannlífsins. Stytting daglegs eða vikulegs vinnutíma er sumum þörf fyrr en náð er löggilt- um lokadegi. Öðrum hentar betur að fá annað starf, léttara eða bet- ur við hæfi. Þá er oft nauðsyn endurmennt- unar, sem vitanlega kemur oft fyrr til greina vegna breyttra starfshátta, m.a. afleiðing tækni- væðingar. Heilsuverndin má ekki vera slík hornreka sem nú er — óhætt að segja hjá hvorum tveggja aðila vinnumarkaðarins. Þar er mikilla breytinga þörf, og mikillar umræðu, sem fyrst og fremst er að vænta frá þeim, sem þekkingu hafa á líkamsrækt og heilsufari. Eldri kynslóðin hefur ekki átt kost á þt'irri fræðslu í þessum efn- um sem skyldi og það ber að hafa i huga. Vonandi eru þeir yngri bet- ur í stakk búnir til að leggja nauð- synlega r:vkt við líkama sinn. Loks skal aöeins vikið að þeirri nauðsyn, sem öllum þarf að vera Ijós, að hver ein.staklingur búi sjg svo sem besl niá verða undir ævi- kvöldið. Lífsha'ttir breytast óhjákva-mi- lega þegar árin færast yfir. Ilver og einn þarf að finna sitt hugðar- efni, eftir því sem heilsa og hugs- un leyfir. Þegar tómstundirnar eru allan sólarhringinn, þá þarf aö kunna að hagnýta þær til afþrey- ingar og ána'gju. Samfélagintt er fjárhagslegur léttir að því að hver ntaður geti bjargað sér sem lengst á eigin býti, allir heilbrigðir óska þess innilega að |>eim veitist sú gæfa að geta og mega hjálpa sér sjálfir meðan kraftar endast. Leiðbeiningar um hvernig best ntegi til takast unt þennan untlir- búning eru skyldufræðsla, er sitnt- félagið láti í té. Stéttarfélögin eiga þarna ópla'gðan akur. Þeitn er það Ijóst sunium hverjum og hafa þeg- ar stofnað til nántskeiða, en al- mennt er þetta ekki ennþá, og það sem verra er, þeint sem eiga <>g þurfa að njóta, er ekki vakinn skilningur á þeirri lífsnauðsyn, sem hér er á ferð. Launagreiðend- ur og samfélagið eiga að koma hér með sinn stuðning, hvatningu og fjárhagslega tilhliðrun eftir þörf- um. Við eigum sérhæft fólk, sem vill og getur hjálpað til. Notum okktir starfskrafta |h'ss samhliða sjálf- boðinni vinnu. llndirbúum og hefjum fræðslustarf þetta þegar í haust! Vonandi gefst tækifæri til að huga að námsefni síðar. Guðjón B. Baldvinsson. SMITWELD Sýnihennsla Sýnikennsla í notkun rafsuöuvírs fyrir viðskiptaaöila Sindra Stál hf verður haldin í birgðastöð okkar, Borgartúni 31, laugardaginn 18. september frá kl. 9 til kl. 17. Leiðbeinendur veröa W.Herlaar og A.Steen, sérfræðingar frá Smitweld í Hollandi. Rafsuðumenn! Nýtið ykkur þetta tækifæri. SINDRA STALHR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.