Morgunblaðið - 16.09.1982, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.09.1982, Blaðsíða 44
Síminná QQfiQQ afgreéöslunni er OOUOO 2Borgmtbfabtö v Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10100 FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1982 Ríkisstjórnin á fundi í dag: Fjögur fiskiskip eru í viðbragðs- stöðu á miðunum 4 riUisistjórnarfundi í dag mun vandi útgerðarinnar tekinn fyrir; en talið er nú að usaxkuldir útgerðarinnar nemi um 800 milljónum króna. Á fundinum mun siávarútvegsráðherra, Steingrímur Hermannsson, leggja tillögur ráðu- neytis sins fyrir ríkisstjórnina og verða þar væntanlega teknar endanlegar ákvaroanir um það hvað gera skuli. Þá -rsun á þessum fundi verða fjallað um beiðnir um sölu fisks erlendis, en nú bíða fjögur skip í viðhrr.gðsstöðu á miðunum, til- búin til að sigla með aflann, fáist leyfi til þess. Þessi skip eru Vestri BA, Katrín VE, Hrugnir GK og Karlsefni RE. Þessi skip voru að veitv.m fyrir vestan land, en hafa nú flutt sig austur fyrir til að geta náð til Bretlands og Þýzkalands á mánudag. Nú liggja fyrir við- skiptaráðuneytinu beiðnir 15 út- gerðaraðilja um sölu fisks erlend- is. Sjá nánar um solur er- lendis á bls. 2. Bandaríska fjárveitingin til flugstöðvarbyggingarinnar: Reikna með svari 20. september r — segir Olafur Jóhannesson utanríkisráðherra „MAÐFR fer að vita eitthvað um niðurstöðu þessa eftir 20. septem- ber,“ svaraði Ólafur Jóhannesson ulamíkisráðherra, er Mbl. spurði haiio hvort svör hefðu borist frá Kandaríkjunum við óskum hans um að fjárveiting Bandaríkja- stjórnar til nýrrar flugstöðvar- byggingar á Keflavíkurflugvelli verði framlengd, en samkvæmt handarískum lögum rennur fjár- vcitir.garheimildin út 1. október BSRB: Atkvæðagreiðsla stendur yfir N(I stendur yfir atkvæðagreiðsla innan BSRB um aðalkjarasamninga BSRB og fjármálaráðuneytisins. Atkvæðagreiðslu lýkur á föstu- dag og verða atkvæði utan af landi að hafa borizt póststofum fyrir lokun þann dag. nk., ef ekki eru þá hafnar fram- kvæmdir við bygginguna. Eins og komið hefur fram í fréttum beitti minnihluti ríkis- stjórnarinnar, þ.e. alþýðubanda- lagsmenn, neitunarheimild sinni í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar- innar og greiddi atkvæði gegn til- lögu Ólafs Jóhannessonar um að ráðist skyldi í byggingu flugstöðv- arinnar. Þegar fyrirséð var að ckki yrði hafist handa um bygg- ingu flugstöðvarinnar fyrir 1. október lýsti Ólafur Jóhannesson því yfir, að hann myndi leita eftir framlengingu á fjárveitingu Bandaríkjastjórnar. Utanríkisráðherra hefur verið í sambandi við utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna og utanríkisráð- herra vegna málsins og sent þang- að beiðni um framlengingu. Fram- lenging fjárveitingarheimildar- innar þarf að fá þinglega meðferð í Bandaríkjunum og kvaðst Ólafur reikna með að málið skýrðist næstu daga eftir 20. september. Verkfall skollið á og lítil von um lausn í bráð SÁTTAFUNDI í deilu starfsmanna á Tugnaársvæðinu og vinnuveit- enda lauk um klukkan 20.30 i gærkvöldi án þess að nokkuð þok- aði í samkomulagsátt og virðist lausn ekki í sjónmáli. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður. Fámennt var á virkjunarsvæð- inu við Sultartanga þegar blaða- menn Mbl. litu þar við í gær- morgun. Rúmlega 200 starfs- menn fóru af svæðinu um leið og verkfail hófst á miðnætti á þriðjudagskvöld. Myndina tók Kristján Einarsson er einn starfsmanna hélt af virkjun- arsvæðinu um hádegisbilið í gær, en þá voru aðeins örfáir verkstjórar eftir á svæðinu. Sjá nánar í miðopnu. Nýja súpukjötið hækkar um 30,5% Nýtt verð ákveðið á sauðfjárafurðum: SEXMANNANEFNDIN, sem ákveður verð landbúnaðarafurða, hefur ákveð- ið nýtt verð á sauðfjárafuröum. Kílóið af súpukjöti 1. veröflokki, kostar nú í smásölu 60,25 kr., það kostaði 46,15 kr. fyrir hækkun og hækkar því um 30,5%. Kílóið af hjörtum og nýrum hækkar úr 36,30 kr. í 41,55 kr. eða 14,5%. Kílóið af lifur lækkar um 10 aura, úr 54,85 kr. í 54,75 kr. Eitt slátur kostar nú 60,10 kr., kostaði áður 51,65 og hækkar þvi um 16,4%. Landbúnaðarafuröirn- ar hækkuðu siðast 1. júní sl. Sexmannanefndin, sem skipuð er 3 fulltrúum frá bændum og 3 fulltrúum frá neytendum, var sammála um verðákvörðunina en hún miðast við að niðurgreiðslur verði óbreyttar að krónutölu. Ákvörðunin verður kynnt á ríkis- stjórnarfundi í dag, en ríkisstjórn- in tekur ákvörðun um hvort breyta skuli niðurgreiðslum. Nýja verðið tekur gildi þegar af- urðir af nýslátruðu koma á mark- aðinn í haust, en kjötið frá síðustu sláturtíð verður á óbreyttu verði þangað til það selst upp. í byrjun þessa mánaðar voru óseld rúm 200 tonn af gamla kjötinu. Sláturkostnaður er nú 15,20 á hvert kíló af kjöti og gærum og hefur hækkað um 48% frá síðustu sláturtíð. Það kostar því um 200 krónur að slátra hverju einasta lambi. Sjómenn um ástandið vegna stöðvunar flotans: „Með því svartara sem við höfiim séð“ SJOMENN, sem Morgun- bladið ræddi viö í gær, höföu allir áhyggjur yfir af- komu sinni, vegna stöðvun- ar togaraflotans og yfirvof- andi stöðvunar bátaflotans. Meðal þess sem kom fram hjá þeim, var að stöðva yrði innflutning á nýjum skipum og breyta rekstrargrundvelli út- gerðarinnar, þannig að hann yrði viðunandi. Þá kom fram, að öll þjóðin yrði að axla byrðina vegna rýrnandi afla. Fremur reyndust þeir vantrúaðir á að ástandið breyttist fljótlega og nokkrir töldu að um lang- vinna stöðvun flotans yrði að ræða. Þá voru þeir sammála um að kjör sjómanna hefðu versnað vegna rýrn- andi afla og að það myndi reynast erfitt að fá það bætt að einhverju leyti. Sjá nánar: „Ef þessir stjórnmálamenn..." á miösíöu. Kvennaskólinn: Karlmað- ur skóla- stjóri Aðalsteinn Eiriksson hefur verið settur skólastjóri Kvenna- skólans í Reykjavik. Hann hefur kennt við skólann í tæp 20 ár og er fyrsti karlmaðurinn sem stýrir Kvennaskólanum. Þá hefur Sæv- ar Hilbertsson verið settur yfir- kennari skólans. Aðalsteinn tekur við af Guð- rúnu P. Helgadóttur, sem starfaði við skólann í rúman aldarfjórðung. Nemendur í Kvennaskólanum eru í vetur 269, þar af rétt um 20 piltar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.