Morgunblaðið - 16.09.1982, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.09.1982, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1982 43 Enska landsliðið valið: Keegan og Mills úti í kuldanum! SÚ STUND rann upp í vikunni sem margir knattspyrnuáhuga- menn höfðu beöiö eftir, þ.e.a.s. aö Bobby Robson, hinn nýi ein- valdur enska landsliösins, til- kynnti fyrsta landsliöshóp sinn. England mætir Danmörku þann 22. september í Evrópukeppni landsliöa. Á óvart kom, aö Rob- son valdi ekki fyrirliöa liösins fré HM-keppninni, þá Kevin Keegan og Mick Mills. Keegan hefur um nokkurra ára skeiö veriö fyrirliöi enska landsliösins, en missti af öllu nema 20 mínútum á HM. Mills tók vió stööu hans á Spáni og þaö kom ekki síöur á óvart aö Robson skyldi ekki velja hann. Annars er hópurinn skipaöur eftirtöldum leikmönnum: Peter Shilton (Southampton), Ray Clemence (Tottenham), Viv Anderson (Forest), Phil Thompson (Liverpool), Terry Butcher (Ips- wich), Ken Sansom (Arsenal), Phil Neal (Liverpool), Russel Osman (Ipswich), Steve Coppell (Man. Utd.), Ray Wilkins (Man. Utd.), Bry- an Robson (Man. Utd.), Ricky Hill (Luton), Graham Rix (Arsenal), Dave Armstrong (Southampton), Paul Mariner (Ipswich), Tony Woodcock (Arsenal), Alan Devons- hire (West Ham), Tony Morley (Aston Villa), Trevor Francis (Sampdoria). Val þeirra Ricky Hill og Dave Armstrong kemur nokkuö á óvart, einnig aö Robson gerir furöu litlar breytingar á landsliöshópnum sem komst aöeins í milliriöil á HM. Um Keegan lét Robson hafa eftir sér: „Þetta þarf alls ekki aö þýöa að ferill hans sem landsliösmaöur sé á enda. Sá tími kann aö koma aö ég veröi aö kalia á reynda kappa til aö styrkja hina yngri í erfiöum leikjum. Sem slíkur gæti Keegan veriö óviöjafnanlegur." • Keegan fyrrum fyrirlMN enska landsliösins ar nú akki langur valinn í hópinn. Lið Jóhanns Inga kemur á óvart LIÐ Jóhanns Inga Gunnarssonar THW-Kiel kom mjög á óvart um síöustu helgi er liöiö lék á útivelli gegn Göppingen og sigraöí 22—19. Meöal áhorfenda á leikn- um var hinn nýi landsliösþjálfari V-Þjóðverja í handknattleik Sim- on Schobel og í þýskum blööum mátti sjá ummæli hans sem voru á þá leið aö í liöi Kiel væru ekki neinir stórkostlegir handknatt- leiksmenn en þar væri aftur bar- ist af miklum krafti, og væri breytingin á Kielar-lióinu frá þv( í fyrra alveg hreint ótrúlega mikil. Þessi ummæli eru sannarlega meömæli fyrir Jóhann Inga sem nýtekinn er viö þjálfun liösins. Schobel sagöi líka aö liö Kiel ætti eftir aö koma fleirum á óvart í vetur með frammistööu sinni. Úr- slit leíkja í 1. deildinni ( hand- knattleik í V-Þýskalandi urðu þessi: TuSEM Essen—Reinlckend Fúchse 17:22 TuS Nettelsledt—MTSV Schwablng 22:22 WtLGúnzburg—TuS Hofweier 20:19 PSV Hannover—VfL Gummersbach 13:13 FA Göppingen—THW Klel 19:22 TV Húttenberg—GW Dankersen 22:19 TV Grosswallstadt—SG Dietzenbach 27:20 Staöa efstu liöa er þessi: VfL Gummersbach TV Huttenberg TV Grossvallstadt THW Kiel TuS Nettelstedt TuS Hofweier Reinickend Fuchse VfL Gúnzburg GW Dankersen MTSV Schwabing 2 46:30 4 2 42:37 4 2 44:37 3 2 39:36 3 2 40:38 3 2 47:35 2 2 40:37 2 2 36:37 2 2 39:41 2 2 41:42 1 ÞR. Þrjú lið efst og jöfn í Hollandi RODA JC tapaöi fyrsta leik sínum í hollensku deildarkeppninni ( knattspyrnu, er sjötta umferöin fór fram um helgina. Sótti liöiö FC Utrecht heim og tapaöi 2—3. Var það annar sigur Utrecht (jafn mörgum leikjum eftir aö lióiö haföi tapað fjórum fyrstu leikjum sínum. Willy Carbo (2) og De Cru- ijk skoruöu mörk Utrecht, en Van Den Veen svaraði fyrir Roda meö tveimur mörkum. Lítum á úrslit leikja: GAE Devent.—PSV Eindh. 2—4 Helmond Sport—Tvente 0—0 Fortuna Sittard—Nec Nijm. 1—0 Ajax—Sparta 1 — 1 Haarlem—Excelsior 0—0 Willem 2.—AZ'67 Alkmaar 0—3 FC Utrecht—Roda JC 3—2 Feyenoord—Pec Zwolle 1—,1 Groningen—Nac Breda 1 — 1 Edo Ophof skoraði mark Ajax úr víti á 9. mínútu og í 80 mínútur haföi liðiö gtfurlega yfirburöi gegn Spörtu. Undir lokin gaf liöiö eftir og Rotterdam-liöiö náöi að jafna metin. Hetja þess var þó ekki markaskorarinn Dan Blinde, held- ur markvöröurinn Jan Formenoy, sem sýndi fádæma snilldartakta. Þrír af lykilmönnum Ajax meiddust í leiknum og veröa fyrir vikiö lík- lega ekki meö í Evrópuleiknum gegn Celtic í kvöld. Þaö voru þeir Jan Molby, Vim Kieft og Frank Rijkard. Hallvar Thoresen (2) og bræö- urnir Willy og Rene Van Der Kerk- hov skoruöu mörk PSV gegn Dev- enter sem svaraöi meö tveimur mörkum Kees Van Kooten. Þá skoruðu þeir Pier Tol, Fokke Schwart og Rijkard Van Meer mörk Alkmaar. Staöa efstu liöa er nú sú, aö Roda, PSV og Feyenoord hafa öll 10 stig, Ajax hefur 9 stig. Síðan koma þrjú liö meö 7 stig hvert, Alkmaar, Groningen og Fortuna Sittard. Hinn frægi markvöröur Arconada varói vel í gær. Hér má sjá hvar hann hefur variö eitt af hörkuskotum Víkinga í leiknum. Ljósm. köe. Víkingar urðu að sætta sig við tap þrátt fyrir góðan leik íslandsmeistarar Víkings uróu aó sætta sig viö aö tapa meö einu marki gegn engu fyrir spönsku meisturunum Real Sociedad ( Evrópukeppni meistaraliöa i knattspyrnu er liöin mættust í fyrri leik sínum á Laugardalsvell- inum í gærdag. Lió Víkings stóð sig meö miklum sóma i leiknum og lék allan tímann góöa knatt- spyrnu þrátt fyrir afar slæm skil- yrði. Og satt best aó segja voru þeir mjög óheppnir aö ná ekki að skora í leiknum. Þeir léku oft á tíðum betur en Spánverjarnir og sýndu fádæma dugnaö og bar- áttu allan leikinn út í gegn. Spán- verjarnir náðu hinsvegar aö skora úr eina hættulega marktækifæri sínu í fyrri hálfleiknum. Mjög slæmt veöur var í gær til aö leika knattspyrnu. Hávaóarok og rign- ing, og völlurinn bæöi háll og þungur. Strax í upphafi leiksins voru leikmenn Víkings mun frískari og sóttu mun meira. Leikmönnum beggja liöa gekk þó nokkuö erfiö- lega aö hemja boltann í rokinu en þaö lagaöist mikiö er líöa tók á leikinn og var oft á tíöum meö ólík- indum hvaö liöin náöu aö leika vel viö þau veöurskilyröi sem voru í gærkvöldi. Aöeins fjórtán mínútur voru liönar af leiknum þegar eina mark leiksins var skoraö. Há fyrir- gjöf kom fyrir mark Víkings. Markaskorarinn mikli Satrustegui náöi til boltans og náöi aö skora meö föstu skoti af stuttu færi. Frekar slysalegt mark. Ekki setti þetta mark leikmenn Víkings úr jafnvægi. Þeir efldust ef eitthvaö var og geröu haröa hriöa aö marki Real. Á 19. mínútu leiksins fengu Vík- ingar tvö mjög góö marktækifæri og voru óheppnir aö ná ekki aö skora. Jóhann Þorvaröarson átti þrumuskot rétt utan vítateigsins og Arconada rétt náöi aö verja á síöasta augnabliki. Á sömu mínutu átti Ómar Torfason annaö skot sem var mun hættulegra. Arcon- ada varö aö taka á honum stóra sínum til að verja og sýndi mikil tilþrif þegar honum tókst aö slá boltann í horn. Víkingar höföu frumkvæöiö í fyrri hálfleiknum og náðu oft góöum sóknarlotum. A 34. mínútu pressuöu þeir stíft á mark Real og hörkuskalli Sverris fór rétt yfir þverslána. Hættulegasta marktækifæri Vík- inga í fyrri halfleiknum kom rétt áöur en flautaö var til leikhlés. Á 44. minútu kom mjög góö fyrirgjöf fyrir mark Real. Tveir Vikingar voru óvaldaöir á markteig en hvorugum þeirra tókst að hitta boltann er þeir reyndu aö skjóta. Sjálfsagt hafa margir átt von á því aö róöur Víkinga yröi þungur á móti sterkum vindinum í síöari hálfleiknum. En sú varö ekki raun- in. Allan síöari hálfleikinn léku Vík- ingar af miklum krafti og sóttu mun meira. En þaö vantaöi herslu- muninn á aö reka smiöshöggið á sóknirnar. Spánverjar áttu ekki mjög mörg hættuleg marktækifæri í síöari hálfleiknum. Þau voru varla nema þrjú. Tvö þrumuskot úr góö- um færum, sem Ögmundur varöi mjög vel. Og besta tækifæriö kom á 70. mínutu þegar Satrustegui einlék í gegn um vörn Víkings, komst í gegn og reyndi skot frá markteigslínu. En ögmundur var vel á veröi og bjargaöi snilldarlega meö góöu úthlaupi. Liö Víkings átti mjög góöan leik í gær. Leikskipulagið var gott og baráttuvilji og dugnaöur leik- manna var hreint ótrúlega mikill. Allir leikmenn liösins eru í mjög góöri úthaldsþjálfun, þaö sást best í gær. Það sem einna helst skortlr — Ég er mjög ánægöur meö leik Víkinga. Þeir náöu aö leika mjög góða knattspyrnu viö erfið skilyröi, og skapa sér mörg góö marktækifæri í leiknum. Viö vor- um hinsvegar óheppnir aö ná ekki aö skora. Heppnin lék hins- vegar viö Spánverjana og því sigruðu þeir. Úrslitin segja ekki alla söguna, sagöi þjálfari V(k- inga, Sedov, eftir leikinn ( gær- dag. — Þaö léku allir leikmenn Vik- ings vel ( leiknum. Barátta þeirra var mikil og ég held aö þaö hafi komiö Spánverjunum á óvart hve mikil mótspyrna Vfkings var. Viö eigum erfiöan leik fyrir höndum úti á Spáni en viö verðum verö- ugir andstæöingar, viö munum berjast þar Ifka. Ég vildi fá aö sjá góða knattspyrnu hjá m(nu liði og þaö fékk ég aö sjá hjá strákunum, | í liöiö er hættuiegur markaskorari. Skarö Lárusar Guömundssonar hefur enn ekki veriö fyllt. Þaö er erfitt aö gera upp á milli leikmanna Víkings. Liöiö leikur sem ein sterk heild. En í gær átti Gunnar Gunn- arsson mjög góöan leik, haföi mikla yfirferö og byggöi vel upp á miöjunni. Sama má segja um Ómar Torfason. Ögmundur stóö sig vel í markinu og ekkí er hægt aö saka hann um markið sem liöiö fékk á sig. Vörnin var traust og gaf ekkert eftir. Spánska liöiöinu gekk oft illa aö ná góöum sóknarleik í gær. Enda meö öllu óvanir aö leika viö slíkar aöstæöur eins og voru á vellinum. Sér í lagi kom rokiö þeim í vanda aö sögn þjálfarans. En greinilegt var aö liö þeirra er sterkt, enda meö sex landsliðsm- enn. Arconada varöi vel i leiknum og skyndisóknir Real sköpuöu nokkra hættu enda framherjarnlr mjög fljótir. í stuttu máli: Evrópukeppnin: Víkingur—Real Sociedad 0—1 (0—1). Mark Real: Satrustegui á 14. mín- útu. Áhorfendur voru 983. Dómaratríóiö var frá irlandi og stóö þaö sig meö sóma. Gul spjöld voru engin. — ÞR. því er ég ánægöur. Stefán Halldórsson miðvöröur Víkinga sagöi eftir leikinn: — Ég er á því aö þetta sé einn besti leíkur okkar í sumar. Viö vorum ekkert síöri en Spánverj- arnir. Þeir voru heppnir aö ná aö skora. Þaö var mjög erfitt aö leika viö þessar slæmu aöstæöur en viö lögðum okkur alla fram og þv( gekk okkur vel. — Aöstoöarþjálfari Real Soci- edad sagöi: — Þetta var erfiður leikur enda aðstæöur allar hörmulegar. Sér í lagi var vindurinn okkur erfiöur. Viö erum ánægöir aö hafa unniö sigur og hafa eitt mark ( forskot þegar síöari leikurinn hefst. Vík- ingar léku vel og komu okkur á óvart meö dugnaði sínum og krafti. — ÞR. „Sennilega okkar besti leikur í allt sumar“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.