Morgunblaðið - 16.09.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.09.1982, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1982 + Móðir okkar, ÞÓRHILDUR ÞORSTEINSDÓTTIR, Brekku, Norðurárdal, lést 14. september. Jaröarförin auglýst siöar. Erna Þ6röardóttir, Ólafur Þórðarson, Þorsteínn Þóröarson, Guðrún Þóröardóttir. Faöir okkar, GEIR SiGURDSSON, bóndi, írafelli, Kjós, lést þriöjudaginn 14. september. Börnin. + Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma, ELÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, Furugrund 64, Kópavogi, andaöist í Landspítalanum þriöjudaginn 14. september. Jaröarförin auglýst síöar. RagnarMagnússon, börn, tengdabörn og barnabörn. Móöir okkar, JÓNA ÞORBJARNARDÓTTIR frá Úlfarsá, Langholtsvegi 67, andaöist í Borgarspitalanum, þriöjudaginn 14. september. Sverrir Jónsson, Páll Jónsson, Sólveig Jónsdóttir, Gunnar Jónsson. Faöir okkar, EGGERTARNÓRSSON, sem lézt 8 StSlli i v-,.. fyrrverandi skrifstofustjóri, Blönduhlíð 29, september, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík, föstudaginn 17. september kl. 13.30. Sigurlaug Eggertsdóttir, Margrét Eggertsdóttir, Arnór Eggertsson, Ragnheiöur Eggertsdóttir, Stefán Eggertsson, Benóní Torfi Eggertsson. Eiginmaöur minn og faöir, KJARTAN LORNE CHRISTOPHERSON, lést í San Francisco mánudaginn 6. september. Útför hans fór fram föstudaginn 10. september. Hrafnhildur Snorradóttir Christopherson, Stefaní Anne Christopherson. + Útför eiginkonu minnar og móöur okkar, FRIDRIKKU JÚLÍUSDÓTTUR, Leifsgötu 8, fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 17. september kl. 15.00. Sœvaldur Konráösson og synir. + Útför foreldra okkar, INGIBJARGAR RÓSU ÍVARSDÓTTUR og GUÐJÓNS HALLGRÍMSSONAR frá Maröarnúpí, fer fram frá Undirfellskirkju laugardaginn 18. september kl. 2. Börnin. Auðbjörg Jónsdóttir frá Skeiði - Minning Fædd 9. nóvember 1897 Dáin 7. september 1982 Auðbjörg Jónsdóttir var fædd að Kaldabakka á Bíldudal 9. nóv- ember 1897. Hún var dóttir hjón- anna Sigríðar Benjamínsdóttur og Jóns Guðmundssonar. Bjuggu þau hjón allan sinn búskap á Bíldudal og var Auðbjörg elst sex barna þeirra. Eftirlifandi systkini Auð- bjargar eru Bergþóra og Benjamín bæði búsett í Reykjavík. Auðbjörg gekk í barnaskólann á Bíldudal og var snemma mjög námsfús og verklagin en á þessum árum var ekki um frekari skóla- göngu að ræða. Auðbjörg talaði oft um það hvað hún hefði þráð að læra meira enda er óhætt að segja, að hún hafði vissulega hæfi- leika til þess. Haustið 1918 fór Auðbjörg til Selárdals að Neðra-Bæ til að hjálpa húsmóðurinni þar, sem var veik. Var ætlunin að hún yrði þar um mánaðartíma en raunin var sú að hún dvaldist tæpa hálfa öld í dalnum. Felldu þau hugi saman Móöir okkar, + GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, Eyrarvegi 9, Selfossi, veröur jarðsungin frá Selfosskirkju, laugardaginn 18. september kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Selfosskirkju eða líkn- arstofnanir. Guöríöur Guömundadóttir, Guörún Hulda Guömundsdóttir, Dóra Guðmundsdóttir. + Bróöir okkar, STEINGRÍMUR GUDMUNDSSON frá Rifi, til heímilis aö Skólabraut 8, Hellissandi, veröur jarösunginn aö Ingjaldshólskirkju, laugardaginn 18. sept ember kl. 13.30. Fyrir hönd systkina hins látna, Friöþjófur Guömundsson. Móöir okkar, + RAGNHEIÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR, lllugagötu 75, Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Landakirkju, laugardaginn 18. september kl. 2 siödegis. Helga Ólafsdóttir, Margrét Ólafsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, HJARTAR GUNNARSSONAR, Aöalgötu 6, Keflavík. Magnea Magnúsdóttir. + Innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúö og vinarhug við andlát og útför mannsins míns, fööur, tengdafööur og afa, OLIVERS GUDMUNDSSONAR, Ferjubakka 10. Lára Einarsdóttir, Edvard G. Oliversson, Ósk Skarphéöinsdóttir, Sigríöur Oliversdóttir, Árni G. Finnsson, Guöbjörg S. Oliversdóttir, Þórir A. Sigurbjörnsson, Sigurbirna Oliversdóttir, Þórir K. Guömundsson, og barnabörn. Afmælis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. hún og Árni Magnússon sonur hjónanna að Neðra-Bæ. Arni er fæddur að Króki í Sel- árdal en skömmu seinna taka for- eldrar hans við Neðra-Bæ og bjuggu þar allan sinn búskap. Hófu þau Auðbjörg og Árni líka sinn búskap þar. Síðar fluttust þau að Uppsölum í Selárdal en lengstan tíma bjuggu þau að Skeiði í sömu sveit. Auðbjörg og Árni eignuðust sjö börn, en dóttur sína, Ástu Bryn- hildi, misstu þau þegar hún var á fyrsta ári. Börn þeirra eru: Gunn- ar kvæntur Lilju Guðmundsdótt- ur; Sigríður gift Stefáni Ólafssyni og eiga þau fjögur börn; Jón kvæntur Ester Finnsdóttur og eiga þau þrjú börn; Sveinn kvænt- ur Sigrúnu Aradóttur og eiga þau tvær dætur; Bergsveinn kvæntur Gróu Friðriksdóttur og eiga þau fjögur börn; Agnar kvæntur Magnhildi Friðriksdóttur og eiga þau þrjú börn. Á fyrstu búskaparárum Árna og Auðbjargar í Selárdal var þar nargt um manninn og tók Auð- björg virkan þátt í öllu félagslífi sveitarinnar. Hún var um skeið formaður slysavarnafélagsins á staðnum og ævifélagi upp frá því. Lagði hún oft mikið á sig vegna félagslífsins. Mér hefur verið sagt, að hún hafi gengið inn á Bíldudal eitt sinn til að sækja þar mann- fögnuð, en þetta eru um 25 km. En þegar tók að fækka fólki í dalnum hlýtur svo félagslynd kona sem Auðbjörg var að hafa borið söknuð í brjósti. Árið 1962 er sú mikla ákvörðun tekin að bregða búi og flytja til Bíldudals enda börnin þeirra öll flutt suður nema Agnar. Þegar þau fara úr dalnum eru þar innan við tíu manns. Síðar, þegar Agnar sonur þeirra ákveður að kaupa verslunina Rangá með undirritaðri, er síðasta skrefið stigið og flutt til Reykja- víkur sumarið 1972. Keyptu þau lítið hús að Skipasundi 33, sem þau gerðu að unaðsreit. Bæði hús og garður voru í niður- níðslu þegar eignin var keypt, en börnin þeirra tóku húsið í gegn en gömiu hjónin ræktuðu garðinn sinn enda má segja að þau hafi gert það líka í viðari skilningi þeirra orða. Ein síðasta minning mín um Auðbjörgu var núna síðsumars þegar hún var að sýna mér rósa- beðið sitt og Árni var að snúa hey- inu á grasflötinni í garðinum þeirra. Það hefur oft verið tekið til þess hér í götunni hvað fjölskyldan er samhent. Auðbjörg sagði það líka oft að börnin sín væru góð en tengdabörnin væru engu síðri. Það eru ekki allar tengdamömmur sem tala svona. Það er dásamlegt þegar efri ár- in geta liðið við „leik“ og störf. Bæði Auðbjörg og Árni fundu lífi sínu tilgang í ellinni með sköpun- argleði sinni og vinnusemi. Hún sat og saumaði út margvíslega muni og tók einnig mikinn þátt í félagsstarfi aldraðra að Norður- brún 2, en Árni smíðar forláta kistla og kistur og áhuginn er svo mikill að ekki var alltaf hægt að mæta í mat á réttum tima. Þegar fólk hefur búið saman yf- ir 60 ár eins og þau Árni og Auð- björg er erfitt að skilja þau að í huga sínum, þau verða ósjálfrátt sem ein heild.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.