Morgunblaðið - 16.09.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.09.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1982 7 PÓLÝFÓNKÓRINN Lærið að syngja Auðvelt leið að hefja söngnám. Kórskóli Pólýfón- kórsins tekur til starfa 4. október, Pólýfónkórinn óskar einnig eftir góðu söngfólki, einhver tónlistarmenntun áskilin. Innritun og uppl. í síma 21424 á skrifstofutíma og símum 82795 og 45799 á kvöldin. ávaxtarþú sparifé þitt Þetta er mikilvæg spurning þegar leiðum til þess að verðtryggja fé hefur fjölgað og hægt er að velja mis- munandi ávöxtun. Leiðin sem hentar þér gæti m.a. verið: Verðtryggð spariskírteini Ríkissjóðs. Verðtryggð veðskuldabréf. Óverðtryggð veðskuldabréf. Happdrættisskuidabréf Ríkissjóðs. Við höfum víðtæka reynslu í verðbréfaviðskiptum og fjármálalegri ráðgjöf og miðlum þeirri þekkingu án endurgjalds. Viljir þú ávaxta sparifé þitt munum við ráðleggja þér hagkvæmustu ráðstöfun þess. Veröbréfámarkaöur Fjárfestingaifélagsins Lækjargötu12 101 Reykjavik lónaóarbankahúsinu Simi 28566 Fölmennur fund- | ur starfsmanna i I BtTR \egna stö&v- unar togara fyrirtækisins a BL'R mrð fUlUrúum t ÚUterðarriðt: Fi«« * i .l riSa frrBlnnl? OJú~ «“ IMótmæli þessari mísnotkun á BUR! I sagði Sigurjón Pétursson Sigurjón hittir fólkið Þaö vakti mikla undrun á fundi Starfsmannafélags Bæjarút- geröar Reykjavíkur á þriöjudaginn, þegar Sigurjón Péturs- son, fyrrum forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, gekk í salinn. Var þaö mál manna, aö Sigurjóni heföi kannski farnast örlítiö betur í borgarstjórnarkosningunum í maí, ef hann heföi talaö við starfsfólkiö í forsetatíð sinni. En þá gekk hann þvert á vilja starfsmanna viö ráöningu forstjóra BÚR og í afstöðu sinni til réttindamanna í hásetastöðum á togurum BÚR. Nú sýnir hann umhyggju sína fyrir afkomu starfsfólks- ins meö því aö hvetja til þess aö rekstri BÚR veröi siglt í strand. BUR og Alþýðu bandalagið Slarfsmannafélag Bæj- arútgerðar Keykjavíkur boðaði í fyrradag til fundar vegna stöðvunar togara fyrirta-kLsins. Meðal ræðu- manna var Sigurjón Pét- ursson, borgarfulltrúi Al- þýðubandalagsins. í frá- sögn pjóðviljans af þessum fundi sem var á forsíðu blaðsins í gær segir meðal annars: „Stöðvun togara- flotans er hápólitisk ákvörðun og afleiðingun- um er velt yfir á verkafólk. Það er alltaf létt verk að velta byrðunum yfir á aðra en sjálfa sig," sagði Sigur- jón Pétursson ...“ Taldi Sigurjón það misnotkun á BIIK að stöðva togara fyrir- tækisins, það ætti að „þjóna undir pólitískan leik landssambands út- gerðarmanna". Kkki kemur fram í l’jóð- viljanum hverjar voru und- irtektir starfsmanna BIIR við þessi sjónarmið Sigur- jóns Péturssonar en þeim var hafnað af meirihluta borgarráðs Keykjavíkur á þriðjudaginn sem sam- þykkti frávísunartillögu frá Davíð Oddssyni, borgar- stjóra, þar sem sagði meðal annars: „l»ví fer fjarri að Keykjavíkurborg geti verið eini útgerðaraðili landsins, sem staðið getur undir rekstri togara við núver- andi aðstæður. Verði ekk- ert að gert blasir hrun fyrirtækisins við. Slíkt myndi kosta viðvarandi at- vinnuleysi starfsfólks BIIR. Með hliðsjón af þessu er Ijóst, að tillögu- flutningur Sigurjóns Pét- urssonar beinist í raun gegn þeim, sem sist skyldi, starfsfólki Bæjarútgerðar Keykjavíkur." Steingrímur Hermanns- son, sjávarútvegsráðherra, lék sama leik og Sigurjón Pétursson í sjónvarpsþætti á þriðjudagskvöldið. Reyndi Steingrímur að etja þar saman fulltrúum sjó- manna og útgerðarmanna. Sú tilraun mistókst og benti Ingólfur lngólfsson, fulltrúi sjómanna, á að undirrót vandans ma'tti að verulegu leyti rekja til að- gerða núverandi ríkis- stjórnar sem allt frá því um haustið 1980 hefði gengið of nærri útgerðinni. Fyrir þeim Steingrími og Sigurjóni vakir hið sama, að draga athyglina frá eig- in aðgerðarleysi með því að efna til átaka milli sjó- manna, útgerðarmanna, fLskverkenda og starfsfólks við fiskvinnslu. Finnst mönnum þeir stjórnmála- menn sýna mikla ábyrgð- artilfinningu sem vilja fela eigin ódugnað á bak við slík átök? Hver er til gangurinn? K'gar almenningur stendur frammi fyrir því ábyrgðarleysi hjá stjórn- málamönnum, að þeir hvetja til átaka í þeim eina tilgangi að draga athyglina frá eigin úrræðaleysi, hljóta menn að spyrja: Hver er tilgangurinn? Ilvaða hag sjá stjórnmála- menn sér af því að reka fleyg á milli sjómanna og útgeröarmanna við núver- andi aðsta'ður? Hvers vegna ganga þeir fram fyrir starfsfólk fiskvinnslufyrir- tækja og telja það mestu skipta, að starfsfólkiö heimti framhald veiða með botnlausum taprekstri? Sigurjón Pétursson sagði um stöðvun togara BIIR: „Fg mótmæli þessari mis- notkun á fyrirtæki Reyk- víkinga sem er fjármagnað og byggt upp af útsvörum borgarbúa til að tryggja þeim örugga atvinnu ...“ I>að var einmitt þessi botnlausi slagorðaflaumur og þessar falskenningar sósíalLsta sem reykvískir kjósendur höfnuðu í síð- ustu borgarstjórnarkosn- ingum. iH'ir sáu í gegnum vefinn, sem spunninn hef- ur verið á þeirri einu for- sendu, að alltaf sé unnt að ná í meira fé í vasa borgar- anna. Fr það ekki misnotk- un á aflafé Keykvíkinga, ef það á að renna til þess að borga tap á BÚR við að- stæður sem eru að leiða fyrirtækið að hruni? I>að þarf að skera upp herör gegn því ábyrgðar- levsi sem talsmenn ríkis- afskiptaflokkanna, fram- sóknar, krata og kommún- ista, sýna þegar þeir standa frammi fyrir óleystum vanda atvinnufyrirtækja. Öllum þessum flokkum er það sameiginlegt, að þeir telja hag borgaranna betur horgið ráðskist stjórnmála- menn með stórt og smátt. Við sjáum afieiöingar þess- arar ríkLsafskipta- og skattpíningarstefnu nú skýrast með því að íhuga vanda útgeröarinnar: Með afskiptum sínum hafa stjórnmálamenn spillt rekstrargrundvelli útgcrð- arfyrirtækja — þeir kasta ábyrgðinni frá sér — en eygja þá lausn helst að inn- heimta hærri skatta af tekjulægri þegnum. Verzlunarráð íslands 65 ára í tilefni 65 ára afmælis Verzlunarráös íslands efnir ráðið til hádegisverðarfundar, kl. 12:15—14:00, með Hans König, framkvæmda- stjóra Alþjóða verzlunarráðsins, í Víkingasal Hótels Loftleiða, föstudaginn 17. september. Umræðuefni: Framtíð frjáls framtaks og frí- verzlunar í Vestur-Evrópu. Að erindi loknu mun Hans König svara fyrirspurnum. Fundur- inn er opinn öllum félagsmönnum VÍ. Vinsam- legast tilkynnið þátttöku fyrir kl. 17:00, fimmtudag í síma 83088. Hans König Mótttaka í Húsi verzlunarinnar Viðhafnarmóttaka í tilefni afmælisins fyrir félagsmenn VÍ og gesti hefst í nýju húsnæði VÍ í Húsi verzlunarinnar, 7. hæð, klukkan 16:30 þann 17. og stendur til 19:00. Dagskráin hefst með setningarræðu Ragnars S. Halldórs- sonar, formanns VÍ, en ávörp munu flytja Halldór Ásgrímsson formaður fjárhags- og viðskiptanefndar n.d. alþingis, Davíð Oddsson, borgarstjóri og Þorvaldur Guðmundsson, fyrrverandi formaður VÍ. ^ « VERZLUNARRÁÐ li ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.