Morgunblaðið - 17.09.1982, Side 1
Föstudagur 17. september - Bls. 33-56
með tónlist
Því hefur lengi veriö haldið fram,
aö meö því aö hlusta á tónlist
megi kyrra úfið skap og menn
slaki á. Þessu heldur Richard
Larenz fram, en hann er sölu-
stjóri hjá Singer-verksmiðjunum f
Bandaríkjunum. Þaö er ekki óal-
geng sjón hjá Singer-fyrirtækinu
að sjá starfsmenn fyrirtækisins
loka sig inni á skrifstofum sfnum
á miðjum vinnudegi meö heyrn-
artæki á höföinu. Þannig sitja
þeir og stara út í loftið meöan
þeir hlusta á Chopin og Bach,
meöan þeir slaka á og láta hug-
ann reika.
s
vo langt sem sögur ná aft-
ur hafa menn borið skart
ýmiss konar. Manninum virðist
hafa verið í blóð borin þörf fyrir
að skreyta sig, hvort sem það
var skart úr skeljum, fjöðrum,
beini úr dýrum eða ððru því
sem mátti finna í umhverfinu
eða gulli og silfri eins og við ber-
um nú. Við ræðum hér við
Hjördísi Gissurardóttur gull-
smið, um gullsmíðar en hún rek-
ur verkstæði og verslun í
Reykjavfk, sem hún kallar Silf-
urskin. Hjördís er af yngri kyn-
slóð starfandi gullsmiða hér
Það hefur Iftið verið fjallað um
tannvernd hér á landi og aðferöir
og skipulag fyrirbyggjandi tann-
lækninga eru ekki fyrir hendi, svo
neinu nemi. En ýmsar aðferðir til
varnar tannátu, sem er höfuðóvin-
urinn eru þekktar en þeim hefur lítt
verið beitt hér. Tannáta hefur fariö
minnkandi í nágrannalöndum okk-
ar og í Bandaríkjunum og erum við
orðin mikiö á eftir í þróun þessara
mála. Um þetta og ýmislegt fleira í
sambandi við varnir viö tann-
skemmdum ræöir Sigurjón Bene-
diktsson tannlæknir, sem nýlega
kom frá námi í fyrirbyggjandi
tannlækningum í Bandari'kjunum.
■HHHHBHHnHHHHHHBHMHHHHHHI HHI
Daglegt líf 34 Ferðalög 36 Alþýðuvísindi 42
Hvað er að gerast? 43 Sjónvarp næstu viku 44/45 Útvarp næstu viku 46
Myndasögur og Fólk 48/49 Bíó og dans 50/53 Velvakandi 54/55