Morgunblaðið - 17.09.1982, Síða 22
54
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1982
1882 Unlvtrm Pr»» Syndlc»t>
\Jcxrcií>u jp'iq ck 'yessom þuöer'é'
ruðory\ar cxS \ nruAm/elré^.,'
... aö skipta um
blað eftir að hafa ■
notað rakvélina
hans.
TM Rag U.S Pat Off —all rights reserved
• 1962 Los Angetes Times Syndicate
Við komumst ekki með þetta
heim?
Með
morgunkaffinu
Hann sté á glerbrot um daginn!
HÖGNI HREKKVÍSI
Kraftaverkið í Hrísey
Ingjaldur Tómasson skrifar:
„í Morgunblaðinu 18. júlí er í
máli og myndum greint frá stór-
merkri náttúruvernd er hjónin
Sæmundur Stefánsson og Úlla
Stefánsson hafa staðið fyrir af
miklum stórhug og myndarskap
frá árinu 1959, er þau keyptu
jörðina Ystabæ í Hrísey og hófu
þar friðun og ræktun bæði jurta
og fugla.
Að mestu orðrétt úr greininni:
„„Hér í eyjunni er þéttasta
rjúpnavarp í heimi," segir
Sæmundur, „og rjúpurnar eru
gæfar, enda er þeim aidrei gert
mein. Svo er kríuvarpið eitt hið
mesta sem kunnugt er um ...
Þrátt fyrir þetta óhemju kríu-
varp höfum við aldrei lagt okkur
til munns eitt einsta kríuegg ...
Krían kemur alltaf um miðjan
maí og hvert par vitjar áreiðan-
lega sama hreiðursins ár eftir ár
... Hún er bráðskemmtilegur
fugl, fallegur, duglegur og feiki-
lega ratvís.““
Það kemur einnig fram í grein-
inni, að þarna eru um 30 fugla-
tegundir. Sumar komu þegar
skógarplönturnar fóru að vaxa.
„„Býsnamargar andartegundir
verpa hér, og sumar eru klókar að
fela hreiðrin sín undir trjánum,
þar sem greniskógurinn er þétt-
astur,“ segir Sæmundur. „Það er
skemmtilegt að fylgjast með
blessuðum fuglunum. Þeir eru
allir vinir okkar, nema auðvitað
vargfuglarnir, þeim segjum við
stríð á hendur.““
„„Hefurðu séð veiðibjöllu
sporðrenna æðarungum," spyr
Sæmundur viðmælanda sinn og
heldur svo áfram: „Það er ljót
sjón, get ég sagt þér. Sigurgeir
vinur minn Júlíusson rauk einu
sinni að mér, þegar ég var stadd-
ur suður í þorpinu og spurði,
hvort ég hefði byssu í bílnum.
Honum var heitt í hamsi, og hann
sagðist ætla að skjóta helviska
barnamorðingjana þarna úti á
höfninni, þó að annars væri
bannað að skjóta þar. Hann hafði
orðið vitni að því, að tvær veiði-
bjöllur gleyptu á svipstundu 16
unga af 18, sem syntu á legunni
með mæðrum sínum, algerlega
varnarlausir.““
Margir einstaklingar víða um
land hafa reynt að verja varp-
lönd, bæði fyrir vargfugli og
mink, en varla hefir þó náðst
jafnglæstur árangur og hjá Ysta-
bæjarhjónunum í Hrísey. Vitað
er að þar sem kríuvarp er varið,
leita aðrir fuglar að. Það er engu
líkara en þeir skynji öryggi frið-
aðra svæða. Og krían er hörku-
dugleg við að flæma burt varg-
Þá vitum við það
Ökumaður skrifar:
I ríkisútvarpinu eru þættir um
umferðarmál og má mikið vera ef
þeir heita ekki því furðulega nafni
„Á kantinum".
Það hefur víst margt borið þar á
góma enda veitir ekki af umferð-
arfræðslunni. Sumt af því gengur
mönnum vel að tileinka sér en
annað miður eins og t.d. það sem
hér fer á eftir þó það sé örlítið
lagfært:
Það er talið að það sé mun betra
að vera bundinn við bílinn ef hann
fer fram af bryggju og í sjóinn eða
annað djúpt vatn og sekkur.
Ijós bílanna (og þá einnig á spegla
og rúður þó það væri ekki tekið
fram). Talið var að þessi óhrein-
indi þyrfti að þvo af eftir u.þ.b. 10
km akstur. Þá vitum við það.
Þetta er vafalaust til bóta. Það
ætti ekki að taka röskan mann
meira en fimm mínútur í hvert
sinn að gera þetta og á leiðinni
milli Reykjavíkur og Akureyrar
þarf ekki að stöðva nema um það
bil 45 sinnum til þess arna og
hreinsunin tæki samanlagt varla
meira en tæpar fjórar klst. E.t.v.
væri hægt að fá þingmennina
okkar til að lögbjóða svona akst-
ursmáta strax á næsta þingi, því
Undarlegir
atburðir og
afnotagjald
útvarpsins
Ásgeir Þ. Ólafsson skrifar:
„Velvakandi!
Ýmsir atburðir undarlegir
hafa gerst á þessum síðustu
misserum, og eru enn að gerast.
Meðal annars er það, að Efna-
hagsbandalag Evrópu hefir náð-
arsamlegast leyft Grænlending-
um rækjuveiðar í þeirra (Græn-
lendinga) eigin landhelgi. Og
það nýjasta, að sama bandalag
hefir veitt Vestur-Þjóðverjum
þorskveiðikvóta við Vestur-
Grænland, upp á 2 þúsund tonn.
Danir hafa hagnað af því að
eiga aðild að Efnahagsbandalagi
Evrópu (eru þar nú í forsæti).
Nú er ekki lengur hægt að versla
með landhelgi íslendinga (3 míl-
ur 1901) í skiptum fyrir mark-
aðsréttindi í Stóra-Bretlandi, á
fleski, smjöri og eggjum. Af sú
tíð.
Nú hafa Grænlendingar feng-
ið „heimastjórn" og ættu því að
hafa ráðstöfunarrétt á sinni eig-
in landhelgislögsögu, fiskimið-
um og fiskveiðum.
Snúum okkur nú að öðru efni.
— Það er ekki ýkja langt síðan
(1980), að sú merka menning-
arstofnun, Ríkisútvarpið, átti
Önnur lexía var á þessa leið:
bleytuogi
bleytu og roki setjast óhreinindi á þarfara að snúast.
I varla hafa þeir blessaðir í
nutJ