Morgunblaðið - 17.09.1982, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1982
55
TEK
AKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 10—12
FRÁ MANUDEGI
fcÍ3 TIL FÖSTUDAGS
fugla, en við minkinn ræður hún
ekki. Gegn honum verða verndar-
ar hinna friðuðu svæða að vera
vel á verði, því að einn minkur
getur hæglega gjöreytt heilu
varpi á einni nóttu.
Munu minkur og refur
koma fyrir ær og kýr?
Segja má að margt sé skrýtið í
kýrhausnum hjá búnaðarmála-
og náttúruverndarforystu hér.
Nú skal drepa ær og kýr í svo
miklum mæli að um munar, en í
stað þess stofnsetja sem flest og
stærst minka- og refabú, helst í
öllum sveitum landsins. Þetta
hefði nú einhvern tíma verið talin
saga til næsta bæjar!
Ljótur leikur við Tjörnina
I Morgunblaðinu 3. júlí var lýst
ljótu ungadrápi við Tjörnina í
Reykjavík. Höfundur greinarinn-
ar var þar á gangi góðviðrisdag
einn og hafði mikla ánægju af að
sjá þar önd með 20 unga. Mann-
inn langaði til að fylgjast með
þessari óvenju stóru fjölskyldu,
svo að hann brá sér þangað næsta
dag, en þá kom í ljós, að nær allir
ungarnir voru horfnir í svart-
bakskjaft. Maðurinn ýjaði eitthv-
að að því í greininni, að eftirlit
við Tjörnina væri í lágmarki.
Hinn 9. júlí birtist svar eftir-
litsmannsins. Hann virðist taka
heldur óstinnt upp að gagnrýnd
skuli hafa verið náttúruvernd-
arstörf hans. Hann segir að
„eitthvað" hafi verið skotið af
mávi, en árangur hafi orðið lítill.
Auðvitað er gagnslaust að skjóta
einhvern smáhluta af máva-
gerinu. Þarna þarf vopnaður
vörður að vera til staðar bæði
nótt og dag, þar til ungarnir eru
það vaxnir að þeir eru úr hættu
vegna vargfugla.
Fuglaverndari Tjarnarinnar
kvartar undan því að fólk hendi
mat í Tjörnina þann tíma á sumr-
in þegar kappnóg fæða sé í ríki
náttúrunnar. En því þá ekki að
koma í veg fyrir það með auglýs-
ingum í fjölmiðlum og á Tjarnar-
bakkanum?
Það er alveg augljóst að enginn
alvörufuglavernd verður fram-
kvæmd á landi hér, ef bæði yfir-
völd þessara mála og eftirlits-
menn lýsa því skorinort yfir að
ekkert sé hægt að gera til vernd-
ar bæði nytjafugli (æðavarp) og
fjölmörgum tegundum sem hafa
fyllt umhverfið gullnu skarti og
dásamlegri hljómkviðu, sem eng-
in tónsmíði kemst í hálfkvisti við.
Og engu líkara er en „mottó" yfir-
valda sé að gera ekki neitt, bara
skipa mergð nefnda, ráð og nátt-
úruvarða, nokkurs konar svefn-
gengla á verðinum.
Það er áreiðanlega auðvelt að
stórfækka vargfugli, ef nokkur
vilji er til þess. Hvernig væri að
setja fuglaskotherinn í gang í
nokkra daga? Svæfing, eggjataka,
algert bann og sektir við því að
ala svartbakinn á fisk eða slátur-
úrgangi. Færi þetta allt í gang, er
ég viss um að vargfugli fækkaði
verulega.
Það er óhugnanlegt að heyra
sífellt mávagarg yfir borginni.
Væri ekki ráð að fækka þessum
ófögnuði á höfuðborgarsvæðinu?
Væri ekki ráð fyrir borgaryfir-
völd að feta í fótspor hjónanna og
náttúruverndarfólksins í Ystabæ
í Hrísey og skapa paradís gróðurs
og fuglalífs í eyjunum út frá
Reykjavík? Ég hefi margsinnis
bent bæði borgaryfirvöldum og
æskulýðsleiðtogum á að í Viðey
iliegi bæði hafa skógrækt og
æðarvarp. Dúnn hefur verið í
geypiháu verði á heimsmarkaði.
Dúntekjan gæti ekki aðeins greitt
kostnaðinn, heldur líka orðið
arðbært fyrirtæki, bæði efnalega
og uppeldislega fyrir æskulýðinn
sem þarna fengi áhugavert sköp-
unarstarf. Það væri áreiðanlega
hollara en margt af hinni vægast
sagt vafasömu unglingavinnu
sem haldið er uppi í borginni á
hverju sumri."
Þessir hringdu . . .
Enginn friöur í
heitu pottunum
Kristin Ellertsdóttir hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: — Ég
er daglegur gestur i Sundhöll
Reykjavíkur eins og fleiri. Kem ég
þangað ekki síst til að njóta góðs
af heitu pottunum og vatnsnu-
ddinu þar. En nú er friðurinn úti.
Ég er venjulega um sama leyti
þarna, síðdegis, og þá má segja að
fullorðnu fólki sé ekki vært í pott-
unum fyrir bægslagangi í krökk-
um, slettum og slagsmálum,
sparki og sporðakasti. Þetta var
farið að ganga svo yfir okkur sem
erum þarna okkur til heilsubótar,
að við leituðum ásjár laugarvarð-
anna, þegar umkvartanir okkar
við börnin báru ekki árangur. En
þessi viðleitni okkar hefur engu
breytt. Ekkert má hrófla við
krökkunum og darraðardansinn
heldur áfram, líklega þangað til
fullorðna fólkið gefst upp á að
nota sér þessa heilsulind. Það væri
ömurlegt ef svo þyrfti að fara og
óskiljanlegt að ekkert skuli vera
hægt að gera til að vernda gesti
Sundhallarinnar fyrir áreitni sem
þessari.
Heilbrigðiseftir-
litiö svari Kristni
3287-9128 hringdi og hafði eftir-
farandi að segja: — Vegna fyrir-
spurnar Kristins í dálkum þínum
12. sept. þar sem hann spyr mig
hvar fólk eigi að losa sig við slím
og annan óhroða innan úr sér, ef
ekki í rennurnar við laugarbakk-
ana, þá finnst mér það standa
Heilbrigðiseftirlitinu næst að
svara því, eða þá forráðamönnum
sundlauganna.
Hvers vegna
hleypur SIS ekki
undir baggann?
„Ein á mölinni" hringdi og hafði
eftirfarandi að segja: — Nú hafa
öll blöðin keppst við að vegsama
bændur fyrir það göfuglyndi
þeirra að fást til að skera niður af
fjárstofni sínum. Þó eigum við að
borga þeim stórfé fyrir og höfum
undanfarin u.þ.b. 30 ár borgað
niður fyrir þá útflutningsafurð-
irnar. Við, sem á mölinni búum,
megum bara fara á hausinn, ef
enginn vill kaupa okkar vörur.
Bankinn tekur af okkur íbúðina og
við stöndum eftir allslaus. Þetta
þykir bara sjálfsagður hlutur.
Hvers vegna gildir ekki það sama
um alla? Og hvers vegna hleypur
ekki stofnun bændasamtakanna,
SÍS, undir bagga með þeim, eina
fyrirtækið í landinu sem á nóga
peninga og fjárfestir endalaust í
fasteignum? Við á mölinni höfum
ekki lengur áhuga á að standa
undir þessu. Hvaðan kemur eigin-
lega allur gróði SÍS nema einmitt
frá bændum?
„Var þeirra tímamóta (hálfrar aldar
afmælis útvarpsins — innskot Vel-
vakanda) minnst á viðeigandi hátt!
Minnist ég þess, að af því tilefni
flutti hæstvirtur menntamálaráð-
herra virðulega ræðu og tilkynnti, að
nú væri Ríkisútvarpinu heimilað að
reisa hús yfir starfsemi sína (fyrir fé
úr eigin sjóði). Ennfremur sagði
ráðherra, að sér væri Ijúft að færa
útvarpinu þessa afmælisgjöf frá
menntamálaráðuneytinu, að mér
skildist. Vilhjálmur frá Brekku
(fyrrverandi menntamálaráðherra)
var reyndar áður búinn að taka
fyrstu skólfustunguna að nefndri
byggingu með gullrekinni skóflu."
hálfrar aldar afmæli. Var þeirra
tímamóta minnst á viðeigandi
hátt. Minnist ég þess, að af því
tilefni flutti hæstv. mennta-
málaráðherra virðulega ræðu og
tilkynnti, að nú væri Ríkisút-
varpinu heimilað að reisa hús
yfir starfsemi sína (fyrir fé úr
eigin sjóði). Ennfremur sagði
ráðherra, að sér væri ljúft að
færa útvarpinu þessa afmæl-
isgjöf frá menntamálaráðuneyt-
inu, að mér skildist. Vilhjálmur
frá Brekku (fyrrv. menntamála-
ráðherra) var reyndar áður bú-
inn að taka fyrstu skóflustung-
una að nefndri byggingu, með
gullrekinni skóflu. — Nóg um
það.
Þar sem ég hefi alltaf haft
miklar mætur á Ríkisútvarpinu
(hljóðvarpinu) og vil veg þess
sem mestan, þá vil ég endurtaka
þá tillögu, sem áður hefir komið
fram í dagblöðum, oftar en einu
sinni, nefnilega að afnotagjald
Ríkisútvarpsins verði innheimt
sem nefskattur. Fyrir þessari
tillögu hafa verið færð rök, sem
ég tel ekki þörf á að endurtaka
hér. Mín skoðun er, að fjárhag
útvarpsins yrði betur borgið
með þessu fyrirkomulagi."
GÆTUM TUNGUNNAR
Heyrst hefur: Mest af þeim bókum, sem seldar voru fyrir
jólin, voru íslenskar.
Rétt væri: Mest af þeim bókum, sem seldar voru fyrir
jólin, var íslenskt. (Ath.: Mest... var íslenskt.)
VORUMARKADURINN
ÁRMÚLAIA
Nautahakk í 10 kg
Nautahakk í 5 kg
Nautahakk vigtaö
Reyktur búöingur
Kjötbúöingur
Hádegispylsa
Kindakæfa
Lambaskinka
Kindabjúgu
Dilkaslög
Okkar
verö
pr. kg.
kr. 79,00
kr. 85,00
kr. 99,50
kr. 60,50
kr. 60,90
kr. 55,30
kr. 66,00
kr. 208,00
kr. 51,00
kr. 10,00
Leyft
verð
133,00
133,00
133,00
66,50
66.55
59.55
74,90
231,00
56,60
19,20
Strásykur kr 9,65 pr. kg.
Dilkaskrokkar 3. verð-
flokkur kr. 34,95 pr. kg.
(10% afsláttur).
Opið til kl. 20 í dag
Ipið 9—12 laugardag
G
L MJ Jm
ARMULATA