Morgunblaðið - 19.09.1982, Side 1
207. tbl. 69. árg.
SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Ljósmynd Mbl. Ragnar Axelsson.
Guðmundur Ámundason bóndi í Ásum söng með mikilli innlifun ásamt öðrum bændum í Reykja-
rétt á föstudag þegar Skeiða- og Flóabændur smöluðu fé sínu, en þótt Morgunblaðið sé ekki ennþá
með tali og tónum liggur við að það megi heyra Gumma í Ásum syngja: „Á engum stað ég uni, eins
vel og þessum hér. Iskaldur Eiríksjökull veit allt sem talað er hér ..."
Sjá bls. 26.
• •
Oryggisráð SÞ:
Grace Kelly
jarðsungin
Monte (’arlo, Mónakó, 18. september. AP.
KÓRALAR eftir Bach og gregoríanskur söngur fylltu hvelfingar dómkirkj-
unnar í Monte Carlo í dag þegar hundruð syrgjenda víðs vegar að úr
heiminum kvöddu Grace prinsessu hinsta sinni. Kista hennar var sveipuð
konunglegum fána Grimaldi-ættarinnar og stóð frammi fyrir altarinu þar
sem Grace og Rainer voru gefin saman fyrir 26 árum.
Rainer prins, sem sat næstur
altarinu ásamt tveimur barna
sinna, grét meðan á athöfninni
stóð en dóttir hans, Karólína,
þrýsti hendur hans. Sonur hans,
Albert, erfingi furstadæmisins,
huldi andlitið í höndum sér en
Stefanía, þriðja barn þeirra hjóna,
er enn á sjúkrahúsi vegna meiðsla,
sem hún hlaut í slysinu.
Fjöldi fyrirfólks var viðstaddur
jarðarförina, Nancy Reagan, eig-
inkona Ronald Reagans Banda-
ríkjaforseta, Diana, prinsessa af
Wales, Danielle Mitterrand, eig-
inkona Frakklandsforseta, og
einnig nokkrir fyrrum starfsbræð-
ur Grace Kelly úr kvikmynda-
heiminum eins og t.d. Cary Grant.
Að athöfninni lokinni var kistan
flutt til hallar furstahjónanna og
þar mun hún standa uppi þar til
síðar í dag til að þegnar fursta-
dæmisins geti vottað hinni látnu
furstaynju virðingu sína. Að því
búnu verður Grace lögð til hvíldar
undir gólfi dómkirkjunnar þar
sem forfeður Rainers í þrjá ættliði
eru grafnir.
Skotárás
í Brussel
BrusNel, 18. september. AP.
MAÐUR vopnaður hríðskotabyssu
skaut i morgun aö fólki, sem stóð
fyrir utan samkunduhús Gyðinga í
Brussel. Eftir síðustu fréttum að
dæma hafði enginn látist en fjórir
særst, sumir alvarlega.
Öryggisverðir og lögreglumenn
svöruðu strax skothríðinni og
lagði þá maðurinn á flótta og
komst undan. Þetta er fyrsta árás-
in á Gyðinga í Belgíu á þessu ári
en 1980 var handsprengju varpað
að Gyðingabörnum í Antwerpen.
Skæruliðar halda 200
gíslum í Hondúras
Bandaríkin fordæma
töku Vestur-Beirut
Sameinuóu þjóóunum, 18. sept. AP.
FULLTRÚI Bandaríkjanna í örygg-
isráði SÞ var i gær á einu máli með
Gleymdi til-
litsseminni
New York, 18. neptember. AP
HÖFUNDI bókarinnar „Hvernig
njóta skal ásta með konu“, lög-
fræðingnum Michael Morgen-
stem, hefur verið gert að mæta
fyrir dómstólum í næstu viku
fyrir að hafa slegið vinstúlku
sína í andlitið er hann kom að
henni með öðrum manni. Ekki er
þess getið hvort sá hafði lesið
umrædda bók.
Lögfræðingur hans er þó
borubrattur og segir hann
munu mæta til réttarhaldanna
þar sem hann sé saklaus. Verði
hann sekur fundinn um lík-
amsárás á hann allt að árs
fangelsi yfir höfði sér.
Bók Morgenstern er þessa
dagana í 12. sæti á lista New
York Times yfir mest seldu
bækurnar. í bókinni eru karl-
menn m.a. hvattir til að „sýna
frumkvæðið" í samskiptum
sínum við konur og ennfremur
að sýna þeim tillitssemi.
fulltrúum annarra rikja i ráðinu um
ályktun þar sem innrás ísraela í
Vestur-Beirút var fordæmd harð-
lega. Sendiherra fsraela hjá SÞ hef-
ur gefið i skyn, að ísraelsstjórn muni
virða samþykktina að vettugi.
Þetta er i annað sinn á þessum
vettvangi, sem Bandaríkjastjórn
fordæmir aðgerðir ísraela, en hið
fyrra sinn var þegar ísraelar réð-
ust úr lofti á íraskan kjarnakljúf í
júní 1981. Eftir atkvæðagreiðsl-
una lét sendiherra ísraela hjá SÞ
að því liggja, að stjórn hans myndi
ekki fara eftir ályktuninni og í
fyrrakvöld kváðust ísraelar ekki
mundu fara með her sinn frá
Vestur-Beirút fyrr en Líbanons-
her gæti sjálfur haldið þar uppi
lögum og reglu.
I ræðu, sem Reagan Bandaríkja-
forseti flutti á pólitískum útifundi
í gær, kvaðst hann vongóður um
„traustan frið" í Miðausturlönd-
um, að ísraelar hyrfu á braut úr
landinu og að Líbanon yrði aftur
frjálst og fullvalda ríki í raun.
Haft er eftir heimildum frá Kairó,
að PLO-samtökin hafi beðið Eg-
yptalandsstjórn að hlutast til um
að palestínskt æskufólk verði ekki
flutt nauðugt viljugt frá Vestur-
Beirút en samkvæmt fyrra sam-
komulagi mátti það vera um kyrrt
ef það hafði ekki tekið þátt í starf-
semi PLO. Israelar halda því hins
vegar fram, að þúsundir skæruliða
hafi orðið eftir í borginni.
San Pedro Sula, 18. september. AP.
HÓPUR vinstri sinnaðra uppreisnarmanna réðst inn í höfuðstöðvar
Verzlunarráðs Hondúras og tók í gíslingu tvo ráðherra, bankastjóra
seðlabanka Hondúras og um 200 kaupsýslumenn, sem þar voru á
fundi.
í framhaldi af árásinni voru yf-
irmenn hersins hvattir saman til
fundar um hugsanlega tilraun til
að brjóta uppreisnarmennina á
bak aftur, en þeir hafa hótað að
lífláta gíslana einn af öðrum ef
kröfum þeirra verður ekki full-
nægt fyrir kl. 18.30 í dag. Óljóst er
hverjar kröfur hópsins eru.
I áhlaupinu særðust tveir kaup-
sýslumenn lífshættulega, en upp-
reisnarmennirnir féllust á að láta
þá lausa. Uppreisnarmennirnir
kalla samtök sín „Cinchonero
Commando" eftir bændaleiðtoga
frá síðustu öld.
Þingkosningar í Svíþjóð í dag:
Allt bendir til að stjórn
borgaraflokkanna falli
Stokkhólmi, 18. september, frí frétUriUra Mbl., CuAfinnu Rngnarsdótlur.
ALLT BENDIR NÚ til þess að saga sænsku borgaraflokkastjórnarinnar sé
öll að þcssu sinni, ef marka má fímm skoðanakannanir byggðar á mismun-
andi aðferðum. Þær sýna allar að jafnaðarmenn munu fá 45—46% atkvæða
og fá þannig meirihluta á sænska þinginu, ásamt kommúnistum, sem
samkvæmt könnunum, eiga að fá meira en 4%.
Jafnaðarmenn munu einnig fá
fleiri atkvæði en borgaraflokk-
arnir þrír til samans. Allar skoð-
anakannanir benda einnig til þess
að Þjóðarflokkurinn missi mikið
fylgi, en að Hægriflokkurinn
stækki um 20% og verði stærri en
bæði Þjóðarflokkurinn og Mið-
flokkurinn til samans.
En baráttan um atkvæðin er
samt hörð allt fram á síðustu
stundu. Á föstudagskvöldið fylgd-
ust þrjár milljónir áhorfenda með
þegar formenn allra flokka mætt-
ust í sjónvarpsumræðum og háðu
mikla orrustu um kjósendur.
Lokaorrustan fer þó fram á
sjálfan kosningadaginn, sunnu-
daginn 19. september, þegar smal-
að verður af fullum krafti í hverju
húsi. Til mikils er að vinna og
mjótt getur orðið á munum.
Thorbjörn Fálldin, forsætisráð-
herra og formaður Miðflokksins,
og Olof Palme, formaður jafnað-
armanna, lentu í mikilli rimmu í
sjónvarpsumræðunum um kjör
ellilífeyrisþega. Palme sakaði rík-
isstjórnina um að hafa skert kjör
þeirra um eitt þúsund krónur
sænskar á ári. „Það sama er að
segja um barnafjölskyldurnar,"
sagði Palme.
„Nú grætur þú yfir ellilífeyris-
þegunum, Olof Palme," sagði
Fálldin. „En þér var ekki svona
annt um þá þegar þú neitaðir að
styðja tillögur okkar um bætt
kjör þeirra á þingi."
Launþegasjóðir og skattamál
urðu þó aðalefni umræðnanna,
eins og við var að búast. Borgara-
flokkarnir beindu spjótum sínum
markvisst að Launþegasjóðs-
tillögu jafnaðarmanna, en Olof
Palme bauð öllum viðstöddum til
viðræðna um launþegasjóðina eft-
ir kosningar.