Morgunblaðið - 19.09.1982, Page 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982
LANDSBÓKASAFN
ÍSLANDS
Rætt vid Dr. Finnboga Gudmundsson landsbókavörd um safnið og starfsemi þess
„Gamlar bækur eru auðvitað misvel á sig komnar, eftir þeirri medferð, sem þær hafa
sætt um dagana. Hér eru til mjög gamlar bækur, nær allt frá upphafi íslenzkrar
prentlistar á 16. öld, sumar í ágætu standi, og þær íslenzkar bækur, sem eru ekki til
í safninu eða hérlendis, höfum við dregið að á filmum og í Ijósritum vegna samningar
allsherjarskrár um íslenzkar bækur, sem verið hefur í smíðum í safninu um langt
árabil,“ segir Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður, en ég er staddur á tali við
hann í Safnahúsinu við Hverfisgötu, sem byggt var á árunum 1906—1908.
Landsbókasafnið var sem kunnugt er stofnað 1818. Landsbókasafnið hefur m.a. það
hlutverk að safna og varðveita allar bækur, sem út hafa komið á Islandi eða annars
staðar eftir íslenzka menn. Ég byrja á því að spyrja Finnboga, hvort unnt sé að koma
einhverri tölu á íslenzkar bækur frá upphafi.
Úr aðallestrarsal.
MorKunblaðíð/Guðjón Birgisaon.
„Það er ýmsum vandkvæðum
hundið að koma sér niður á ná-
kvæma tölu íslenzkra rita, sem
hér eru saman komin og prentuð
hafa verið bæði innan lands og ut-
an,“ sagði Finnbogi. „Þá er það
auðvitað alltaf álitamál, hvað skal
telja bók. Helzt er hægt að gefa
nokkra hugmynd um bókafjölda á
einstökum tímabilum.
Halldór Hermannsson samdi á
sínum tíma merka ritgerð um ís-
lenzkar bækur á 16. öld, og birtist
hún í 9. bindi Islandica 1916. Um
útgáfu á 16. öld segir hann, að þá
sé vitað um útkomu 49 bóka, og
hafi allar þeirra nema sjö verið
prentaðar á íslandi. Þá gerir hann
grein fyrir 18 öðrum útgáfum, sem
hafi verið nefndar, en telur, að að-
eins sé hægt að fullyrða um út-
komu fjögurra þeirra. Halldór
gerir grein fyrir útgáfu á 17. öld á
svipaðan hátt í ritgerð, sem birtist
í 14. bindi Islandica 1922. Er tala
útgefinna bóka á öldinni 255, flest-
ar prentaðar á Hólum, eða 134, en
af þeim eru 27 glataðar og alls
óvíst, hvort 7 þeirra komu nokk-
urn tíma út. í Skálholti komu út
62 bækur, og er ein þeirra glötuð.
Er hér að sjálfsögðu mest um að
ræða guðsorðabækur, því að bisk-
uparnir réðu allri bókaútgáfu á
þessum árum.
Ekki hefur mér vitanlega verið
kastað tölu á þær bækur, sem út
komu á 18. og 19. öld. I ritgerð
Ólafs F. Hjartar, „íslenzk bóka-
útgáfa 1887—1966“, birtri í Árbók
Landsbókasafns 1967, er gerð ýt-
arleg grein fyrir bókaútgáfu á
þessu tímabili, og kemst Ólafur að
þeirri niðurstöðu, að þá hafi kom-
ið út 19.919 bækur og um 1.400
tímarit og blöð. Þess ber að geta,
að í samantekt hans eru rit sem
eru 16 blaðsíður og þar yfir talin
til bóka.
Athyglisvert er, hvernig bæk-
urnar skiptast eftir efni. 6.907
flokkast sem bókmenntir, eða um
35% af öllum útgefnum bókum.
Frumsamdar ljóðabækur eru 1.257
á móti 1.128 frumsömdum skáld-
ritum. Þýdd skáldrit eru aðalgrein
bókmennta á tímabilinu, og voru
alls gefnar út 4.029 bækur.
Bókaútgáfa hefur farið mjög
vaxandi hér á landi frá því er
þessari samantekt lauk, og má
segja, að hún hafi nær tvöfaldazt
á síðasta áratug."
Hver er elzta íslenzka bókin i eigu
Landsbókasafns?
„Það er „Nýja testamentið“ í
þýðingu Odds Gottskálkssonar,
sem út var gefið í Hróarskeldu í
Danmörku árið 1540. Fyrsta bókin
á íslenzku, út gefin hér á landi, var
prentuð að Breiðabólsstað í Vest-
urhópi árið 1559. Titill hennar er;
„Passio, Þat er píning vors herra
Jesu Christi", og er hún eftir Ant-
onius Corvinus. Er eitt eintak af
henni varðveitt í Háskólabóka-
safninu í Kaupmannahöfn. Til eru
tvö blöð úr enn eldra riti, sem hér
var prentað — það er á latínu,
„Breviarium Holense", talið prent-
að á Hólum árið 1534. Eru blöðin
varðveitt í Konungsbókhlöðu í
Stokkhólmi, en þetta er fyrsta bók
prentuð á íslandi, svo að vitað sé.“
Nú er hér í Landsbókasafni hand-
ritasafn geysimikið aö vöxtum.
Hversu mikið magn handrita er hér
um að ræða?
„í handritasafninu eru nú 13.405
skráð handritanúmer, en í mörg-
um númeranna geta svo verið
nokkur handrit. Handritasafnið er
ótæmandi fjársjóður, og þrátt
fyrir útgáfur fjölmargra handrita
sér varla högg á borði í þessum
gnægtabrunni. Grundvöllur hand-
ritasafnsins er handritasafn
Steingríms biskups Jónssonar,
keypt 1846, en stofninn í því safni
var kominn frá Skálholti. Innan
handritasafnsins eru sérsöfn, sem
bera sérstaka stafi í handrita-
skránni. Það er safn Jóns Sigurðs-
sonar forseta, og ber það upp-
hafsstafi hans, JS. Það kom í
Landsbókasafn eftir fráfall Jóns
1879. Þá voru handritasöfn Hins
íslenzka bókmenntafélags keypt
árið 1901, og eru í þeim um 2.000
handrit. Handrit þeirra bera staf-
ina ÍB og ÍBR.
Ýtarleg handritaskrá hefur verið
gefin út um handritasafnið á veg-
um Landsbókasafnsins — fyrst í
þrem stórum bindum, en síðan
hafa verið gefin út þrjú aukabindi.
Páll Eggert Ólason, höfundur
fjögurra fyrstu bindanna, brauzt á
sínum tíma gegnum allt handrita-
safnið og skráði það. Vann hann
þar geysimikið og merkilegt starf,
sem margir hafa notið góðs af síð-
an.
I handritasafninu kennir
margra grasa, og eru þar handrit
um efni um allt milli himins og
jarðar. Of langt mál væri að telja
handritasöfn einstakra manna,
sem til eru í Landsbókasafni, og
verður að vísa um þau í hinar
prentuðu skrár. Safninu berst á
hverju ári fjöldi handrita, lang-
flest að gjöf, og birtast bráða-
birgðaskýrslur um þau í Árbók
Landsbókasafns."
Ég bið Finnboga að gera í stuttu
máli grein fyrir starfsemi safnsins
og nokkrum þeirra rita, er það gefur
út.
„Hlutverk Landsbókasafns er
ákveðið í lögum og skiptist í fimm
aðalþætti. I fyrsta lagi að annast
söfnun og varðveizlu íslenzkra rita
og rita, er varða ísland og íslenzk
efni, fornra og nýrra, prentaðra og
óprentaðra. í öðru lagi að afla er-
lendra rita í öllum greinum vís-
inda, bókmennta, lista, tækni og
samtíðarmálefna. I þriðja lagi að
annast rannsóknir í íslenzkri
bókfræði. í fjórða lagi að vinna að
kynningu íslenzkra bókmennta og
íslenzkrar menningar innan lands
og utan. Og í fimmta lagi að leið-
beina þeim, er til safnsins leita, og
örva til bóklestrar og fræðaiðk-
ana.
Samkvæmt lögum skulu íslenzk-
ar prentsmiðjur, fjölritunarstofur
og aðrir aðilar, sem fjölfalda texta
eða myndefni, skila fjórum eintök-
um til Landsbókasafns. Eitt þess-
ara eintaka tökum við til varð-
veizlu hér í safninu og höfum ann-
að til afnota fyrir gesti þess.
Dr. Finnbogi Guðmundsson landsbókavöröur
Þriðja eintakið er varðveitt í
Háskólabókasafni, en hið fjórða
fer í vörzlu Amtsbókasafnsins á
Akureyri.
Þótt eitt af hlutverkum Lands-
bókasafns sé að afla erlendra rita
í sem flestum greinum, höfum við
ekki vegna fjárskorts getað gegnt
því nægilega vel. Önnur söfn
gegna jafnframt þessu hlutverki
og þá einkum Háskólabókasafn.
Hefur verið samstarf milli Há-
skólabókasafns og Landsbóka-
safns um öflun erlendra bóka, og
hefur Landsbókasafn takmarkað
bókakaup sín nær eingöngu við
hugvísindi.
Því miður verður það að segjast
eins og er, að við höfum ekki getað
keypt nema lítinn hluta þeirra er-
lendu bóka, sem æskilegt væri að
draga að. Hafa fjárráð okkar verið
svo lítil, að við höfum ekki einu
sinni getað haldið í horfinu hvað
þetta varðar, og erlend bókakaup
þannig farið heldur minnkandi á
síðustu árum.
í iögum segir, að Landsbókasafn
skuli halda uppi rannsóknum í
bókfræði og gefa út skrár ís-
lenzkra bóka og handrita og önnur
rit, sem íslenzka bókfræði varða.
Um handritaskrárnar hefur þegar
verið rætt. Landsbókasafnið gefur
árlega út „Islenzka bókaskrá",
sem í eru allar bækur og bækl-
ingar, sem borizt hafa safninu frá
viðkomandi ári. Þá hefur verið
gefin út frá árinu 1979 „íslenzk
hljóðritaskrá", sem nær yfir allar
hljómplötur og snældur, er gefnar
eru út hér á landi. Gefnar hafa
raunar verið út bókaskrár allt frá
fyrstu árum safnsins. Frá árinu
1888 gaf Landsbókasafnið út rit-
aukaskrá um það, sem bættist í
safnið á hverju ári, og kom hún út
til ársins 1944. Þá var sú breyting
gerð, að skrá um íslenzka ritauk-
ann var birt í Árbók Landsbóka-
safnsins, þar sem jafnframt birt-
ust greinar um bókasafnsmál og
bókmenntir, og kom Árbókin út
með því lagi 1945 til 1974. Frá og
með árinu 1975 hefur hins vegar
„Islenzk bókaskrá" verið gefin út
sérstaklega, en Árbókin heldur
áfram að koma út með ýmsum
fróðleiksgreinum og skýrslu
landsbókavarðar um starfsemi
safnsins á liðnu ári. Unnið hefur
verið með hvildum að skrá um rit
íslenzkra manna, hvar sem þau
eru prentuð, allt frá upphafi. Hef-
ur þessi skrá tekið til rita á tíma-
bilinu 1534—1844. Þetta verk hef-
ur hins vegar tafizt vegna liðs-
skorts, því að meginhluti orkunn-
ar fer í að koma út hinum árlegu
bókaskrám, sem hlotið hafa að
ganga fyrir.
A sama hátt hefur verið unnið
að allsherjarskrá um íslenzk tíma-