Morgunblaðið - 19.09.1982, Side 27

Morgunblaðið - 19.09.1982, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982 27 halda margir því fram að áhrif þessara háskólamanna séu orðin alltof mikil í flokknum og að mál sé komið til að draga úr áhrifum þessa hóps. Vinstri flokkurinn fékk slæma útreið í þingkosningunum sem fóru fram í desember 1981 og margir sögðu að skýringin á óförum flokksins þá hefði verið sú að háskólamennirnir í þing- flokki flokksins töluðu tungu- mál, sem venjulegir kjósendur skildu ekki. Uffe Ellermann- Jensen var einn þeirra manna, sem menn höfðu í huga, þegar um þetta var rætt, og hann fór ekki varhluta af þeirri gagnrýni, sem flokkurinn sætti, þótt það kæmi ekki í veg fyrir aukinn frama hans í flokknum. Henning Christophersen, leið- togi Vinstri flokksins, er sjálfur háskólamaður og hagfræðingur eins og nýi utanríkisráðherrann. Ellermann-Jensen hefur reynzt Christophersen traust hjálpar- hella í stjórnmálabaráttunni og verið einn af helztu skipuleggj- endum baráttuaðferða flokksins. Það er talin ein helzta skýringin á því að hann var valinn utan- ríkisráðherra. Utanríkisráðherrann er sonur gamallar þingkempu Vinstri flokksins, Jens Peter Jensens, aðalritstjóra frá Fjóni. Að loknu háskólanámi fetaði Uffe Ell- ermann-Jensen í fótspor föður síns og lagði fyrir sig blaða- mennsku. Hann varð einnig þekktur fyrir frétta- og hag- fræðiskýringar í sjónvarpinu og það hefur trúlega komið honum að liði í stjórnmálabaráttunni. Hann starfaði við sjónvarpið um fimm ára skeið. Árið 1975 varð Ellermann- Jensen aðalritstjóri viðskipta- dagblaðsins Börsen, en gegndi því starfi aðeins um eins árs skeið. Ástæðan var sögð sú að bæði blaðamönnunum og blað- stjórninni hafi gengið erfiðlega að lynda við hann og ekki getað sætt sig við framkomu hans. Það er því ekki að ástæðulausu að hann hefur verið talinn hroka- fullur. En þótt starfsmenn Börsen segðu um Ellermann-Jensen að hann væri harðúðugur, ráðríkur og ómögulegur ritstjóri hefur reynzt unnt að nota hann í stjórnmálunum. Og þótt stutt sé um liðið síðan hann tók við hinu nýja starfi sínu hefur hann náð árangri í nýja embættinu. Fund- ur hans og hins vestur-þýzka embættisbróður hans, Hans- Dietrich Genschers, hefur haft í för með sér sættir í deilunni við Vestur-Þjóðverja um þorskveið- ar þeirra við Grænland. Frammistaða hans í því máli þykir lofa góðu. Frami hans hef- ur verið skjótur. Ferill hans er rétt hafinn. Nú er tækifæriö 28. september MALLORCA LONDON 2 vikur á Magalufströndinni kr. 9.800.- 3 vikur á Magalufströndinni kr. 11.000.- Möguleiki á dvöl í London . . . og auövitaö ÚRVALS-kjör Sími 26900 URVALHÍyjr NÖRDKA kuldaskór á alla fjölskylduna Stœröir 27—36 Verö kr. 285.- Skólaskór Stæröir 37—46 Verö kr. 598.- Skólaskór Stæröir 37—46 Verö kr. 655,- Dömu 2 litir Verö kr. 560.- % Dömu m/loökanti 2 litir Verð kr. 540,- Dömukuldastígvél Dökkblá og Ijós Verö kr. 575.- Dömu 2 litir Verö kr. 525.- Beigelitur Verö kr. 610.- V i\ -f 4 ÚTILÍF Glæsibæ, simi 82922I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.