Morgunblaðið - 19.09.1982, Page 20

Morgunblaðið - 19.09.1982, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982 SEIÐMAGN LYGINNAR OG RÓGSINS íslendingar eru viðkvæmir fyrir skoðunum útlendinga á landi og þjóð og hafa mátt þola þunga dóma íþeim efnum Viö íslendingar erum ákaflega viðkvæmir fyrir skoöunum erlendra manna á landi og þjóð og stafar þaö sjálfsagt af meðfæddri minnimáttarkennd, sem grafiö hefur um sig í þjóðarsálinni, í fásinninu á hörmungartímum liðinna alda. Myrkriö gerði okkur hjátrúarfull og óttaslegin og fámennið, fátæktin og fjarlægðin frá öðrum þjóðum hefur markað spor sín í daglegt líf eyjarskeggja, enda hafa Islendingar löngum þótt óframfærnir og heimóttarlegir í samskipt- um sínum við útlendinga. Að vísu hefur þetta mikið breyst á seinni árum, þótt enn berum við sterk einkenni eybúa, en eitt þeirra einkenna er einmitt tortryggni gagnvart útlendingum og jafnframt viðkvæmni fyrir skoðunum þeirra á okkur og landi okkar. Og skoðanir útlendinga á íslendingum hafa vissulega verið misjafnar í gegnum aldirnar eins og dæmin sanna og vikið skal að í eftirfarandi grein. Samantekt: Sveinn Guðjónsson Margir útlendingar, sem hingað hafa komið, hafa farið lofsamlegum orð- um um land og þjóð og á seinni árum höfum við fremur orðið varir við velvild í skrifum útlendinga um Island. Einstaka sinnum heyrast þó radd- ir sem bera okkur miður söguna, þótt ef til vill sé ekki ástæða til að taka slíkt of alvarlega. í landlýs- ingum þessum verður greinarhöf- undum oft tíðrætt um drykkju- skap íslendinga og dýrtíð hér á landi og eru lýsingar þessar ekki fjarri sanni, þótt okkur finnist að sjálfsögðu að „oft megi satt kyrrt > þessum efnum sem öðr- um. Þá hefur einnig borið á því að vegið sé að íslenskum konum í greinum um ísland, þar sem greinarhöfundar hafa fyrir satt persónulega reynslu sína af því hversu lauslátar þær séu. Það er eðlilegt að svona frásagnir fari í taugarnar á okkur Islendingum, sem þykjumst eiga betra skilið. Bandaríska blaðakonan Joan McCoy skrifaði nýlega grein í blaðið „Rocky Mountain News“ í Denver, Colorado, þar sem hún ber Islandi ófagra sögu. Hún mun hafa dvalið hér í tvo daga síðast- liðið vor og efnislega gengur greinin út á hversu allt sé leiðin- legt á íslandi, dýrtíð mikil og landsmenn drykkfelldir. Og ekki alls fyrir löngu birtist í sænsku blaði grein um ísland, en greinin fjallar aðallega um hversu létt- lyndar og lausgirtar íslensku kon- urnar séu og þá einkum þegar út- lendingar séu annars vegar. En þyki mönnum súrt í broti að sitja undir slíkum ummælum, máttu forfeður okkar þó þola þyngri dóm þar sem rógur og níð um ísland var skoðað sem heilagur sannleik- ur meðal helstu menningarþjóða heims um aldir. Eldri frásagnir ekki fjarri sanni í forngrískum fræðum er getið um land eitt norður í höfum, sem nefnt er Thule og hafa margir fræðimenn haldið því fram að þar sé átt við Island. Ef svo er, eru þetta fyrstu heimildir sem vitað er um að skrásettar hafi verið um landið okkar. Þetta var löngu áður en norrænir menn námu hér land og hið sama má segja um rit írska munksins Dicuilus frá 825, þar sem hann getur um Thule, og verður ekki um villst að hann á við ísland. Frásögn sína hefur Dicuil- us eftir írskum klerkum, sem hér dvöldust, og verður honum tíðrætt um hinar björtu nætur. Þýskur maður, Adam af Brem- en, ritaði mikla bók skömmu fyrir árið 1100 og í viðbæti hennar er meðal annars getið um ísland. Þar segir Adam af Bremen m.a.: „Þetta Thule, sem nú er kallað ís- land, dregur nafn af ísi þeim, sem heftir hafið. Eyjan er mjög stór og búa þar margar þjóðir ... Lands- menn búa í hellum í jörðu niðri saman við búfé sitt og lifa eins og það. Þeir lifa óbrotnu og guð- hræddu lífi, þar sem þá fýsir ekki eftir öðru en því sem náttúran lætur í té. Tel ég þjóð þessa sæla þó hún sé fátæk, því enginn öfund- ar hana.“ Þannig segir Adam af Bremen frá landinu og í sjálfu sér þarf enginn að kippa sér upp við þessa lýsingu, sem skrifuð er um manns- aldri áður en ritöld hefst á íslandi. Eins geta menn látið sér í léttu rúmi Iiggja lýsingu danska sagnfræðingsins Saxa, sem uppi var á 12. öld, en í ritverki miklu um sögu Dana getur harin íslands og segir m.a. svo: „Vestur frá Nor- egi liggur eyja, sem kölluð er ís- ey... Þar hafa menn búið mjög lengi og hafa þar gerst mörg und- ur og furðuverk og er sumt ótrú- legt. Þar er lind, sem rýkur upp úr og er gufan svo meinleg, að hún breytir eðli allra hluta ... Á þess- ari eyju er fjall, sem stendur í björtu báli ár og síð ...“ og þannig heldur Saxi áfram að lýsa náttúru landsins og sýnir frásögn hans, hversu mönnum hefur gengið erf- iðlega að skýra frá íslensku undr- unum, sem fáir þekktu eða skildu í þann tíð, en Saxi segir frá hverum, hafís, eldfjöllum og fleiri sérkenn- um í íslenskri náttúru. Saxi ber þjóðinni vel söguna og kannast við bókmenntir landsmanna og segir m.a., að íslendingar séu sparsamir og mjög bindindissamir og er hann sjálfsagt eini maðurinn, fyrr og síðar, sem hefur gefið þjóðinni þá einkunn. í Konungsskuggsjá, sem rituð er í Noregi um miðja þrettándu öld, er fjallað nokkuð um ísland og eins og í Danasögu Saxa vefjast íslensku náttúruundrin nokkuð fyrir höfundi eins og von er. Jafn- vel íslendingar sjálfir áttu í erfið- leikum með að skýra þessi fyrir- bæri fyrir sér, eins og sjá má í sögu Guðmundar biskups góða, sem Arngrímur, ábóti á Þingeyr- um, ritaði um 1350, en þar segir Arngrímur m.a., að fýlan af jök- ulsánum sé svo mikil, að hún drepi fugla í lofti og menn og kvikindi á jörðu niðri. Lýsingar á landinu á þessum tímum og allt fram til siðaskipta eru í sjálfu sér ekki fjarri sanni, þótt nokkuð séu þær óljósar og ýktar. En svo fer að skipta til hins verra um hróður íslendinga úti í heimi og ber margt til. Má þar nefna að utanförum íslendinga fækkar mjög eftir þjóðveldistím- ann og eru það einkum erlendir menn, kaupmenn og sjómenn, sem bera sögur af íslandi og íslending- um og hafa þeir oft verið illviljað- ir í garð þjóðarinnar. Einnig varð breyting til hins verra á högum þjóðarinnar og ofan á allt bættist siðleysi Sturlungaaldar, harðindi, eldgos og óáran. Hér gefst aðeins tóm til að nefna nokkrar þær sög- ur sem skrifaðar hafa verið um land og þjóð á liðnum öldum, en nánari fróðleik um sama efni má finna í Landfræðisögu íslands, rit- verki Páls Eggerts Ólasonar, rit- safni Pálma Hannessonar rektors, ferðabók Þorvalds Thoroddsen og svo auðvitað í Öldunum. Níðið um ísland grefur um sig Englendingurinn Andrew Boorde ritaði bók árið 1542, þar sem íslands er getið og er lýsingin ekki fögur: „í stað brauðs éta Is- lendingar harðfisk (sem er ekki fjarri sanni). Þeir eru vanir að éta hráan fisk og hrátt kjöt. Þeir eru dýrslegar skepnur, ósiðaðir og fá- kunnandi. Hús hafa þeir engin, en liggja í hellum saman eins og svín. Þeir selja íslenska hunda og gefa burtu börn sín. Þeir eta tólgar- kerti og kertisstubba og gamla feiti, þráa tólg og annan óþverra. Þeir ganga klæddir villidýra- skinnum...“ Á svipaðan hátt eru lýsingar annarra sem rita um ísland um þetta leyti og má þar nefna Þjóð- verjana Jakob Ziegler og Krantz og svo sænska klerkinn Olaus Magnus. I riti þess síðastnefnda er þó margt satt og er þar allmikinn fróðleik að finna um land og þjóð. Hins vegar slær út í fyrir honum á köflum og eru það einkum bábilj- urnar um náttúru landsins, til dæmis eldfjöllin, þar sem allir þessir höfundar héldu því fram, að þau væru heimkynni framliðinna manna og sæjust svipir þeirra oft á sveimi í kringum þau. í sumum þessara rita er því haldið fram, að Hekla sé inngangurinn að helvíti Heklumynd úr riti Bietkens, en í bók ainni aegir hann mörg undur at fjallinu og m.a. að þangaö atreymi púkar með aáiir í bandi enda aé Hekla inngangur aö Hel- víti. og yfir fjallinu sveimi fugiar með járnnefi og járnklóm. Síðan kemur til sögunnar Gor- ies nokkur Peerse, en rit hans kom út í Hamborg árið 1561 og kastar þá fyrst tólfunum í lýsingum á hinni örmu útkjálkaþjóð í norður- höfum: „Á íslandi er hórdómur og frillulifnaður ekki aðeins tíð af- brot heldur er þess konar naumast talið saknæmt. íslendingar eru lúsug þjóð (sem var engin lygi) og þeir kippa sér ekkert upp við það, þó nokkur skítug hár fari í matinn hjá þeim og fáeinar lýs. Þeir éta mest hráan fisk og hákarl og sjálfdauðar skepnur, en hrátt selspik súpa þeir sér til sælgætis." Síðan víkur Peerse nokkrum orðum að drykkjuskap lands- manna og hefur þar sjálfsagt eitthvað til sins máls, þótt ýkjurn- ar leyni sér ekki: „Þegar þeir drekka áfengi, drekka þeir meðan eitthvað er til og sitja svo fast við drykkinn, að þeir gefa sér engan tíma til að ganga örna sinna og húsfreyjan verður að standa til- búin með næturgagn, ef einhver þarf á því að halda, en yfir drykkj- unni urra þeir, eins og birnir eða hundar." Peerse hefur haft einhverjar spurnir af íslensku torfbæjunum og baðstofumenningunni, þótt viljandi eða óviljandi skrumskæli hann þá mynd eins og framast má verða: „íslendingar grafa húsin í jörð og þar er ekki hægt að verja sig fyrir lúsum. Tíu manns eða fleiri sofa saman í hrúgu, bæði karlmenn og kvenfólk. Hafa þeir eitt næturgagn og þvo höfuðið og munninn upp úr því á morgnana. Á veturna er ófært úti fyrir snjó, en þó verða vinnumenn að fara út til að leita að dauðum kindum og úldnum fiski í matinn." „Ditmar lyga pyttur“ Ditmar Blefken hét höfundur rits sem svívirðilegast hefur ritað verið í garð Islendinga fyrr og síð- ar og hlýtur hann í þessari um- fjöllun að teljast meistari rógber- anna, enda óvíst að nokkur annar maður hafi unnið þjóð okkar meira ógagn með skrifum sínum en þessi maður. Bók Blefkens kom út í Hamborg árið 1607 og það sem verra var, að bókin þótti hin merkilegasta og var gefin út hvað eftir annað og barst óhróður Blefkens og þvættingur víða um heim. Arngrímur lærði orti skammarkvæði um þennan lyga- meistara og kallaði hann þar m.a. „Ditmar lyga pyttur". Fremst í bókinni er guðfræðileg tileinkun og lofkvæði um Blefken, þar sem þess er getið hvílíkur heiður og hamingja það sé fyrir ísland að annar eins maður og höfundur skyldi koma þangað. Það væri betur að sá heiður hefði aldr- ei fallið okkur í skaut. í formála bókarinnar leggur Blefken áherslu á, að hann hafi ekkert ritað um ísland nema það, sem hann hafi heyrt og séð sjálfur og sé það allt satt og rétt og hefur hann uppi mörg orð um það að sannleikurinn sé sagna bestur. Blefken kveðst hafa komið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.