Morgunblaðið - 19.09.1982, Síða 21

Morgunblaðið - 19.09.1982, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982 21 hingað sem prestur á Hamborg- arskipi árið 1563 og í lýsingu á sjálfu landinu, legu þess, stærð og hafísnum er ekki heil brú, heldur bull og vitleysa frá upphafi til enda. Hann segir, að Þjóðverjar hafi fundið ísland um 900 og að landsmenn hafi tekið kristni árið 1398 en horfið aftur til heiðni að mestu. Þar sem ekki er hægt að fara rétt með skjalfestar stað- reyndir sem þessar, er ekki von á góðu með framhaldið, enda ber bókin með sér að Blefken hefur aldrei komið hingað, nema það hafi frá upphafi verið ætlun hans að semja spennandi reyfara og níðrit um þjóð þessa í norðurhöf- um. Blefken víkur að siðum og hátt- um íslendinga og segir þar meðal annars, að þeir séu mjög dramb- samir og montnir, einkum af kröftum sínum, og þykist Blefken hafa séð íslendinga taka fulla tunnu af Hamborgarbjór, setja hana á munn sér og drekka úr henni eins og bolla. Þetta er í sjálfu sér saklaust, en svo kemur klausa eins og þessi: „íslendingar eru mjög hjátrúarfullir (sem satt hefur verið) og hafa þeir púka til að þjóna sér eins og hjú. Fjandinn hefur spilað svo í þeim, að þeir gefa engan gaum að heilögum kenningum og prestarnir standa ráðalausir með þennan ósórna." Svo segir Blefken, að íslendingar selji byr fyrir peninga með full- tingi djöfulsins og sjálfur kveðst hann hafa fengið byr gefins hjá kunningja sínum þegar hann yfir- gaf landið. Um aldur íslendinga segir Blefken að meðalaldurinn sé um 150 ár, en sjálfur kveðst hann hafa hitt mann sem var 200 ára gamall. Um mataræði Islendinga segir hann að ket af sjálfdauðu fé þyki best og sérstaklega, hafi hræið legið í tvo til þrjá mánuði, enda geymist allt vel í hinu hreina lofti. „Þeir búa í holum í jörðu niðri“ Þegar Blefken fer svo að ræða siðferði Islendinga er hann fyrst í essinu sínu og fer á kostum: „Stúlkurnar eru mjög lauslátar og það þykir svo fínt að stúlka eigi vingott við Þjóðverja að hún er í hávegum höfð á eftir og piltarnir slást um hana. Svo ekki sé minnst á ósköpin, hafi hún átt barn með Þjóðverja." Blefken nefnir síðan drykkju- skapinn og segir, að íslendingar drekki á meðan nokkur dropi sé til og geti ekki geymt öl eða vín, held- ur drekki þeir það þegar í félagi og syngi á meðan, hver með sínu lagi, um hreystiverk feðra sinna. Þetta er að mörgu leyti rétt og eimir jafnvel enn eftir af þessu hjá sum- um núlifandi íslendingum. En síð- an tekur steininn úr: „Enginn má standa upp frá borðum til að kasta af sér vatni á meðan á drykkjunni stendur, held- ur stendur dóttir bóndans eða ein- hver önnur stúlka ævinlega við borðið, og jafnskjótt og einhver gefur bendingu, rettir hún honum næturgagn undir borðinu, en á meðan syngja hinir eins og svín, svo að hljóðið heyrist ekki. Þeir sem ekki kunna þetta eru taldir dónar." Blefken segir, að íslendingar þvoi sér úr keytu og séu grálúsugir og ef maður sjái lús skríða á öðr- um, þá tíni hann lúsina burt, en hinn kyssi hann i staðinn ber- höfðaður jafnmarga kossa og lýsnar voru margar. Um húsakost Islendinga segir Blefken, að þeir búi í holum í jörðu niðri og segir síðan, að hunda hafi þeir rófu- lausa og eyrnalausa, sem þeir meti meira en börn sín. Lýsing Blefkens á landinu er lít- ið skárri en á þjóðinni sjálfri, en þar tekur hann upp gamlar báþilj- ur og lýgur í viðbót eftir þörfum. Blefken segir mörg undur um Heklu og kveðst hann hafa komið þangað sjálfur og ferðin heldur en ekki söguleg. Blefken segir meðal annars, að púkar streymi þar út og inn með sálir í bandi, enda sé Hekla inngangur að helvíti. Ekki er ástæða til að geta fleiri atriða úr bók Blefkens, enda ber þar allt að sama brunni. Konur vid fískvinnu á meóan karlmadurinn hímir undir vegg. Mynd úr feróabók J. Ross Browne. íslenskt eldhús. Teikning úr feróabók Richard F. Burtons. Presturinn á Þingvöllum eins og hann kom Bandaríkjamanninum J. Ross Browne fyrir sjónir, en þeim útlenda þótti presturinn „einkennilegur, feiminn maóur, nokkurs konar lifandi múmía". Þegar hér var komið sögu reyndu nokkrir málsmetandi menn að hnekkja þessum óhróðri um ísland og Islendinga og ber þar hæst tilraunir Arngríms lærða og Þórðar Þorlákssonar Hólabiskups. Arngrímur gaf út rit laust fyrir aldamótin 1600 sem skrifað var á latínu og bar heitið „Brevis commentarius de Is- landia", en þar ræðst hann gegn skrifum allra höfunda allt frá Saxa til Gories Peerse. Fór Arn- grímur lærði þar á kostum, en allt kom fyrir ekki því skömmu síðar kom út bók Blefkens, eins og svar rógberanna við riti Arngríms. Arngrímur skrifaði aðra bók sem bar heitið „Anatome Blefk- eniana", sem þýðir „Blefken kruf- inn“ og þar kryfur hann til mergj- ar lygaþvættinginn úr Blefken og hrekur frásögn hans lið fyrir lið. Skömmu síðar kom enn út rit um Island, sem var að mestu upp- tugga úr Blefken og skrifaði þá Arngrímur þriðja ritið sem hann kallaði „Bréf til varnar föðurland- inu“. Seinna á sautjándu öldinni skrifaði Þórður Þorláksson Hóla- biskup rit til varnar föðurlandinu, en hvorki hann né Arngrímur lærði virðast hafa haft erindi sem erfiði og bárust lygasögur Blefk- ens og annarra rógbera út um heiminn. Sá „frómi“ maður Jóhann Anderson Jóhann nokkur Anderson gaf út bók í Hamborg árið 1946 þar sem hann fjallaði um ísland og var hann jafnvel ennþá ómerkilegri og lygnari en Blefken, ef það var þá hægt. Anderson var lærður maður og mikils metinn og var hann um skeið borgarstjóri Hamborgar. í upphafi bókarinnar segir Ander- son, að tilgangurinn sé fyrst og fremst sá að hnekkja svívirði- legum lygasögum, sem gangi um ísland og íslendinga. Erfitt er þó að koma auga á þann göfuga til- gang, því ritið er svo fullt af svæsnum ósannindum og rang- færslum að engu tali tekur. Flaug bók Andersons víða um Evrópu og var þar hverju orði trúað enda höfundur kunnur að ráðvendni og heiðarleika og í hárri stöðu í þokkabót. Fyrri hluti bókarinnar er um náttúru landsins og er þar margt rétt þótt nóg sé af vitleysunum. Um Heklu segir hann m.a. að fjallið standi í björtu báli þrisvar á ári í hálfan mánuð í hvert sinn. Þá segir hann að sauðfé á íslandi hafi oftast fimm til átta horn og standi eitt hornið fram úr enninu, enda veiti ekki af því ránfuglar hér séu ákaflega magnaðir. Anderson lýsir þjóðinni í seinni hluta bókarinnar og kastar þá fyrst tólfunum í illmannlegum lygum þessa heiðursmanns. Hann segir að íslendingar séu eins og dýr og svo huglausir að þeir þori ekki að hleypa af byssu og síðan bætir hann við: — „Auk þess eru þeir latir, þráir, þrætugjarnir, skapvondir, heiftræknir, falskir, hrekkjóttir, svikulir, saurlífir og þjófskir. Matargerð þeirra er viðbjóðsleg, því þeir bragða ekki annað en það sem er úldið og skemmt." Þá víkur borgmeistarinn að þrifnaði landsmanna og segir að svo óþrifnir séu þeir, að enginn danskur kaupmaður geti talað við þá inni, heldur sé samið um við- skiptin úti við, þannig að íslend- ingurinn standi undan vindi. Húsakynni Islendinga séu enda svo sóðaleg og bágborin, að er- lendir menn myndu veikjast í þeim og deyja drottni sínum. „Brennivín er kjördrykkur ís- lendinga og hafa þeir ekki önnur meðul en tóbak og brennivín og gildir þá einu hvort um er að ræða karla, konur eða börn. íslendingar vinna aðeins til að eiga fyrir brennivíni enda er fylleríið eina tilhlökkunarefni þessarar fávísu og hjátrúarfullu þjóðar," — segir sá frómi Anderson. „Prestarnir deyja brennivínsdauða í stólnum“ Ekki skortir Anderson borg- meistara lýsingarorðin þegar kemur að lauslætinu á íslandi sem hann telur afskaplegt: — „Vegna mannfæðar, sem bólusóttin hafði í för með sér, var það ráð tekið að leyfa ógiftu kvenfólki að eiga allt að sex börnum að óskertum mey- dómi og kvenlegum sóma. Þetta lagaboð varð þó að afturkalla fyrr en varði, því að stúlkurnar gengu á lagið og notuðu réttindin frek- lega,“ — segir Anderson og bætir við að íslenskum konum verði ekk- ert um barnsburð heldur fæði þær afkvæmi sín þjáningarlítið, baði sig á eftir og hlaupi síðan burt. Islensk prestastétt fær sinn skammt hjá Anderson og segir hann að þeir séu húðlatir, siðlaus- ir og svo drykkfelldir að dæmi séu um, að þeir hafi dáið brennivíns- dauða í stólnum. Stundum sé allur söfnuðurinn svo fullur, að prestur- inn gefist upp og messufall verði. Þessar fullyrðingar Andersons um brennivinsdauða presta í stólnum eru ekki með öllu ósannar þótt auðvitað sé fráleitt að alhæfa um prestastéttina í þessum efnum eins og hann gerir. En af heimild- um má ráða, að íslenskir klerkar hafa á þessum tíma haft orð á sér fyrir að vera ölkærir í meira lagi. Þannig segir sagan, að séra Sig- urður Arnason á Krossi hafi verið svo drukkinn við messu á jólanótt 1734, að hann valt út af á kórgólfið fyrir altarinu. Tóku kirkjugestir hann þá og lögðu á kórbekkinn og varð ekki meira af guðsþjónustu í það sinn. A svipaða lund fór öðrum presti, séra Jóni Þórðarsyni á Söndum, það sama haust. Hann hneig niður í ölæði fyrir altarinu og var lagður á bekk. Siðan las einn sóknar- bænda guðspjall dagsins og lá prestur kyrr í vímunni á meðan. Vera má að Anderson hafi haft einhverjar spurnir af slíkum sög- um og notfært sér í rógskrifum sfnum. Þjóð sem ekki kann að brosa Með skrifum Anderson borg- meistara má segja að níðið um ís- land hafi náð hámarki og eftir það fer heldur að rofa til í þessu svartnætti rógskrifa um landið okkar. Ymsir fræðimenn, innlend- ir og erlendir, tóku sig til og skrif- uðu bækur þar sem efnistök voru á allt annan og sanngjarnari hátt en lýst hefur verið hér að framan. Þó SJÁ NÆSTU SÍÐU „Islendingar eru svo óþrifnir að danskir kaupmenn verða að semja um viðskiptin við þá úti við, þann- ig að fslendingurinn standi undan vindi.“ „Islendingar drekka á meðan nokkur dropi er til og sitja svo fast við drykk- inn, að þeir gefa sér engan tíma til að ganga örna sinna en húsfreyja bíður til- búin með nætur- gagn ef einhver þarf á að halda, en yfir drykkjunni urra þeir eins og bimir eða hundar.“ „Prestarnir deyja oft bennivinsdauða í stólnum og stundum er allur söfnuðurinn svo fullur að ekki er viðlit að messa.“ „Mennimir voru svo skrýtnir að við gátum ekki annað en skellihlegið að þeim. Þegar eitt- hvað var sagt við þá sem gladdi þá létu þeir í ljós ánægju sína með því að klóra sér og strjúka ákaflega.“ „Konurnar sem voru þarna að breiða fisk voru vissulega ekki að jafnaði steyptar í náttúrunn- ar fegursta mót og sumar kerlingarnar voru ljótustu mannverur, sem ég hef augum litið.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.