Morgunblaðið - 19.09.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982
23
Áfall íhaldsflokksins
1 kosningum í Wales
Ciower, Wales, 17. september. AP.
Hátíðarguðsþjónsuta í
Nýju postulakirkjunni
íhaldsflokkur Margaret Thatcher
varð fyrir sínu versta áfalli eftir
Falklandseyjadeiluna er hann varð
að lúta í lægra haldi fyrir bæði
Verkamannaflokknum og Kosn-
ingabandalagi frjálslyndra og sósíal-
demókrata i kosningum í Gower.
„Auðvitað erum við vonsvikin,
ég neita því ekki,“ sagði Patrick
Jenkins, iðnaðarráðherra í stjórn
Thatcher, þegar við talningu kom í
ljós að íhaldsflokkurinn hafði ein-
ungis hlotið 22% atkvæða.
Þingsæti Gower hefur verið í
vörslu Verkamannaflokksins allt
frá árinu 1906 og stjórnmálaskýr-
endur töldu engar líkur á því fyrir
kosningarnar að íhaldsflokkurinn
NAMSKEIÐ undir heitinu „18 eftir-
minnileg kvöld“ hefst í Aðventkirkj-
unni, Ingólfsstræti 19, á morgun,
sunnudag kl. 20. Á þessu námskeiði
mun John Berglund fjalla um ýmis
vandamál samtímans s.s. tauga-
spennu, streitu, tilfinningalífið og
leiðir til almennrar vellíðunar. Einn-
ig mun Berglund, sem er norskur,
ræða um trú og vísindi og samband
fólks á vinnustöðum og heimilum
o.fl.
John Berglund er menntaður í
Noregi og Bandaríkjunum og hef-
gæti breytt því nú. Forvígismenn
Ihaldsflokksins, sem vann örugg-
an sigur í tvennum héraðskosn-
ingum í Englandi í sumar, höfðu
hins vegar gert sér vonir um að ná
öðru sætinu og að flokkurinn yrði
ekki langt að baki Verkamanna-
flokknum.
Þrátt fyrir sigur í þessum kosn-
ingum glöddust forráðamenn
Verkamannaflokksins ekki neitt
tiltakanlega. Hann tapaði tæplega
10% atkvæða frá því í síðustu
kosningum 1979, hlaut nú 43,5% á
móti 53,2% þá. Þótt Kosninga-
bandalagið næði 26% eftir aðeins
19 mánaða lífdaga var það mun
minna en talsmenn flokksins
höfðu gert sér vonir um.
ur haldið námskeið á borð við það,
sem hér um ræðir, víða í ná-
grannalöndunum á vegum norskra
heilbrigðisyfirvalda og ýmissa fé-
lagssamtaka.
A sunnudagskvöld 19. sept. mun
Berglund kynna það efni sem
hann fjallar um á námskeiðinu, og
er ókeypis aðgangur. Eftir þessa
kynningu getur fólk því tekið
ákvörðun um hvort það hefur í
hyggju að halda áfram að sækja
námskeiðið.
Hátíðarguðsþjónusta verður í dag,
sunnudag, í Nýju postulakirkjunni í
Reykjavík og hefst hún kl. 11 f.h.
Aðalprédikari að þessu sinni er sr.
Albert Loschnig frá Kanada. En með
honum þjónar prestur Nýju postula-
kirkjunnar hér á landi, sr. Lennart
Hedin.
Nú eru um þrjú og hálft ár liðið
frá því Nýja postulakirkjan hóf
starfsemi sína hér og er aðsetur
hennar á Háaleitisbraut 58—60.
Hefur sr. Lennart Hedin og fjöl-
skylda hans staðið fyrir starfi
kirkjunnar og kynningu á Islandi.
Hreyfing sú, sem Nýja postula-
kirkjan er sprottin af, hófst í
Skotlandi og Englandi um 1830. í
frétt frá Nýju postulakirkjunni
segir að aðalhvati stofnunar
hreyfingarinnar hafi verið þrá
trúaðs fólks eftir leiðsögn heilags
anda, trúin á nálæga endurkomu
Krists og endurreisn postuladóms-
ins innan kirkjunnar eins og tíðk-
aðist á bernskuskeiði kristindóms-
ins. Mikil áhersla sé lögð á sam-
hjálp, bræðralag og kærleika í öll-
um mannlegum samskiptum ...
Frá Bretlandi barst hreyfingin
til Þýskalands, en þar varð hin
eiginlega Nýja postulakirkja til
skömmu eftir 1860. Hefur kirkjan
síðan breiðst út um heim, einkum
hin síðari ár. Nýlega er komið út á
íslensku kynningarrit um trúar-
kenningar Nýju postulakirkjunn-
ar, en þar er leitast við að svara
spurningum um hlutverk hennar í
heimi nútímans.
BEINT
FLUG
þriggja
vikna
afslöppun
5.0&
Þriggja vikna ferö til
BENIDORM 5. okt. meö
viökomu í AMSTERDAM eöa
LONDON.
BENIDORM-ferö aldraöra:
Sérstök ferö fyrir eldri borgara i
milt og þægilegt loftslagiö.
Mjög þægileg ferö í fylgd hjúkr-
unarfræöings.
FERÐA..
MIÐSTODIN
AÐALSTRÆTI 9 S. 28133
ÞessaheM
HAUSTLAUKA-
KYNNING
í dag kl. 2—6 veröur Hafsteinn Hafliöason garöyrkjufræöingur meö
haustlaukakynningu. Fáiö leiöbeiningar hjá fagmanninum um rétt val
haustlaukanna. Viö leggjum sérstaka áherzlu á aö kynna meðferð
lauka í garðgróöurhús.
50 stk. túlípanar á
138 kr.
25 stk. páskaliljur á
138 kr.
'
HH
le9unð>'
t(i\iPa0
IIA!
öl ÓíflCll íClII
SIGTUNI
Námskeið í Aðventkirkjunni
um streitu og taugaspennu