Morgunblaðið - 19.09.1982, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 19.09.1982, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982 fttaqps: Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gurtnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 130 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 10 kr. eintakiö. Rekstrarvandi útgerðarinn- ar hefur legið fyrir í allt sumar. í byrjun júlí skilaði til að mynda starfshópur áliti sínu um rekstrarvanda togara- útgerðarinnar. í tilefni af álit- inu ritaði Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra, grein í Þjóð- viljann 10. júlí og sagði niður- þingi — hana skortir meiri- hluta í neðri deild. I umræddri grein sagði Ragnar Arnalds réttilega: „En erfitt er að stjórna án ótvíræðs meirihluta í báðum deildum þings." Ragnar Arnalds sagði einnig í Þjóðviljanum: „Við erum sem metur aðstæðurnar þannig að ekki sé kostur á nauðsynleg- um gagnaðgerðum, bíður ekki aðgerðarlaus í heilt ár eftir lögmætum kosningum." Miðað við þróun mála síðan Ragnar Arnalds festi þessar skoðanir sínar á blað, hlýtur fjármálaráðherra að vera kom- inn í hóp stjórnarandstæðinga. Ríkisstjórninni hefur ekki tek- ist að snúa vörn í sókn. Hún á í vök að verjast bæði á Alþingi og gagnvart hagsmunaaðilum. Sjálf hefur ríkisstjórnin sýnt svo „botnlaust óraunsæi", að hún grípur til efnahagsaðgerða án þess að leysa vanda útgerð- arinnar. Landssamband ís- lenskra útvegsmanna hefur lýst nýjustu tillögur ríkis- stjórnarinnar ófullnægjandi, flotinn liggur bundinn við bryggjur. Kommúnistar hafa leikið tveim skjöldum síðan þeir komust til valda fyrir fjórum Fjármálaráðherra í stjórnarandstöðu stöðu starfshópsins ágætt dæmi um „botnlaust óraun- sæi“. Síðan hefur þetta mál verið á borði ríkisstjórnarinn- ar með þeim alkunna árangri, að nú er fiskiskipaflotinn að stöðvast, sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórnin öll er jafn ráð- alaus og áður. Hefur hún þó síðan álit starfshópsins lá fyrir gripið til „efnahagsúrræða". Jafnframt hefur það gerst síð- an Ragnar Arnalds ritaði grein sína, að fyrir liggur að ríkis- stjórnin hefur ekki lengur starfhæfan meirihluta á Al- óneitanlega að sökkva á kaf í ískyggilega skuldasöfnun vegna ört vaxandi viðskipta- halla, ef ekkert verður að gert.“ Og fjármálaráðherra lauk hugleiðingum sínum um stöðu þjóðmála á miðju sumri með þessum orðum: „En spurningin verður: fær ríkisstjórnin hags- munaaðila þjóðfélagsins til að una nauðsynlegum aðgerðum? Eða verður óraunsæi gagnvart aðsteðjandi vanda ráðandi? Og hefur ríkisstjórnin meirihluta til nauðsynlegrar lagasetn- ingar á Alþingi? Ríkisstjórn, árum. Með hliðsjón af þeirri reynslu er varasamt að taka ummæli Ragnars Arnalds frá því í júlí trúanleg. Um miðjan ágúst komst þingflokkur Al- þýðubandalagsins að þeirri niðurstöðu, að það væri flokkn- um fyrir bestu að stuðla að efnahagsöngþveiti og stjórn- skipulegri sjálfheldu með þrá- setu í ríkisstjórninni. Með fjármálaráðherrann í stjórn- arandstöðu ætlar þessi furðu- lega ríkisstjórn að bíða í heilt ár aðgerðarlaus eftir lögmæt- um kosningum. Stjórnarkreppa í V-Þýzkalandi Frjálsir demókratar hafa slitið 13 ára samstarfi við jafnaðarmenn um stjórn Vestur-Þýskalands. Helmut Schmidt situr eftir sem kansl- ari í minnihlutastjórn jafnaðarmanna og vill efna til kosninga við fyrsta tækifæri. Frjálsir demókratar hafa hins vegar snúið sér til flokks kristilegra demókrata og ákveðið að kanna möguleika á myndun nýrrar meirihluta- stjórnar án almennra kosn- inga. Frjálsir demókratar meta stöðu sína á þann veg, að faðm- lagið við jafnaðarmenn sé orðið banvænt. Málefnalegar forsendur nýrrar ríkisstjórnar í Vestur- Þýskalandi án þátttöku jafnað: armanna eru einkum tvær: í fyrsta lagi verði dregið úr út- þenslu ríkisbáknsins, skattar verði lækkaðir, félagsleg þjón- usta verði skorin niður, í stað aukinna ríkisútgjalda komi sparnaður. Með þessum aðferð- um verði skuldasöfnun hins opinbera stöðvuð og undirstöð- ur atvinnulífsins treystar og dregið úr atvinnuleysi. í öðru lagi verði snúist gegn þeim öfl- um innan flokks jafnaðar- manna sem vilja spilla fyrir varnarsamstarfi Vesturlanda. Enginn sakar Helmut Schmidt um að standa ekki heilshugar að samstarfinu innan Atlants- hafsbandalagsins en hendur hans eru bundnar vegna há- værs minnihluta í jafnaðar- mannaflokknum. Kosninga- úrslitin í Hollandi á dögunum sýna, að í fleiri löndum en Vestur-Þýskalandi nýtur sú skoðun stuðnings meirihluta manna, að hverfa beri frá oftrú á ríkishítina og vinstra miðju- moði í utanríkis- og öryggis- málum. íslenskir ráðherrar ættu að kynna sér, hvernig fjarað hefur út undan ríkisstjórn Helmut Schmidts. Kanslarinn hefur sjálfur sýnt að hann er afburðamaður í stjórnmálum og ódeigur baráttumaður, en stjórn hans var komin í öng- stræti. Hana skorti tiltrú og þann pólitíska þrótt sem sér- hverri ríkisstjórn er lífsnauð- synlegur. Fyrr í vikunni komst einn af fremstu blaðamönnum Vestur-Þýskalands, Theo Sommer, sem var á sínum tíma náinn samstarfsmaður Schmidts, svo að orði: „Ríkis- stjórnin skuldar þjóðinni nú aðeins eitt: að segja fljótt og virðulega af sér.“ Kristilegir demókratar hafa gengið í gegnum margvíslegar þrengingar þau 13 ár sem þeir hafa verið í stjórnarandstöðu. Leiðtogi þeirra, Helmut Kohl, nýtur ekki sama persónulega trausts og Schmidt. Frjálsir demókratar þora ekki í kosn- ingar núna og vilja semja um nýja meirihlutastjórn. Margir kristilegir demókratar telja að þeir ráði betur við Schmidt hafi þeir farið úr stjórn lands- ins fyrir næstu kosningar, aðr- ir vilja kosningaslaginn strax. Slíkar vangaveltur koma okkur íslendingum kunnuglega fyrir sjónir. Hvað sem þeim líður hafa orðið þáttaskil í þýskum stjórnmálum, sem hafa munu áhrif langt út fyrir landamæri Vestur-Þýskalands. I. ww --------------- ...... Rey kj aví kurbréf ♦♦♦♦♦♦♦< Laugardagur 18. september »♦♦♦♦♦♦♦♦» Kaldur sjór - heitt loft Þegar Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur, kynnti dökkar horfur vegna minna seiðamagns í sjónum á dögunum var látið í það skína, að minnkunina væri ekki að rekja til mannsins heldur veður- guðanna — sjórinn væri að kólna. Ekki hefur bréfritari séð neina einhlíta skýringu á því, hvers vegna sjórinn í kringum ísland er að kólna. Berst okkur ekki eins heitur sjór með Golfstraumnum og áður? Flytur straumurinn minna magn af heitum sjó? Er hann hrakinn til baka af köldum straumum? Hvað veldur því, að sjórinn kólnar, þegar andrúmsloft veraldar er almennt að hitna? Bréfritara skortir þekkingu til að svara þessum spurningum, en vissulega væri ánægjulegt ef ein- hverjir sérfræðingar á þessu sviði vildu láta til sín heyra um málið — Morgunblaðið stendur þeim opið. I sumarhefti bandaríska tíma- ritsins Foreign Affairs nú í ár birtist grein eftir tvo bandaríska vísindamenn, William W. Keilogg, veðurfarsfræðing, og Robert Schware, stjórnmálafræðing, sem heitir: Þjóðfélög, vísindi og breyt- ing á veðurfari. Til hennar hefur verið vitnað víða um heim síðan og einnig bókar um sama efni eftir þessa tvo höfunda, sem kom út í fyrra í Boulder, Colorado, hjá fyrirtækinu Westview Press, en bókin heitir á ensku: Climate Change and Society: Consequences of Increasing Atmospheric Carbon Dioxide. í tilefni af hinum ugg- vænlegu niðurstöðum í rannsókn íslenskra fiskifræðinga á seiða- magninu í sjónum verður leitast við í þessu Reykjavíkurbréfi að drepa á nokkuð af því, sem fram kemur í grein Kelloggs og Schwar- es í Foreign Affairs. Stöðugt veðurfar „í meira en 4,5 milljarði ára síð- an jörðin myndaðist hefur veður- farið á henni verið merkilega stöð- ugt, og líklegt er að líf hafi verið við þessi veðurskilyrði í um 4 milljarði ára. Á þessum langa tíma hefur ríkt óstöðugt jafnvægi milli sjávar og lofts; hitinn frá sólinni hefur verið nægilega stöð- ugur til að aftra því annars vegar að vatnið í sjónum syði og gufaði upp og hins vegar að sjórinn breyttist í klakastykki allt að miðbaug — en þannig hefur farið fyrir mörgum himintunglum í sól- kerfinu. Þó hafa tiltölulega nýlega orðið miklar breytingar á veðurfari. Fyrir aðeins um 18 þúsund árum voru Kanada og Norðvestur- Evrópa þakin íshjúp, sem var sumstaðar margir kílómetrar á þykkt (rétt eins og Grænland og Suðurheimskautslandið nú). Raunar hafa ísaldir og hlýinda- skeið eins og við nú lifum skipst á með um það bil 100 þúsund ára millibili á síðustu 3 milljónum ára. Ef við hverfum meira en 15 milljónir ára aftur í tímann, sjá- um við jörðina „iðjagræna" — ís festir varla við heimskautin og loftið er alls staðar mun hlýrra en nú. Þannig var veðurfarið á jörð- inni í um 90% af tímanum um nokkur hundruð milljón ára skeið. Þessar sögulegu staðreyndir sýna, að veðurfarið breytist í sí- fellu af náttúrulegum ástæðum. Til þessa hafa þessar náttúrulegu breytingar stafað frá sólinni, breytingu á braut jarðar umhverf- is sólu og flóknu samspili „veður- farskerfa" — lofts, sjávar, lands, heimskautaíss og lífvera. Á síðustu 50 árum eða svo hefur nýr áhrifavaldur komið til sög- unnar — athafnir mannsins sjálfs. Æ fleiri vísbendingar hafa sannfært flesta vísindamenn um það, að athafnir mannsins kunni að stuðla að verulegri breytingu á veðurfarinu á jörðinni. Þar beinist athyglin sérstaklega að víðtækri notkun eldsneytis sem unnið er úr jarðefnum (kol, olía og jarðgas), þessi notkun hefur í för með sér, að koltvísýringur myndast í gufu- hvolfinu, sem virðist hafa það í för með sér, að meðalhiti á yfirborði jarðar muni aukast um nokkrar gráður á næstu 50 til 70 árum ...“ Á þessum orðum hefst greinin í Foreign Affairs. Áhrif koltví- sýringsins Bandarísku vísindamennirnir segja, að um síðustu aldamót hafi bandarískur jarðfræðingur, T.C. Chamberlain, og sænskur efna- fræðingur, S. Arrhenius, án þess að vita hvor af öðrum bent á það, að koltvísýringur taki til sín infra- rauða hitageisla af yfirborði jarð- ar sem að öðrum kosti myndu hverfa út í geiminn og endurvarpi hluta infrarauðu orkunnar aftur til jarðar, við það hækki hitinn á jörðunni. Þótt undarlegt sé vakti þessi uppgötvun ekki mikla at- hygli fyrr en á sjöunda áratug ald- arinnar. 1967 gáfu Syukuro Manabe og Richard Wetherald frá Princeton út greinargerð, þar sem metið var hvaða áhrif það hefði á hitastigið á jörðunni ef koltvísýr- ingur tvöfaldaðist frá því sem hann var fyrir 1900. Niðurstaðan hefur verið rannsökuð frekar en ekki breyst við það: tvöföldun á koltvísýringi í gufuhvolfinu leiðir til þess að meðalhitinn á yfirborði jarðar hækkar um 3° á Celsius, plús eða mínus 1,5°C. Hér er um að ræða meðaltal, en rannsóknir benda til, að hitinn hækki þrisvar sinnum meira en meðaltalið á Norðurheimskautinu og á tempr- aða beltinu (milli 40. og 65. breidd- argráðu) á norðurhveli jarðar mundi tvöföldun koltvísýrings leiða til 4° til 6°C hærri hita. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982 25 Konan ólétC og beljan búin, bráðum er oróió hauaalaust. Hankabygg þrotió, harnagníinn beljar samstilltri hungurraust Afl mitt ojj kraftur óðum þver allt er skraufþurrt, sem nagad er. Meðan ég var að fletta morg- unblöðunum einn morguninn í vikunni og útvarpið gekk með leiðurum og nýjustu fréttum af allri okkar óáran, greip ég mig í að vera allt í einu farin að raula þessa lýsingu hans Jóns Sigurðs- sonar, skálds í Nefsholti, á bú- skaparraunum nágrannans, sem uppi var um miðja 19. öldina. Raulaði áfram undir sama lagi og „Oft hefi ég margan morgun vaknað", eða kannski það hafi bara verið „lagið hennar Sínu“, sem að gömlum þjóðarsið veitir heimild til að teygja tóninn að eigin smekk og getu: Olíulaust aó öllu leyti ómögulega verður kveikt llvergi fæst tólg né hrosssfeiti hún mundi líka verða sleikt l»að er hörmung og hugarstríð að horfa upp á slíka tíð. Mér heyrist nefnilega allir loks- ins komnir í einn kór og sam- mála um slíka tíð: Við erum búin að eta upp loðn- una að undanförnu og það bankabygg þrotið. Aflaaukning vegna endurtekinnar útfærslu landhelginnar öll upp urin. Hún hefur stöðvast við markið 1978 eða 1979-aflann. Höfum nú sama aflaverðmæti sem á þeim árum. Beljan gefur ekki meira en hún hefur gert. En þó það. Við erum farin að eta fram í tímann, höfum það fram yfir bóndann á síðustu öld að þurfa ekki að láta okkur nægja að belja samstilltri hungurraust og sitja í myrkrinu eftir að þurr- ausið er. Við erum komin í átinu upp undir fimmta hvern fisk á framtíðarsölumarkaði. Svo mik- ið er búið að taka í lán, að hann fer í vexti og afborganir. Kaupmáttur einstaklinga hef- ur lækkað og minnkandi laun, sem síhækkandi skattar skilja eftir, duga þá vitanlega í vax- andi verðbólgu fyrir minna magni af ... ja, hverju sem er. Er þetta ekki nokkurn veginn — og ýmislegt fleira — sú niður- staða sem enginn mælir gegn. Tók bara fjári stóran skýrslu- bunka, maraþons samráðsfundi og langan og dýrmætan tíma. Og nú þegar allir virðast búnir að kyngja þvi loksins að svona sé komið, er þá niðurstaðan ekki eittvað lík og hjá bóndanum gamla: Allt er skraufþurrt, sem nagað er. Og hvað svo? Hans út- sýn var: Enginn tími er eftír allt saman eins slæmur og hann Iftur út fyrir að vera. Þaö væri gersam- lega ómögulegt. <>g þó nú vetur þeiwi líói þá tekur ekki betra við. Kyrir sumrinu sárt ég kvíði sérhvert þá magnast andstreymið. Þá fjölgar fólki þess að meir það verða tíu ef enginn deyr. Eigum við nú líka, á 20. öld- inni, bara að bíða eftir að sér- hvert magnist andstreymið? Hafa stjórnvöld undanfarinna ára ekki beðið nógu lengi? Spáð um hver áramót að nú mundi lagast af sjálfu sér, og skellt á smábótum til að bjarga í horn á þriggja mánaða fresti. Annað hvort ekki haft skerpu eða for- sjálni til að sjá og skilja hvað var að gerast — þrátt fyrir sér- fræðinga, útreikninga og spá- menn sér við hlið. — Eða vitað og ekki haft kjark til að taka á móti. Nú, kannski bara ekki haft samstöðu og þá vitanlega ekki afl til að gera nokkurn skapaðan hlut meðan harðnaði á dalnum. Hver sem ástæðan er, sá sem ekki veit, vill eða getur, hann dugir ekki — og á að víkja. Þjóð- in, neytendur, kjósendur, eða hvað sem við erum nú öll köliuð, þessi sem byggjum landið, að velja okkur nýja sem vilja, geta og þora. Kannski þjóðin vilji spara tíma og skerpa 4tak með því að þurrka út einn dragbítinn, samstöðuleysið, og fela einum flokki, einu afli, að takast á við vandann um skeið? Ekkert er svo með öllu illt, eins og kerlingin sagði. Þegar allir eru nú búnir að bragða á sömu súpunni, fækkar því sem bannað er að láta í hana. Um það leyti sem ég kom í frétta- mennsku var sá glæpur stjórn- enda þjóðarskútunnar verstur, ef þeir lentu í því að fella gengið. Það var glæpur númer eitt, og linnti ekki í Þjóðviljanum, man ég, látum með svívirðingum um þá sem það frömdu. Nú eru allir flokkar og allir menn löngu bún- ir að átta sig á því að gengis- lækkun og gengissigin hröðu, sígandi og bröttu eru bara af- leiðing af því sem búið er að gera. Það er einfaldlega skrán- ing — ekki aðgerð sem iofar meiru. Glæpur nútímans hefur á t undanförnum árum verið launa- skerðing. Jafnvel skerðingarhug- myndir voru dæmdar forkastan- legar hjá Geirsstjórninni í maí 1978. í dag viðurkenna allir að við værum heldur betur í stakk búin núna ef við hefðum látið þær yfir okkur ganga þá. Og nú eru allir flokkar búnir með að- gerðum sínum að viðurkenna að slikar skerðingar geta verið réttlætanlegar — meira að segja skynsamlegar í ákveðinni stöðu, þótt bölvaðar séu. Þar er líka orðinn einn kór — bölvaðar, en réttlætanlegar stundum. Á þessum tímamótum stönd- um við. Hábölvað ástand viður- kennt af öllum, að baki rifrildið um hvort bregðast þurfi við, menn sammála um að ástandið hafi verið að versna sl. 2 ár og geti ekki annað en gert það, ef enginn tekur á móti. Eigum við svo bara að halda áfram að bíða og kvíða vondu sumri eftir vond- an vetur í skelfingu yfir því að íslendingum, sem sjá þarf far- borða, fjölgi meir, eins og hinn úrræðalausi bóndi? Búið er að gera vel grein fyrir stöðunni, hvernig hún er nú og hvernig hún hefði getað orðið, ef annað hefði verið gert. Það er að baki. Spurningin er ekki um þörfina, heldur hvernig á að gera það sem gera þarf. Brettum því upp ermarnar, skyrpum í lófana og förum að taka til hendi. Næst er að ákveða hvernig og fá nýtt fólk til að framkvæma það. l.jóam. Sig. Sigm. í grein sinni benda þeir Keilogg og Schware á það, að margir efist um að þessar niðurstöður séu rétt- ar, því að samkvæmt þeim hefði hitastig á jörðunni átt að hækka um 0,5°C á þessari öld en þó hafi kólnað um heim allan frá 1940 til 1965. Höfundarnir segja, að rann- sóknir á Suðurheimskautinu bendi hins vegar til þess að þar dragist ís saman vegna hærri hita á suð- urhveli jarðar. Þá hafi einnig komið í ljós við rannsóknir, að til dæmis eldgos geti haft þau áhrif á gufuhvolfið að um skamman tíma dragi úr hitunaráhrifum koltví- sýringsins og þau ásamt öðrum þáttum kunni að rugla um fyrir mönnum í þessu efni. Hitinn hækkar um 1°C fyrir 2020 Kellogg og Schware telja, að meðalhiti á jörðunni muni hækka um 1°C frá því sem hann er nú ef til vill fyrir árið 2000 en áreiðan- lega fyrir árið 2020, ef aðeins er miðað við áhrif koltvísýrings, og yrði meðalhitinn þá meiri en nokkru sinni undanfarin 1000 ár, eða frá því rúmum hundrað árum eftir að menn settust að á Islandi. Höfundarnir segja, að mönnum kunni ef til vill ekki þykja mikið til um 1°C en benda jafnframt á, að hækkunin margfaldist við heimskautin og verði 2° til 3°C í tempraða beltinu á norðurhveli. Á því svæði mundi slík hitabreyting svara til þess sem nú munar i hita milli fjögurra breiddargráða eða sem svarar fjarlægðinni á milli Kaupmannahafnar og Parísar, Boston og Washington, eða Reykjavíkur og Ósló, svo að nær- tækara dæmi sé tekið. Verði hins vegar tvöföldun á koltvísýringi miðað við magnið fyrir 1900 yrði svipaður hiti í Boston og nú er á Miami í Flórída, en suðurhlutar Bandaríkjanna og Evrópu yrðu hitabeltissvæði. Loftslagið yrði svipað því og það var á þeim tíma, þegar fyrstu sögur hófust fyrir 4.500 til 8.000 árum. Við þetta breytist auðvitað heimsmyndin ekki síst fyrir þá sök, að hitabreytingar hafa veru- leg áhrif á úrkomu. Stór svæði í Afríku, Mið-Austurlöndum og á Indlandi sem og miðhluti Kína, þar sem nú skortir vatn, myndu líklega hafa nægilegt vatn. Hins vegar yrðu stór svæði í miðhluta Norður-Ameríku þurrkasvæði og sömu sögu er að segja um norður- og miðhluta Sovétríkjanna, blóm- legustu ræktunarhéruð stórveld- anna kynnu því að breytast í eyði- merkur. Hærri hiti leiðir til þess að ís bráðnar og þar með hækkar sjáv- arborðið. Rannsóknir benda til þess, að jöklar hafi bráðnað á Grænlandi og Suðurheimskauts- landinu undanfarin 100 ár og við það hafi sjávarborð hækkað um fimm til tíu sentímetra. Ef allur ís á vesturhluta Suðurheimskauts- landsins bráðnaði mundi það hafa í för með sér, að sjávarborðið hækkaði um fimm til sjö metra. Kæmi til þess yrðu þjóðflutningar meiri en nokkru sinni fyrr. Jökla- fræðinga greinir á um, hve langan tíma það tæki fyrir alian þennan ís að bráðna, en að minnsta kosti eru 200 ár til stefnu að flestra mati. ! Rekís við heimskautin mun minnka og þess sjást þegar merki á suðurhveli. Nú þekur rekís Norður-íshafið, Dumbshaf, allan ársins hring, en því er spáð, að snemma á næstu öld verði Dumbshaf íslaust á sumrin. Hins vegar hækkar það ekki yfirborð sjávar, þótt rekís bráðni, öðru máli gegnir um jökla. Áhrif á mannlífið Hér er ekki rúm til að rekja lýs- ingarnar á því hvaða áhrif þessi breyting hafi á mannlífið en Kell- ogg og Schware minna á þá kenn- ingu Arnold Toynbees, að þjóðfé- lög blómstri helst, þegar þau mæta hæfilegri áreitni frá um- hverfi sínu. Hitabeltis- og heimskautaloftslag standa í vegi fyrir því, að það sem kallað er sönn „siðmenning" myndist en á tempruðu beltunum sæti menn hæfilegri áreitni til að mynda slík menningarsamfélög. Sé þetta rétt munu menningarsamfélögin fær- ast fjær miðbaug á næstu öldum. En hvernig færi fyrir mannfólk- inu, ef það héldi kyrru fyrir á sama stað og nú þrátt fyrir hita- breytinguna? I sumum tilvikum mætti létta umskiptin með tækni- legum aðgerðum svo sem loftkæl- ingu á sumrin en veturnir yrðu mildari og líklega gjöfulli. Rann- sókn sýnir, að verkamenn frá tempraða beltinu á Vesturlöndum skila tvö til þrjú prósent minni afköstum fyrir hverja gráðu á Celsius sem hitinn hækkar — en enginn getur sagt fyrir með vissu hver áhrifin eru til lengdar. Ef jöklarnir á Suðurheim- skautslandinu bráðna að fullu og öllu eftir 200 ár, hefði það hörmu- legar afleiðingar fyrir 30% jarð- arbúa sem nú eiga heima í innan við 50 km fjarlægð frá sjávarmáli. Hvad er til ráða? í lok greinar sinnar segja þeir William W. Kellogg og Robert Schware meðal annars: „Við verðum að meta breytingu á veðurfari vegna aukins koltví- sýrings með hliðsjón af öðrum jafn mikilvægum umhverfis- og þjóðfélagsbreytingum sem við mannkyni blasa. Á fyrra helmingi næstu aldar, þegar breytingar á umhverfinu verða mun ljósari en nú, búa ef til vill tvöfalt fleiri menn á jörðunni en nú, þeir neyta þrisvar sinnum meiri fæðu og brenna fjórum sinnum meiri orku. Vandamálin verða nógu mörg þótt ekki verði breyting á veðurfarinu. Eins og nú horfir gæti hnattræn veðurfarsbreyting raskað mjög lífskjörum ýmissa þjóða, þótt hún hefði almennt ekki hörmungar í för með sér. Breytingin kann að hafa áhrif á landbúnað, verslun og lífshætti fjölda manna — og kann eftir nokkrar aldir að neyða fólk til að yfirgefa láglendi vegna hærra sjávarborðs. Æskilegast væri, að þjóðir heims sameinuðust um að takmarka notkun eldsneýt- is, sem unnið er úr jarðefnum til að koma í veg fyrir eða að minnsta kosti fresta þessari röskun. Pólitískan vilja til þess vantar hins vegar og ekki eru líkur á, að hann verði fyrir hendi í fyrir- sjáanlegri framtíð. Nýrri stefnu yrði mótmælt af mörgum bæði vegna alþjóðlegra og þjóðlegra hagsmuna, og engin alþjóðastofn- un er til sem gæti tekið svo afdrifaríka ákvörðun hvað þá heldur fylgt henni fram. Við eigum því ekki annarra kosta völ en búa okkur undir veð- urfarsbreytinguna. Við hljótum að vona, að nauðsynlegar ráðstafanir til að mæta henni séu gerðar ...“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.