Morgunblaðið - 19.09.1982, Síða 26

Morgunblaðið - 19.09.1982, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982 í Reykjarétt með Skeiða- og Flóabændum: „ískaldur Eiríksjökull, veit allt sem talad er hér.. „Á engum nUÓ ég uni eins vel og þessum hér, ískaldur Kiríksjökull veit allt sem talað er bér, ískaldur Kiríksjökull, veit allt sem talad er hér.“ sungu bændur meft mikilli ra- ddfegurð og mýkt í Reykjarétt á föstudag þegar Skeiðamenn og Flóamenn heimtu fé sitt af fjalli, en dráttur gekk ljómandi vel og langt er síðan bændur hafa verið eins tímanlega búnir að draga í dilka. Að einhverju leyti kann ástæðan að vera hin rúmgóða og vandaða aðstaða sem þessi glæsirétt býður upp á en fyrst var smalað í hana sl. ár eftir uppbygginguna. Margt manna var í Reykja- rétt að vanda, en bændur höfðu á orði að heldur væri færra fé en síðastliðið haust og einnig kvörtuðu menn yfir veðrinu á réttardaginn, kváðust vera orðnir svo góðu vanir að þeir væri ekkert sáttir við að fá á sig öll veður þennan rómaða dag, en það má með sanni segja að veðurguðirnir hafi boðið upp á sýnishorn af nær öllum veðrabrigðum á Suðurlandi í gær. Það var slangur af bændum úr öðrum hreppum sem litu við í Reykjarétt og m.a. voru þar mjög glaðværir Hreppamenn á meðan Skeiða- og Flóamenn dudduðu við rollurnar, en á lokasprettinum létu heima- menn ekki sinn hlut eftir liggja og Guðmundur í Ásum og fleiri góðir höfðuðu til Eiríksjökuls á blíðu tónunum. — á.j. Sveinn á Lckjarbrekku var mcttur til leiks í Rejkjarétt, þeirri þriAju í einni vakt, sagði hann og kvaðst einnig hafa verió i Tungnarétt og Hrepparétt. Hann lét hraglandann i veórinu ekkert aftra sér frá þvi að velta vöngum yfír mannlífinu og eilífðarmálunum. Skrafað og sungið í Rejkjarétt að loknum drctti. Hugað að heimferð. Ljósmyndir Morgunblaóid: Ragnir Axebwon. Lítt kunnur maður utanríkisráðherra Nokkrir kunnir ráðherrar eiga sæti í hinni nýju ríkis- stjórn borgaraflokkanna í Danmörku. En flestir ráðherr- anna, sem eru 21 talsins í stað 19 áður, eru heldur lítt kunnir, að minnsta kosti utan Danmerkur. Kunnastur ráðherranna er ugglaust sjálfur forsætisráð- herrann, Poul Schlúter. Hann var sá maður sem endurreisti íhaldsflokkinn eftir innbyrðis deilur, sem höfðu komið flokkn- um í mikinn öldudal. Af öðrum ráðherrum, sem margir kannast við, má nefna Henning Christo- phersen fjármálaráðherra, leið- toga Vinstri flokksins. Flestir kannast einnig við Ib Stetter iðnaðarráðherra, sem er m.a. þekktur fyrir störf sín í Norður- landaráði og hefur verið formað- ur Ihaldsflokksins og þingflokks hans. Þá kannast Iíklega margir við Erik Ninh-Hansen dómsmála- ráðherra, sem hefur verið þing- maður síðan 1953 og lengi verið í forystusveit íhaldsflokksins (hann var viðriðinn deilur þær í flokknum, er leiddu til þess að Schluter var kjörinn formaður). Ýmsir kannast einnig við Palle Simonsen félagsmálaráðherra og nokkra aðra ráðherra. Aðrir ráðherrar eru ekki eins kunnir. í þeirra hópi er sjálfur utanríkisráðherrann, Uffe Ell- ermann-Jensen úr Vinstri flokknum. Það kom flestum á óvart að Ellermann-Jensen var valinn í þetta virðulega embætti. Flestir höfðu talið að leiðtogi flokksins, Henning Christo- phersen, yrði fyrir valinu og það hefði verið í samræmi við við- teknar venjur við myndun sam- steypustjórna. Christophersen hefur sjálfur gegnt embætti utanríkisráð- herra. Hann gat sér góðan orð- stír í því starfi, en fundið var að því meðal annars að hann væri flughræddur. Hann hefur áður stefnt að því að verða forsætis- ráðherra, þótt hann yrði að sætta sig við ósigur, og nú bætist það við að hann varð heldur ekki utanríkisráðherra. En raunar óskaði Christophersen sjálfur eftir því að hann yrði ekki utan- ríkisráðherra og beitti sér fyrir því að Ellermann-Jensen yrði valinn. í staðinn fékk Christophersen stöðu fjármálaráðherra. í því starfi er Christophersen annar valdamesti maður ríkisstjórnar- innar, þar sem hann er íeiðtogi Vinstri flokksins, en ekki Ell- ermann-Jensen, þótt yfirleitt sé sá sem er valinn utanríkisráð- herra talinn annar valdamesti maður hverrar ríkisstjórnar. Hinn nýi utanríkisráðherra virðist fremur umdeildur maður samkvæmt umsögnum, sem hafa birzt um hann í dönskum blöðum eftir stjórnarmyndunina. Hann hefur fengið mjög skjótan frama í dönskum stjórnmálum. Hann er aðeins fertugur að aldri. Margir telja að hann sé mikill hrokagikkur, en hvað sem hæft er í því kom það ekki í veg fyrir að hann var skipaður utanríkis- ráðherra. Hins vegar er það at- hyglisvert að hingað til hefur Ellermann-Jensen nær eingöngu fengizt við efnahagsmál og það er ekki sízt af þeirri ástæðu sem það vakti almenna undrun að hann var valinn utanríkisráð- herra. Ellermann-Jensen er hag- fræðingur að mennt og einn í hópi margra háskólamanna, sem hafa komizt til áhrifa í Vinstri flokknum, hinum gamla flokki bænda í Danmörku. Reyndar SVIPMYND A SUNNUDEGI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.