Morgunblaðið - 19.09.1982, Page 28

Morgunblaðið - 19.09.1982, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982 íslenzku hárgreiöslumeistararnir sjö, sem eru aðilar að hártízku- samtökunum frönsku Haute Coif- fure, eru komnir heim frá því að sækja vetrarlínuna í París og voru eitt kvöldið í vikunni að bera sig saman um það sem þau höfðu séð, móta það fyrir íslenzkar að- stæður og klippa og leggja kolla með nýju línunni. Voru öll stödd á stofunni hjá Dúdda með 10 ís- lenzk módel, klipptu, lituðu og lögðu. Og ljósmyndari blaðsins Kristján Örn kom í lokin og smellti þessum myndum af árangrinum. Vonandi verða menn fróðari um það sem koma skal á þessum vetri í hártízkunni. En hvernig er þá tízkulínan, sem Haute Coiffure lagði á sýningu sinni í Armonville-veitingahús- inu í Bois de Boulogne 5. og 6. september, og á í vetur eftir að breiðast út um hárgreiðslumark- aðinn, ef fer sem ávallt áður? Mikil breyting! Alger bylting frá því sem við sjáum nú í blöðunum! Allmikið frábrugðið þeirri línu sem hefur verið að þróast undan- farin ár, sögðu hárgreiðslumeist- ararnir. Heitið á línu vetrartísk- unnar í hárgreiðslu „Volume 82“, gefur ágæta hugmynd um línuna í ár. Toppar fram á ennið skipta þar miklu máli, en nú er í þeim mikil fylling og þeir lyftast. Permanent er notað til hjálpar og mikið lakk, það er að segja ekki þetta þunga lakk heldur léttara og „misturkenndara". Perma- nentið er látið í allt stutta hárið, en í síða hárið mismikið og aðeins á blettum, þannig að byggist upp í hárið fylling. Strípur eru mikið notað ar, einkum í toppana. Lit- irnir í strípunum ljósir, þannig að fáist góðar andstæður, og gjarnan bara lýstir upp endarnir á hárinu, stundum svo að þar verður eins og léttur hjúpur yfir höfðinu. Með þessari greiðslu kunna þeir, sem voru í fyrri stíl, að þurfa að láta hárið vaxa við eyrun, þar sem það á nú að vera þar síðara. Stutta hárið er oft klippt í spíss að aftan. Og þess má geta í því sambandi, að nú um helgina er hér á landi bandarísk hárgreiðslukona, sem annar hópur hárgreiðslukvenna — og sumar þær sömu — hafa fengið til að kenna sér að klippa með nýjum klippum, sem sér- staklega munu hentugar til að klippa stutt hár. Og á það að geta sparað tíma og fyrirhöfn. — Þetta er ógurlega glæsileg hár- greiðsla, sagði einn hár- greiðslumeistarinn og hinir tóku undir. Fersk lína! Dömuleg! Mað- ur verður á kvöldin „fínn um hár- ið“ eins og í gamla daga. Enda komu sýningarstúlkurnar með kvöldgreiðsluna fram mikið skreyttar. Og sýningarstúlkur skörtuðu gjarnan með „kisugler- augu“, með hárgreiðslunni. Víðu kjólarnir voru síðir og púffaðir og pífur eins og áður fyrr. Hér á myndunum er fyrsta kynning á nýju línunni. En í október er hugmyndin að efna til hártízku- sýningar á Hótel Sögu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.