Morgunblaðið - 19.09.1982, Page 35

Morgunblaðið - 19.09.1982, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982 35 Minning: Gestur Sigurðsson Gestur Sigurðsson fæddist að Bakka í Kaldrananeshreppi, Strandasýslu, 18. september 1904. Foreldrar hans voru Sigurður Stefánsson og Sigríður Jónsdóttir. Þegar Gestur var á öðru aldursári fluttist fjölskyldan að Brúará í sömu sveit og þar sleit hann barnsskónum. Alls voru systkinin 14. Gestur hóf sjósókn ungur að ár- um, fyrst á færaskútum ásamt föður sínum og bróður. Þóttu þeir feðgar allra manna vaskastir við færaveiðina. Hvorttveggja var að hugur Gests hneigðist snemma að sjósókn og að um fátt annað var að velja fyrir unga menn, sem vildu koma undir sig fótunum á þessum árum. Alls mun Gestur hafa verið fimmtán ár á skútum en eftir það mörg ár á línubátum. Um þær mundir settist hann að á Isafirði og tók þar fiskimanna- próf. Upp frá því var hann oftast skipstjóri, stýrimaður eða vél- stjóri á línubátunum sem hann stundaði sjó á. Árið 1928 kvæntist Gestur fyrri konu sinni, Kristínu Jónsdóttur frá Aðalvík. Hún var dóttir Jóns Hjálmarssonar frá Látrum. Þeim hjónum varð tíu barna auðið, en af þeim eru 8 á lífi. Um þriggja ára skeið var Gest- ur stýrimaður á Djúpbátnum Arthúr Fanney. Sagt er að þá hafi margur auralítill farþeginn fengið að fljóta með fyrir væga borgun eða enga. Stýrimaðurinn greiddi það sem á vantaði úr eigin vasa, og veitti þó ekki af hírunni óskiptri til að framfleyta stórri fjölskyldu heimafyrir. Gestur hafði alist upp við þröngan kost á æskuslóðum og vissi hvað fátækt var, og þar sem skilningur og hjartalag fór saman var þessi fórn honum sem sjálfsagður hlutur. Þess má og geta að Gestur var í siglingum til Englands öll stríðs- árin. Litríkasti kaflinn í sjósóknar- sögu Gests Sigurðssonar er þó án efa hrefnuveiðarnar, enda varð hann af þeim landskunnur maður. Hrefnu-Gestur, eins og hann var kallaður á þeim árum, var oft au- fúsugestur þar sem hann lagði með feng sinn að landi. Hann hóf hrefnuveiðar fyrir alvöru árið 1947 og stundaði þær reglulega allt til 1960, en neyddist til að hætta eftir það sökum markaðs- tregðu. Það sama ár missti Gestur konu sína, en það áfall gjörbreytti lífi hans. Heimilið á ísafirði leyst- ist upp að mestu og nú leitaði hann enn á ný mið á sjónum, réðst í skiprúm á togaranum Agli Skallagrímssyni þar sem hann var í níu ár. Á þessu tímabili, nánar tiltekið 1%8, birti svo yfir einkalífinu á ný. Þá gekk hann að eiga seinni konu sína, Kristínu Þórðardóttur, sem lifir mann sinn. Gestur taldi það jafnan sitt mesta lán hve góð- ar konur hann hafði átt og hve þær bjuggu honum gott heimili. Hafið og heimilið voru hans kær- asti lífsvettvangur. Gestur ílentist á togurum allt til ársins 1977, þá 73 ára og búinn að vera hjartasjúklingur í nokkur ár. Það samrýmdist ekki skap- lyndi hans að láta slíkt á sig fá. Eftir að hann kom í land gerðist hann vaktmaður í togurum í Reykjavíkurhöfn, og því má með sanni segja að tengsl hans við sjó- inn hafi aldrei rofnað fram til síð- ustu stundar. Nú er hann allur þessi vaski, kjarkmikli sjómaður, fórnfús og ljúfur í lund. Dagsverk hans verð- ur ekki metið eftir umsömdum núgildandi taxta. Þar mun annar mælikvarði gilda við uppgjörið. Harmur er að honum kveðinn, en minningin þeim mun kærari eiginkonu hans, börnum, ættingj- um og vinum. Gestur verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 20. september, klukkan 13.30. Ingi K. Jóhannesson í lítilli klettakví á ströndinni norðan Bjarnarfjarðar syðri á Ströndum er eyðibýli sem nú mun að mestu kuml ein. Á fyrri hluta aldar vorrar bjuggu þar hjónin Sigurður Stef- ánsson og Sigríður Jónsdóttir. Þau áttu saman þrettán börn. Tvö þeirra dóu í bernsku en ellefu komust til fullorðins ára. Landshættir byggðar á Brúará sniðu þröngan stakk búendum. Túnið var örlítill skiki og engi að- eins smáblettir og brekkur milli klettahjalla sem vætir fót sinn við fjörumál, og smáflóar í dalverpi hátt í fjallinu. Lending við brim- sorfinn malarkamb var erfið í álandsvindi. Með þetta í sjónmáli sýnist sem Brúarárfjölskyldan hafi ekki átt greiða bjargræðisvegi. En oft er það svo, að þó náttúr- an bjóði ekki góðan kost getur manndómur og elja þeirra sem við hana glíma ráðið nokkru um framvinduna. Hjónin á Brúará voru ekkert meðalfólk. Húsbóndinn var sjómaður sem síðla vetrar fór til útróðra vestur af Isafjarðardjúpi og var þá í fremstu röð — oft fremstur þeirra fiskimanna sem þar stunduðu handfæraveiðar. Heima hlynnti konan að börnum og búi. Ég þekkti nokkuð vel til þessa fólks á mínum uppvaxtarárum og seinna átti ég langa og ánægjulega samleið með elsta syninum í fjöl- skyldunni, Jóni bónda á Bjarnar- nesi. Þótt oft væri þröngt í búi og ekki hátt til lofts né vítt til veggja í hreiðrinu á Brúará, flugu engir aukvisar þaðan út. Bræðurnir voru harðduglegir og fengsælir sjómenn, sem fylgdu fast á hæla föður síns strax og þeir komust svo til ára að heimanför í verið væri álitin möguleg. Systurnar létu heldur ekki sinn hlut verri vera. Flest eru þessi systkin nú horfin af vettvangi og þau sem eftir eru á síðdegisgöngu. Gestur Sigurðsson, einn úr þess- um stóra hópi, kvaddi fyrir fáum dögum. Æviganga hans var ekki ætíð eftir ruddum vegi. Hann varð sjálfur að brjóta sér braut og sjá fótum sínum forráð. Þegar hann kom til nokkurs þroska fór hann á sjóinn, fyrst á skútur og siðan á línubáta. Hann tók skipstjórapróf á Isafirði og var eftir það lengi með báta. Árið 1928 kvæntist Gestur Kristínu Jónsdóttur frá Látrum í Aðalvík. Þau voru fyrst eitt ár í Hnífsdal en stofnuðu síðan heimili á Isafirði. Þeir voru engin vöðvafjöll bræð- urnir frá Brúará, grannir menn, liprir og laghentir. Allar þessar eigindir nýttust Gesti vel. Þegar synir hans voru það á legg komnir að þeir gátu fylgt honum á sjóinn keypti hann sér lítinn vélbát og hélt honum út til veiða. Árið 1947 fór hann svo að stunda hrefnuveiðar eingöngu, og rak þá útgerð í fimmtán ár með ágætum árangri. Gestur byrjaði snemma að fara með byssu og var ungur afburða skytta. Það kom honum að góðu við hrefnuveiðarnar. Hrefnu-Gestur, eins og hann var almennt kallaður manna á milli, stundaði veiðar og viðskipti á öllu svæðinu austan frá Rauðu- núpum vestur að Öndverðarnesi og var vel þekktur og aufúsugest- ur á hverri höfn. En væri spurt um Gest Sigurðsson frá Brúará, litla kotinu við Bjarnarfjörð, voru færri sem vissu hver maðurinn var. Með elju og dugnaði tókst honum að vaxa frá fátækt til bjargálna og sjá borgið hag fjöl- skyldu sinnar. Gestur missti konu sína, Krist- ínu, 1. des. 1%0. Það var honum þungt áfall. Þau höfðu verið sam- hent og baráttan fyrir afkomu heimilisins þeirra beggja. Börnin voru uppkomin og hann sat vængstýfður eftir. En auðvitað varð hann að halda áfram að lifa. Hrefnuveiðar stundaði hann ekki lengur og kom þá til hugar að fara tvær, þrjár veiðiferðir á togara. En þessar upphaflega áætluðu ferðir urðu níu ára starfstími á þessum vettvangi. En langur og strangur vinnu- dagur setti mark sitt á manninn. Heilsan bilaði og hann varð að hætta sjómennsku, þó ekki fyrr en hann var kominn yfir vinnumörk kerfisins. Þrátt fyrir brauðstrit og basl hins daglega lífs var Gestur gleði- maður og naut vel þeirra fáu stunda sem tóm gafst frá dagsins önn. Seinni kona hans var Kristín Þórðardóttir Grunnvíkings. Þau áttu saman fjórtán hamingjurík ár. Hún lifir mann sinn. Fáum dögum fyrir andlát Gests kom hann til mín hýr í bragði, uppábúinn og snyrtur eins og venjulega þegar hann ekki gekk til vinnu. Snyrtimennska var, þrátt fyrir lítil efni, heimanfylgja Brú- arársystkinanna og entist þeim ævina út þegar þau sjálf réðu sínu húsi. Ungur maður yfirgaf Gestur litla býlið á Bölum norður og lifði síðan ævina fjarri þeim slóðum. Ætla mætti að erfið kjör æskuár- anna hefðu gert honum gleymsk- una ljúfa, en það fór á annan veg. Þó hann í starfi daganna væri annars staðar böndum bundinn, reis minningin úr djúpi draumvit- undar og þegar hann fékk fyrir- boða um afla eða önnur höpp var það venjulega tengt einhverju sem hugur hans nam heima á Brúará. Ekki veit ég hve miklum frama Gesti v^r spáð þegar hann kvaddi sína heimahaga — en að leiðarlok- um vitna gengin spor um dugmik- inn mann og góðan dreng, sem leysti sitt lífshlutverk með sóma. Ég sendi aðstandendum samúð- arkveðju. l>orsteinn frá Kaldrananesi raðauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar Til leigu nýtt verslunarhúsnæöi viö Hlemmtorg. Um er aö ræða ca. 403 fm á jaröhæö, ásamt ca. 140 fm lagerplássi í kjallara. Leigist í heilu lagi eöa minni einingum. Tilboö sendist augl. deild Mbl. fyrir 25. sept. merkt: „Ó — 7871“. Til leigu aö Ármúla 38, skrifstofuhúsnæði, tvær hæö- ir, 330 fm hvor. Sérinngangur viö Selmúla. Leigist í einu lagi eöa hlutum. Upplýsingar í síma 17045 á daginn og 42150 á kvöldin. nauöungaruppboö Nauöungaruppboö annaö og síöasta uppboö á sumarbústaöalóö nr. 15 úr Gjábakkalandi í Þingvallasvelt þ.e. þinglýstum lelguréttlndum Sæmundar Jónssonar, áöur auglýst í 36., 39. og 43. tbl. Lögbirtingablaös 1982, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 24. september 1982 kl. 11.30, samkvæmt kröfum lögmannanna Vilhjálms H. Vilhjálmssonar og Kristján Stefáns- sonar. Sýslumaöur Árnessýslu. Naudungaruppboö annaö og siöasta uppboö á húseígninni Egilsbraut 4 i Þorlákshöfn, sem er þinglýst eign Steinars Sveinssonar og Jós Arnasonar, en siöan talin eign Olafs Ingimundarsonar. áöur auglýst i 107., 112. og 114. tbl. Lögbirtingablaösins 1982, fer fram á eigninni s|álfri föstu- daginn 24. september 1982, kl. 14.15 samkvæmt kröfum Landsbanka íslands og Iðnaðarbanka Islands. Sýslumaöur Árnessýslu. Sauðárkrókur — bæjarmálaráð Aöalfundur bæjarmálaráös Sjálfstæöisflokksins á Sauöárkrókl. verö- ur haldinn í Sæborg, miövikudaginn 22. september nk. og hefst kl. 20.30. 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Bæjarfulltrúar skýra frá bæjarmálefnum. 3. önnur mál. Kaffiveitingar. Allt stuöningsfólk D-listans er velkomlö á fundinn. Stjórn bæjarmálaráós. Selfoss Sjálfstæöisfélagiö Öðinn boöar til fundar um bæjarmálefni Selfoss fimmtudaginn 23. september kl. 20.30 á Tryggvagötu 8. Félagar fjölmenniö. Stjórnin Reykjaneskjördæmi Aöalfundur kjördæmisráös Sjálfstæðis- flokksins í Reykjaneskjördæmi verður hald- inn laugardaginn 16. október nk. í sjálfstæö- ishúsinu í Kópavogi aö Hamraborg 1 og hefst kl. 10 árdegis. Dagskrá auglýst síöar. Stjórn Kjördæmisráös. Almennir stjórnmálafundir á Auaturlandi veröa haldnir aem hér aegin Austurlandskjördæmi A Seyöisfiröi miövikudaginn 22. sept. kl. 21.00. Eskifiröi fimmtudag- inn 23. sept. kl. 21.00. Noröfiröi föstudaginn 24. sept. kl. 21.00. Framsögumenn á fundunum veröa alþlngismennirnir Birgir isleifur Gunnarsson og Egill Jónsson. Allir velkomnir. Kjördæmisráö. Almennir •tjórnmálafundir é Auaturlandi veröa aem hér aegir: Austurlandskjördæmi Fáskrúösfiröi. mánudaginn 20. sept. kl. 21.00. Reyöarfiröi, þriöjudag- inn 21. sept. kl. 21.00. Framsögumenn á fundunum veröa alþingismennirnir Birgir isleifur Gunnarsson og Egill Jónsson. Allir velkomnir. Kjördæmisráö.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.