Morgunblaðið - 19.09.1982, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ; SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982
Á fleygiferð um Austurlönd fjær
Sri Lanka
Fyrsta daginn sem ég var
á Sri Lanka fór ég að horfa á
fílana dansa ... Lankar eru
með réttu stoltir af þeim
kúnstum, sem þeir geta látið
þessi gagnmerku og klunna-
legu dýr gera. Dansar fílanna
í dýragarðinum í Colombo
tóku öllu fram sem ég hef
séð í sirkusum eða bíómynd-
um. I»eir risu upp á afturlapp-
irnar, léttilega eins og ball-
ettmeyjar, lögðu framlapp-
irnar um skrápinn á dansfé-
laganum og svo héldu þeir
blíðlega hvor um annan og
dönsuðu tangó og vals eða
foxtrott, allt eftir tónlistinni.
I»etta var hreinlega engu líkt,
hvort tveggja í senn list og þó
svo grátlega fyndið, að það
hefði mátt vera þunglyndur
maður sem ekki hefði tekið
kæti sína við að horfa á fíl-
ana stíga dans. Svo voru litlir
fílar, sem voru að byrja á
Kókoshnetur til sölu
sem voru að vinna með fílum sin-
um og í óhreinni á voru börn að
baða sig. Það eru væntanlega
fleiri sem tylla þarna niður fæti,
því að allt í einu vorum við um-
kringd af litlum stúlkum, sem
vildu að ég gerði kaup við þær:
nisti úr kókoshnetum, kryddpokar
og hvaðeina. Þegar ég hafði látið
þær vita að ég væri bara að horfa
á fegurðina, komu þær með
„nafnspjöldin" sín. Þær höfðu
skrifað nöfnin sín á bréfmiða eða
sígarettupakka:
Sunil Jaya Ratna
Lower Kadugannawa, Hingula
eða:
Regina Tissera með sama heimi-
lisfangi. Og neðst stóð: gerðu svo
vel og sendu okkur barnaföt eða
naglalakk ...
Að svo búnu komu þær með
körfu fulla af ávexti sem heitir
mangustin og buðu mér að
smakka á — eins mikið og ég vildi.
Eg hef aldrei bragðað á þessum
ávexti, hann er fjólublár að lit, á
stærð við plómur með sætu hvítu
kjöti innan í, minnti á banana en
miklu safaríkari. Svona var þetta
alls staðar. A einni ferðinni kom-
um við í teverksmiðju og ég fékk
Þar andar maður að sér fegurð-
inni og horfír á fílana dansa
þjálfuninni, þeir stigu vand-
lega eitt skref fram og tvö
aftur og veifuðu rananum
kumpánlega framan í gesti
og það lá við manni fyndist
þeir brosa drýgindalega yfir
afrekum sínum.
Viðmót Lanka og
gestrisni fáu lík
I fljótu bragði virðast útlend-
ingar ekki fyrirferðamiklir í Col-
ombo, hvað þá úti á landsbyggð-
inni. Þó hefur aukning ferða-
manna til landsins verið umtals-
verð síðustu ár, enda hefur Sri
Lanka upp á mikla fegurð að bjóða
og það er meira að segja hægur
vandi að umbera öll þessi tré, sem
mér finnst yfirleitt gera það eitt
að skyggja á landslagið.
Colombo er dálítið ruglingsleg
borg, eins og ýmsar Asíuborgir,
minnti dálítið á Manilla, en þó
fannst mér ekki áberandi örbirgð
þótt langt sé frá að Sri Lanka sé
velferðarríki á vestrænan mæli-
kvarða. Borgin er dálítið skítug og
innan um glæsibyggingar eru litl-
ir moldarkofar og hreysi. Hótelið
sem ég var á var sagt vera lúxus-
hótel, það má segja að það hafi
verið eins og traust sveitahótel á
íslandi.
En vanti eitthvað einhvers stað-
ar á, bæta Lankar það upp með
viðmóti sínu. Hlýiegra og gest-
risnara fólk hef ég ekki hitt í ann-
an tíma. A skoðunarferðum mín-
um til suðurs og vesturs eða aust-
urs kom alls staðar fram þessi
ágengnislausa hlýja sem er svo
sérstaklega viðkunnanleg. Auðvit-
að var reynt að selja manni alls
kyns skran og dót, ef maður vildi
ekki kaupa var ekkert við því að
segja, þá var komið með gjafir í
staðinn.
Einhverju sinni vorum við bíl-
stjóri minn Upali Indrasiri á leið-
inni frá Ratnapura, borg eðal-
steinanna. Leiðin liggur hátt
og á einum stað bað ég hann að
stansa því mig langaði að fara út
og anda að mér þessu landslagi;
mjúkir djúpir dalir með grósku-
miklum trjám sem svignuðu und-
an ananas eða kókoshnetum, inn á
milli blöstu við hrísgrjónaakrarn-
ir, þegar litið var enn í aðra átt
sást. til skógarhöggsmannanna
Hvergi utan íslands hefur landslag hrifið mig jafn mikið og á Sri Lanka
að fylgjast með því frá því laufin
eru tínd af trjánum, pressuð, rist-
uð og ég veit ekki hvað og þangað
til vinnslu er lokið og konur sitja
við og flokka eftir gæðum. Þarna
keypti ég náttúrulega pakka af te
og var leyst út með öðrum. Svo sat
ég stund úti i blíðunni, slöngu-
temjari var að leika listir sínar
fyrir utan verksmiðjuna, aðallega
og einkum fyrir sig og slöngurnar,
því að áhorfendur voru ekki aðrir
en ég og Upali. Það var forkostu-
leg sjón að fylgjast með því hvern-
ig slöngurnar hlykkjuðust upp og
niður og út og suður, hurfu eins og
örskot niður í krukkurnar og
bylgjuðust svo upp úr þeim aftur.
Það var eins og ég væri komin inn
í gamalt ævintýri. Tvær ungar
stúlkur komu til mín með kók-
oshnetu og vildu selja mér, ég var
södd eftir tedrykkju inni í verk-
smiðjunni, en þær vildu þá bara
gefa mér að smakka. Siðan var
hoggið ofan af hnetunni og ég
dreypti á þessum ljómandi góm-
sæta drykk sem hefði að vísu mátt
vera kaldari þarna í 35 stiga hit-
anum.
Alls staðar situr Búdda
og horfir hcimspekilega
fram fyrir sig
Á Sri Lanka búa um fimmtán
milljónir manna. Þéttbýlustu
svæðin eru á suður- og vestur-
hluta eyjarinnar, þar eru % íbú-
anna, enda landið þar afar vel
fallið til hvers konar ræktunar.
Meirihlutinn er Sinhalesar, fólk af
arískum kynstofni, sem fluttist
búferlum frá Indlandi fyrir 2.500
árum. Fólk er yfirleitt fremur
dökkt á hörund, fíngert og yfir-
leitt laglegt. Þetta á bæði við um
karla og konur. Langflestir eru
Búddatrúar og við hvert fótmál
eru stór og lítil musteri, þar sem
er Búddalíkneski, hvar hann situr
feitur og pattaralegur og horfir
fram fyrir sig í heimspekilegri
upphafningu. Þó er heilagastur
staða musterið í Kandy, enda er
þar geymd tönn úr meistaranum. I
seinni grein segir frá för til
Kandy. Tungumál Sinhalesa er
einstakt í heiminum, m.a. að því
leyti að sama skrifaða sagnorðið
og talað þarf alls ekki að þýða hið
saman. Tungumálið á uppruna
sinn í sanskrít. Tuttugu prósent