Morgunblaðið - 19.09.1982, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982
43
Elzta ÍNlenzka bókin, sem varAveitt er i Landsbókasafni. Á myndinni sést
opna úr Mattheusarguöspjalli i „Nýja testamenti" í þýAingu Odds Gott-
skálkssonar, sem prentaA var i Hróarskeldu í Danmörku 1540.
rit og blöð — en elzta íslenzka
tímaritið kom út 1773 og nefndist
„Islandske Maaneds Tidender".
Var það prentað í Hrappsey og
Kaupmannahöfn. Á þeim tveimur
öldum, sem síðan eru liðnar, hafa
komið út á þriðja þúsund einstök
tímarit og blöð, og sýnir það, hve
þessi iðja hefur verið gífurleg,
þótt mörg tímaritanna hafi auð-
vitað orðið skammlíf.
Frá 1970 hefur Landsbókasafn
gefið út Samskrá um erlendan rit-
auka íslenzkra rannsóknabóka-
safna, og leggja nú 13 söfn og
stofnanir til efni í hana. Þá kom
út 1978 Samskrá um erlend tíma-
rit í íslenzkum bókasöfnum og
stofnunum og 1980 viðauki við
hana.
Ýmsir þættir starfseminnar eru
enn ótaldir. Bókbandsstofa hefur
verið í safninu síðan það var flutt
í Safnahúsið, og gegnir hún miklu
hlutverki. Ennfremur er í safninu
myndastofa, þar sem sinnt er
margvíslegri myndagerð í þágu
safnanna og gesta þeirra. Þyrfti
að efla þá starfsemi að miklum
mun.“
— HvaA er væntanlegt út næst á
vegura safnsins?
„Innan skamms kemur t.d. út
Árbók Landsbókasafns 1981, en í
henni verður m.a. skrá um dokt-
orsritgerðir íslendinga, bæði
prentaðar og óprentaðar, frá 1666
til 1980. Af annarri útgáfustarf-
semi á næstunni mætti nefna
ljósprentun, sem bókaforlagið Ið-
unn gefur út í samvinnu við
Landsbókasafnið. Er hér um að
ræða stafrófskver sr. Gunnars
Pálssonar, er hann nefndi „Lítið
ungt stöfunar barn“ og var fyrst
prentað í Hrappsey fyrir réttum
tveim öldum, árið 1782. Gunnar
Sveinsson skjalavörður ritar
formála fyrir útgáfunni, en bókin
er fjórða bindið í flokknum „ís-
lenzk rit í frumgerð“.“
— Innan fárra ára raunu Lands-
bókasafn og Háskólabókasafn flytj-
ast í eina byggingu, ÞjóAarbókhlöA-
una viA Birkimel. Mun veröa ein-
hver veigamikil breyting á starfs-
háttum safnanna viA þessa samein-
ingu?
„Flutningurinn í hin nýju húsa-
kynni og sameining safnanna þar
mun valda byltingu í allri starf-
semi þeirra. Þau munu þá geta
veitt landsmönnum og Háskóla ís-
lands miklu víðtækari og betri
þjónustu, auk þess sem meiri hag-
kvæmni verður við komið í safn-
rekstrinum. Þjóðskjalasafn ís-
lands mun fá núverandi húsnæði
Úr handritasal.
Landsbókasafns, er það hefur ver-
ið flutt, en um það er að vonum
orðið mjög þröngt eins og bóka-
söfnin. Ef fer sem horfir, vonast
ég til þess, að við getum tekið til
starfa í nýja húsnæðinu árið 1986,
en til þess að það megi takast,
verður vitaskuld að vera hægt að
halda hiklaust áfram bókhlöðu-
smíðinni." . ,
„Evangeliae pistlar og collectur, sem lesin verða f kirkjusöfnuAinum á
sunnudögum". Handrit Jóns GuAmundssonar lerAa frá árinu 1596, en þá var
Jón aðeins 22 ára gamall. HandritiA er varðveitt I Lbs. 1235 8vo.
KOSTABOÐ
RALEIGH KEPPNISREIÐHJÓL
RALEIGH ti KEPPNISREIÐHJÓL
Klemmubremsur/grindarhæð 60
cm/hjólbarða stærð: 622/þyngd
10,3 kg 10 gíra verð: 3 168 kr. —
Greiðslukjör.
FALKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670
FRAM
TÖLVUS KÓLI
NYR
SKÓLI
Tölvuskólinn FRAMSÝN hóf starfsemi sína 15. september síöastliðinn
aö Síöumúla 27 í Reykjavík meö námskeiöum sem ætluö voru öllum
þeim er áhuga heföu á því aö kynnast tölvum og notkunarmöguleikum
þeirra.
Markmiö þeirra sem aö FRAMSÝN standa er aö veita almenna grunn-
þekkingu um tölvur, uppbyggingu þeirra, helstu geröir og notkunar-
möguleika og á þann hátt aðstoða þá sem auka vilja atvinnumöguleika
sína og tryggja framtíö sína á öld tæknivæöingar og tölvuvinnslu.
NÝ TÖLVUNÁMSKEIÐ
Til þess aö koma til móts viö allan þann fjölda sem sýnt hefur skólanum
áhuga en varö frá aö hverfa þegar skólinn var fullsetinn, hefur veriö
ákveöiö aö auka starfsemi skólans þegar á þessu ári og áætlaö er aö
ný námskeið hefjist 15. október ’82.
Kennslutilhögun hinna nýju námskeiða veröur meö sama hætti og
hinna fyrri. Námskeiöin veröa í formi fyrirlestra og dæma, ásamt raun-
verulegum verkefnum er nemendur veröa aö leysa sjálfstætt meö
aðstoö tölvu. Hvert námskeiö stendur aö meöaltali í tvær vikur og
engra sérstakra inntökuskilyröa er krafist.
Þeir sem áhuga hafa á aö komast aö á námskeiðum þessa árs eru hér
meö hvattir til þess aö láta skrá sig sem fyrst því fjöldi þátttakenda á
hverju námskeiöi veröur ekki aukinn þ.e. 6—12 þátttakendur á hverju
námskeiði til aö tryggja aö sem bestur árangur náist.
Þeim sem þess óska veröa send heim öll gögn og áætlanir.
Innritun og upplýsingar í síma: 39566.
TÖLVUSKÓLINN FRAMSÝN, SÍOUMULA 27, PÓTSHÓLF 4390, 124 REYKJAVÍK, SÍMI: 39566.