Morgunblaðið - 19.09.1982, Side 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982
Einn af kunnari knattspyrnu-
mönnum okkar um þessar mundir
er Atli Eðvaldsson. Atli hélt ungur út
í vikingu og gerðist atvinnumaður
hjá hinu þekkta knattspyrnufélagi
Borussia Dortmund og fetaði í fót-
spor eldri bróður síns, Jóhannesar
Eðvaldssonar. Þar lék Atli í eitt og
hálft keppnistímabil. Hann var seld-
ur til Fortuna Diisseldorf. Atli og
eiginkona hans fluttu sig því um set
og fóru frá Dortmund og búa nú í
Mettman, mjög fallegum b* rétt
utan við Diisseldorf. Atli er um það
bil hálftíma að koma sér frá Mett-
man á æfingavöll félags síns. Þegar
keppnistímabilið var að hefjast I
V-Þýskalandi voru Atli og kona
hans, Steinunn, sótt heim og eftir að
hafa setið að miklu veisluborði hjá
þeim hjónum var Atli tekinn tali og
hann inntur eftir því hvort keppnis-
tímabilið legðist vel í hann. Félagi
Atla, Fortuna Diisseldorf, hefur ver-
ið spáð neðsta sæti í 1. deild og það
er síður en svo spennandi að falla
niður i 2. deild.
— Ég er bjartsýnn á keppnistíma-
bilið sem nú er hafið, sagði Atli.
Maður verður að vera bjartsýnn,
okkur er reyndar spáð neðsta sæti í
deildinni en ég hef ekki neina trú á
þvi að við föllum. Vonandi tekst
okkur að verða um miðja deild. Það
hafa orðið miklar breytingar á liðinu
frá því í fyrra. Sér í lagi munar mikið
um að við höfum nú fengið hörku-
góðan markmann. Sá sem við vorum
með í fyrra var slakur. Hann var svo
slakur, að sú saga var oft sögð um
hann, að ef honum yrði hent út á
mikla umferðargötu, myndi hann
ekki verða fyrir bilunum heldur
myndu þeir fara i gegnum klofið á
honum. Nú hefur orðið breyting á.
Að vísu höfum við fengið á okkur
nokkuð af mörkum, en ég hef trú á
því að Jiað lagist.
— Arið í fyrra var erfitt hér. Nú
hefur þetta lagast maður er farinn
að þekkja betur inn á hlutina og
hefur kynnst þessu öllu betur. Hvað
sjálfan mig varðar er ég í mjög góðri
æfingu. En er samt ragur í leikjum.
Ég veit ekki af hverju. Mér finnst að
ég eigi að geta fengið meira út úr
sjálfum mér hjá liðinu.
Ertu öruggur með sæti
þitt í liðinu?
— Já ég á að vera alveg öruggur
með sæti mitt í liðinu. Ég hef leik-
ið alla leiki með liðinu til þessa og
vona að það breytist ekki. Þetta
fer eiginlega allt eftir því hvort
maður skorar eða ekki. Ég leik
stöðu miðherja og ég verð að
skora. I fyrra skoraði ég sjö mörk
á keppnistímabilinu. Nú hef ég
sett mér það takmark að skora 10
mörk eða meira. Maður þarf að
vera fullur af sjálfstrausti og vera
öruggur með sig til að standa sig
vel í þessum bransa. Mér finnst
þetta vera um fjörutíu prósent
geta en restin er uppi í kollinum.
Halda höfði og vera klókur. Vera
ekki að stressa sig. Sálræna hliðin
spilar mikið inn í þetta. En eftir
bráðum þrjú ár hér úti er maður
bæði reynslunni ríkari og þrosk-
aðri.
Hvernig líður nú venju-
leg vinnuvika hér úti hjá
þér?
— Við skulum byrja á sunnu-
deginum. Þá er æft létt um morg-
uninn og leikmenn fá nudd og gert
er að meiðslum þeirra, ef þau eru
þá einhver, eftir kappleik laugar-
dagsins. Á mánudögum er alveg
frí. Á þriðjudögum er æft tvisvar.
Kl. 9 til 11 og 2 til 4. Oftast er æft
tvisvar á miðvikudögum. Ein æf-
ing um eftirmiðdag á fimmtudegi
og á föstudögum er létt æfing og
farið er yfir leikkerfi. Nú á hverj-
um laugardegi er kappleikur. Aðra
hverja viku leikum við á útivelli
og þá koma oft til löng ferðalög.
Ymist förum við í þægilegum
langferðabíl eða fljúgum, það fer
eftir vegalengdinni.
Hefur þú alltaf sama
brcnnandi áhugann á
knattspyrnunni, eða er
þetta orðið eins og hver
önnur vinna?
— Ég hef alltaf sama brenn-
andi áhugann á knattspyrnunni.
framlínuleikmennina. Því leik ég
alltaf með öklasokk, öklapúða og
þykkar legghlífar.
Þegar þú lítur til baka
hvað fínnst þér einna helst
ábótavant við þá þjálfun
sem þú fékkst heima á ís-
landi sem drengur. Og
hvað ráðleggur þú ungum
knattspyrnumönnum varð-
andi æfingar?
Atli og Steinunn með frumburðinn Egil Atlason.
Atli Eðvaldsson:
„Þetta er í raun
stórkostlegt
ævintýri“
Grein og myndir Þórarinn Ragnarsson
Hún er æðislega skemmtileg, og
ég nýt hverrar mínútu sem fer í
það að leika hana.
Hvenær rennur samn-
ingur þinn út hjá félaginu?
— Hann rennur út í vor. Og því
er mjög mikilvægt fyrir mig að
standa mig vel á keppnistímabil-
inu. Standi maður sig vel fær
maður nýjan samning. En fram-
tíðin ein sker úr um það, hvort það
verður hér eða hjá öðru félagi.
Hvaða lið eru sterkust í
V-Þýskalandi um þessar
mundir að þínum dómi?
— Það eru fimm lið sem skera
sig nokkuð úr. Bayern, Hamborg,
Köln, Dortmund, og Stuttgart.
Þessi lið eru með einhverja bestu
knattspyrnumenn í heiminum í
dag.
En hvaða leikmenn eru
sterkastir?
— Það eru margir góðir hér og
erfitt að gera upp á milli þeirra.
Hvað mig varðar þá er Karl Heinz
Förster erfiðasti varnarmaðurinn
sem ég hef leikið gegn. Hann er
frábær leikmaður. Hann var kjör-
inn knattspyrnumaður deildarinn-
ar fyrir síðasta keppnistímabil.
Og er eins og allir vita fastur leik-
maður með landshðinu. Nú
Manfred Burgsmúller, fyrrum fé-
lagi minn hjá Borussia Dortmund,
er skemmtilegur leikmaður og að
mínum dómi einn sá besti. Hann
getur unnið leik upp á eigin spýt-
ur. Hann hefur gífurlega góða
knattmeðferð og er óhemju fljót-
ur. Þá skorar hann mikið af mörk-
um. Það er furðulegt að hann skuli
ekki hafa verið valinn í lands-
liðshópinn hjá Derwall.
Hvað þarft þú að bæta
sjálfur til að verða betri
knattspyrnumaður?
— Maður þarf að bæta allt. Það
er sífellt hægt að bæta sig með því
að æfa vel. Eg þarf að bæta skalla-
tækni mína. Skottækni mína get
ég bætt og jafnframt knattmeð-
ferð. Mér finnst ég hafa breyst
sem knattspyrnumaður. Vonandi
hefur mér farið fram. Ég hef sem
betur fer sloppið líka við alvarleg
meiðsli. Hér er boltinn harður og
alltaf hætta á að menn meiðist
illa. Það er mikið sparkað í okkur
— Það sem þarf fyrst og fremst
að ieggja áherslu á heima við
þjálfun ungra drengja er knatt-
meðferð. Boltatækni er svo stórt
atriði í knattspyrnunni. Það sem
mér finnst ábótavant heima er
einna helst það að of fljótt er lögð
áhersla að fara að keppa og reyna
að vinna. Ungir drengir eiga að
leggja höfuðáhersluna á að æfa
knatttækni, það þarf að kenna öll-
um að sparka rétt. Þá er áríðandi
að leggja meiri áherslu á skot-
tækni. Henni er mjög ábótavant
heima. Hér úti æfa atvinnuknatt-
spyrnumenn alveg lygilega mikið
og vel. Enda er mikið í húfi að
standa sig vel. Þá eru líka gerðar
gífurlega miklar kröfur til leik-
manna um að þeir skili góðri
frammistöðu. Við fáum jú greitt
fyrir það.
Er eftirsóknarvert að
vera atvinnumaður í
knattspyrnuO
— Já, tvímælalaust. Maður
sækir í þetta reynslu og þroska.
Þetta er í raun stórkostlegt ævin-
týri. En maður verður að fara í
þetta með réttu hugarfari. Þetta
er ekki alltaf dans á rósum. Það
gengur upp og niður í þessu eins
og svo mörgu öðru og þegar illa
gengur má maður ekki láta hug-
fallast heldur verður að sækja á
brattann. Nú, fyrir mig sem
íþróttakennara þá er þetta líka
mikill lærdómur sem ég á eftir að
geta notast við þó síðar verði.
Maður fær jú mikla kennslu í
knattspyrnuþjálfun, með því að
standa í þessu. Nú, svo má það
ekki gleymast að í þessari atvinnu
hefur maður mjög góðar tekjur.
Hvað gerir þú í tóm-
stundum þínum hér í
Mettman?
— Þeim frítíma, sem ég hef,
eyði ég með fjölskyldu minni. Hér
við húsið er tennisvöllur og ég hef
gaman að því að grípa í tennis-
spaðann af og til. Það er nauðsyn-
legt að hafa eitthvað til að dreifa
huganum frá knattspyrnunni.
Við Pétur félagi minn í Fortuna
höfum mikið samband okkar á
milli. Oft er farið í kvikmyndahús,
eða þá út að borða. Það er gott að
hafa landa sinn með í hópnum, við
veitum hvor öðrum stuðning þegar
á þarf að halda, sagði Atli.
— ÞR.
Félagarnir Atli og Pétur Ormslev leika báðir með Furtuna Diisseldorf, og styðja bvor annan í baráttunni.