Morgunblaðið - 22.10.1982, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1982
37
fram fer þar, því klúbbarnir eru
lokaöir öörum en meölimum og
kvenfólk fær ekkl aö stíga fæti sín-
um þar inn. Einnig er töluvert um
þaö aö fjárhættuspil séu spiluö í
heimahúsum.
Aö sögn þeirra sem til þekkja er
möguleikinn til aö veröa spilasjúkl-
ingur fyrir hendi hér sem annar-
staöar og eflaust margir búnir aö
steypa sér í fjárhagsskuldir og
önnur vandræöi vegna sjúklegrar
spilaástríöu. Fjárhæöirnar eru þó
oft mun lægri hér á landi en í öör-
um löndum en þó oft nægilegar til
aö koma mönnum á kaldan klaka.
Algengast er aö menn vinni nokkr-
ar fjárhæðir hver af öörum annaö
veifiö, skiptist á aö vinna, en hinir
eru þó til sem tapa yfirleitt öllu
sínu. „Þaö veröur enginn maöur
ríkur af þessu,“ sagöi einn viömæl-
andi minn sem vel þekkir til fjár-
hættuspila, bæöi í spilaklúbbum
og á einkaheimilum. Hann sagöi
einnig aö flestir sem tækju þátt í
þessu aö einhverju ráöi væru ein-
hleypir, eða ekki miklir fjölskyldu-
menn, margir spila kvöld eftir
kvöld og jafnvel fram eftir morgni.
Spilamennskan getur veriö ágætis
tómstundagaman en eins og rakiö
hefur verið hór aö framan getur
spilaástríöan leitt menn í algjörar
villigötur sem erfitt er aö rata úr.
(M.a. stuéat við erlend tfmarit.)
CIRCOLUX___________________
Einföld ísetning, gengur í öll
venjuleg perustæði
Orkusparnaður, aukin birta, lýsir
eins og 75 watta pera en notar
aðeins 25 wött. 6 x lengri
meðalending.
OSRAM
OSRAM jafnt utan sem innan dyra.
OSRAM alls staðar.
HEILDSALA: JÓH. ÓLAFSSON & CO. H/F43 SUNDABORG 13—104 REYKJAVÍK — SÍMI 82644
„Þú lítur út eins
og gjafapakki, “
sagði Karl prins
Myndin, aem tekin var af þaim saman Karólínu og Karli kvöldiö í
Mónakó.
talin til lækningajurta. Blöö-
in voru lögð við kýli og
bólgur og reykurinn, sem
andaö var aö sér í gegnum
trekt, átti að lækna höfuö-
verk.
Þaö var svo meira en
einni öld seinna, er í Ijós
kom aö í tóbaksreyk eru
eiturefni og sér í lagi eitt
(nikótín). Þegar fariö var aö
leita aö nafni á efniö
C10H14N2 kom í hugann
nafnið á plöntunni, sem allt-
af haföi veriö nefnd eftir Je-
an Nicot, þeim sem flutti
hana til Frakklands, og köll-
uö Nicotinia. Þaö nafn var
nú yfirfært á eiturefniö í
tóbaksreyknum og kallaö
nikótín. Jean Nicot lést um
sjötugt, einhvers staöar úti
á landsbyggðinni í Frakk-
landi. En ein gata í bænum
Nimes í Suður-Frakklandi,
þar sem Jean Nicot fædd-
ist, heitir eftir honum „Rue
Nicot". Þó lítiö sé vitað um
manninn Jean Nicot, hefur
nafn hans sannarlega oröiö
þekkt um allan heim og
ótalinn fjöldi manna ánetj-
ast því eiturefni, nikótíninu,
sem hann grandalaus flutti
frá Lissabon til Parísar
endur fyrir löngu.
Unga prinsessan í Mónakó,
Karólína, hefur veriö mikið í
sviösljósinu allar götur síðan
hún komst á unglingsárin.
Fréttamenn og Ijósmyndarar
hafa fylgt henni hvert fótmál,
ekki síst ef hún var í nálægö
einhvers ungs manns.
Menn voru meö vangaveltur
um mannsefni, höföu jafnvel
trúlofaö hana hinum og þessum,
áöur en hún giftist franska
glaumgosanum, eins og sjálf-
sagt margir muna.
Sömu sögu var reyndar aö
segja um Karl Bretaprins, áöur
en hann fann sína heittelskuöu,
menn voru eilíflega aö finna hon-
um konuefni.
Þaö var því ekki undarlegt aö
þau væru bendluö hvort viö ann-
aö i blaöaskrifum, prinsinn af
Wales og prinsessan af Mónakó,
á sínum tíma, bæöi ólofuö.
Reyndar var því haldiö fram aö
foreldrar beggja heföu vel getaö
hugsaö sér aö koma þeim sam-
an. Sennilega hefur þó ekki ver-
iö vottur af sannleika í þeim
frásögnum, frekar en mörgum
öðrum í sambandi viö „tildrag-
elsi“ þessara tveggja ungmenna.
í sumar sem leiö var birt viötal
viö Karólínu af Mónakó, eitt af
fáum eftir því sem sagt er, í tíma-
riti á Noröurlöndum.
Hún segir þar frá ýmsu
skemmtilegu, sem kom fyrir í
uppvextinum, atvikum þegar
hún var samvistum viö þekkta
menn og þjóöhöföingja og hag-
aöi sér ef til vill ekki alveg í sam-
ræmi viö siöareglurnar. En í
þessu viðtali segir hún frá því,
aö hún hafi aöeins einu sinni hitt
Karl Bretaprins, en þá hafi lengi
veriö búiö aö segja þau trúlofuö
í blööunum.
Tildrög þess aö þau hittust
voru þau, samkvæmt frásögn
Karólínu, aö Karl prins kom til
Mónakó til aö sitja fund, sem
haldinn var í tilefni Barnaárs
Sameinuöu þjóöanna. Þetta var
um páskana og þaö var fremur
kalt í veöri. Karólína segir aö
þau hafi samt skemmt sér sam-
an á sjóskíöum um eftirmiödag-
inn, hún, Albert bróðir hennar og
Karl prins.
Þegar þau komu aö landi um
fimmleytið, segir Karólína aö
háriö á sér hafi veriö stíft af sjáv-
arseltu og hafi hún verið drifin til
hárgreiöslumeistara hiröarinnar
og hann látinn sjá um aö gera
hana „selskapshæfa“ fyrir kvöld-
veröarboö, sem haldið var þá
um kvöldiö til heiöurs Karli
prinsi.
Karólína segir aö móðir henn-
ar hafi klætt hana í röndóttan
silkikjól, hvítan og „lilla“, hengt á
hana ýmsa skartgripi fjölskyld-
unnar og gefur í skyn aö ekki
hafi þaö alveg veriö aö sínum
smekk — en hún hlýddi.
Þegar Karl prins sá hana
svona skrýdda segir Karólína að
hann hafi sagt viö sig:
„Guö minn góöur, hvaö hafa
þau gert viö þig? — Þu lítur út
eins og gjafapakki”!
i myndasafni var til sú mynd,
sem hér birtist með, og fylgdu
þau ummæli aö myndin væri
tekin í Mónakó.
Haföi þau ekki hist nema einu
sinni, eins og segir í viötalinu viö
Karólínu, hlýtur þessi mynd aö
hafa veriö tekin viö þaö tækifæri
og mikið rétt, kjóllinn sem hún
er í er röndóttur, hvítur og „lilla“,
svo lýsingin kemur heim og sam-
an viö þaö sem Karólína segir,
svo og skartgripirnir.
Og ekki verður betur séö en
aö Karl prins hafi einmitt hitt
naglann á höfuöiö meö lýsingu
sinni, ekki satt?
B.l.