Morgunblaðið - 22.10.1982, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1982
55
\ftk?AKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 10—12
FRÁ MANUDEGI
TIL FÖSTUDA
Skemmtistaöímir:
Ofbýður hvernig hægt er
að koma fram við fólk
Rúnar Sigurðsson skrifar:
„Velvakandi.
Eg get ekki setið á mér að skrifa
nokkrar línur vegna atviks sem
fyrir mig og konu mína kom sl.
laugardagskvöld þann 16. október
við veitingahúsið Þórskaffi. Við
hjónin höfðum farið út að aka þar
sem okkur hafði hlotnast að fá
barnapíu nokkuð óvænt. Eftir að
hafa ekið um miðborgina nokkra
stund datt okkur að líta við í veit-
ingahúsinu Þórskaffi, þar sem við
höfðum ekki komið á veitingastað
í langan tíma.
Eftir að hafa lagt bifreiðinni á
stæði í Brautarholti gengum við
að dyrum Þórskaffis en þar voru
um tíu manns, sem allir voru að
koma þarna að, á þessu augna-
bliki, enda klukkan ekki nema rétt
um 22.30. Ég hafði klætt mig
þannig að ég var í nýjum tere-
lyne-buxum, hvítri skyrtu, með
bindi að sjálfsögðu og í mjög ný-
legum leðurstakk sem ég hafði
keypt dýru verði úr þýzkum pönt-
unarlista.
Er ég kom að dyrunum setti
dyravörður höndina fyrir mig og
sagði við mig að ég fengi ekki inn-
göngu á staðinn. Eg spurði hvers
vegna? Svarið var: „Þú færð ekki
inngöngu í þessum leðurstakki.“
Ég horfði á manninn og er ég sá að
honum var alvara gekk ég frá dyr-
unum til þess að vera ekki fyrir
öðrum gestum sem voru að koma.
Fyrir aftan mig var maður sem
var nokkuð ölvaður og hafði
greinilega orðið fyrir hnjaski á
leiðinni þar sem hann var með sár
á enni og lak töluvert blóð úr því.
Þessi maður fékk inngöngu og
fannst mér það furðulegt.
Ástæðan fyrir því að ég festi
þessar línur á blað er að mér
ofbýður hvernig hægt er að koma
fram við fólk við þessa skemmti-
staði. Ég vil þó taka það fram að
ég hef aldrei áður orðið fyrir þessu
eða neinu í þessum dúr frá hendi
starfsmanns veitingastaðar. Ég
vil leyfa mér að draga það í efa, ef
maður færi í hart með svona hluti,
að þetta fengi staðist. Það getur
ekki verið að eigandi einhvers
veitingahúss geti sagt fyrir um
það hvernig fólk á að koma klætt,
nema að það sé snyrtilegt, sem ég
tel mig hafa verið í þetta um-
rædda skipti.
Það er kannski skýringin á
þessu að ég var ódrukkinn og ætl-
aði mér ekki að drekka neitt
áfengi?
Að lokum þetta til forráða-
manna Þórskaffis: Svona fram-
koma við fólk er staðnum til van-
sæmdar. Ef einhver ykkar les
þessar línur vil ég óska þess að
hinn sami sjái til þess að þetta
komi ekki fyrir aftur, hvaða
manneskja sem á í hlut.“
Ef enginn fær of mikið ...
Valdimar Guðmundsson skrifar:
„Velvakandi.
Oft heyrir maður talað um
ómögulega ríkisstjórn, sem ekki
hafi vit til að stjórna og sé að
sökkva landi og þjóð í svo mikið
skuldafen, að slíkt hafi aldrei
þekkst fyrr, og ekki neitt svipað.
Og það mun satt vera, að skuldir
þjóðarinnar eru orðnar allt of
miklar við útlönd og fara vaxandi,
eftir því sem sagt er, enda oft
skorað á stjórnina að fara frá, svo
aðrir geti tekið við, sem betur
þykjast geta gert. Þó er manni
ekki sagt frá, hver úrbótin yrði, ef
um yrði skipt.
En þrátt fyrir versnandi þjóðar-
hag er stór hópur manna, bæði
karla og kvenna, sem heldur uppi
sífelldum kröfum um hækkandi
laun og hættir starfi, þegar hon-
um finnst heppilegur tími til. Og
þetta er ekki láglaunafólkið, held-
ur mun margt af því vera í hærri
kanti launaskalans, enda víst mik-
ið menntað og mjög ríkt að viti og
hyggindum. Og áreiðanlega vill
þetta fólk landi sínu og þjóð vel og
vill ekki að þjóðin kafni í skulda-
súpunni, heldur að spyrnt verði
við fótum og stöðvaðar erlendar
lántökur.
En aldrei get ég komið því inn í
mitt áttræða höfuð, að sífelldar
kröfur um hærri laun bæti fjár-
hagsstöðu ríkissjóðs, sem er þó
víst ekki of góð fyrir. Ríkissjóður
verður svo að velta af sér greiðsl-
unum út í verðlagið í formi skatta
og verðhækana á þjónustu. Allir
vilja minnka verðbólguna, en samt
sem áður vex hún jafnt og þétt,
hvernig sem að er farið.
Ég held, að þarna þurfi há-
launafólkið og menntaða að ganga
á undan í að minnka kröfur og
ofeyðslu, og brýna fyrir öðrum. Ég
hef ekki trú á því, að hjá því fólki,
sem mestar kröfur hefur gert á
ríkissjóð nú undanfarið, sé sultur í
búi og það lifi við mjög kröpp kjör.
Ég hygg að það þyki ekki þokka-
legur arfur sem við skiljum eftir
handa niðjum okkar að kljást við,
skuldafúlgan, og ekki víst að veð-
urfar verði eins hagstætt á kom-
andi árum og verið hefur á undan-
förnum áratugum. Ef enginn fær
of mikið, þarf heldur enginn að fá
of lítið.“
GÆTUM TUNGUNNAR
Sést hefur: Rætt var um viðhorf til hvers annars.
Rétt væri:... um vidhorf hvers til annars.
Det Danske Selskab
afholder andespil
söndag den 24. oktober kl. 20.30 pá Hotel Loftleiöir, Vikingasal.
Pladerne koster kr. 25.00 stykket. Mange gode præmier. Eftir andespillet
underholder den kendte danske forfatter Hans Hansen.
Det Danske Selskab
heldur Andespil — Bingo, sunnudaginn 24. október kl. 20.30 aö Hótel Lott-
leiöum, Vikingasal. Spjöldin kosta kr. 25.00. stykkiö. Margir góöir vinningar
Eftir bingóiö skemmtir hinn þekkti danski rlthöfundur Hans Hansen.
IHELGAR-
MATINN
Ennþá dilkakjöt á gamla
veröinu um
20 °/t%ó-ýrtr-,eAn
áLmw /U nyja kjotiö.
Úrvals nautahakk pr. kg Okkar tilb. Skráö verö
10 kilóa pakningar 79,00 133,00
Kindahakk pr. kg 38,50 79,00
Lambahakk pr. kg 49,50 82,50
Saltkjötshakk pr. kg 49,50 82,50
Úrvals nautaschnitzel pr. kg 185,00 257,00
Úrvals nautagoulasch pr. kg 148,00 198,00
Úrvals nauta-roastbeef pr. kg 158,00 233,00
Úrvals nauta-innanlæri pr. kg 185,00 255,00
Úrvals nautabuffsteik pr. kg 179,00 245,00
Úrvals nautahamborgarar pr. stk. 8,00 11,00
Folaldafillet af nýslátr. pr. kg 149,00 159,00
Folaldabuff af nýslátr. pr. kg 139,00 159,00
Folaldagoulasch af nýslátr. pr. kg 129,00 146,00
Kjúklingar, 10 stk. í kassa 89,00 118,00
Unghænur, 10 stk. í kassa 48,00 62,00
Vt svínaskrokkur tilb. í fryst. pr. kg 79,00 92,00
'A nautaskrokkur tilb. í fryst. pr. kg 72,00 ?
’á folaldaskr. tilb. í fryst. pr. kg 48,00 ?
Helll lambadilkur í frystinn pr. kg 45,70 55,70
OPIÐ TIL KL. 7 í KVÖLD
OPIÐ TIL KL. 4 LAUGARDAG
KJÖTMIÐSTÖÐIN Laugalæk l.s.86511
LITMYNDIR SAMDÆGURS!
Filman inn fyrir kl. 11 — Myndirnar tilbúnar kl. 17.
Nýjung: „Superstærö“ 10x15 cm
UOSMYNDAÞJONUSTAN S.F.I
LAUGAVEGI 178 REYKJAVÍK SIMI85611