Morgunblaðið - 22.10.1982, Side 10

Morgunblaðið - 22.10.1982, Side 10
HVAD ER AÐ GERAST UM HELGINA? MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. OKTOBER 1982 42 - Okkj>\A - vJWihÐDí^ v Leikrit Jónasar Árnasonar Okkar maöur ffrumsýnt á Akranesi Nýtt íslenzkt leikrit, Okkar mað- ur, eftir Jónas Árnason veröur frumsýnt á vegum Skagaleik- flokksins í Bíóhöllinni á Akranesi laugardagskvöldið 23. okt. kl. 20.30. Hér er um aö ræöa söng- farsa og eru textarnir samdir við gömul brezk og bandarísk lög í jassútsetningu Bjarka Svein- björnssonar. í leiknum koma fram 20 leikendur auk þriggja manna hljómsveitar. Aö tjaldabaki stend- ur annar eins hópur aö gerð leik- myndar, búninga, leikhljóöa og fl. Með aöalhlutverk í Okkar manni fara: Valgeir Skagfjörö, Sveinn Kristinsson, Þorsteinn Ragnars- son, Ingunn ívarsdóttir, Auöur Sig- uröardóttir, Ingimar Garöarsson, Hrönn Eggertsdóttir, Guöfinna Rúnarsdóttir, Jón Páll Björnsson, Björgvin Leifsson, Guöjón Þ. Kristjánsson, Bergmann Þorleifs- son og Ásta Ingibjartsdóttir auk 7 manna dans- og sönghóps. Hljómsveitarstjóri er Bjarki Sveinbjörnsson, en dansana samdi Kristinn Reimarsson. Leikmynd er eftir Bjarna Þór Bjarnason. Leikstjóri er Sigrún Valbergs- dóttir. Önnur sýning veröur í Bíóhöll- inni á Akranesi mánudagskvöld 25. okt. Húsavík: Sýning á hand- mennt Húsvíkinga Sýning veröur á handmennt Husvíkinga á vegum J.C. félagsins í safnaöarhúsinu á Húsavík. Er hún opin á laugardag og sunnudag kl. 13—20. Skíöaskólinn í Kerlingarfjöllum: Haustskemmtun á Hótel Sögu Haustskemmtun Skíöaskólans í Kerlingarfjöllum þar sem gamlir og nýir nemendur skólans koma sam- an veröur haldin í kvöld í Súlnasal Hótel Sögu. Húsið verður opnað kl. 19. Uppúr kl. 21 hefst síðan dans og Kerlingarfjallasöngvar veröa sungnir. Kvikmyndasýning frá sumrinu veröur sýnd kl. 22. Um miönætti flytur Kjartan Ragnars- son leikari skíðadrápu. Gestur kvöldsins veröur aö öllum líkindum Helmut Meier frá Innsbruck. Sérstök skemmtun veröur hald- in í Súlnasal Hótel Sögu á sunnu- dagskvöld fyrir 17 ára og yngri. Hún veröur meö svipuöu sniöi og hin fyrri nema aö þá veröur ekki kvöldmatur. Skíöabrot meö Eyva og Einari sér um dans og söng og dansað veröur fram undir mið- nætti. Auk þess veröur áöurnefnd kvikmynd sýnd. Sýningu Kolbrúnar S. Kjarval ad Ijúka Sýningu Kolbrúnar S. Kjarval í Listmunahúsinu lýkur nú um helg- ina. Opið er á laugardag og sunnu- dag kl. 14—22. Leikfélag Akureyrar: Atómstöðin sýnd í Samkomuhúsinu Atómstöðin eftir Halldór Lax- ness í leikgerö Bríetar Héöinsdótt- ur, sem var frumsýnd 7. okt. sl. á vegum Leikfélags Akureyrar, verð- ur á fjölum Samkomuhúss Akur- eyrar í kvöld og sunnudagskvöld kl. 20.30. Sovésk stórslysa- mynd í MÍR-salnum Áhöfnin nefnist sovésk kvik- mynd, sem sýnd veröur í MÍR- salnum, Lindargötu 38, nk. sunnu- dag 24. október, kl. 16. Þetta er ný mynd, gerö 1980, og vilja margir telja hana fyrstu sovésku „stór- slysamyndina". Leikstjóri er Alex- ander Mitta, en meöal leikenda eru Georgí Zhanov, Anatólí Vasilíév, Leoníd Filatov og Alexandra Jakovléva. í kvikmyndinni segir frá því, er sovésk farþegaþota lendir á af- skekktum stað í Afríku til þess aö flytja þaöan fjölskyldur verka- manna frá Sovétríkjunum og fleiri löndum sem unniö höföu viö bygg- ingu verksmiöju einnar. Skyndi- lega ríöur geysilegur landskjálfti yfir og veldur svo miklum skemmdum á flugvellinum aö hann viröist ónothæfur eftir. En þó aö flugbrautir séu sundursprungnar, þotan stórskemmd og margir um borö slasaöir hætta flugmennirnir á flugtak og brottför af staðnum. Sergei Alisjonok, rússnesku- kennari MÍR, flytur skýringar á ensku með myndinni, sem sýnd er ótextuð. Aögangur aö kvikmynda- sýningunum í MÍR-salnum er ókeypis og öllum heimill. Kjarvaisstaöir: Thorvaldsensýning og verk sjö Akureyringa Nú fer aö líöa aö því aö sýning á verkum Thorvaldsens Ijúki á Kjar- valsstööum, en þaö veröur 31. okt. nk. Sýningin er opin daglega frá kl. 14—22 og er ókeypis aögangur. Rit um Thorvaldsen er til sölu á Kjarvalsstööum með mörgum greinum um listamanninn. Einnig stendur nú yfir sýning á verkum 7 listmálara frá Akureyrl. Þaö eru: Aöalsteinn Vestmann, Einar Helgason, Guömundur Ár- mann, Helgi Vilberg, Kristinn G. Jóhannsson, Óli G. Jóhannsson og Örn Ingi. Sýning sjömenninganna lýkur 31. okt. Eggert Guðmundsson Hafnarfjörður: Málverkasýning Eggerts Guðmundssonar Nú stendur yfir sýning Eggerts Guðmundssonar í Háholti, sýn- ingarsal Þorvaldar Guömundsson- ar, Dalshrauni 9, Hafnarfiröi. Eggert sem er 76 ára hefur stundaö málaralist frá 16 ára aldri. Hann hefur tekiö þátt í samsýning- um erlendis og haldið einkasýn- ingar bæöi hér á landi og erlendis. Var hann m.a. viö nám í Listaaka- demíunni í Múnchen á þriöja ára- tugnum. Og einnig læröi hann hjá Mugg, Stefáni Eiríkssyni og fleir- um. Sýning Eggerts er opin virka daga kl. 16—22, en laugardaga og helgidaga kl. 15—22. Kvennafframboðið með kaffisamsæti á Hótel Vík Kvennaframboöiö í Reykjavík efnir til kaffisamsætls á laugardag kl. 11 —13 á Hótel Vík. Þar mæta borgarfulltrúar Kvennaframboös- ins og gefst því fólki kostur á aö ræöa við þá um borgarmál. Allir eru velkomnir. Einsöngstón- leikar í MH Einsöngstónleikar veröa í sal Menntaskólans í Hamrahlíö kl. 17 á sunnudag. Þar syngur Páll Jó- hannesson íslensk og erlend lög viö undirleik Jónasar Ingimundar- sonar. Musica Antica með tónleika í MR Musica Antiqua heldur aöra tónleika sína á þessu starfsári, laugardaginn 23. okt., kl. 16.00, í sal Menntaskólans í Reykjavík. Leikin veröur baroktóntist: verk eftir Corelli, Marais, Hotteterre, Quantz o.fl. Flytjendur eru kanadíski trav- ers- og blokkflautuleikarinn Alison Melville, sem dvelst hér um þessar mundir til aö taka þátt í tónleikum Musica Antiqua, Camilla Söder- berg, sem leikur á blokkflautur, Helga Ingólfsdóttir á sembal og Ólöf Sesselja Óskarsdóttir á viola da gamba. Kvenfélagið Sel- tjörn gengst fyrir vinnuvöku Kvenfélagiö Seltjörn mun aö til- hlutan Kvenfélagasambands is- lands standa fyrir vinnuvöku helg- ina 22.—24. október. Konur munu verða viö vinnu í kjallaranum í fé- lagsheimili Seltjarnarness og í eldhúsi Mýrarhúsaskóla og skorar félagiö á konur á Seltjarnarnesi aö mæta þarna til starfa. Margs konar handunnir munir veröa geröir og bakaöar veröa kökur, sem síöan veröa seldar í anddyri Félagsheim- ilis Seltjarnarness frá kl. 13.00 sunnudaginn 24. október. Ágóöinn rennur til aldraöra. Hárgreiðslu- sýning á Broadway Englendingurinn Keith Willi- amsson heldur hárgreiöslusýningu fyrir matargesti á Broadway á laugardag. Sýningin veröur síöan endurtekin á sunnudagskvöld kl. 23. Keith Williamsson rekur tvær hárgreiöslustofur í Englandi, aöra í Nottingham og hina í Newark. Tjarnarbíó: Kvikmyndirnar Under Milkwood og Hinir lostafullu Sýningar hefjast nú um helgina í Fjalakettinum á kvikmyndinni Und- er Milkwood sem gerö er eftir leik- riti Dylan Thomas. Leikstjóri myndarinnar sem gerö var í Eng- landi 1972 er Andrew Sinclair og aðalhlutverkin leika Elisabeth Taylor og Richard Burton. Sögu- sviðið er ímyndaö þorp á strönd Wales, en þaö gæti veriö hvaöa þorp sem er. Þaö gerist á einum degi og lýsir hugsunum og geröum þorpsbúa. Einnig veröur haldiö áfram aö sýna myndina Hina lostafullu en hún var gerð áriö 1952 af hinum nýlátna leikstjóra Nicolas Ray. Myndin fjallar um líf og ástir ród- eókappa í villta vestrinu. Þessar myndir eru sýndar í Tjarnarbíói. Söngtónleikar í Vestmannaeyjum Guörún Sigríöur Friöbjörns- dóttir, söngkona, heldur Ijóöatón- leika í Vestmannaeyjum á laugar- daginn nk. Veröa tónleikarnir í fé- lagsheimilinu og hefjast kl. 5. Þessir tónleikar í Vestmannaeyj- um eru liður í söngferö Guðrúnar Sigríöar um landiö, sem bera yfir- skriftina „Líf og ástir kvenna", og leikur Anna Guöný Guðmunds- dóttir undir á píanó. Lögin á efnisskránni eru samtín- ingur frá ýmsum löndum, bæöi þjóölög og Ijóöalög. Hljómsveit Charlie Hadens með tón- leika í Háskólabíói Jazzvakning efnir til tónleika á sunnudagskvöld í Háskólabíói þar sem ellefu manna stórsveit bassa- leikarans Charlie Hadens leikur. Þetta eru fyrstu tónleikar Jazz- vakningar á þessum vetri og jafn- framt þeir viöamestu fram til þessa. 1969 stofnaöi Charlie Haden hljómsveit sína Liberation Music Orchestra. Sveitin hljóöritaöi eina plötu þar sem auk frumsaminna verka Hadens mátti finna Samfylk- ingarsöng Bertold Brechts og Eisl- ers og söngva úr Spænsku borg- arastyrjöldinni. Síðan var hljóm- sveitin leyst upp og ekki kölluð saman á nýjan leik fyrr en fyrir tveimur mánuðum til aö leika í fimm Evrópulöndum og hljóörita skífu. j fréttatilkynningu Jazzvakn- ingar kemur fram aö stefnuskrá hljómsveitarinnar sé aö hjálpa til viö aö bæta heiminn, losa hann viö stríö, morö og kynþáttahatur, fá- tækt og arörán. Af þeim sökum finnst Haden nauösyn bera til þess nú aö kalla hljómsveitina saman til stuðnings friöarhreyfingunni í heiminum. Hljómsveitin boöar því friö meö tónlist sem byggö er á frumsömdum verkum og þjóölög- um frá El Salvador, Kúbu, Nicar- agua, Chile og Spáni. Þeir ^sem skipa hljómsveitina auk Hadens, sem kjörinn var besti bassaleikari ársins af jazztímarit- inu Down Beat, eru: trompetleikar- inn Don Cherry, tenorsaxófónleik- arinn Dewey Redman, Carla Bley, sem eru kunn fyrir útsetningar og píanóleik, trompetleikarinn Mike Mantler, trommuleikarinn Paul Motian, saxófónleikarinn Jim Pepper, básúnuleikarinn Gary Val- ente, valdhornleikarinn Sharon Freeman, túbuleikarinn Jack Jeft- ers og gítarleikarinn Mick Good- rich. Dagsferöir sunnudaginn 24. okt. veröa tvær. Sú fyrri kl. 11 fyrir há- degi, en þá veröur ekið um Hvera- geröi aö Ingólfsfjalli og gengiö á fjalliö aö vestanveröu. Á Inghól er fjalliö hæst 551 m, en á Ingólfsfjalli er gott útsýni í góöu veöri. Seinni ferðin er farin kl. 13.00, en þá er gengið um Álfsnes, sem er milli Leiruvogs og Kollafjaröar, létt ganga fyrir alla fjölskylduna. Vert er aö minna fólk á aö huga aö hlýjum fötum, til þess aö njóta úti- verunnar. Farþegar geta mætt viö bílinn niöur viö Umferðarmiöstöð aust- anmegin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.