Morgunblaðið - 22.10.1982, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1982
47
Filippseyjar eru ekki oft nefndar á nafn í umræðum
íslenskra ferðalanga enda fátítt að skipulagðar hópferð-
ir fari héðan til þessara fjarlægu eyja. Það er þó ekki
meö öllu óþekkt fyrirbæri og í fyrra fór 26 manna hópur
á vegum ferðaskrifstofunnar Farandi til Filippseyja.
Ferð þessi tókst mjög vel og því var ákveðið að efna til
annrrar ferðar á svipaðar slóðir, til Filippseyja með viö-
komu í Hong Kong og Kína. Á Filippseyjum verður ferð-
ast vítt og breitt um landið, með flugi og á sjó á milli
eyjanna og í bílum um sjálft landið og er ekki að efa að
hér verður um hina mestu ævintýraferð að ræða, enda
er landið afar fjölbreytt og náttúrufegurð við brugðiö.
Lagt verður af stað hinn 17. desember nk. og komið
aftur 16. janúar 1983. Fararstjóri verður Haraldur Jó-
hannsson, framkvæmdastjóri Farandi, en hann er þaul-
kunnugur á þessum slóðum og hefur m.a. dvalið þarna
um margra mánaða skeið.
Sveinn Guðjónsson
UM FILIPPSEYJAR
Filippseyjar liggja suður af aust-
urströnd Kina og teygir eyjaklasinr
sig yfir langt svæöi frá norðri til
suöurs. Eyjarnar hafa á öldum áður
gengiö undir ýmsum nöfnum, svc
sem Villimannalöndin, Gullfjöllin og
fleiri nöfnum, en ef til vill er nafngift-
in „Perlur austursins" sú sem best á
við, en það nafn hefur fundist i
gömlum, kínverskum heimildum.
Um landfræöilegan uppruna eyj-
anna, þeirra sem ekki eru úr kóral,
er enn flest á huldu, en þó er talið
nokkuð vist aö þær séu hluti af nesi
einu miklu, sem skagaöi út frá meg-
inlandi Kína í fyrndinni, en fyrir um
það bil 25 þúsund árum færöist
landræman, sem tengdi þær viö
meginlandiö, í kaf og þær rofnuöu
frá.
Eyjarnar eru samtals 7107, og er
um helmingur þeirra byggður og
meö nöfnum, en hinar eru lítt kann-
aöar. Eyjarnar eru erfiöar yfirferöar
vegna fjalllendis og þéttra frum-
skóga en eru afar gróöursælar og
jarövegurinn einn sá frjósamasti í
heimi. Þaö gefur auga leið, vegna
legu eyjanna, að þar er hitabeltis-
loftslag, en þó er loftslagiö taliö
þægilegt og heilsusamlegt, eftir því
sem gerist um staöi á þessari
breiddargráöu.
Aö sögn þeirra sem til þekkja eru
íbúarnir brosmildir, hjálplegir og
elskulegir og skilja og tala ensku,
en fjöldi íbúanna er yfir fimmtiu
milljónir.
Filippseyingar eiga sé ævaforna
menningu og sögu, sem þeir skráöu
sjálfir á pálmalauf, en þau stóöust
ekki tímans tönn og því hafa glatast
heimaritaðar heimildir, en þaö litla
sem skráð hefur verið um forn-
menningu eyjaskeggja hefur
geymst í ritum annarra þjóöa, svo
sem Kínverja. Þó telja menn víst, aö
eyjaskeggjar hafi búiö í þróuöu
samfélagi þar sem alþýöumenntun
var á háu stigi og ákveöin vtsindi
furðu langt á veg komin. Þjóðin
meötók kristna trú af Spánverjum,
en fyrir var í landinu frumstæöur
átrúnaöur og múhameðstrú, sem er
þar enn viö lýði á sumum svæöum,
einkum á eyjunni Mindanao.
Filippseyingar hafa á síðustu ára-
tugum kappkostaö aö byggja upp
arövænlegar atvinnugreinar, en
eiga enn talsvert í land aö ná þar
umtalsveröum árangri. Þjóöin er fá-
tæk, en landiö og landgrunniö gjöf-
ult, ef nýtt væri meö nútíma vinnu-
brögöum. fbúarnir eru hins vegar
nægjusamir og gera litlar kröfur til
ytri íburðar.
FERÐATILHÖGUN
Nákvæm feröaáætlun liggur fyrir
um ferö þessa hjá feröaskrifstof-
unni Farandi og er aðeins unnt aö
rekja hana hér í grófum dráttum:
Flogið verður frá Keflavík aö
morgni 17. desember, til Glasgow
og London og þaöan áfram meö
British Caledonian til Hong Kong
með viökomu í Dubai í Suður-
Arabíu. Frá Hong Kong er flogið eft-
ir skamma viðdvöl, áfram til Manila,
höfuborgar Filippseyja, og þar dval-
ið á Hótel Mirador. Daginn eftir
komuna til Manila, hinn 19. des-
ember, nota menn til hvíldar og aö-
lögunar nýjum aöstæöum og nýrri
veröld. Daginn eftir veröur fariö í
skoöunarferð um borgina og skoö-
aðir helstu markveröir staöir sem
borgin býöur upþ á.
Úr hótelgarð-
inum, þar
sem dvalið
verður, í borg-
inni Davao á
Mindanao-
eyju.
í dalnum Banaue, þar sem hrísgrjónaakrar voru byggðir fyrir þús-
undum ára, á syllum fjallshlíöanna. Þessar fjallshlíðar eru oft kall-
aðar „stigaþrepin til hímna“, en í ferðinni veröur m.a. dvalið í
þessum fagra dal.
Hinn 21. desember veröur flogiö
til Davao á Mindanao-eyju, en sú
borg þykir afar sérkennileg og fög-
ur, þar sem hún stendur inni í frum-
skóginum, og nánast samlagast
honum. Þar veröur búiö á glæsilegu
hóteli við drifhvíta baöströnd, sem
býöur upp á ákjósanlegustu sól- og
sjóbaösmöguleika. I nágrenni borg-
arinnar er Apo, hæsta fjall á eyjun-
um. Á meðan dvaliö veröur þarna
gefst mönnum kostur á að fara út í
nærliggjandi eyjar á svokölluöum
„barka", flutningabátum Filippsey-
inga, og m.a. höfö viödvöl i litlu
frumstæöu sjávarplássi.
Á Þorláksmessu veröur flogiö til
annarrar stórborgar á Mindanao-
eyju sem ber nafniö Zamboanga og
þar dvalið á Plaza Hotel, sem
stendur i fjallshlíö ofan við borgina.
Það er fimm stjörnu hótel og í því
diskótek, næturklúbbar og spilavíti.
Á aöfangadagsmorgun veröur ekið
niður að strönd og þaöan veröur
hópurinn fluttur í mörgum smábát-
um út á sandstrendna St. Crus-eyju
og verður þar dvaliö viö sund, sól-
böö og göngur, eða það sem hverj-
um hentar, fram eftir degi. Útigrill-
aður, margréttaöur hádegisveröur
að hætti innfæddra veröur tilreidd-
ur i fjöruborðinu. Klukkan 18.00
hefst svo jólahátíöin að íslenskum
hætti. Á jóladag verður hópnum
boðiö í heimsókn í lítiö sveitaþorp
þar sem bornar veröa fram þjóöleg-
ar veitingar.
Aö þessu loknu veröur dvaliö í
þrjá til fjóra daga á strandstaönum
Argao, þar sem gist veröur í litlum
strákofum, sem standa í þyrpingu í
tengslum viö veitingastaöi, sem aö
mestu eru utan dyra. Þarna er góö
aöstaöa til sjóbaöa og margskonar
afþreyingar, sem fólk getur valiö sér
aö eigin geöþótta. Stuttar skoöun-
arferöir eru á boöstólum ef óskaö
er. Hinn 30. desember veröur flogiö
aftur til Manila þar sem haldiö verö-
ur upp á áramótin aö hætti inn-
fæddra.
Þegar hér er komiö er enn eftir
hálfur mánuöur af ferðinni og skal
nú farið fljótt yfir sögu. Eftir aö
heimsóttar hafa veriö ýmsar eyjar
og markverðir staöir skoöaöir verö-
ur flogiö til Hong Kong hinn 11.
janúar þar sem búiö veröur á Hotel
National, sem stendur í miöju
stærsta verslunarhverfi borgarinn-
ar. Daginn eftir veröur skoöunar-
ferö um borgina og um kvöldiö
gefst kostur á kvöldveröi um borö í
lystisnekkju og heimsóknum í næt-
urklúbba. Daginn eftir veröur síðan
siglt með skiöaskipi yfir til Macao
og þaðan ekiö inn í Kina, þar sem
dvalið veröur það sem eftir er dags.
Næstu tvo daga verður svo dvalið í
Hong Kong og þaöan flogiö til
London og svo áfram til Islands og
komiö heim hinn 16. janúar.
VerA er i kringum fjörutíu þúsund
krónur, sem er mun hagstæöara en
ætla mætti fyrir mánaöarferö til svo
fjarlægra landa. Innifalið i veröinu
er: flug milli islands og Filippseyja,
allar flugferöir innan eyjanna og
landflutningar, flugvalla- og hótel-
þjónustugjald fyrir farangursburö,
skoöunarferðir, sjóferö frá Davao,
bátsferö milli Zamboanga og St.
Crus með hádegisveröi. Gisting á
fyrsta flokks hótelum meö morgun-
veröi á Filippseyjum og hótel í Hong
Kong. Enskumælandi, innfæddir
leiösögumenn og íslenskur farar-
stjóri. Akstur á milli flugvalla í Lond-
on og milli flugvallar og hótels í
Hong Kong.
Perlur Austursins
feröinni gefst gott tsskifæri til aö kynnast fjölskrúöugu mannlífi á
Filippaeyjum og sérkennilegum siöum landsmanna.
Ferðalög