Morgunblaðið - 12.11.1982, Side 3

Morgunblaðið - 12.11.1982, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1982 35 Daglegt Valgeröur Jónsdóttir Þessi bæklingur er fyrst og fremst miðaður viö verðandi lífeyr- isþega og honum er ætlaö aö veita ýmsar upplýsingar um efri árin og á hvern hátt mögulegt er aö koma í veg fyrir ótímabæra hrörnun," sagöi Þórir. „Eftir því sem ég hef kynnst og lesið mér til um, aukast möguleikar á góöri heilsu og vellíöan á efri árunum eftir því hvort menn temja sér heilsusamlegt liferni, en á þann hátt er hægt að koma í veg fyrir fjölda sjúkdóma og hrörnun fyrir aldur fram.“ En hvaö gerist þegar viö eldumst? Þarna er aö finna upplýsingar um helstu breytingar sem eiga sér staö í líkamanum meö hækkandi aldri og þær fé- lagslegu breytingar sem þeim fylg- ir, ásamt upplýsingum um ýmis réttindi aldraðra og þá þjónustu sem þeim stendur til boða. Þórir sagðist vona aö þessar upplýs- ingar gætu haft í för meö sér ýms- ar fyrirbyggjandi aðgeröir, hægt væri í auknum mæli aö koma í veg fyrir aö fólk þurfi aö liggja á dýrum stofnunum. En er einhver skýring til á því hvers vegna menn eldast jafn mishratt og raun ber vitni? „Þaö er taliö aö erfðir skipti miklu máli,“ sagöi Þrórir, „þeir eru til- tölulega langlífastir sem eiga lang- lífa foreldra, og þaö er einnig mikið til í hinu gamla máltæki sem segir aö lengi búi aö fyrstu gerö, því óhætt er aö fullyrða aö miklu skiptir fyrir seinni tímann aö menn hafi lifaö þolanlegu lífi á unga aldri og undir sæmilega öruggum kring- umstæðum, búiö viö félagslegt og fjárhagslegt öryggi. Þaö eru því miöur margir af elstu kynslóðinni í dag sem ekki hafa haft bolmagn til aö kaupa sér húsnæöi og þaö veldur þessu gamla fólki miklum kvíða og óöryggi, þaö er sífellt hrætt við aö verða sagt upp og þurfa aö flytja, og slíkt óöryggi hef- ur bæöi áhrif á líkamlega og and- lega heilsu fólks.“ En lítum nánar á þær líkamlegu breytingar sem eru því samfara aö eldast. Meö hærri aldri veröa breytingar á skynfær- um, svo sem sjón, heyrn, bragö- og lyktarskyni, breytingar veröa á líkamlegu þreki, á hjarta og æöa- kerfi, liöum og beinum og á náms- hæfileikum. Þessar breytingar eru öllum þeim sem eldast eölilegar og viö fengum leyfi Þóris til aö draga saman helstu upplýsingarnar sem fram koma í bæklingnum. Sjón Eitt mikilvægasta skynfæriö er sjónin. Sjóngæsla meöal aldraöra er þvi veigamikill þáttur í almennri herlsugæslu þeirra. Mannsaugaö er stðöugt aö breytast frá fæöingu og fram á elliár og augaö sjálft er í vexti fram yfir tvítugsaldur. Fyrstu merki þess aö viö séum komin af léttasta skeiði, koma fram á aug- um er aldursfjarsýni byrjar, en þaö er um 45 ára aldur hjá fólki meö eðlilegt sjónlag. Með aldrinum minnkar tærleiki hinna gagnsæju hluta augans. Þar sem Ijósiö hefur ekki eins greiöa leiö inn í augað, þarf roskiö fólk mun meiri birtu en ungt fólk til aö sjá skýrt. Þá minnk- ar næmleiki sjónfrumanna meö aldrinum og sjónvíddin minnkar. Siggmyndun eöa kölkun kemur á æðaveggi, blóörás verður tregari og flutningur súrefnis og næringar- efna minnkar. Allt á þetta sinn þátt í hrörnun- arbreytingum í hinum viökvæmu vefjum augans og er oft erfitt aö draga mörkin milli sjúklegs ástands og ellihrörnunar. Segja má, aö hrörnun dragi úr Ijósnæmi en sjúklegar breytingar úr sjón- skerþu. En hvaöa alvarlegir augnsjúk- dómar eru algengastir hér á landi meðal aldraös fólks? Sjúkdómar af meðfæddum og/ eöa arfgeng- um uppruna eru allt til sextugsald- urs langalgengastir þeirra sjúk- dóma, sem orsaka sjóndepru eöa blindu á báöum augum. Eftir þann aldur fara ellihrörnunarsjúkdómar aö gera vart viö sig. Á elliárum eru algengustu augnsjúkdómar sem leitt geta til blindu eöa sjóndepru Þórir S. Guðbergsson eftirfarandi: ellidrer, hægfara gláka og ellirýrnun í miögróf sjónu. Sam- eiginlegt meö öllum þessum sjúk- dómum er aö þeir byrja aö gera vart viö sig upp úr miöjum aldri, en eftir sjötugt eykst tíöni þeirra mjög hratt. Heyrn Strax viö 10—12 ára aldur minnkar næmleiki okkar til aö greina aö háa tóna. Næmi aldr- aöra á lágtíöni helst hinsvegar bet- ur. Ef aldraö fólk hefur skerta heyrn er því oftast betra aö tala viö þaö rólega, skýrt og með lágum hljóöum en aö hrópa hátt og hvellt eins og mörgum hættir til. Meö skertri heyrn er hætta á aö margir aldnir einangrist um of. Þeir eiga erfitt meö aö fylgja samræö- um í hóp, eiga erfiöara meö aö hlusta á útvarp en áöur og hafa auk þess minna úthald til aö fylgj- ast meö í sjónvarpi o.s.frv. Heyrn- artæki koma þó mörgum aö notum og því nauðsynlegt aö leita læknis fljótlega eftir aö fólk finnur aö heyrnin er aö breytast. Mörgum öldruöum hættir jafnvel til aö af- neita því aö sjón sé farin aö dapr- ast og heyrn aö skeröast og leita því e.t.v. ekki til læknis fyrr en á síöustu stundu. Bragð og lyktarskyn Bragö og lyktarskyn slævist meö aldrinum og kvarta jafnvel sumir aldraöir yfir því, aö þeir finni hvorki angan af blómum né lykt af mat lengur. Slíkt þarf þó ekki aö veröa til aö draga úr matarlystinni, því hægt er að krydda matinn bet- ur og tilreiöa hann á fjölbreyttari hátt. Hættan sem fylgir skertu bragö- og lyktarskyni er oft sú, aö fólki hættir til aö neyta einfaldari fæöu en áöur. Fæöan verður þá stund- um snauö af nauðsynlegum nær- ingarefnum eöa efnum sem hafa t.d. góö og örvandi áhrif á melting- una, en hollur og næringarríkur matur hefur ótrúlega mikla þýö- ingu fyrir almennt heilsufar ungra sem aldinna. Þol og þrek Líkamlegt þol og þrek breytist meö aldrinum. Hámarksþreki er náö um 25—30 ára aldur, en eftir þaö fer þaö þverrandi eftir því sem fólk eldist. Ef reiknaö er meö aö hámarksafkastageta 25 ára manns sé 100, þá má gera ráö fyrir aö hámarksgeta 50 ára manns sé 70 og um 55 hjá sjötugum manni. Benda má á aö aldraðir geta oft nýtt orku sína betur en yngri kyn- slóðin vegna reynslu og hag- kvæmni og þó eldra fólk búi yfir minna þreki en þaö yngra, nýtir yngra fólkið oft ekki nema hluta af orku sinni og geta þvi hinir eldri sýnt svipuð afköst og þeir sem yngri eru. Þá er einnig hægt að halda viö þreki og þoli langt fram eftir aldri meö markvissri þjálfun og æfingu. Þaö er þvi ekkert sem mælir gegn því aö 65 ára maður í góöri þjálfun hafi jafn mikla afkastagetu og vinnuþrek og sá sem er tuttugu ára. Ef líkamleg vinnugeta skeröist verulega eftir \aö menn hafa náö fertugsaldri á o Sýndar veröa 1983 árgerðirnar af MAZDA 323, sem nú koma á markaðinn í nýju útliti meö fjölmörgum nýjungum og auknum þægindum og luxusbílinn MAZDA 929. Komið á sýninguna og sjáið það nýjasta frá MAZDA. BÍLABORG HF. Smiðshófða 23

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.