Morgunblaðið - 12.11.1982, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 12.11.1982, Qupperneq 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1982 Nú þegar dagurinn styttist óðum og hitastigið lækkar úti getur verið notalegt að sitja innan um suörænan gróður og njóta þeirrar birtu sem fyrir hendi er á sem bestan máta. Á undanförnum árum hafa glerstofur af ýmsu tagi oróiö æ vin- sælli hér á landi, en slfkt viðbótarhúsnæði hefur notið mikilla vinsælda hjá nágrannaþjóðunum. Fyrst í stað var algengt að menn kæmu sér upp litlum gróðurhúsum einhvers staðar á lóðinni, en sú_aðstaða sem fyrir hendi er í þeim nýtist auð- vitað betur ef hægt er að ganga þurrum fótum yfir í gróöurstofuna, og mörg þeirra íbúðarhúsa sem nú eru í byggingu eru teiknuö þannig að hluti húsnæöisins er undir glerþaki. Daglegt Viö höföum samband viö Dag- nýju Helgadóttur arkitekt og spuröumst fyrir um vinsældir slíkra glerbygginga. Dagný var viö nám í Danmörku, en þar sagöi hún tals- veröan áhuga vera á glerviðbygg- ingum. Nú er veriö aö byggja nokkur einbýlis- og raöhús á Eiös- granda sem þau Dagný, Ólafur Sigurösson og Guömundur Kr. Guömundsson hlutu verölaun fyrir í samkeppni sem haldin var um íbúabyggö þar. Ibúarnir völdu úr þrem tillögum og viröast hug- myndir þeirra arkitektanna um gler, gróöur og Ijós hafa höföaö til íbúanna. Viö fengum að sjá líkan af þessum húsum, í raöhúsunum eru glergluggar á þaki yfir stigun- um á milli hæöa sem veita birtu inn um allt húsiö, og t einbýlishúsunum er hluti þaksins úr gleri og veitir birtunni inn í allt húsiö og milli hæöa og endar síöan í gróöurstofu í öörum enda hússins. Gróðurstof- an tengir síöan saman stofu, borðstofu og gang og býöur upp á ótal möguleika. „Æskilegast er aö fólk láti skipbleggja þessar stofur í heild viö húsin, þannig aö þær veröi hluti af húsinu og tilviljun ráöi ekki hvar þær eru staösettar," sagöi Dagný. En hvaö meö kostn- aö viö aö koma þessu upp? Dagný sagöi aö hann væri ekki verulegur, þaö er ekki dýrara aö koma upp glerþaki en venjulegu þaki. „Við erum einnig mun betur sett en t.d. Danir sem sífellt veröa aö hugsa um aö spara orkuna, viö höfum næga orku og getum því hitað þessar stofur upp ef viö viljum.“ Dagný sagöi aö þaö væru ótal viöbótamöguleikar í sambandi viö þessar glerstofur, þaö væri t.d. hægt aö byggja yfir heita potta eöa laugar á lóðinni og nota frá- rennsli frá húsinu til aö hita þetta upp. En hvaöa gróöur er best aö rækta i slíkum húsum? Hafsteinn Hafliöason garðyrkjumaöur sagöi að þaö færi eftir upphitun hús- anna, sumar glerviöbyggingar eru litiö hitaöar upp, þeim er eingöngu haldiö frostlausum og meðalhiti aö vetrum væri um fimm gráöur. I slíkum vetrarskálum væri hægt aö Við Lönguhlíðina er sem kunn- ugt er þessi gróðurstofa sem teiknuð er af þeim Helga og Vil- hjálmi Hjálmarssonum og er eldri borgurunum til yndisauka. rækta flest allar plöntur sem vaxa á svæöinu frá Miö-Þýskalandi suö- ur undir Miöjaröarhaf. Ef stofurnar eru hinsvegar hitaöar upp og hitinn fer aö jafnaöi ekki undir 15 gráöur er hægt aö rækta allan venjulegan hitabeltisgróöur og venjuleg stofu- blóm. Gleriö er ýmist einfalt, tvö- falt eöa þrefalt eftir því hvaöa til- gangi stofan á aö þjóna. Einfalt gler skilar venjulega bestum árangri ef gróöurinn á aö vera sambærilegur því sem vex á kald- tempruöum svæöum í heiminum, því á þann hátt veröur andrúms- loftiö eölilegra því hæfilegur kuldi er plöntunum nauösynlegur. Þeir sem eru að koma sór upp nýju húsnæöi geta valiö úr ýmsum möguleikum í sambandi viö staö- setningu þessara gróðursvæða. í Danmörku er t.d. talsvert algengt aö um 20—30m2 húsnæðisins séu Hér má »já hús sem arkitektinn Erik Barg byggði 1975 ( Kaupmanna- höfn. Glerbyggingin (miðjunni tengir taman íbúðarhús hans og teikni- stofu. Myndina fengum við hjá Dagnýju en hún vann um tíma þarna á teiknistofunni. undir glerþaki, ef þaö er notað á annaö borö. Enda telst þaö þá hluti af stærö hússins. Reynslan hefur sýnt aö þetta svæöi virðist sjaldan vera nógu stórt, fyrr en varir veröur gróöurstofan vinsæl- asti íverustaðurinn, gróöurinn tek- ur venjulega talsvert af rýminu og vex stööugt, og því þarf aö gera ráö fyrir aö fólk geti t.d. setiö viö borö, þar séu t.d. leiksvæði, hægt aö spila borötennis eða eitthvaö þessháttar, eöa byggt er yfir heita potta eöa laug. Slíkur staöur fer von bráöar að koma í staö eöa bæta upp garöinn í kringum húsiö. i nýrri húsum tengist þetta svæöi gjarnan stofu og gangi, en einnig er möguleiki á aö hafa gróöurstof- una viö hliðina á eldhúsinu, þannig aö borökrókurinn sé undir gleri og stutt aö ná í tómata, gúrkur, kryddjurtir og fleira sem hægt er Efri hssðin I glerviðbyggingunni á Hjallabrekku hjá þeim ólafi Sig- urðssyni og Svövu Ágústsdóttur. Af efri hæöinni er fallegt útsýni yfir nágrennið, en það á eftir að leggja síöustu hönd á innrétting- una, blómaker eiga að vera báð- um megin pallsins og hringstigi niður á neðri hæöina. ... og neðri hæðin á Hjalla- brekku. Gróðurinn er ekki kom- inn langt á veg, en þarna má þó sjá m.a. vfnvid og fíkjutré. Bakhliö hússins, þarna sést hvernig bílskúrinn hefur verið tengdur (búöarhúsinu. „Ætli þaö séu ekki rúmlega þrjú ár síöan þetta glerhús var tekiö í notkun,“ sagöi Friðrik Ingþórsson húsvörður og sýnir okkur sjö ára gamlan kaktus, en hann var fluttur í húsið þegar það tók til starfa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.