Morgunblaðið - 12.11.1982, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.11.1982, Blaðsíða 8
mkc$ (ile<hlt(f jól' faaxkuðunt, öltinum og ungum úmar frá hjarfum og iungum! Ljómar um bygðir og ból brosondi ghðínnar sól. — r, M „Það kæmi mér ekki á óvart þó um 1.000 mismunandi jólakorta- titlar væru á boöstólunum í ár,“ sagði einn jólakortaframleiöandi er við spurðumst fyrir um vænt- anlegt framboð á jólakortum. Flest eru kortin nú farin frá fram- leiðendum í verslanir, en þeir sögöust margir farnir að hugsa fyrir jólum í byrjun árs. Það er gamall siður að senda jólakveðju og þessar kortasendingar hafa verið svipaðar aö magni til und- anfarin ár, hjá Pósthúsinu feng- um viö þær upplýsingar aö fjöldi jólabréfa hafi verið svipaður að undanförnu eða um ein milljón bréfa. Margir hafa þann siö aö halda saman jólakortum sínum frá ári til árs, en þeir eru eflaust ekki margir sem eiga öll sín kort frá upphafi. Guöríöur Einarsdóttir í Hafnarfiröi er þó ein þeirra, og viö fengum aö líta á safniö hennar fyrir skömmu. Fyrstu jólakort Guöriöar eru frá því um 1913, þarna má sjá fjöld- ann allan af gömlu glanskortunum og allskyns skrautkortum. Viö fengum aö birta nokkur sýnishorn af þessum kortum sem borin voru út í jólapóstinum hérna fyrir u.þ.b. 50—70 árum, til gamans látum viö fljóta meö nokkur kort teiknuö af bandarískum listamönnum sem lítiö eöa ekkert hafa veriö borin út í jólapóstinum, þau kort hafa verið til í örfáum eintökum og aöallega veriö send vinum og kunningjum listamannanna. Guðríður er fædd 1901 og hefur safnaö öllum kortum sínum frá því hún fór að fá þau. Með Guö- ríði á myndinni er maður hennar, Jón Hjörtur Jónsson, en hann bar út jólapóstinn í Hafnarfirði endur fyrir löngu, eöa áöur en hann fór að bera út Morgunblaðið, en Jón er fyrsti blaðberi Morg- unblaðsins þar í bæ. „Þá fór maður gangandi frá Hafnarfiröi til Reykjavíkur og sótti blöðin, ég lagöi venjulega af stað um sexleytiö á morgnana og var kominn meö blööin hingað um níu og tók ég þá viö þeim og bar þau til áskrifenda." (Ljósm. ÓI.K.M.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.