Morgunblaðið - 12.11.1982, Page 10

Morgunblaðið - 12.11.1982, Page 10
HVAÐ ER AÐ GERAST UM HELGINA? 42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1982 Leikendur i Höfðubólinu og hjileigunni. Leikfélag Keflavíkur: Höfuöbóliö og hjáleigan Leikfélag Keflavíkur frumsýnir gamanleikinn Höfuöbóliö og hjá- leiguna eftir Sigurö Róbertsson í Félagsbíói, Keflavík’ laugardaginn 13. nóvember nk. kl. 21. Leikstjóri er Jónína Kristjánsdóttir. Leikritiö fjallar á gamansaman hátt um brottrekstur Lúsifers frá Himnaríki og um sköpunina. Meö helstu hlut- verk í leiknum fara Árni Margeirs- son, Jóhannes Kjartansson, Gísli Gunnarsson, Guöfinnur Kristjáns- son og Unnur Þórhallsdóttir. Önn- ur sýning veröur þriöjudaginn 16. nóvember í Félagsbíói. Ráö málfreyja á íslandi Ráösfundur veröur haldinn á Akranesi, laugardaginn 13. nóv- ember 1982 aö Hótel Akranesi og hefst kl. 10 árdegis. Gestur fundarins veröur Jenny Wood Allen, fyrrverandi forseti ASM. Gestgjafi Málfreyjudeildin Ösp. „Sjónhverf- ingar á skurð- arborðinu“ Laugardaginn 13. nóvember kl. 15, opnar í Skruggubúö, Suöur- götu 3A, sýning á teikningum og smáhlutum eftir Sjón. Sjón er ís- lenskur súrrealisti sem hefur starf- að meö súrrealistahópnum Med- úsa síöustu ár. Hann hefur áöur sýnt á samsýningum Medúsu og er höfundur nokkurra Ijóðabóka. Sýningin mun standa til 29. nóv- ember og veröur Skruggubúö opin kl. 15—21 um helgar, en kl. 17—21 virka daga. Gunnar Halldór Sigurjónsson: Málverkasýning Gunnar Halldór Sigurjónsson hefur opnaö málverkasýningu aö Strandgötu 4, Hafnarfiröi (áður verslunarhúsnæði Jóns Mathiesen o.fl ). Gunnar sýnir þar 45 myndir, flestar málaöar í akrýl og olíu. Sýn- ingin er opin kl. 3 til 7 alla daga. Garðakirkja kynnir verk Ey- þórs Stefáns- sonar tónskálds Næstkomandi sunnudag, 14. nóvember, fer fram helgisamkoma í Garóakirkju og hefst hún kl. 2 e.h. Viö þessa athöfn veröa verk Ey- þórs Stefánssonar, tónskálds á Sauðárkrókí, kynnt. Garðakórinn undir stjórn Þor- valdar Björnssonar, organista, mun syngja lög hans viö sálma og helgiljóö og einsöngvararnir Steinn Erlingsson og Sverrir Guðmunds- son munu syngja lög tónskáldsins. Séra Jónas Gíslason, dosent, mun flytja ræöu og í upphafi flytur ávarp formaður sóknarnefndar, Helgi K. Hjálmsson. Organistinn mun og leika orgelforleik eftir Ey- þór Stefánsson. Aö lokinni kirkjuathöfn verða kaffiveitingar seldar á Garðaholti og þar mun kórinn, einsöngvararn- ir ásamt Snæbjörgu Snæbjörns- dóttur enn flytja lög eftir tónskáld- lö. Eyþór Stefánsson og kona hans veröa heiöursgestir samkomunn- ar. Samkomur þessar eru tengdar söfnunardegi Hjálparsjóös Garöa- sóknar, en um þessa helgi samein- ast ýmis félagasamtök í Garöabæ um söfnun fjár til stuönings sjóðn- um, en hann er ætlaöur til hjálpar þeim, er veröa fyrir óvæntum áföll- um. Breskur pub á Loftleiðum Barnum á Hótel Loftleiöum hef- ur veriö breytt í breskan pub og þar skemmtir píanóleikarinn Sam Avant. Pubbinn er opinn á hverju kvöldi fram til 21. nóvember en þá skemmtir Sam í síöasta sinn. Ýms- ir smáréttir eru á boöstólum eins og tíökast á krám í Bretlandi. Sam Avant hefur skemmt víöa um heim viö góöar undirtektir og margir þekkja kappann frá fyrri heim- sóknum hans hingaö. í kvöld, föstudagskvöld, veröur sérstakt villibráðarkvöld að Hótel Loftleiö- um og þar gefst tækifæri til aö smakka gómsæta rétti sem ekki eru í boði á öörum tímum. Alþýðuleikhúsið Barnaleikritiö „Súrmjólk meö sultu" verður sýnt á sunnudaginn nk. kl. 15.00 í Alþýöuleikhúsinu í Hafnarfiröi. „Súrmjólk með sultu" er gaman- leikur fyrir yngstu áhorfendurna, og gerist í eldhúsi „venjulegrar fjöl- skyldu" einn sunnudagsmorgunn. Verkiö sýnir aö jafnvel í eldhúsum geta leynst ævintýr, enda er undir- titill leikritsins „ævintýr í alvöru". Sýningar eru nú aö nálgast 6. tuginn, og fer því hver aö veröa síðastur aö sjá þessa sýningu. Fjalakötturinn — kvikmynda- klúbbur Fimmtudaginn 11. nóvember veröur aukasýning á myndinni Under Milkwood sem gerö er í Bretlandi 1972 eftir hinu fræga leikriti Dylan Thomas meö þeim Richard Burton, Elisabeth Taylor og Peter O’Toole í aöalhlutverk- um, en leikstjóri er Andrew Sin- clair. Leiksviöiö er ímyndað þorp á strönd Wales en gæti verið hvaöa þorp sem er. Þaö gerist á einum degi og lýsir hugsunum og geröum þorpsbúa. Um helgina lýkur sýn- ingum á Tríal eöa Réttarhöldin, leikstjóri er Orson Welles og er myndin byggö á sögu Franz Kafka. Þessi mynd er gerö í Frakklandi 1962 og fjallar hún um Joseph K. sem á aö leiða fyrir rótt án þess aö nokkur sjáanleg ástæöa sé fyrir því. Þaö er Anth- ony Perkins sem leikur aöalhlut- verkiö. Um helgina verður einnig sýnd myndin Hnífur í vatninu, leik- stjóri er Roman Polanski og er myndin gerö í Póllandi 1962. Þetta er fyrsta mynd hans í fullri lengd og hefur hlotiö fjölda verölauna. Hún fjallar um ung hjón sem ætla aö eyöa helgi um borö í seglskútu. Á leiöinni taka þau upp i bílinn ungan puttaling og þegar á leiöar- enda er komið bjóöa þau honum aö koma meö á seglskútunni. Milli þessa fólks myndast mikil spenna. Gríska myndin Stella veröur einnig sýnd í síðasta sinn um helgina. Sú mynd er gerö í Grikklandi áriö 1956, leikstjóri er Michael Caco- yannis sá sem geröi Zorba en i aðalhlutverki er Melina Mercouri. Fimmtudagur: Vélprjónasam- bandið með sölu í Fáksheimili á laugardag Vélprjónasamband íslands efnlr til sölu á prjónavarningi í Fáks- heimilinu, laugardaginn 13. nóv- ember frá kl. 2. Þar veröur á boðstólum nærföt, peysur, tízku- fatnaður og ýmsilegt fleira. Vélprjónasambandiö var stofn- aö í desember 1974 og hefur unnið aö því m.a. aö kynna vörur kvenna, sem vinna heima. Djassað í Stúdenta- kjallaranum Þetta veröur á sunnudagskvöld- ið og byrjar kl. 21.00. Þéir sem leika eru Eyþór Gunnarsson, pí- anó, Friörik Karlsson, gítar, Gunn- laugur Briem, trommur, Siguröur Flosason, saxófónn og Tómas Ein- arsson, bassi. Skáld-Rósa í Kópavogsbíói í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20.30, verður Leikfélag Horna- fjarðar meö sýningu á leikriti Birgis Sigurössonar, Skáld-Rósu, í Kópa- vogsbíói. Sigfús á tón- skáldakynningu Laugardaginn 13. nóvember gengst menningarmálanefnd Mosfellshrepps fyrir tónskálda- kynningu í samkomusal Varmár- skóla kl. 16. Kynntur veröur Sigfús Hall- dórsson, en auk hans koma fram Snæbjörg Snæbjarnardóttir og Friöbjörn G. Jónsson. Verö aö- göngumiöa kr. 1Ö0. Lokatónleikar Tadsjikanna í Gamla bíói á sunnudaginn Lokatónleikar og danssýning listafólksins frá sovétlýöveldinu Tadsjikistan, sem kom hingað til lands i síöustu viku til þátttöku í Sovéskum dögum MÍR, veröa í Gamla bíói á sunnudagskvöld, 14. nóvember kl. 20.30. Síðasti dagur Thorvaldsen- sýningar Thorvaldsen-sýningunni á Kjarvalsstööum lýkur nú um helg- ina og veröur síöasti sýningardag- ur á sunnudag, opiö til kl. 22.00. Málverkasýningu Karólínu Lár- usdóttur og sýningu Aöalbjargar Jónsdóttur á prjónuðum kjólum veröur fram haldið um helgina, en þeim lýkur um næstu helgi. Auður Haralds á bókmennta- kynningu Héraösbókasafn Kjósarsýslu og Leikfélag Mosfellssveitar gangast fyrir bókmenntakynningu í Bóka- safninu í Mosfellssveit mánudag- inn 15. nóvember kl. 20.30. Aö þessu sinni veröur Auöur Haralds kynnt og lesið úr verkum hennar. Guörún Sigríður Friðbjörnsdóttir, söngkona. Ljóðatónleikar á Egilsstöðum Guörún Sigríöur Friöbjörnsdótt- ir, söngkona, heldur Ijóöatónleika í Valaskjálf á Egilsstööum á sunnu- dag kl. 17. Undirleikari verður Anna Norömann. Gjörningur í Norræna húsinu Gjörningur verður í Norræna húsinu á laugardaginn, 13. nóv- ember, kl. 20.30. Þar koma fram sameiginlega listamennirnir Bat- Yosef, tvíburabræöurnir Haukur og Höröur Haröarsynir, Elías Davíösson og Orthulf Prunner. Hugmyndin er aö þrjár listgreinar, myndlist, hreyfilist og tónlist, renni saman í eina heild. Bat-Yosef, sem nýverið hélt myndlistarsýningu í Gallerí Lækjartorgi, hefur frá árinu 1964 unnið aö því aö tengja saman ólík- ar listgreinar. Sýningar af því tagi sem hún hefur átt frumkvæöi aö hafa verið sýndar á nútímalista- söfnum víða. Haukur og Höröur munu sýna hreyfilist: „formfræöilega könnun á hreyfingu", við tónlist eftir Elías Davíðsson og Orthulf Prunner. Þeir veröa málaðir af Bat-Yosef. Tónlist þeirra Elíasar og Prunner er samin fyrir hljóöfæri sem Elías hefur sett saman úr íslenskum steinum og kallar „steinaspil". Ferðafélag íslands Gönguferö veröur farin kl. 13.00 á sunnudaginn. Ekiö veröur upp á Hellisheiöi, Þrengslaveg, og geng- iö á Lambafell (546 m) og síðan aö Eldborgunum. Þetta er létt göngu- leiö, enda lagt upp á Lambafelliö úr ca. 300 m hæð. Aö venju er fariö frá Umferðarmiöstööinni, austanmegin og fargj. greitt viö bílinn. Feröafólk, sem feröast hefur með Ferðafélaginu, er beðið aö at- huga aö á skrifstofunni eru margir óskilamunir, m.a. margar mynda- vélar og önnur verömæti sem vert er aö huga aö. Foreldradagur í Fellahelli í tilefni af 8 ára afmæli félags- miöstöövarinnar Fellahellis, sem var 9. nóvember, hefur veriö ákveöiö aö hafa opiö hús fyrir unglinga úr Breiöholti og foreldra þeirra nk. sunnudag milli kl. 14—17. Ætlunin er aö kynna for- eldrum það starf sem fram fer í Fellahelli og gefa þeim kost á að hitta starfsfólk. Einnig veröur selt kaffi og kökur sem unglingarnir baka sjálfir og munu þeir njóta ágóöans í sölunni. Eru alllr foreldr- ar eindregið hvattir til þess aö láta loksins veröa af því aö kynnast þeim staö, þar sem börn þeirra eyöa miklu af frítíma sínum. Nýlistasafnið Árni Ingólfsson og Guörún Tryggvadóttir sýna í Nýlistasafn- inu, Vatnsstíg 3B, um helgina. Sýn- ingin opnar kl. 20.00 í kvöld en kl. 14.00 á laugardag og sunnudag. Sýningin stendur aöeins þessa einu helgi. Kökubasarog flóamarkaður í Laugarnes- kirkju Næstkomandi laugardag, 13. nóvember, veröur hinn árlegi kökubasar og flóamarkaöur Kven- félags Laugarnessóknar. Mark- aöurinn veröur í kjallara kirkjunnar og hefst kl. 14.00. Ágóöinn af söl- unni rennur til byggingar safnað- arheimilisins, sem nú er í bygg- ingu. Kökum veröur veitt móttaka fyrir hádegi á laugardag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.