Morgunblaðið - 12.11.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.11.1982, Blaðsíða 11
HVAÐ ER AÐ GERAST UM HELGINA? MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1982 43 Úr „Gosa“, leikriti Brynju Benediktsdóttur, þad verður sýnt í siðasta sinn á Fimm sýningar hjá Leikfélagi Reykjavíkur f kvöld (föstudag) er 9. sýning á írlandskortinu eftir Brian Friel, nýjasta verkefni Leikfélagsins, en þaö er nýtt írskt leikrit, sem fjallar um samskipti írsks sveitafólks og breskra hermanna á síóustu öld, en inn í þetta fléttast ástarsaga bresks hermanns og írskrar stúlku, sem þau Ása Svavarsdóttir og Pálmi Gestsson leika. Þetta er frumraun beggja i íslensku at- vinnuleikhúsi. Eyvindur Er- lendsson er leikstjóri, en í stærstu hlutverkunum eru Karl Guö- mundsson, Steindór Hjörleifsson, Karl Ágúst Úlfsson og Emil Gunn- ar Guómundsson. Þegar er upp- selt á þessa sýningu. Á föstudagskvöld og laugar- dagskvöld eru miónætursýningar í Austurbæjarbíói á Hassinu hennar mömmu, ærslaleiknum eftir Dario Fo. i aöalhlutverkum eru Margrét Ólafsdóttir, Gísli Halldórsson, Kjartan Ragnarsson, Emil Gunnar Guömundsson og Aöalsteinn Bergdal, en leikstjóri er Jón Sigur- björnsson. Miðasala er í bíóinu. Á laugardagskvöld er Skilnaöur eftir Kjartan Ragnarsson sýndur í Iðnó, og er þegar uppselt á þá sýn- ingu. Leikendur eru Guörún Ás- mundsdóttir, Jón Hjartarson, Val- geróur Dan, Aöalsteinn Bergdal, Soffía Jakobsdóttir og Sigrún Edda Björnsdóttir, en höfundur er sjálfur leikstjóri. Á sunnudagskvöld veröur 102. sýning á leikriti Kjartans Ragnars- sonar, Jóa, sem sýnt hefur veriö á annað leikár. Leikritiö fjallar um andlega fatlaöan pilt, sem veröur fyrir því aö missa móður sína. Viö þaö standa skyndilega aörir fjöl- skyldumeölimir frammi fyrlr þeím vanda, hvaö beri aö gera og hver þeirra eigi aö taka Jóa að sér. Leikritið fjallar líka um sambúö ungs fólks á tímum kvenfrelsis. Meö stærstu hlutverkin í leiknum fara þau Jóhann Siguróarson, Hanna María Karlsdóttir og Sig- uröur Karlsson, auk Guömundar Pálssonar, Þorsteins Gunnars- sonar, Elfu Gísladóttur og Jóns Hjartarsonar. Risajazz á Hótel Borg Jazzvakning efnir til hljómleika á Hótel Borg sunnudaginn 14. nóv- ember og koma þar fram allir helstu jazzleikarar landsins og jazzhljómsveitir. Hljómleikarnir hefjast klukkan 16.30 og má segja aö hér sé á vissan hátt veriö aö endurvekja hinn vinsæla síödegis- jazz sem var hér í eina tíð á sunnu- dögum í Breiðfiröingabúð. A tónleikunum koma fram: Kvartett Kristjáns Magnússonar, Nýja kompaníiö og Tríó Guömund- ar Ingólfssonar ásamt Viðari Al- freössyni og auk þess mun fjöldi ágætra jazzleikara kíkja inn og djamma aö venju. Kvartett Krist- jáns Magnússonar skipa hljóm- sveitarstjórinn á píanó, Þorleifur Gíslason tenorsaxafón, Árni Scheving á bassa og Ólafur Garö- arsson á trommur. Nýja kompaníiö er skipaö Siguröi Flosasyni altó- saxofón og flautu, Sveinbirni I. Baldvinssyni gítar, Jóhanni G. Jó- hannssyni píanó, Tómasi R. Ein- arssyni bassa og Siguröi Val- garðssyni trommur. Tríó Guö- mundar Ingólfssonar skipaö hljómsveitarstjóranum á píanó, Pálma Gunnarssyni á bassa og Guömundi Steingrímssyni á trommur. Auk þess mun Viöar Al- freðsson blása meö þeim á tromp- et og flygelhorn, en nokkuö langt er síöan Viöar hefur komið fram á jazztónleikum. Eins og kunnugt er tapaöi Jazzvakning nær 100 þúsund krónum á tónleikum Charlie Haden's í Háskólabíói þann 24. október sl., en hreyfingin á enga sjóöi til aö ganga í og getur hún aðeins treyst á vini og velunnara jasstónlistarinnar sér til fulltingis. Allir þeir hljóöfæraleikarar sem koma fram á tónleikunum á Hótel Borg á sunnudaginn gefa vinnu sína svo og aörir er vinna aö tón- leikunum. Námskeið í kvikmyndagerð Laugardaginn 13. nóvember veröur haldiö á vegum Samtaka áhugamanna um kvikmyndagerö námskeiö í kvikmyndagerö. Leið- beinandi veröur Þorsteinn Páls- son, kvikmyndageröarmaöur. Á námskeiöinu veröur fariö í undir- stöðuatriöi kvikmyndageröar og síðan verður tekiö fyrir hvernig taka á kvikmynd og nokkrar myndir skoðaðar í þeim tilgangi. Námskeiöiö veröur haldiö f Álfta- mýrarskóla og hefst kl. 14.00. Allir kvikmyndaáhugamenn eru vel- komnir. sunnudaginn. Þjóðleikhúsiö um helgina Tvær vinsælar sýningar Þjóö- leikhússins veröa sýndar í síöasta sinn nú um helgina og eru þaö Amadeus, eftir Peter Shaffer, og Gosi, eftir Brynju Benediktsdóttur og Collodi. Síóasta sýning á Ama- deusi verður í kvöld, föstudag 12. nóvember, en síöasta sýningin á Gosa veröur á sunnudag kl. 14.00. Garöveisla Guömundar Steins- sonar veröur sýnd í 18. skiptiö á laugardagskvöldið. Þessi umdeilda sýning lætur engan ósnortinn og hefur ekki staðið á þvi aö menn mynduöu sór skoóun á verkinu og deildu þar um. Hjálparkokkarnir, nýi gaman- leikurinn eftir George Furth, fær ágætar viötökur og er mikið hlegiö aö viöbrögöum fólksins sem lýst er í verkinu, hjálparkokkanna, auka- persónanna, er athyglin beinist óvænt aö því. Hjálparkokkarnir veröa á dagskrá á sunnudags- kvöldiö og er þaö 7. sýning á verkinu. Tvíleikur, heimsfrægt verö- launaleikrit eftir Tom Kempinski veröur sýnt í 19. sinn á Litla sviöi Þjóöleikhússins á sunnudags- kvöldiö kl. 20.30. Leikrit þetta hef- ur hvarvetna vakiö óskipta athygli. Feröir Utivistar um helgina Á sunnudaginn veröur fariö í dagsgöngu kl. 13.00. Fyrirhugaö er aö ganga á Stóra-Skarösmýrar- fjall. Ekiö veröur inn í Hamragil og gengiö þaöan á fjallið. Veröi ekki fjallgönguveöur, verður haldiö til á láglendinu og fariö í Hellisskarð og aö Draugatjörn. Alllr geta veriö meö í sunnudagsgöngum Útivistar. Ekki þarf aö panta, bara mæta viö bílinn, sem fer frá BSÍ, bensínsölu. Veröiö er 150 kr. og frítt fyrir börn til 15 ára í fylgd fullorðinna. Afmælishóf kvennafram- boðs 14. nóvember nk. er liðið eitt ár frá því 600 reykvískar konur söfn- uöust saman á Hótel Borg og tóku þá ákvöröun aó bjóöa fram til borgarstjórnar. Kvennafram- boðskonur ætla aö halda daginn hátíölegan meó afmælishófi aö Hótel Vík, nk. sunnudag, 14. nóv- ember, milli kl. 15.00—17.00. Allir eru boönir velkomnir í afmæliö. Mjólkuidagar’82 í húsi Osta ogsmjöföölunnar, Bitmhálsi2 Kynning verður á nýjustu framleiðsluvörum mjólkursamlaganna og boðnar bragðprufur. Einnig verða neytendakönnun og atkvæðagreiðsla. Maikaður Fjölbreytt úrval af ís- og ostanýjungum á kynningarverði. Hátíðabovð Kynnt verða þrjú hátíðaborð auk partíborðs. Bæklingar með munu liggja frammi. Hlutavelta verður í gangi allan tímann og verða vinningar m.a. ýmsar mjólkurafurðir. r Okevpls aðgangur Opið laugardag og sunnudag frá kl. 13 - 20. Mjólkuidagsnefnd 8.15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.