Morgunblaðið - 12.11.1982, Page 15

Morgunblaðið - 12.11.1982, Page 15
MORGUNBLA ÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1982 47 UR SKEMMTANALIFINU Jazzað fyrir augu og eyru Það var húsfyllir og mikil og góö stemmning í Iðnó sl. mánudagskvöld á hljómleik- um Nýja kompanísins, en þetta voru fyrstu almennu hljómleikar Kompanísins eftir að hljómplata sveitarinnar, „Kvölda tekur“, kom út nú í haust. Á efnisskránni voru fjögur lög af plötunni, en meginhlutinn var nýtt efni eft- ir þá félagana og gáfu þeir í skyn að mögulegt væri að eitthvað af því ætti eftir aö komast á vínýl á næsta ári. Ekki er hægt að segja að eins hefði veriö hægt að hlusta á þá tónlist sem flutt var í Iðnó á mánudagskvöldið af plötu heima í stofu, því Kompaníið færði sér í nyt möguleika leik- hússins viö Tjörnina, þannig aö Siguröur Flosason blés G.O. af tilfinningu að vanda. tónleikarnir voru líka töluvert fyrir augað. Þeir hófust í nær algeru myrkri, undir organspili Jó- hanns G. píanóleikara en aðrir hljómsveitarmeðlimir sátu líkt og kirkjugestir og rauluðu með á meðan Ijós færðust í aukana. Undir lok organspilsins fóru „kirkjugestir“ úr yfirhöfnum sínum og hófu síöan leikinn með þjóðlaginu gamla, „Crát- andi kem ég nú guð minn til þín". Þvi næst fylgdu fjögur ný lög og í þann mund er þeir hugðust kynna sjötta lagið hringdi sími á sviðinu og var svarað í hann og síöan tilkynnt að gera yrði hlé á leiknum í fimmtán mínút- ur meðan verið væri að róa þann sem hringt hafði. Eftir hlé opnaöi sveitin meö öðru þjóðlagi af plötunni, aö þessu sinni titillaginu og síðan jókst stemmningin og spennan Nýja kompaníiö á sviöinu í lönó. (Morgunblaöiö/KÖE) Siguröur Valgairaaon trommulaikari f ham. allt til enda, en lokalagið var „Frýgískt frumlag", kröftugasta lagið á skífunni. Áheyrendur klöppuðu Kompaníið upp tvisv- ar sinnum og lék sveitin þá fyrst sterkan blús eftir Sigurð Flosason, saxófónleikara, en síðan, vegna áskorana, fimmta lagið af efnisskránni, „í lófa lagið" eftir Jóhann. Hressir í bragði yfirgáfu áheyrendur salinn, eftir skemmtilega kvöldstund, með tónlist, uppákomum og spaugi. Sv.G. Þórskabarettinn er í ár skipaður þeim Júlíusi Brjánssyni, Sögu Jónsdóttur, Jörundi Guðmundssyni og Þórhalli Sigurössyni. Þórskabarett „Hvað er að þessum manni þarna, af hverju er notað hér trélím við fótbroti?“ Læknirinn og fylgdarlið hans eru að kanna ástand mála á hin- um alkunna stofugangi og í Ijós koma ýmsir furðusjúkdómar og óvenjuleg læknisráð. Við erum stödd í Þórskaffi á sunnudagskvöldi, en þar hefur Þórskabarettinn verið settur á sviö enn á ný, Þetta er fjóröa árið sem hann er starfræktur, og að þessu sinni er kabarettinn á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöldum og er sér- stök dagskrá hvert kvöld. Und- anfarin ár hafa þeir Jörundur Guðmundsson, Þórhallur Sig- urðsson og Júlíus Brjánsson skipað tríóiö, en nú hefur Saga Jónsdóttir bæst í hópinn, og dansatriöin, sem veriö hafa und- anfarin ár, eru núna felld niður. Kabarettinn tekur um klukkutíma í flutningi, og eru þar tekin fyrir ýmis atriöi úr dagiega Iffinu á léttan og spaugilegan hátt. Þarna mátti sjá ýmsa þekkta menn úr þjóðlífinu, kínverskur matargerð- armeistari sýndi listir sínar, kynnt var sólarlandaferð, heimsþekktur dávaldur leit viö o.fl. o.fl. Tónlistarflutningur er i hönd- um Dansbandsins ásamt Þorleifi Gíslasyni saxófónleikara og Árna Scheving, en hann er einnig höf- undur tónlistar og annast hljóm- sveitarstjórn. Tæknimaöur er Kristinn Haraldsson. VJ „En það gerir ekkert til, ítlend- ingar eru hvort sem er alltaf fullir.“ Kynning á sólarlanda- ferð, aðbúnaöurinn ekkert sér- stakur, en það skiptir engu þeg- ar íslendingar eiga í hlut. Fáeinar grænar fyrsta flokks VOSS eldavélar eftir með 33% afslætti frá verksmiðju vegna breytingar á fágætum 220 volta markaði. Svona tækifæri býðst því ekki aftur. /Fúnix HÁTÚNI 6A • SÍMI 24420 m KRISTJfifl SIGGEIRSSOfi HF. LAUGAVEG113, REYKJAVÍK, SÍMI 25870

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.