Morgunblaðið - 12.11.1982, Page 19

Morgunblaðið - 12.11.1982, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1982 51 Malasía: Frumstæður ættflokkur fannst í frumskóg- arsorta Kuala Lumpur, 10. nóvamber. AP. YFIRVÖLD í Malaysíu tilkynntu í gær, að fundist hefði 43-manna frumstæður villimannaættbálkur í myrkviöum frumskóganna. Ein- staklingar hóps þessa klæðast mittisskýlum, leita sér skjóls undir trjágreinum og runnum og kveikja eld með steini og viðar- kvistum. Flokkurinn lifir á villl- bráð, ávöxtum og rótum. Fólkiö hefur ekki hugmynd um hvaö ak- uryrkja er. Vegna einangrunar frá öðru fólki, hafa karlar og konur flokksins gifst innbyrðis og þvi um eina stóra fjölskyldu að ræöa. Þaö er skammt síöan aö fólk af Aboriginees-ættbálkinum rakst á flokk þennan og þegar fregnir bár- ust, var geröur út rannsóknarleiö- angur undir stjórn sýslumannsins, Stewart Ngau Ding. Leiöangurinn hófst síðla í október og 2. nóvem- ber fannst flokkurinn. Helmingur fólksins reyndist vera börn og unglingar 15 ára og yngri. Aldurs- forsetinn var sextugur karl. Það gekk ekki átakalaust aö fá fólkiö til viöræöna, þaö hímdi í skýlum sín- um hálfhrætt og gaf sig ekki fyrr en eftir langar og miklar fortölur fylgdarmannanna sem voru úr röð- um Aboriginees-ættbálksins. Fólkið reyndist tala mállýsku svipaöa tungu Aboriginees-fólks- ins, þannig aö fylgdarmennirnir gátu túlkaö samtölin. Þegar losna tók um málbeiniö, hófu talsmenn flokksins aö biöja gesti sína um nýtísku klæönaö, áhöld til matar- geröar, pípur og verkfæri. Hafa yf- irvöld lýst sig fús til aö veröa viö beiðninni, en þá þegar fékk ætt- bálkurinn talsvert af fatnaöi, öxum, hnífum, eldspýtum og pottum, sem voru gjafir frá Rauða krossi Malay- síu. ; Gódan daginn! Dansleikur Nesley velur danslögin þau gömlu góöu og nýjasta nýtt. Smáréttir veröa framreiddir allt kvöldiö og njóta nú þegar mikilla vinsælda. Átján ára aldurstakmark. Aöeins snyrtilega klætt fólk er hleypt inn. Komiö tímanlega Síöustu helgi fylltist húsiö fyrr en flesta grunaöi. Verid velkomin Almennur dansleikur laugardag Gömlu dansarnir sunnudag Veitingahúsið Borg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.