Morgunblaðið - 12.11.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.11.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1982 55 \^L?AKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MANUDEGI TIL FÖSTUDAGS ^ ny if Lífið við mig leikur nú: Vona að söngurinn hafi aðeins verið upphafið Jórunn Halla skrifar 4. nóvem- ber: „Velvakandi góður. Mig langar til að biðja þig að skila kæru þakklæti til sjónvarps- ins fyrir söngþáttinn „Lífið við mig leikur nú“, sem fluttur var í gær, miðvikudag, með söng þeirra Garðars, Ágústu og Anne. Segja má að hingað til hafi sjónvarpið vanrækt þetta svið að mestu leyti, þ.e.a.s. kristilega tón- list. Ég gladdist því mjög er ég hlustaði á unga fþlkið í gær. Einn- ig var vel til fundið að senda þátt- inn út á þessum tíma kvöldsins, þ.e. næst á eftir fréttum. Það er kunnara en frá þurfi að segja að söngáhugi er mjög al- mennur hér á landi. Þeir eru ófáir sem einhvern tíma ævinnar hafa sungið í kór eða minni hópum. Kirkjukórarnir eru margir og þar ríkir sönggleði mikil. Hafa þeir sumir gert garðinn frægan. Einnig skilst mér að kristilegu leik- mannafélögin leggi mikla áherslu á góðan söng. Og þannig mætti lengi telja. Ég vona því innilega að söngur- inn í gær hafi aðeins.verið upphaf- ið að góðum og fjölbreyttum kristi- legum söngþáttum í sjónvarpinu í vetur. Slíkir þættir munu áreið- anlega eiga fleiri hlustendur er marga grunar. Garðar, Ágústa og Anne. Aðeins lítil ábending eftir að hafa hlýtt á flutninginn í gær: Boðorð númer eitt hlýtur að vera það að söngtextinn komist vel til skila. Þetta er mikilvægt að hafa í huga í sambandi við undirleik og myndskraut. Um leið og ég sendi sjónvarps- mönnum bestu kveðjur, fagna ég því einnig að „Húsið á sléttunni" er aftur komið á skjáinn. Tel ég að þættirnir þeir séu eitt besta fjöl- skylduefnið sem sjónvarpið hefur sýnt. Með kærum þökkum. Þessir hringdu . . . Hvert skyldi ég vera að senda þessa umsókn? S.N. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Ég skora á Morgunblaðið að ríða á vaðið og neita að taka við atvinnuauglýsingum frá fyrir- tækjum sem krefjast, í skjóli nafnleyndar, hvers kyns upplýs- inga frá umsækjendum, möguleg- um og ómögulegum en láta ekkert í móti koma. Slíkar auglýsingar eru móðgun við fólk sem er að leita sér að atvinnu. Ég hef stund- um hugleitt það, þegar ég hef sent inn umsókn: Hvert skyldi ég vera að senda þessa umsókn? í hvaða ruslakörfu skyldu þessir pappírar lenda? Er þetta fyrirtæki í Hafn- arfirði, Kópavogi, Garðabæ eða inni í Vogum? Þá hefði ég að öll- um líkindum enga umsókn sent. Eða er það e.t.v. í næsta nágrenni við heimili mitt? Ekki veit ég það og þess vegna verð ég að senda inn til vonar og vara. Fæ ég svar sem tekur af skarið, jákvætt eða nei- kvætt: Þér eruð ráðin. Eða: Þökk- um umsókn yðar, en það tilkynnist hér með, að ráðið hefur verið í stöðuna sem auglýst var. Nei, því miður er því ekki svo farið. Um- sækjandinn fær að velkjast í vafa svo lengi sem hann ákveður sjálf- ur, fáist ekki jákvætt svar. Það hef ég reynt af nafnlausu fyrir- tækjunum og einnig hinum, sem þó auglýsa undir nafni. Hann gefur mér kraft og frið Jón Júlíusson verkamaður hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að þakka séra Árelíusi fyrir það hve mikill Séra Árelius Níelsson mannvinur hann er. Mér er kunn- ugt um hversu oft og mikið hann hefur gefið þeim sem bágt eiga, bæði sjúkum, gömlum og fátæk- um. Stundum kemur það fyrir, að Bakkus kemur í heimsókn til mín. Þá hringi ég alltaf til séra Árelí- usar og hann gefur mér kraft og frið. Hann kemur þá gjarna til mín með strætisvagninum til að reyna að rétta sína hjálparhönd. Ef nokkur maður starfar í anda Jesú Krists, þá er það séra Árelí- us. * Eg hef skömm á svona vinnubrögðum Guðrún Kristjánsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mikið skelfing fara þættir eins og Félagsheimilið í fínu taug- arnar í mér. Mér finnst satt að segja, að venjulegu fólki sé ekki bjóðandi að horfa upp á þetta. Við lifum nú á tímum andófs gegn víndrykkju, a.m.k. misnotkun áfengis, og hver stórsamtökin af öðrum eru stofnuð til höfuðs þessu þjóðarböli, og dugir hvergi nærri til. Er ekki skrýtið að horfa á sama tíma upp á, að svo til eina innlenda dagskrárefnið er lítið annað en ómerkilegt brennivíns- sukk frá upphafi til enda. Ég veit ekki, hvað fólk segir um svona vinnubrögð, en ég hef skömm á þeim. Ég hef enga ánægju af að horfa á vitiþrotið drykkjufólk velta hvað um annað. Eigum við ekki að reyna að nýta naum fjár- ráð sjónvarpsins að minnsta kosti þannig, að það verði ekki til van- sæmdar. Ég trúi því ekki, að and- ans menn hér á landi hafi ekki upp á eitthvað skárra að bjóða okkur en fylleríisröfl og fáviskuþrugl. Mig langar til að nota þetta tæki- færi til að hrósa útvarpinu. Það hefur tekið miklum framförum með vetrardagskránni. Og þáttur- inn Gull í mund er alveg prýði- legur. Það er gaman að eiga von á honum á morgnana, gaman að vakna með honum. Mikill munur frá því sem var í fyrra. GÆTUM TUNGUNNAR Heyrst hefur: Allir drupu höfði. Rétt væri: Allir drúptu höfði. (Ath.: Þetta er sögnin að drúpa, ekki drjúpa.) BASAR Kvenfélagiö Aldan heldur basar laugardaginn 3. nóv. kl. 2. e.h. aö Hrafnistu Laugarási. Kökur og jóla- skreytingar. Basarnefndin. mmmmmm^^m^^mmm^mmmmmmmmmmm* Sovéskir dagar 1982: Tónleikar og danssýning Lokatónleikar listafólksins frá Miö-Asíu, óperusöngkon- unnar Ojat Sabzalíevu, píanóleikarans Valamat-Zade og Söng- og dansflokks rúbobleikara Ríkisfílharmóníunnar í Tadsjikistan, verða í Gamla bíói sunnudaginn 14. nóv. kl. 20.30. Aðgöngumiðar á kr. 100 — seldir á listiðnaðarsýning- unni í Asmundarsal við Freyjugötu föstudag kl. 16—19 og laugardag og sunnudag kl. 14—19, og við inngang- inn ef eitthvað verður þá óselt. Missið ekki af einstæðum tónleikum og litríkri dans- sýningu. MÍR. EKN Skólavörðustíg 12 Sími 10848. ^l/ Frönsk kvöld ALLA HELGINA Nú tökum við sérstaklega fyrir mat frá Frakklandi Hinn frábæri franski matreiöslumeistari Paul Eric Calmon, eldar franskan mat eins og hann gerist beztur. SOIRÉE FRANCAISE MENU La Soupe de Carbes ou La Terrine de Rénne Mariné — O — La Coquilles Sant-Jacques au Gratin ou Les Éscargots au Pernod — O — Le Gigot a L’ail et au Thym ou Le Poulet au Vinaigre — O — Les Légumes de Saison La Salade Mimosa — O — La Mousse de Roquefort ou La Glace aux Betteraves Grettir björnsson, harmonikkusnillingur leikur franska slagara á harmonikkuna. Veriö velkomin nini ivjui ivmui BM JHtfgmw 5 Gódan daginn! QO ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.