Morgunblaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1982 Brestir í hjónabandi Karls og Díönu? l>ondon, 30. nóvember. AP. SLÚÐURDÁLKAR bresku dagblaðanna velta þvi fyrir sér þessa dagana hvort að vandamál séu komin upp í 16 mánaða gömlu hjónabandi Karls Bretaprins og lafði Díönu. Einn höfundanna, Nigel Dempster hjá „The Daily Mail“, hafði eftir ónefndum vinum hjónanna að þeir hefðu áhyggjur af þvi hve Karl virtist forðast eiginkonu sína nú orðið og leggja mikla áherslu á að skemmta sér, en hann er mikill veiði-, hesta-, skot- og stangaveiðimaður, auk þess sem hann stundar „póló“ af mikilli elju. Díana á hinn bóginn hefur lýst yfir opinberlega að sér sé illa við hross og sér hundleiðist póló og allt sem því fylgir. Þá er hún lítt eða ekki gefin fyrir að riða út og eltast við refi ásamt tilheyrandi hundaskara og heldri mönnum og til að kóróna allt, getur hún ekki hugsað sér að fara með manni sín- um í skot- og stangaveiðitúra hans. „Viðhorf hennar hafa skap- að spennu í hjónabandinu og Karl stundar þessi áhugamál sín i æ vaxandi mæli. Til dæmis hefur hann gengið svo frá, að allir mánudagar hans fram að jólum eru lausir, en mánudagarnir eru hinir hefðbundnu tófuveiðidagar," skrifar fyrrnefndur Dempster. Karl er 13 árum eldri en eigin- kona hans og Dempster segir í skrifum sinum að aldursmunurinn hafi ekki verið brúaður. Díana hafi fallið í dálítið þunglyndi eftir að erfinginn var kominn í heiminn sem ekki mun óalgengt, en vinur hjónanna úr „innsta hring“, hafi sagt sér að Díana hafi að undan- förnu sýnt merki þess að hún þyldi ekki álagið sem fylgdi skyldustörf- um hennar sem verðandi Breta- drottning. Hún kynni að þurfa á aðstoð sálfræðings að halda áður en langt um liði. George Epp vann 1,25 millj. dollara (nm 20 millj. íslenzkra króna) i spilakassa (slot machine) í Pleasantville í New Jersey i Bandarikjunum á mánudag. Þetta er hæsta fjárhæó, sem unnizt hefur i spilakassa af þessu tagi, svo aó vitað sé. Hér sést Epp láta vel að spilakassa þeim, sem gaf honum þessa gifurlegu fjárheð í aðra hönd. Vand ræðamaöur inn datt í lukkupottinn Allantir t'ity, New Jeniey, 30. nóvember. AP. ÓFORBETRANLEGUR fjárhættuspiiari, sem hefur m.a. leitað til félags- freðinga með vandamál sitt, datt i lukkupottinn i gær. Hann atti þá kappi við spilakassa sem þykir sérstaklega erfiður viðureignar, en skilar sífellt meira verðlaunafé eftir því sem fleiri eiga við hann. Og það geta margir, því að um rosalegar upphæðir er að ræða. Hins vegar er afar fátítt að fjárhættuspilararnir hafí betur. Svo fór þó að þessu sinni og George Epp, en svo heitir sá heppni, varð skyndilega 1,25 milljónum dollara ríkari. „Ég dofnaði allur upp, þegar mér varð Ijóst hvað gerst hafði. Vitni segja hins vegar að ég hafi öskrað og æpt og hoppað um allt. Það getur svo sem vel verið. En þetta var bæði sætur sigur og tregabland- inn, því ég hef þjáðst af alvarlegri spilafíkn og missti vinnu mína hjá lögreglunni út af því fyrir tveimur árum. Hef síðan unnið sem leigubílsstjóri, en skuldirnar hafa hrannast upp vegna áráttu minnar, einnig sjúkrahúsreikn- ingar konu minnar sem þjáist af krabbameini. Ég þoldi ekki álagið og hef verið nálægt taugaáfalli oftar en einu sinni,“ sagði Epp, sem þegar er búinn að greiða upp skuldir sínar. SímamjlMl-AP FORYSTUMENN FINNAST — Mitterrand, Frakklandsforseti, var um síðustu helgi á Indlandi og átti þá miklar og ítarlegar viðræður við Indiru Gandhi forsætisráðherra. Hér sést hvar hún tekur á móti Mitterrand við komuna, en á milli þeirra stendur Zail Singh, forseti Indlands. Þurrkar valda vatns- skömmtun í Ástralíu Sydney, Ástralíu, 30. nóvember. AP. MESTU þurrkar sem gengið hafa yfir Ástralíu hafa valdið alvarleg- um vatnsskorti víða um landið, hvergi þó meiri en í Sydney, næst stærstu borg landsins. Þar hefur vatnsskömmtun verið i gangi um hríð og þungar sektir fyrir vatns- bruðl af ýmsu tagi. Undir það flokkast meðal annars að úða garða og að þvo heimilisbíla. Bændasamtök Ástralíu hafa lýst ástandinu sem „hroðalegu", og tjónið hjá þeim kunni að nema 7,1 milljarði dollara. Ástandið er ekki betra í Melbourne, höfuð- borg Viktoríu-fylkis, en þar eru í gildi sektarákvæði fyrir misnotk- un á vatni og ná sektarupphæð- irnar allt að 950 dollurum. Nú má aðeins úða garða í tvær klukkustundir á dag og óleyfilegt er að þvo bifreiðir nema með vatnsfötum. í austurhluta Ástr- alíu, hafa þurrkarnir staðið í fjögur ár. 110.000 af 170.000 skráðum bóndabýlum landsins hafa orðið fyrir barðinu á þurrkunum og Ástralía, sem löngum hefur verið mikið kornútflutningsland, þarf nú í fyrsta skipti í 34 ár að flytja inn korn til að vera sjálfri sér nóg. Eigendur hinna stærri bú- garða hafa auk þessa neyðst til að skera stórkostlega niður kinda- og nautgripastofna sína vegna þess að hvorki er til vott né þurrt handa skepnunum. Og allt þetta hefur ekki orðið til að bæta efnahagsástandið í landinu, sem, eins og víðast hvar, er slæmt. Vaxandi verðbólga og Áfengisleysið í Noregi hefur valdið því að áfengisútsölur í Svíþjóð hafa margar hverjar ekki upplifað aðra eins blómatíð, því þúsundum saman streyma Norðmenn yfir landamærin og fylla vínbúðir nágranna sinna. Sums staðar hafa myndast slíkar biðraðir, að það hefur tekið allt að þrjár klukkustundir að fá af- greiðslu. Heimamenn í sænsku landamærabæjunum eru ekki eins hrifnir og sölumennirnir. Ljóst virðist, að verkfallið atvinnuleysi herjar á Ástralíu ekki síður en hinir óvægnu þurrkar. Verðbólgan hefur verið 12,3 prósent á þessu ári og fram- leiðsla á flestum sviðum hefur dregist saman um allt að 40 pró- sent. leysist ekki fyrir jól og því útséð að Norðmenn geti ekki fengið hinn hefðbundna jólasteikar- drykk sinn með réttinum að þessu sinni, ákavítið. Þá horfir til vandræða hjá kaþólsku kirkj- unum, þar sem þegar er mikill skortur á messuvíni og birgðir í flestum kirkjum á þrotum. Talsmenn kaþólikka í Noregi telja hugsanlegt að loka verði kirkjunum þangað til að vín- þurrðin gengur yfir. Skortur á messu- yíni í Noregi t'rá Jan Erik Uuré, frétUriUra Mbl. i Ósló. NORSKA RÍKIÐ hefur nú tapað 500 milljónum í hinu nú 13 vikna gamla verkfalli starfsmanna áfengisútsalanna. Og lausn á deilunni er ekki í sjónmáli eins og er og möguleikarnir að fá áfenga drykki í Noregi eru nú hverfandi nema gegn okurverði á svörtum markaði. Nú eigum við tvö stykki fyrirliggjandi af þessum harðduglegu vinnuþjörkum. 6 cyl., 225 ci., 4ra gíra beinskiptir, plasthús á palli fylgir. Verð kr. 268.879.00 Nú er tækifærið að tryggja sér sannkallað hörkutól. JÖFUR HF Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.