Morgunblaðið - 01.12.1982, Page 17

Morgunblaðið - 01.12.1982, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1982 17 fturstöðu prófkjörsins? is í Reykjavík og innti eftir áliti þeirra getiö, aö ekki náöist í Pétur Sigurösson. Ánægður með árangur minn — segir Guðmundur H. Garðarsson „ÉG VONA að það sé flokknum til styrktar að ég skuli vera í þessu sæti, ég hlýt að segja það,“ sagði Guðmundur H. Garðarsson í sam- tali við Morgunblaðið, en hann varð í 8. sæti í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins. „Ég vonast til þess að flokkurinn og flokksmenn dragi viðeigandi ályktanir af því sem í prófkjörinu gerðist. Ég er ánægður með árangur minn í prófkjörinu," sagði Guð- mundur. „Auðvitað er það æskilegt og æskilegast að formaður flokksins fái ætíð góða kosningu, hvort sem er innan flokks eða í prófkjöri, en ég minni á það að í prófkjöri er for- maður flokksins ekki kosinn, það gera flokksmenn sjálfir á Lands- fundi. Landsfundur kveður á um það hvern fólkið tekur hæfastan til þess að vera í forystu flokksins á hverjum tíma. Nú var ekki verið að kjósa í stöðu formanns flokksins, heldur um röð manna á lista, en að sjálfsögðu hefði ég viljað að for- maður Sjálfstæðisflokksins hefði hlotið betri kosningu,“ sagði Guð- mundur. „Þá vil ég þakka öllum stuðnings- mönnum mínum liðveisluna og einnig þeim sem þátt tóku í próf- kjörinu," sagði Guðmundur H. Garðarsson. Niðurstaðan kom mjög á óvart — segir Jón Magnússon „ÞESSI niðurstaða kemur mér ákaflega mikið á óvart, sérstaklega það að formaður flokksins skyldi verða í 7. sæti og með jafn lítið at- kvæðamagn á bak við sig og raun ber vitni, það kemur mér mjög á óvart," sagði Jón Magnússon í sam- tali við Morgunblaðið, en Jón varð 9. í röðinni í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins. „Það er mjög ánægjulegt að Ell- ert B. Schram skuli hafa fengið svona góða kosningu, en það er al- varlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að formaður hans skuli hafa fengið þessa útreið og það er slæmur hlut- ur. Mér sýnist ekki hægt að túlka þessi úrslit á annan hátt, en að þau séu sigur fyrir þau viðhorf að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að vera breiður, víðsýnn og frjálslyndur flokkur," sagði Jón. „Ég er ánægður með mina út- komu, ég er með rúmlega 50% at- kvæða og er að taka þátt í prófkjöri í fyrsta skipti og tel að ég geti mjög vel unað við þá niðurstöðu. Það lá ljóst fyrir að þetta var sterkt prófkjör, í því tók þátt ákaflega mikið af góðu og hæfu fólki og ég held að prófkjörsbaráttan hafi farið vel og drengilega fram að nánast öllu leyti. Ég varð ekki var við ann- að. Ég er ánægður með að þetta skuli vera yfirstaðið og þakka fyrir þann mikla stuðning sem ég hef fengið og sérstaklega þakka ég því harða baráttuliði sem ég hafði í kringum mig, sem var reiðubúið til þess að leggja óskapiega mikla vinnu á sig og eyða tugum vinnu- stunda til þess að berjast fyrir frambjóðandann," sagði Jón Magn- ússon. Nýir menn eiga undir högg að sækja — segir Geir H. Haarde „ÉG VIL í fyrsta lagi lýsa vonbrigð- um mínum með það að formaður flokksins skuli hafa fengið jafn lé- lega kosningu og raun ber vitni. Ég tel þessi úrslit bæði ósanngjörn og slæm fyrir Sjáifstæðisflokkinn á þessum tímum," sagði Geir H. Haarde í samtali við Mbl, en hann varð 10. í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins. „Hvað sjálfan mig varðar tel ég mig geta vel við unað. Ég fékk rúm- lega 4.100 atkvæði eða um 51%, ög er mjög ánægður með það. Það er greinilegt af úrslitum prófkjörsins að nýir menn eiga fremur undir högg að sækja í svona prófkjöri. í átta fyrstu sæti listans röðuðust þannig eingöngu núverandi og fyrrverandi þingmenn flokksins," sagði Geir. „Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka hinum fjölmörgu stuðnings- mönnum mínum, sem lögðu hönd á plóginn í þessari prófkjörsbaráttu," sagði Geir H. Haarde. Bessí Jóhannsdóttir: Gagnvart konum eru úrslitin tímaskekkja „ÉG TEL að þessi úrslit séu gagn- vart konum tímaskekkja fyrir Sjálfstæðisflokkinn, að því leyti að það er aðeins ein kona í öruggu sæti,“ sagði Bessí Jóhannsdóttir, en hún lenti í 11. sæti. Hún sagði ennfremur: „Við höfum lagt áherslu á að listi flokksins í komandi Alþingiskosningum endur- spegli þá hugsjón, að einstaklingn- um, konum jafnt sem körlum, séu falin ábyrgðarstörf í þágu flokksins. Þessi listi gerir það ekki og það er mjög miður á sama tíma og hætta er á að fram geti komið kvennafram- boð. Persónulega er ég ánægð með það að vera næstefsta konan. Það sýnir traust í minn garð og ég vil nota tækifærið og þakka þeim fjölmörgu sjálfstæðismönnum sem studdu mig í prófkjörinu," sagði Bessí að lokum. Elín Pálmadóttir: Sýnir að þetta er ekki nýjungagjarn flokkur „ÞETTA er mjög afgerandi val flokksmanna á þingmannsefnum sín- um. Sýnir að þetta er ekki nýjunga- gjarn flokkur, en kýs að ganga til næstu kosninga með það lið, sem lengi hefur verið þar. Flokkur sem kýs sér formann með yfirgnæfandi meirihluta á landsfundi, en vill ekki styðja hann almennilega í sæti al- þingismanns og átta ég mig illa á þeim „geðklofningi". Flokkur sem . ekki lætur ýta sér til að nýta starfskrafta kvenna umfram það sem var í eina tíð,“ sagði Elín Pálma- dóttir en hún varð í 12. sæti. Elín sagði ennfremur: „Sjálf fór ég í prófkjör til að vita hvort þessi flokkur vildi nýta mig til starfa við löggjöf í framhaldi af fyrri reynslu og störfum í borginni. 112. sæti verð- ur það ekki á þessum vettvangi. En að sjálfsögðu eru næg verkefni að góðum málum annars staðar í þjóð- félaginu." Samanburður á próf- kjörum 1970, 1977 1979 og 1982 Úrslit prófkjörs í nóvember 1982: 1 Albert Guðmundsson 6.027 atkvæði 73,9% 2 Friðrik Sophusson 5.670 69,5% 3 Birgir Isl. Gunnarsson 5.608 68,8% 4 Ellert B. Schram 5.386 66,0% 5 Ragnhildur Helgadóttir 5.137 63,0% 6 Pétur Sigurðsson 4.698 57,6% 7 Geir Hallgrímsson 4.414 54,1% 8 Guðmundur H. Garðarsson 4.199 51,5% 9 Jón Magnússon 4.173 51,2% 10 Geir H. Haarde 4.107 50,4% 11 Bessí Jóhannsdóttir 2.932 35,9% 12 Elín Pálmadóttir 2.706 n 33,2% Ath.! Alls greiddu 8.155 atkvæði í prófkjörinu og er kosning bind- andi fyrir 10 efstu. Úrslit prófkjörs í október 1979: 1 Geir Hallgrímsson 8.448 atkvæði (4.364) 68,9% 2 Albert Guðmundsson 8.281 (5.299) 67,5% 3 Birgir ísl. Gunnarsson 8.905 (5.303) 72,6% 4 Gunnar Thoroddsen 6.831 (4.469) 55,7% 5 Friðrik Sophusson 8.007 (5.114) 65,3% 6 Ellert B. Schram 7.805 (6.098) 63,6% 7 Ragnhildur Helgadóttir 7.609 (6.796) 62,0% 8 Pétur Sigurðsson 7.386 (7.386) 60,2% 9 Guðmundur H. Garðarsson 5.819 (5.819) 47,4% 10 Elín Pálmadóttir 2.882 (2.882) 23,5% 11 Björg Einarsdóttir 2.610 (2.610) 21,3% 12 Jónas Bjarnason 2.503 (2.503) 20,4% Ath.! Alls greiddu 12.264 atkvæði í prófkjörinu og er kosning bind- andi fyrir 8 efstu. í prófkjörinu var kosið í ákveðin sæti á listanum, ólíkt því sem nú er. Tölurnar í svigum eru atkvæði í þau sæti, sem frambjóðendur lentu í. Atkvæði fyrir neðan sætið féllu ógild. Úrslit prófkjörs í nóvember 1977: 1 Albert Guðmundsson 7.475 atkvæði 75,7% 2 Geir Hallgrímsson 7.053 71,4% 3 Ragnhildur Helgadóttir 6.998 70,9% 4 Ellert B. Schram 6.410 64,9% 5 Gunnar Thoroddsen 6.261 63,4% 6 Friðrik Sophusson 5.348 54,1% 7 Guðmundur H. Garðarsson. 5.324 53,9% 8 Pétur Sigurðsson 4.708 47,7% 9 Geirþrúður H. Bernhöft 4.122 41,7% 10 Elín Pálmadóttir 4.016 40,7% 11 Gunnlaugur Snædal 3.206 32,5% 12 Haraldur Blöndal 3.084 n 31,2% Ath.! Alls greiddu 9.877 atkvæði í prófkjörinu og er kosning bind- andi fyrir 7 efstu. Úrslit prófkjörs í september 1970: 1 Geir Hallgrímsson 6.605 atkvæði 71,2% 2 Jóhann Hafstein 6.040 65,2% 3 Gunnar Thoroddsen 5.738 61,9% 4 Auður Auðuns 5.584 60,2% 5 Pétur Sigurðsson 4.568 49,3% 6 Ragnhildur Helgadóttir 3.390 43,0% 7 Ellert B. Schram 3.919 42,3% 8 Birgir Kjaran 3.443 37,1% 9 Geirþrúður H. Bernhöft 2.990 32,2% 10 Ólafur Björnsson 2.892 31,2% 11 Hörður Einarsson 2.381 25,7% 12 Guðmundur H. Garðarsson 2.340 n 25,2% Ath.! Alls greiddi 9.271 atkvæði i prófkjörinu og er kosning bind- andi fyrir 4 efstu. Sauðfjárslátrunin í haust: Meöalfallþungi dilka lA kílói undir meðaltali síöustu 10 ára Sláturleyfishafar hafa nú skilað skýrslum um sauðfjárslátrunina í haust til Framleiðsluráðs landbún- aðarins. Samtals var slátrað 936.444 fjár sem er rúmlega 52 þúsundum fjár færra en í fyrra, þar af var slátr- að 833.699 dilkum sem er 60 þúsund dilkum færra en í fyrra og 102.745 fullorðnu sem er 8 þúsundum fleira en í fyrra. Dilkakjötið reyndist vera 11.493 tonn sem eru 709 tonnum minna en í fyrra. Kjöt af fullorðnu var aftur á móti 2.159 tonn en það er 138 tonnum meira en árið 1981. Slátrun fullorðins fjár í haust er sú mesta síðastliðin 20 ár að árinu 1979 undanskildu. Meðalfallþungi dilka reyndist vera 13,79 kíló og er hann heldur meiri en í fyrra, þá var hann 13,65 kg. Meðalfallþungi dilka síðastlið- in 10 ár er 14,30 kg og er meðal- fallþunginn í ár því hálfu kílói minni en meðaltal síðustu ára. Utflutningsþörfin eftir slátrun í haust taldi Gunnar Guðbjartsson, framkvæmdastjóri Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins, að væri um 3.500 tonn af dilkakjöti og 5—600 tonn af ærkjöti en það er svipuð útflutningsþörf og síðasta haust.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.