Morgunblaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1982 Fölsk fyrirheit í húsnæöismálum eftir Þorvald Garðar Kristjánsson, alþm. Af hálfu ríkisstjórnarinnar hef- ir verið gumað af frammistöðunni í húsnæðismálunum. Það hefur fallið í hlut Alþýðubandalags- manna að halda uppi merkinu í þessu efni, enda skyidast, þar sem ráðherra þeirra hefur farið með mál þessi í ríkisstjórn. Fram til þessa hefur verið hampað breyt- ingum þeim, sem gerðar voru á húsnæðislöggjöfinni árið 1980. Það hefur þurft til þess mikla ósvífni. En takmörk eru fyrir öllu. Sömu blekkingunum er ekki hægt að halda að fólki endalaust. Það þarf minnsta kosti að breyta til. Ástand húsnæðismálanna í dag segir til sín og brennur heitt á mörgum. Staðreyndirnar verða ekki umflúnar. Það stingur t.d. í augu, að Byggingasjóður rikisins veitti lán til nýbygginga út á 1883 íbúðir árið 1978, en árið 1981 að- eins út á 1072 íbúðir. Slíkar tölur segja sína sögu, þegar haft er í huga, að samkvæmt íbúðaspá Þjóðhagsstofnunar er gert ráð fyrir að það þurfi að byggja 2000 nýjar íbúðir á ári. Þegar hér er komið er blaðinu snúið við. Nú er sagt, að ekki sé allt sem skyldi og að úr þurfi að bæta. Einhver starfshópur, eins og það er nefnt, kvað hafa verið að vinna á vegum félagsmálaráð- herra í þessum efnum. Þjóðviljinn hefur skýrt frá þessu og boðað hvað í vændum sé. Ekki verður gert ráð fyrir, að Þjóðviljinn geri minna úr þessu en efni standa til. En fróðlegt er að athuga, hvað til úrbóta á að gera. Boðskapurinn Boðað er að efla eigi Bygg- ingasjóð ríkisins með því að tvö- falda að raungildi framlag ríkis- sjóðs á næsta ári. í ár er framlag ríkissjóðs til Byggingasjóðsins 57 millj. kr. Það er þetta framlag sem lofað er nú að tvöfalda. Þannig hreykir ríkisstjórnin sér af hundr- að prósent aukningu á stuðningi við Byggingasjóð ríkisins. Þetta afrek vinnur ríkisstjórnin með sinni aðferð. Fyrst var tekið til þess ráðs að svipta Bygginga- sjóðinn þeim tekjustofni, sem mest munaði um eða 2% af launa- skattinum. Með þeim hætti er Byggingasjóðurinn sviptur 240 millj. kr. á næsta ári. Þess ber og að geta, að meðan Byggingasjóður ríkisins hafði launaskattinn var þar að auki veitt nokkurt beint framlag úr ríkissjóði. Auk þess hefur ríkisstjórnin svipt Bygg- ingasjóð ríkisins tekjum af bygg- ingasjóðsgjöldum, sem voru 1% álag, er innheimta skyldi aukalega á tekju- og eignaskatt og 'h% á aðflutningsgjöld samkvæmt toll- skrá. Þetta ber að hafa í huga, þegar ríkisstjórnin lofar tvöföldun framlags til Byggingasjóðsins. Blekkingarnar blasa við. Boðað er einnig, að ríkisstjórnin beiti sér fyrir samkomulagi við viðskiptabanka og sparisjóði um samræmda þátttöku í fjármögnun húsnæðislána. I þessu skyni verði stofnaðir nýir húsnæðisreikningar í viðskiptabönkum og sparisjóð- um, þar sem innlán í 2—4 ár veiti rétt til 15 ára viðbótarláns við al- mennt lán frá Byggingasjóði ríkis- ins. Nú segist ríkisstjórnin ætla að gera þetta. En hvað hefur ríkis- stjórnin gert áður í þessu efni? Hliðstæð ákvæði voru í lögum fram til 1980 um sérstaka inn- lánsdeild. Þá var skylt að láta þá, er tóku þátt í innlögum þessum sitja fyrir um lán til íbúðabygg- inga frá Húsnæðismálastjórn og máttu lánin vera allt að 25% hærri en almennt gerðist. Gilti þá um viðbótina sami lánstíminn og sömu lánskjör og um íbúðalánin almennt. En þetta ákvæði laganna fékk ríkisstjórnin afnumið árið 1980. Þetta lagaákvæði hafði að vísu verið óvirkt vegna almenns ástands peningamála í landinu. /■TIGK /■TIGPk ÞEIR ERU KOMNIR! Spítalastíg 8 og vló Óðinstorg. Simar: 14661 og 26888. Varahlutaþjónusta Heildsölubirgöir fyrirliggjandi. barnasleöar — níösterkir, léttir og mjög öruggir. Fyrir börn 6 ára og yngri. Verö kr. 768.- sænsku brunsleöarnir frá STIGA sem hafa fariö sigurför um hin Noröurlöndin brun3leðarnir eru ekta sænsk gæöavara, hraöskreiöir, sterkir og öruggir. Verö kr. 1.296.- Þorvaldur Garðar Kristjánsson. En kemur nokkrum manni í hug, að ríkisstjórn, sem er komin að fótum fram vegna ástandsins I efnahagsmálunum sé þess um- komin að lofa því, að peningamál landsins verði í því horfi, að þetta ákvæði verði frekar raunhæft nú en áður. Engum heilvita manni kemur slíkt í hug. Þetta er eitt dæmið um blekkingarnar, sem ríkisstjórnin tekur til við í úrræðaleysi sínu í húsnæðismál- unum. Eitt er enn það loforð ríkis- stjórnarinnar, að heimilt verði að veita viðbótarlán til þeirra, sem taka út skyldusparnað sinn til þess að byggja eða kaupa íbúð. Hér á enn að byggja upp það sem áður hefur verið rifið niður. Ríkis- stjórnin fékk fellt niður árið 1980 ákvæði, sem kvað á um, að þeir sem tækju út skyldusparnað sinn gætu fengið íbúðarlán, sem væru allt að 25% hærri en almennt gerðist. Hér er eitt dæmið um tví- skinnung ríkisstjórnarinnar í hús- næðismálum. Ennfremur boðar ríkisstjórnin nú, að lán til þeirra, sem eru að byggja eða kaupa sína fyrstu íbúð eigi að hækka verulega á næstu árum og ekki minna en um 25% að raungildi strax á næsta ári. Hér er um að ræða hliðstætt ákvæði og áður var í lögum um skylduspar- endur, sem ríkisstjórnin fékk af- numin árið 1980. En það voru, eins og nú, fyrst og fremst skylduspar- endur, sem voru að byggja sína fyrstu íbúð. Tvískinningur ríkis- stjórnarinnar ríður ekki við ein- teyming. Þá boðar ríkisstjórnin, að öllum lífeyrissjóðum í landinu eigi að vera skylt að kaupa skuldabréf af Byggingasjóði ríkisins. Hér er ver- ið að gera því skóna, að meira fé komi frá lífeyrissjóðunum til íbúðalána en verið hefur. Slíkt tal hefur engin afgerandi áhrif til úr- bóta í lánamálum húsbyggjenda. Fæstum kemur til hugar, að slíkar yfirlýsingar hafi nokkurt gildi, ef haft er í huga að meginhlutinn, og væntanlega um 90% af öllum lán- um lífeyrissjóðanna til sjóðsfé- laga, fer einmitt til húsnæðislána. Lífeyrissjóðirnir gegna sínu mikla hlutverki í þessum efnum með því að lána til sinna sjóðsfélaga og eru einfærir um að ráðstafa sínu fjár- magni til íbúðalána. Það verður ekki lögð of mikil áhersla á mik- ilvægi þessa. Lífeyrissjóður og Byggingasjóður Lífeyrissjóðirnir verða hins veg- ar ekki til þess að byggja upp Bókhlaðan og Ægisút- gáfan gefa út 25 titla BÓKAÚTGÁFA Bókhlödunnar hf. og Ægisútgáfan senda frá sér 25 titla á þessu ári, þar af eru 7 titlar eftir innlenda höfunda. Hér fer á eftir upptalning á þessum titlum, samkvæmt fréttatilkynningu frá út- gefanda: íslenskir athafnamenn, viðtöl við menn er hafa látið að sér kveða : atvinnulífinu. Umsjón hefur Þor- steinn Matthíasson. Nú er fleytan í nausti, frásögn þriggja aldraðra skipstjóra. Um- sjón hefur Guðmundur Jakobsson. í dagsins önn, fjórða bók, viðtöl við fólk úr alþýðustétt. Umsjón hefur Þorsteinn Matthíasson. Bóndi er bústólpi, frásagnir af 12 látnum góðbændum, skrifaðar af jafnmörgum höfundum, undir rit- stjórn Guðmundar Jónssonar, fyrrv. skólastjóra á Hvanneyri. Kristnar hugvekjur, síðara bindi. í þessu bindi skrifa hugvekjur 29 kennimenn m.a. biskupinn yfir ís- landi, hr. Pétur Sigurgeirsson. Þar með líkur samantekt þessara kristnu hugvekja, sem samtals 57 kennimenn hafa skrifað. Læknisdómar alþýðunnar, frásögn áf gömlum og nýtilegum læknis- ráðum, er flest eru í fullu gildi ennþá. Þrælaströndin eftir Torkild Han- sen. Þetta er önnur bókin í flokki bóka eftir þennan þekkta danska rithöfund, um þrælasölu og þræla- hald, en höfundurinn fékk bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir þennan bókaflokk. Frídagur frú Larsen eftir Martha Christansen. Þessi danski höfund- ur hefur skrifað margar athyglis- verðar bækur, og er þetta fyrsta bók hennar er kemur út á ís- lensku. Bermúda-þríhyrningurinn eftir Charles Berlitz. Bókin er byggð á rannsóknum höfundarins á þeim dularfullu atburðum er hafa verið að gerast á hafinu í námunda við Bermúda, þar sem yfir 100 skip og flugvélar hafa horfið sporlaust. Innflytjendurnir eftir Howard Fast, er saga er fjallar um ítalska innflytjendur í Kaliforníu. Þessi bók hefur selst í yfir 4 milljónum eintaka í Bandaríkjunum og Bret- landi. Heitar ástríður eftir Frank Yerby. Skáidsaga er gerist í þrælastríð- inu í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Elsku mamma eftir Christinu Lítil kver um dverga frá Iðunni ÚT ERU komin hjá Iðunni þrjú lítil kver í öskju sem einu nafni kallast Dvergar. Þetta eru enskar bækur að uppruna, prýddar mörg- um litmyndum. Textinn er sóttur í bókina Gnomes eftir Rien Poort- vliet og Wil Huyen. Þorsteinn frá Hamri þýddi textann, en í kverun- um er margt sagt og sýnt um þessa litlu leiknu karla og kerl- ingar. Bækurnar heita: Reikn- ingsbók dverganna, Fróðleikskorn um dverga og Dvergadáðir. Hver bók er liðlega fjörutíu síður. Þær eru prentaðar í Singapúr. JMmgtiiitthifrUþ Áskriftarsíniinn er 83033

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.