Morgunblaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1982 15 Mótmælaaðgerðir út af lokun E1 A1 Tel Aviv, 30. nóvember. AP. ÁTJÁN fyrrum starfsmenn ísraelska flugfélagsins El A1 voru handteknir í dag eftir miklar óeirðir í Tel Aviv þar sem því var mótmælt, að flugfélagið hefur verið lagt niður. Flugfélagsstarfsmennirnir, sem nú hafa misst vinnuna, hrópuðu „við búum ekki í Póllandi" og „nasistar" þegar lögreglumenn vopnaðir kylfum reyndu að hrekja þá á brott. Fyrr um daginn höfðu hundruð manna safnast saman úti fyrir Abu Kabir-fangelsinu og krafist þess, að 10 félagar yrðu leystir úr haldi en þeir voru teknir Allsherjarþingið: Rússar fari á brott frá Afganistan Sameinuðu þjóðunum, 29. nóvember. AP. ALLSHERJARÞING Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag ályktun þar sem hvatt var til þess, að „allur erlendur her yrði tafarlaust á brott frá Afganistan“. Er þetta í fjórða sinn á þremur árum, sem Allsherjar- þingið samþykkir sams konar álykt- un. Ályktunin var samþykkt með 114 atkvæðum gegn 21 en 13 sátu hjá. Sovétríkin voru ekki nefnd berum orðum en sagt, að allsherj- arþingið hefði „alvarlegar áhyggj- ur af áframhaldandi erlendri íhlutun í Afganistan" og að Afg- anir hefðu rétt á að ráða sínum eigin málum án afskipta annarra. fastir þegar til átaka kom í gærkvöldi fyrir framan skrifstof- ur Perels, stjórnarformanns E1 Al. Talsmaður Histadrut, ísraelska alþýðusambandsins, sagði í dag, að starfsmennirnir vildu fallast á fyrri kröfur flugfélagsstjórnar- innar um endurskipulagningu starfseminnar og þeir biðu nú bara eftir því, að ríkisstjórnin, sem á 97% í E1 Al, settist að samningaborðinu. ísraelska út- varpið hafði það í dag eftir fjár- málaráðherranum, að samningar yrðu ekki teknir upp á nýjan leik. Sambandsríki Jórdaníu og Palestínu? Amman, 30. nóvember. AP. YASSER Arafat, leiðtogi Frelsissveita Palestínu, skýrði svo frá í dag, að þriggja daga viðræður sínar nú við Hussein Jórdaníukon- ung beindust fyrst og fremst að því að kanna möguleika á að koma á fót sambandsríki Jórdaníu- og Palestínu- manna. Þetta er í fyrsta sinn, sem leiðtogi PLO ræðir opinberlega við Hussein kon- ung um þessa tillögu, sem var borin fram af Reagan Bandaríkjaforseta í ræðu í september sl. Miquael de la Madrid, hinn nýi forseti Mexlkó, sver embættiseið sinn í dag. Mynd þessi var tekin af honum í kosningabaráttunni fyrr á þessu ári í borginni Veracruz. Nýr forseti í Mexíkó De la Madrid sver embættiseið í dag Mexíkóborg, 30. nóvember. AP. MIQUAEL de la Madrid mun sverja embættiseið sinn sem nýr forseti Mexíkó á morgun, mið- vikudag, og þá þegar er gert ráð fyrir því að hann hefjist handa um að kynna og framfylgja þeirri ströngu efnahagsstefnu, sem hann hefur boðað í því skyni að vinna bug á verstu efnahagskreppu, sem gengið hefur yfir Mexíkó í 30 ár. Talið er, að embættistakan á morgun verði miklu einfaldari í Slmamynd AP. Þessar Ijósmyndir af 15 ára gömlum pilti í Laos tóku bandarískir og kanadískir sendistarfsmenn í flóttamannabúð- um í norðausturhluta Thailands og sýna þær afleiðingar, sem koma fram á fólki eftir eiturgas eða efnavopn, sem Sovétmenn beittu í árás í Laos. Pilturinn fannst eftir árás, þar sem þessu efni, svonefndu „gulu regni“, hafði verið dreift. Vegna þess að pilturinn komst nógu fljótt undir læknishendur, tókst að bjarga lifi hans, annars hefði farið illa. Sovézk eiturvopn notuð í Afganistan Washington, 30. nóvember. AP. BANDARÍSK stjórnvöld hafa borið fram nýjar sann- anir fyrir því, að sovézka herliðið i Afganistan noti eitur- og efnavopn og herlið Víetnama í Laos og Kambódíu noti einnig eiturvopn frá Sovétríkjunum. Var frá þvi greint af hálfu bandarísku stjórnarinnar í gær, að allt kapp yrði lagt á það í framtíðinni að vekja athygli heimsins á þeim hryllingsvopnum, sem Sov- étmenn beittu í Afganistan og Suðaustur-Asíu. Af hálfu bandaríska utanríkisráðuneytisins var því haldið fram í dag, að fjöldi þeirra fórnarlamba, sem drepin hefðu verið með efna- og eiturvopnum, væri yfir 6.000 í Laos, 3.000 í Afganistan og 1.000 í Kambódíu. Hefði Bandaríkjamönnum tekizt að komast yfir sovézkar gasgrímur frá Afganistan og bar ein þeirra m.a. merki um eiturefni, sem valda blöðrum, klígju, uppköstum og öðrum sjúkdóms- einkennum. Þá hefðu Sovétmenn spillt vantsból- um, sem afganskar uppreisnarsveitir notuðu. Sovézka fréttastofan TASS vísaði í dag þessum ásökunum Bandaríkjamanna harðlega á bug og kallaði þær óskammfeilnar lygar. sniðum en þegar fráfarandi for- seti, José Lopez Portillo, tók við völdum fyrir 6 árum. Astæðan er sú, að Mexíkó hefur ekki framar efni á viðhafnarmiklum hátíðahöldum af slíku tagi. í því skyni að spara sem mest, verður fjöldi gesta nú aðeins fjórðung- ur þess, sem boðið var fyrir sex árum, en þá bauð Lopez Portillo 10.000 manns til embættistök- unnar, þar á meðal þjóðhöfð- ingjum frá 131 landi og 98 manna sendinefnd frá borg for- feðra sinna, Caparrosso á Spáni. Nú er engum þjóðhöfðingjum boðið til hátíðahaldanna. Veður víða um heim Akureyri Amsterdam Aþena Barcelona Berlín Brilssel Buenos Aires Caracas Chicago Frankfurt Genf Helsinki Hong Kong Jerúsalem Jóhannesarborg Kairó Kaupmannahöfn Las Palmas Lissabon London Los Angeles Madrid Mallorca Mexikóborg Miami Montreal Moskva Nýja Delhí New York Ósló París Reykjavik Rio de Janeíro Róm San Francisco Stokkhólmur Tókýó Vancouver Vin I skýjaö 6 þoka 18 skýjaó 8 alskýjaó 3 skýjaó 7 skýjaó 25 skýjaö 27 lóttskýjaó 5 skýjaó 5 skýjaö 6 skýjaó 4 skýjaó 19 heióskirt 15 skýjaö 28 rigning 22 heióskirt 4 þoka 20 hálfskýjaó 15 heióskirt 7 skýjaó 17 rigning 10 heióskirt 14 lóttskýjaó II alskýjaó 24 heióskírt 27 heióskfrt 0 rigning 0 skýjaó 25 heiðskírt 12 heióskfrt 1 skýjaó 5 heiöskirt 0 snjóól 36 skýjaó 14 skýjaó 15 skýjaó 3 heíóskírt 24 heióskirt 7 rigning 6 rignfng Frá Jan Krik Lauré, fréttaritara Mbl. i Osló. SAMKVÆMT skoöanakönnunum hafa um 25 prósent allra fiski- manna Noregs mikinn áhuga á því að leggja störf sín á hilluna og fá sér vinnu á olíuborpöllunum í Norðursjó. Það er einkum á vesturströnd Noregs, þar sem fiskimennirnir eru hvað áhugasamastir um hinn vaxandi olíuiðnað, enda eru laun- in þreföld, vinnutíminn og öryggi mun meira svo ekki sé minnst á áhættuna sem er í heildina séð mun minni. Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hór segir: GOOLE: Arnarfell 13/12 Arnarfell 3/1 '83 Arnarfell ... 17/1 ’83 ROTTERDAM: Arnarfell 1/12 Arnarfell 15/12 Arnarfell 5/1 ’83 Arnarfell .... 19/1 '83 ANTWERPEN: Arnarfell 2/12 Arnarfell 17/12 Arnarfell 6/1 ’83 Arnarfell .... 20/1 ’83 HAMBORG: Helgafell 16/12 Helgafell .... 14/1 '83 HELSINKI: Dísarfell 20/12 Dísarfell .... 24/1 ’83 LARVIK: Hvassafell .... 13/12 Hvassafell .... 27/12 Hvassafell .... .... 10/1 '83 Hvassafell .... .... 24/1 '83 GAUTABORG: Hvassafell .... 14/12 Hvassafell .... 28/12 Hvassafell .... .... 11/1 ’83 Hvassafell .... .... 25/1 '83 KAUPMANNAHÖFN: Hvassafell .... 1/12 Hvassafell .... 15/12 Hvassafell .... 29/12 Hvassafell .... .... 12/1 '83 Hvassafell .... .... 26/1 ’83 SVENDBORG: Hvassafell .... 2/12 Helgafell 17/12 Hvassafell .... 30/12 Helgafell 13/1 '83 Dísarfell 27/1 ’83 AARHUS: Helgafell 21/12 Helgafell 15/1 '83 GLOUCESTER MASS.: Skaftafell 4/12 Skaftafell 7/1 '83 ’83 HALIFAX, KANADA: Skaftafell .... 6/12 Skaftafell .... 10/1 '83 m SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.